Árroði - 01.02.1947, Side 18

Árroði - 01.02.1947, Side 18
Athyglisvert er að sárafáir þessara manna hafa farið til sjós, þeir sem hafa kallað sig sjómenn hafa flestir farið \ verkamanna- vinnu í landi. I verksmiðjuvinnu hafa sárafáir útlending- ar verið ráðnir. Utlendingarnir hafast við í ýmisskonar ófullnægjandi húsnæði. Þeir búa í hermannaskálum, skúrum og hálfbyggð- um húsum, sem atvinnurekendurnir leggja þeim til, ‘hver eftir sinni getu. Þó eru nokkrir í íbúðum, sem talist geta mannabústaðir og eru þeir þar í trássi við lög og rétt, þar sem eitt af skilyrðum ríkisváldsins til íslenzkra at- vinnurekenda fyrir því að þeir megi ráða út- lendinga í sína þjónustu, er það, að útlend- ingurinn taki ekki húsnæði frá íslenzkum mönnum. Lítið menningargildi hefur þetta fólk haft fyrir þjóðina. Það 'hefur ekkert nýtt flutt með sér, sem til framfara heyrir og hafa lands- menn lítið eða ekkert af því lært í bættum vinnuaðferðum, enda er verkhæfni þess ekki til fyrirmyndar almennt. Iðnaðarmennirnir eru varla hæfari til þeirra starfa, sem þeir ráða sig til, 'heldur en venju- legir íslenzkir gerfismiðir, enda leikur nokkur vafi á um iðnaðarnám allmargra þessara manna. Islenzk alþýða lítur þetta fólk nokkru horn- auga og ekki að ástæðulausu. Menn eru ekki á einu máli um nytsemi þess fyrir land og lýð. Margir álíta að okkur liggi ekki meira á að byggja íbúðarliús og atvinnutæki lield- ur en við sjálfir orkum á hverjum tíma. Því takmark alþýðunnar er fyrst og fremst nóg atvinna handa öllum, sem unnið geta í lengd og bráð og að sjálfsögðu fylgir því krafan um að allir vinni, sem unnið geta sómasamlega og án undanbragða. Nokkur þjóðernishætta stafar af þessu fólki og tungunni stafar af því mikil hætta. Það er ekki fátítt, þar sem dönsk vinnukona er á heimili, að mikill hluti heimilisfólksins tali sannkallað hrognamál til þess að gera sig skiljanlegt við 'hina erlendu griðkonu. Hvaða áhrif það hefur á m'ál barna og unglinga liggur í augum uppi. Utgjöld landsmanna til þessa fólks eru tilfinnanleg. A þessu ári til 30. nóv. var búið að yfirfæra þess vegna til útlanda 4,3 milljónir í reiðu fé. Þar við bætist allur sá varningur, sem fólk þetta kaupir hér og sendir út til vina og vanda- manna sinna. Sá varningur 'hefur kostað dollara og annan erlendan gjaldeyri í stór- um stíl. Sú spurning er á lofti manna á meðal hvort nokkur þörf sé fyrir hið erlenda verkn- fólk. Henni er vart hægt að svara á einn veg. Verkfræðingar, arkitektar og aðrir kunn- áttumenn eru að sjálfsögðu nauðsynlegir við miklar verklegar framkvæmdir og séu þeir ekki til í landinu verður að fá þá erlendis frá um stundarsakir. Það tekur langan tíma að mennta menn til slíkra starfa og geta að- kallandi framkvæmdir eigi 'beðið eftir því, að verkfræðistörf og önnur skyld störf verði framkvæmd hér á landi af íslendingum ein- göngu. Nokkuð svipað er að segja um flug- sérfræðinga, þeir hafa að vísu komið fáir, en eru nauðsynlegir urn stundarsakir. Þörf fyrir iðnlærða menn er mikil í orði en minni á borði, vegna þess að hinir er- lendu iðnaðarmenn, sem hingað koma, eru flestir lélegir iðnaðarmenn, eins og áður hefur verið 'bent á. Skörðin í iðnaðinum mætti vel fylla með dugandi íslenzkum gerfismiðum, sem margir hafa náð góðri verkhæfni og myndu þeir ná fullum vinnuafköstum á skömmum tíma, ef þeir ynnu iðnaðarvinnu að staðaldri. Það er dálÍLÍð hæpið að láta íslenzkan geríi- smið þoka fyrir erlendum manni, sem ekki kann betur til verks heldur en íslendingur- inn, fyrir þá sök eina að útlendingurinn telur 18 ÁRROÐt

x

Árroði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.