Morgunblaðið - 03.02.2009, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
ÞingmennSjálfstæð-isflokks
lýstu yfir því í gær
að þeir hygðust
láta það verða sitt
fyrsta verk þegar þing kemur
saman á morgun að leggja
fram tvö frumvörp, annað um
aðlögun skulda, hitt um sér-
eignarsparnað.
Tilgangurinn með fyrra
frumvarpinu er að auðvelda
fólki, sem komið er í algjört
þrot með skuldir sínar, að
ganga til samninga. Hitt
frumvarpið snýst um heimild
til að greiða út séreignar-
sparnað til greiðslu veðskulda
og annarra skulda.
Svo vill til að bæði þessi
mál eru á verkefnalista nýrr-
ar ríkisstjórnar. Að auki voru
frumvörpin fullunnin af hálfu
fyrri ríkisstjórnar, annað
þeirra hafði ríkisstjórnin
samþykkt og í raun átti að-
eins eftir að leggja þau fram á
þingi.
Undanfarin misseri hefur
verið nokkur umræða um
valdaleysi þingsins. Það at-
hyglisverða við þessa um-
ræðu er að forsprakkar henn-
ar voru ekkert síður úr röðum
stjórnarþingmanna en stjórn-
arandstæðinga. Kvörtuðu
þeir sáran yfir því að fram-
kvæmdavaldið virtist líta á
þingið sem afgreiðslutæki
fyrir stjórnar-
frumvörp. Þeirri
spurningu var
reyndar aldrei
svarað af hverju
þingið einfaldlega
tók sér ekki vald sitt. Í það
minnsta er vandséð hvað ætti
að vera því til fyrirstöðu ef
fylgið væri fyrir hendi.
Nú hefur verið talað um að
tími væri kominn til að taka
upp ný vinnubrögð. Hér væri
auðvelt að stíga skref í þá átt.
Það kann að vera freistandi
að leggjast í skotgrafirnar á
Alþingi, en aðstæðurnar í
þjóðfélaginu bjóða einfald-
lega ekki upp á slík vinnu-
brögð. Almenningur væntir
þess af nýrri stjórn að hún
komi hlutum í verk og því
hlýtur að vera sjálfsagt að
nota það, sem þegar hefur
verið unnið og er tilbúið í stað
þess að kasta því á glæ.
Það kann að vera að núver-
andi stjórnarflokkum þyki
Sjálfstæðisflokkurinn hafa
setið nógu lengi við völd – og
því verður ekki neitað að
valdatíminn var orðinn ærið
langur – en það eru ekki rök
fyrir því að einangra flokkinn
með öllu. Ef einhvern tímann
hefur verið ástæða til þess í
pólitík að meta hvert mál á
eigin forsendum og án tillits
til þess hvaðan það er komið
er það nú.
Eru verk stjórnar-
andstöðunnar
stjórninni boðleg?}
Samvinna á þingi
Í dag yfirgefurnýfrjáls-
hyggjan stjórn-
arráðið,“ sagði
Steingrímur J.
Sigfússon formað-
ur Vinstri grænna og nýr
fjármálaráðherra þegar ný
ríkisstjórn var kynnt á
sunnudag.
Að nota hugtakið „nýfrjáls-
hyggja“ með þeim hætti sem
Steingrímur gerir er síst til
þess fallið að bregða birtu á
pólitískt landslag á Íslandi.
Enda er afar óljóst hvað felst
í hugtakinu, eins og Stein-
grímur lýsti raunar sjálfur í
þingræðu í desember síðast-
liðnum:
„Fyrirbærið nýfrjáls-
hyggja, markaðs- og
græðgisvæðing samfélags, er
huglægt og óefnislegt þannig
að ekki er hægt að ná hönd-
um utan um hugmyndafræð-
ina sem slíka.“
Það merkilega er að ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins,
sem nú hafa yfirgefið
Stjórnarráðið, hafa aldrei
skilgreint sig sem boðbera
„nýfrjálshyggju“.
Enda hafa þeir
að mörgu leyti
hegðað sér með
öndverðum hætti
í ríkisstjórn, þar
sem ríkisútgjöld
hafa hækkað svo um munar,
ekki síst til heilbrigðis- og
menntamála. Víst er flokk-
urinn hlynntur frjálsu mark-
aðshagkerfi sem byggist á
eignarrétti í lýðræðissam-
félagi, en það sama gildir um
aðra „miðjuflokka“ á þingi.
Þegar Steingrímur talar
um að „nýfrjálshyggjunni“
hafi verið úthýst úr Stjórnar-
ráðinu ýjar hann að því að
hugmyndafræðileg bylting
hafi átt sér stað. En sam-
starfið við Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn heldur áfram, sem
stangast síst á við viðhorf
frjálshyggjunnar.
Og það verður ekki ráðið af
verkefnaskrá nýrrar ríkis-
stjórnar að nein þáttaskil
hafi orðið í íslenskri pólitík,
enda snerust stjórnarslitin
að miklu leyti um „verk-
stjórn“.
