Árdís - 01.01.1964, Page 68

Árdís - 01.01.1964, Page 68
66 ÁRDIS Kristína konungsdóttir INGIBJÖRG S. GOODRIDGE Margar konur hafa, frá alda öðli, risið til frama og frægðar víðsvegar um heim og á mörgum sviðum samtíðar sinnar. Margar eru vel þekktar og lífsferill þeirra er á allra manna vitund. Sumar hafa unnið sér virðingu og aðdáun meðbræðra sinna og niðja þeirra fyrir hugrekki og stjórnmálahæfileika eða framúrskarandi gáfur. Aðrar hafa lifað í gegnum aldanna raðir vegna ástamála sinna og hafa stundum getið sér miður góðan orðstýr. Eftir öðrum er munað vegna grimdar þeirra og ágirndar og stendur stuggur af þeim. Svo eru fjölda margar konur sem lýstu samtíð sinni og framtíð, með góðvild og ágætum mannkostum, sjálfsafneitun og fórnfýsi. Að telja upp jafnvel nöfn velþekktra kvenna væri al- deilis ómögulegt vegna þess að þær eru svo margar. Eru þær af öllum stéttum, hábornum og lágbornum, af öllum þjóðflokkum og menningu og af öllum trúarflokkum. Að vísu, hafa konur ávalt átt mikinn þátt átt í stjórnarfyrir- komulagi allra alda og allra þjóða bæði af eigin athöfnum og vegna áhrifa sem þær hafa haft yfir eiginmönnum, sonum og ástvinum. Því miður hafa áhrifin ekki ætíð verið góð. Þetta stafar auðvitað af mannlegum breiskleika. En aftur á móti, standa hetjur margar, klæddar brynju sjálfsafneitunar og mannástar, sem knúðar voru af einlægri þrá að þjóna öðrum og uppörva. Ekki eru allar athyglisverðar og afkastamiklar konur vel- þekktar hjá voru þjóðfélagi né á vorri samtíð. Saga konu einnar sem er lítt kunn íslenzkum lesendum er tilefni þessarar greinar, sagan af Kristínu, dóttur Gústaf Adolfs Svíakonungs, er fæddist árið 1626 í Svíþjóð og kom til valda aðeins sex ára gömul, við fráfall föður síns. Um þessar mundir, geysaði styrjöld um norður Evrópu milli kaþólskra og mótmælenda. Gústaf Adolf veitti mótmælendum lið. Hann var einlægur Lútherstrúarmaður og hinn slyngasti her- foringi samtíðar sinnar og vann marga sigra, þó hann sjálfur léti lífið árið 1632. Ófriðurinn hélt áfram undir stjórn herforingja Svía sem lært höfðu hernaðarlistina af konungi sínum. Enn loks
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.