Árdís - 01.01.1938, Síða 53
VIII. —Friðarmál: Eftir nokkrár umræður var eftirfylgjandi
tillaga samþykt. — Konur saman komnar á hinu 14. ársþingi 11. L. Iv.
samþykkja með einuin hug þá hugsjón, að efla frið meðal þjóða
og einstaklinga, að svo miklu leyti sem unl er.
IX. —Nij mál (a) Hirðing og viðhald grafreita: Konur skýrðu
frá hvað hin ýmsu kvenfélög út um sveitir hefðu gert til að auka
áhuga fyrir að prýða og hirða grafreiti í sínu umhverfi. Var svo
eftirfylgjandi tillaga samþykt:
Þingið felur erindrekum að leitast við að vekja áhuga fyrir að
framkvæmdir séu gerðar til að halda grafreitum hygðar sinnar í
góðri hirðingu.
Samþykt var að senda fjarverandi veikum félagssystrum bréf,
einnig að senda sanniðarskeyti til frú Ingiríðar Jónsson. — Fundi
slilið.
Sjötii fundur : KI. 2 e. h. á mánudag. Mrs. G. Jóhannesson stýrði
bænagerð.
I.t—Starf i kristilegri fræðslu: Eftirfylgjandi nefndarálil var
tekið lið fyrir lið og samþykt.—
Nefndin vill, fyrir hönd þingsins, votta Mrs. H. G. Henrickson
þakklæti fyrir hennar mikla starf i þarl'ir kristindómsfræðslu.
Nefndin leggur lil—
1. Að Mrs. Henrickson haldi áfram að hal'a umsjón með því
starfi i Manitobavatns bygðum.
2. Að nefndin lýsi ánægju sinni yl'ir skýrslunni frá Árnesi og
þendir á, að þá hugmynd mætti nota i öðrum bygðum.
3. Að sunnudagsskólanefndinni sé falið á hendur að víkka
starfssvið sitt og að reynt sé að hyrja starf i Saskatchewan.
4. Að B. L. K. æski meiri samvinnu með framkvæmdarnefnd
kirkjufélagsins í að auka kristilega fræðslu i þeiin söfnuðum, sem
prestlausir eru.
VII.—Bindindismál: Eftirfylgjandi nefndarálit i hindindismál-
inu var samþykt.—
1. Nefndin leggur til að hver sunnudagsskóli sé hvattur til að
heita áhrifum á hina ungu til bindindis, að notaðar séu þær aðferðir,
sem hent hefir verið á á þingi: fyrirlestrar með myndifm, lexiuval
o. s. lrv.
2. Nefndin óskar eftir að Bandalagið hafi bindindismálið á
dagskrá framvegis.
(h) First Aid: Mrs. B. M. Paulson innleiddi málið með ágætum
upplýsingum. Var samþykt að erindi um það efni yrði flutt á fund-
um sem flestra kvenfélaga.
51