Árdís - 01.01.1964, Page 74
72
ÁRDÍS
Bertha Danielson
1870 — 1963
Skírnarnafn hennar var Guð-
björg Vilhelmina Ingimundardótt-
ir. Hún var fædd á íslandi 24.
ágúst 1870, fluttist til Canada í
kringum aldamótin, dvaldi rúmt
ár í Winnipeg unz hún flutti til
Seattle, Wash., árið 1901. Stundaði
hún þar saumavinnu unz hún flutt-
ist til Blaine, Wash.
Þann 22. ágúst 1905 giftist hún
Andrew Danielssyni. Heimili þeirra
í Blaine var alþekkt fyrir gest-
risni, góðvild og höfðingskap til
allra og hjálpfýsi sérstaklega til
þeirra sem bágt áttu á einhvern
hátt. Þau tóku að sér tvö munað-
arlaus börn og ólu upp sem sín
eiginn. Eru þau Mrs. Svafa Knight
til heimilis í San Fransisco, Cali-
íornia og Daniel I. Danielson búsettur í Blaine.
Bertha misti mann sinn árið 1954, en hélt áfram að búa á
heimili þeirra þar til fyrir þremur árum að hún fór á elliheimilið
Stafholt í Blaine, þar lézt hún 3. nóv. 1963, þá 93 ára að aldri
Bertha var mikil trúkona. Kristindómur og kirkjuleg starf-
semi voru hennar mestu áhugamál. Hún var ein af stofnendum
Lúterska safnaðarins í Blaine og líka safnaðar kvennfélagsins Líkn.
Var hún forseti kvennfélagsins í hin fyrstu tólf ár, hún lagði fram
alla sína krafta félaginu til heilla og var mjög vinsæl meðal félags-
systra sinna. Hún tók þátt í ýmsum félags samtökum bæði meðal
íslendinga og enskumælandi fólks og starfaði þar af áhuga með
prýði.
Vandamenn og vinir kveðja þessa merkiskonu með innilegu
þakklæti fyrir samvinnuna og samveruna og biðja Guð að blessa
mmmngu hennar. SVAFA ÖGMUNDSON.