Árdís - 01.01.1964, Page 64
62
ÁRDÍS
Og við beyjum kné vor fyrir hinum „mikla, eilífa anda“, sem
gaf leiðtogunum þá hugsjón, og þann styrk, sem það útheimtar
að helga líf sitt landi og þjóð.
Öll íslenzka þjóðin tilbiður Jón Sigurðsson, — og það réttilega
— sem höfund frelsisbaráttu sinnar. En hvað margir hafa ekki
komið síðan og reynt að feta í hans fótspor? Hve margir hafa
ekki átt fagrar og háleitar hugsjónir, og sókst eftir því einu að fá
að leiða þjóð sína á braut réttlætis og sannleika? Það eru þessir
menn og konur, sem mig langar að heiðra í dag. Mæður og konur,
leiðtoga kirkjunnar, sem með kenningum sínum og upp örfunum
hafa kveikt fyrsta neistann í sálu þessara manna, og gjört hann
að ljósi. Skáldin sem með andagift sinni stuðluðu að því að ljósið
slokknaði ekki í höndum þeirra, og ást og trú á ættjörðina, sem á
dimmum dögum gaf þeim þrek til að halda blysinu hátt, og gefast
ekki upp þó á móti blési.
í dag er íslenzka þjóðin að uppskera arðinn af verkum
þessara manna. Guð gefi að hún beri gæfu til að stiðja þá menn
með ráð og dáð, sem berjast vilja fyrir því einu að hún megi í
framtíðinni njóta frelsis og velmegunar.
Lengi lifi íslenzka lýðveldið! Guðs blessun fylgi landi og þjóð
í tíma og eilífð.
1. Peter. 5, 7. Varpið allri áhyggju yðar upp á hann, því að
hann ber umhyggju fyrir yður.
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu’ í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.