Árdís - 01.01.1964, Page 58
56
ÁRDIS
„1 gegn um móðu og mistur
ég mikil undur sé.
Ég sé þig koma Kristur
með krossins þunga tré.
Af enni daggir drjúpa
en dýrð úr augum skín.
Á klettinn vil ég krjúpa
og kyssa sporin þín.“
Lokaorð þessa trúarljóðs eru:
„Frá þínum ástar eldi
fá allir heimar ljós.“
Annað trúarljóð er ég vildi minnast á er upphafs erindin
í hinum frægu Þingvallaljóðum á Alþingishátíðinni 1930. Upphafs
erindi þess flokks eru þannig:
„Þú mikli, eilífi andi,
sem í öllu og alstaðar býrð,
þinn er mátturinn, þitt er valdið,
þín er öll heimsins dýrð.
Þú ríktir frá upphafi alda,
ert allra skapari og skjól,
horfir um heima alla,
hulin myrkri og sól.
Frá því hin fyrsta móðir
fæddi sinn fyrsta son,
varst þú í meðvitund manna
mannkynsins líf og von.
Allt lifandi lofsyngur þig,
hvert barn, hvert blóm,
þó enginn skynji né skilji
þinn skapandi leyndardóm."
Hin mikla útþrá og eirðarleysi koma fram víða í kvæðum
hans þó hann elskaði landið sitt og héraðið þar sem æskuheimilið
stóð. Ég sigli í haust er eitt af mörgum.