Árdís - 01.01.1964, Page 65

Árdís - 01.01.1964, Page 65
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 63 Athvarf EMILY VIGFUSSON Orsökin að þessum hugleiðingum er sú að ég las í vetur sem leið grein þar sem minnst var aldar afmælis manns nokkurs. Hann hafði getið sér frægðar fyrir afskifti sín af stjórnmálum, einnig hafði hann verið stofnandi stórra verzlunar fyrirtækja og safnað miklum auði um dagana. Fyrir þetta var honum mikið hælt enn lítið nefnt hvernig hann hafði komið fram við þá sem honum stóðu næstir, og hvernig hann var innrættur. Hver á sína sögu, eins þeir sem lifa sínu lífi í kyrrþey og berast lítið á — „the short and simple annals of the poor.“ f þessu sambandi minntist ég þess að á þessu sumri eru liðin hundrað ár síðan móðir mín fæddist, og út frá þeim hugsunum fór ég að blaða í gömlum kassa þar sem ég geymi gamlar myndir og bréf sem hún átti. Þar á meðal eru vísur og kvæði sem amma mín, Guðbjörg Björnsdóttir, setti saman og skrifaði niður sér til afþreyingar. Kvæðin hennar munu nú vera nær hundrað ára gömul, bera eðlilega þess merki að höfundurinn var alveg ómenntuð kona sem með herkjubrögðum lærði að lesa og skrifa þegar slíkt þótti óþarft. Við amma áttum ekki lengi leið saman því ég var aðeins fjögra ára þegar hún dó, þá orðin nærri áttræð. En ég man svo vel eftir henni og því sem hún kenndi mér. Sumt af því skildi ég ekki fyrr enn löngu seinna. Eitt var þessi vísa: „Minn góði Guð ég þakka þér fyrir þennan dag sem liðinn er, og hvert það stig sem flutt mig fær friðsælu þinnar bústað nær.“ Og ég gleymi ekki þeirri ástúð sem hún sýndi mér hvernig sem á stóð. Þegar ég las kvæðið sem Hannes Hafsteinn orti eftir fóstru sína, fannst mér það eiga við okkar sambúð. Hann segir:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.