Árdís - 01.01.1964, Síða 70

Árdís - 01.01.1964, Síða 70
68 ÁRDÍ S Um þessar mundir, dvaldi þar í landi sendiherra frá Portugal ásamt sálusorgara sínum og Kristína fór að leita fundar hans. Skömmu síðar byrjaði bréfaskipti milli hennar og kirkjuhöfð- ingja ýmissra í Rómaborg og samsærið dafnaði. Það leið ekki á löngu þar til hún lýsti því yfir að hún væri ráðin í því að gjörast kaþólsk, jafnvel þótt hún yrði að leggja niður völd. Þann 24. júní 1654 var Kristína afkrýnd. Ráðherrann sem setti kórónuna á höfuð hennar í Stokhólmi er hún tók við völdum neitaði að taka kórónuna af höfði hennar og varð hún að gjöra það sjálf. Margir tárfeldust við þessa athöfn og var þjóðin hrygg í anda að sjá á bak dóttur Gústaf Adolfs og fyrir slíka ástæðu, trúna sem hann varði til sinnar dauðastundar. Kristína fór rakleiðis úr landi brott og tók með sér ótal marga dýrmæta muni og minjagripi. Setti hún það allt um borð á skipi og fór svo sjálf landveg til Hamborgar. Kaþólsku trúna tók hún opinberlega í Brussels og hélt svo áfram til Rómaborgar. Þegar þangað kom var henni fagnað með opnum örmum og tók hún aukanafnið Alexandrina til heiðurs Páfanum. Hvernig orsakaðist það að þessi gáfaða kona snéri baki við öllu sem faðir hennar og þjóð elskuðu af hjarta og lögðu lífið í sölur fyrir? Vafalaust þekkti hún föður sinn afar lítið vegna þess að hann var stöðugt að heiman frá því hún var hvítvoðungur. Hvergi er minnst á móður hennar. Hún var munaðarleysingi þrátt fyrir það að hún var konungborin. Hún virðist hafa verið mjög óhamingjusöm, eins og nærri má geta og einmanna. Ef til vill, naut hún aldrei samfélags við önnur börn. Þarafleiðandi, varð hún að þjálfa ímundunaraflið sér til dægrastyttingar og flúði svo inn í sinn eigin hugmyndaheim. Þjónustur hennar hafa, ef til vill, verið strangar og óþolinmóðar og sýnt henni lítið af hlýleik eða ástúð, þaðan hefur komið hatur hennar til kvenna. Aftur á móti hefur hún heyrt, líklega, mikið um hugrekki og dáð föður síns og heyrt honum hælt og hrósað og af því vildi hún líkjast honum í öllu. Er mjög líklegt að hún hafi kennt forsjóninni um örlög sín og í barnssál sinni hefur hún gefið bæði þjóðinni og kirkjunni sinn skerf af sökinni og gerst andstæðingur alls þess sem sænskt var. Allt líf hennar var einskonar uppreisn gegn upp- eldi og umhverfi. Þótt hún væri ekki lengur drottning hélt hún áfram að lifa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Árdís

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.