Morgunblaðið - 03.02.2009, Qupperneq 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Komdu
í Fjármálaviðtal
Fáðu yfirsýn yfir fjármálin
www.glitnir.is/markmid
Við veitum þér persónulega þjónustu
með vandaðri heildarráðgjöf um
fjárhagslega stöðu heimilisins.
Fjármálaviðtal er góð leið til að fá
skýra yfirsýn yfir fjármál heimilisins
og ræða leiðir til úrbóta.
Á glitnir.is og í útibúinu þínu getur þú líka
nálgast einfaldar og öflugar lausnir til að setja
heimilinu fjárhagsleg markmið.
Í Fjármálaviðtali förum við m.a. yfir:
Eignir á móti skuldum
Gjöld og tekjur
Útgjaldaáætlun og heimilisbókhald
Lánamat og greiðsluáætlun lána
Skilmálabreytingar og sameiningu lána
Í Fjármálaviðtali förum við saman yfir
eignir og skuldir, tekjur og útgjöld og
gerum greiðsluáætlun fyrir þín lán.
Vegna góðrar verkefnastöðu á
verkstæðum Toyota hefur verið
ákveðið að í febrúar verði starfs-
hlutfall starfsmanna þeirra 100% í
stað 90%. Þetta kemur fram í til-
kynningu. Starfshlutfall allra
starfsmanna Toyota í Kópavogi var
um áramótin lækkað í 90%, en hef-
ur nú verið fært til fyrra horfs.
Úr 90% í 100%
NÝR aðstoðarrektor, Jón Atli Bene-
diktsson, hefur verið skipaður í Há-
skóla Íslands samhliða breytingum
á stjórnsýslu skólans sem tóku gildi
nú um mánaðamótin.
Miðlægri stjórnsýslu verður nú
skipt í tvo hluta, annars vegar í mál-
efni vísinda og kennslu, en hins veg-
ar í málefni fjármála og reksturs.
Jón Atli, sem verið hefur aðstoð-
armaður rektors og þróunarstjóri er
nú aðstoðarrektor vísinda og
kennslu ásamt því að vera prófessor
í rafmagns- og tölvuverkfræði.
Guðmundur R. Jónsson, prófess-
or og sviðsstjóri framkvæmda- og
tæknisviðs, tekur nú við stjórn hins
helmings stjórnsýslunnar sem fram-
kvæmdastjóri fjármála og reksturs.
Hann starfar jafnframt áfram sem
prófessor í véla- og iðnaðarverk-
fræði. Enginn kostnaðarauki verður
fyrir HÍ við þessar breytingar á
starfsskyldum þeirra Jóns Atla og
Guðmundar, skv. tilkynningu.
Fram kemur að skólinn hefur
stækkað um þriðjung á aðeins 6
mánuðum við sameininguna við
Kennaraháskólann í fyrra og um
10% til viðbótar við inntöku fjölda
nýnema um áramótin. Í ljósi þess
var ákveðið að gera breytingar í
samræmi við stærð og taka þær mið
af sambærilegum háskólum erlend-
is.
Stjórnsýslu
HÍ breytt
Jón Atli
Benediktsson
Guðmundur
R. Jónsson
ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands og
Ferðamálastofa hafa fengið ParX
Viðskiptaráðgjöf IBM til að rann-
saka viðhorf meðal almennings til
Íslands í þremur löndum: Bretlandi,
Þýskalandi og Danmörku en löndin
eru meðal stærstu viðskiptamark-
aða Íslands. Verður viðhorf al-
mennings til lands og þjóðar metið
sem og viðhorf til íslenskrar vöru,
þjónustu og til landsins sem áfanga-
staðar fyrir ferðamenn.
Kanna viðhorf
til lands og þjóðar
FÉLAG íslenskra barnalækna mót-
mælir því harðlega að Miðstöð
heilsuverndar barna skuli lögð nið-
ur í núverandi mynd, eins og lagt er
til í sparnaðartillögum fram-
kvæmdastjórnar Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðisins.
„Tillögur framkvæmdastjórn-
arinnar um að áfram starfi tveir
hjúkrunarfræðingar að þróun
heilsuverndar barna án faglegrar
aðkomu barnalæknis er með öllu
óviðunandi. Til að fagleg þróun
heilsuverndar barna standi undir
nafni og skili árangri þarf þverfag-
lega aðkomu heilbrigðisstarfs-
fólks,“ segir í tilkynningu.
Læknar ósáttir
INNLENDUR virðisauki af álverun-
um tveimur í Straumsvík og á
Grundartanga var einungis um 8
milljarðar króna, eða sem svarar 0,6
til 0,7 prósentum af þjóðarfram-
leiðslu, á árinu 2007. Um tveir þriðju
hlutar virðisaukans runnu til er-
lendra aðila, eða um 17 milljarðar
króna.
Indriði H. Þorláksson, hagfræðing-
ur og fyrrverandi ríkisskattstjóri,
heldur þessu fram í ítarlegri grein-
argerð á bloggsíðu sinni, þar sem
hann fullyrðir að hagnaður orkusal-
anna sé „óljós og varla meiri en sem
nemur „viðunandi ávöxtun““.
Byggist greiningin á stöðunni eins
og hún var fyrir tilkomu Fjarðaáls.
Indriði vill meina að laun starfs-
manna séu „hlutfallslega lítill þáttur í
virðisauka stóriðju“.
„Störf og afleidd störf vegna
þriggja álvera eru um 3.000 eða um
1,7% af vinnuafli í landinu,“ skrifar
Indriði og telur þá Fjarðaál með.
Hann bætir því við að til lengri
tíma litið sé „ekki líklegt að störfum í
landinu fjölgi við tilkomu erlendrar
stóriðju“. Varanlegur tekjuauki af
þeim ástæðum sé „því enginn“.
„Hagnaður stóriðjuveranna er
langstærsti hluti virðisauka af starf-
semi þeirra. Hlutdeild hagnaðar í
virðisauka álveranna 2007 var um
70% hans. Hagnaðurinn rennur til er-
lendra eigenda að því leyti sem ekki
næst í hann með skatti,“ skrifar hann
og telur að skattar stóriðjuveranna
séu „eina raunverulega hagsbót
landsins af erlendri stóriðju“.
Greiddu 1.200 milljónir í skatta
„Skattabreytingar síðustu ára og
samningar við erlendu fyrirtækin
hafa skert tekjur landsins af stóriðju
mikið. Lækkun skatthlutfalls félaga
hefur lækkað tekjur landsins af er-
lendri stóriðju um a.m.k. helming eða
1,2 milljarða króna á ári á hvert álver
og þær verða um langt árabil lægri en
þær voru áður en verksmiðja Fjarða-
áls var reist.“ baldura@mbl.is
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ofmetið? Kerskáli á Grundartanga. Indriði telur arð af álverum ofmetinn.
Telur virðisauka af
stóriðju óverulegan
Fyrrv. ríkiskattstjóri fór yfir tölurnar
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis-
flokksins tilkynnti í gær að hans
fyrsta verk í stjórnarandstöðu yrði
að leggja fram tvö lagafrumvörp á
þingfundi á morgun.
Þetta eru frumvörp um skuldaað-
lögun annars vegar og um greiðslu
séreignarsparnaðar hins vegar, en
bæði atriði voru nefnd á verkefna-
lista nýrrar ríkisstjórnar sem kynnt-
ur var á sunnudag. Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir sagði ljóst eftir að
verkefnaáætlunin lá fyrir að ekki
hefði verið mikill málefnaágreining-
ur milli gömlu stjórnarflokkanna.
Algjört samkomulag hefði til
dæmis verið um þessi tvö mál, sem
hefðu verið löngu fullunnin en ekki
náðst að leggja fram á þingi. „Við
höfum beðið eftir því að geta komið á
framfæri þessum tveimur frumvörp-
um. Við teljum mjög brýnt að þetta
komi fram og viljum sýna það strax
að á okkar fyrsta þingflokksfundi í
dag var ýtt á að við færum fram með
þetta,“ sagði Þorgerður.
Þegar komið er í algjört þrot
Björn Bjarnason verður fyrsti
flutningsmaður frumvarps um
breytingar á lögum um gjaldþrota-
skipti. Í því felst að fólk geti óskað
eftir skuldaaðlögun og eins að máls-
meðferð nauðasamninga við kröfu-
hafa verði einfölduð. Björn segir
grundvallarbreytinguna felast í því
að fólki sé auðveldað að ganga til
þessara samninga.. Þessi leið komi
til álita þegar fólk er komið í algjört
þrot með sínar skuldir og eigi enga
útgönguleið aðra en nauðasamning
eða gjaldþrot. Björn fullyrðir að
frumvarpið hafi verið að fullu af-
greitt af sjálfstæðismönnum en beð-
ið afgreiðslu Samfylkingar.
„Það kom mér mjög á óvart að Jó-
hanna þættist ekki vita hvar málið
var statt,“ sagði Björn og vísaði í um-
mæli Jóhönnu þegar verkefnaáætl-
un var kynnt. Hann sagði málið
vandmeðfarið, tryggja þyrfti gagn-
sæjar reglur svo enginn fengi þá til-
finningu að fólki væri mismunað.
„Maður rennir alveg blint í sjóinn
um hvað margir munu nýta sér
þetta,“ sagði Björn. „En það er alla-
vega ekki hægt að sakast við okkur
fyrir að hafa ekki lagt okkur fram við
að skapa tækifærið til að menn gætu
nýtt sér þetta.“ Seinna frumvarpið,
um greiðslu séreignarsparnaðar,
verður flutt af Árna M. Mathiesen.
Samkvæmt því verður fólki heimilt
að taka út séreignarsparnað til að
greiða niður skuldir. Vörsluaðili mun
þá sjá um greiðslu, halda eftir tekju-
skattsgreiðslu og sjá um að standa
skil á þeim við ríkissjóð.
Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður
þingflokksins, sagði þá stjórnar-
kreppu sem framkölluð hefði verið
augljóslega hafa haft það í för með
sér að nauðsynleg mál sem þessi
kæmust ekki áfram. „Það er vissu-
lega ekki gott að þetta hafi dregist
svona hjá Samfylkingunni,“ sagði
Arnbjörg. „Ef það er einlægur vilji
hjá núverandi stjórnarflokkum að
ljúka þeim málum sem skipta heim-
ilin miklu máli þá er núna tækifæri
fyrir þá að styðja þessi mál og passa
að þau fari sem hraðast fram.“
Stjórnarandstaðan í sókn
Sjálfstæðisflokkurinn tók af skarið í gær og kynnti tvö frumvörp sem lögð verða
fyrir þingið á morgun Segja aðgerðir hafa tafist of lengi vegna stjórnarkreppu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnarandstaða Þau Björn Bjarnason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Mathiesen og Arnbjörg Sveins-
dóttir segjast vilja afgreiða frumvörpin með hraði enda hafi þau beðið þess of lengi að komast í framkvæmd.
Í HNOTSKURN
»Frumvörpin eru bæði lögðfram með það í huga að
hjálpa heimilunum og ein-
staklingum í atvinnurekstri
»Greiða skal tekjuskatt afútgreiðslu séreign-
arsparnaðar til niðurgreiðslu
skulda.
»Erfitt er að segja til umhversu margir muni nýta
sér þessar nýju heimildir.