Kannski er Steingrímur að
hugsa í „lengri boga“?
Erfitt er að festa
hendur á hugtakinu
nýfrjálshyggja}
Byltingar enn að bíða
K
æri vinur. Ég gleymdi að senda
þér jólakort og þú færð því hér í
staðinn hugheilar þorrakveðjur
frá okkur hjónunum og dætr-
unum þremur, með von um far-
sæla góu. Við sjáum svo til með framhaldið.
1. Við erum ekki sérlega gleymin. Mundum
t.d. eftir fermingardegi dótturinnar síðastliðið
vor. Og munum hann enn.
2. Við mundum líka eftir tvítugsafmæli elstu
dótturinnar, þó mér þyki ótrúlegt að 20 ár hafi
þá verið liðin frá því Ísland steinlá fyrir Sov-
étríkjunum í handboltakeppni Ólympíu-
leikanna í Seoul. Það var nóttina sem hún
fæddist; 28. september, ef ég man rétt …
3. Ég reyni að muna á hverjum einasta degi
að bjóða eiginkonu minni og dætrum góðan
dag. Og að segja þeim hve vænt mér þykir um
þær.
4. Ég býð konunum mínum fjórum góða nótt með kossi
á kinn nánast á hverju kvöldi.
5. Eiginkonan býður dætrunum og eiginmanninum
góða nótt með kossi á kinn hvert einasta kvöld. Nánast.
6. Dæturnar bjóða foreldrunum góða nótt með kossi á
kinn þegar þær muna eftir því.
7. Yngsta dóttirin man alltaf að festa á sig spékoppana á
morgnana.
8. Fjölskyldan man oftast eftir því að borða hollan mat
og drekka mikið – vatn.
9. Elsta dóttirin minnir pabba sinn oft á að hann vinnur
til að lifa, en lifir ekki til að vinna.
10. Elsta dóttirin minnir pabba sinn líka oft
á að það er hollt að borða – eitthvað.
11. Konurnar á heimilinu eru sparsamar en
karlmaðurinn man að vera nískur.
12. Eiginkonan keypti ekki flatskjá en
gleymdi því ekki. Það stóð aldrei til.
13. Við mundum oft að gleyma að horfa á
fréttirnar, sérstaklega eftir 5. október.
14. Karlinn á heimilinu segist ennþá ríkur,
þrátt fyrir kreppuna. Sjá lið 3-6.
15. Við reynum yfirleitt að muna eftir því
hve dýrmætt er að sofna í góðu skapi.
16. Karlmaðurinn man oftast eftir því hve
dýrmætt er að sofna.
17. Elsta dóttirin gleymir því ekki að hún
hyggst verða stúdent vor. Og þá munum við
muna að gleðjast rækilega.
18. Eitt gleymdist á árinu; að þurrka af efstu bókahill-
unni. Gleymdist raunar ekki heldur var frestað og ákveðið
að spila Trivial Pursuit í staðinn. Rykið fer ekki langt en
stelpurnar flytja einhvern tíma að heiman. Þá verður
hægt að þurrka af.
19. Við gleymum aldrei að fara á völlinn þegar dæturnar
klæðast keppnisbúningnum og reima á sig fótboltaskóna.
Og ekki að vera montin vegna þess hve vel þær standa sig.
Heldur ekki þegar stelpunum gengur vel í skólanum.
Farðu vel með þig, vinur. Mundu hve dýrmætt er að
borða, brosa, sofa og vera góður við þá sem þér þykir vænt
um. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Gleymdu ekki að vera góður
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
S
tjórnlagaþing er Íslend-
ingum framandi fyrir-
bæri, enda þótt íslenska
stjórnarskráin eigi rætur
að rekja til slíkrar sam-
komu. Það var í Danmörku 1848-49.
Til umræðu kom að halda slíkt þing
eftir lýðveldisstofnun en aldrei varð
af því. Um svipað leyti, á árunum eft-
ir stríð, tóku um tíu ríki sig til og
héldu stjórnlagaþing. Að sögn
Ágústs Þórs Árnasonar, aðjunkts við
hug- og félagsvísindadeild Háskól-
ans á Akureyri, eru til heimildir um
150 stjórnlagaþing, víðs vegar um
heiminn, frá árinu 1789. Spurður um
fordæmi fyrir þingi sem þessu, sem
haldið hefur verið með skömmum
fyrirvara, nefnir Ágúst þjóðfundinn í
Noregi árið 1814. 112 manns komu
þá saman í bænum Eidsvoll og
sömdu stjórnarskrá á nokkrum vik-
um með litlum fyrirvara. Um þetta
leyti hafði Noregur verið afhentur
Svíum eftir Napóleonsstríðin, en
Norðmenn töldu sig bara í konungs-
sambandi við Danmörku. Sú stjórn-
arskrá hefur staðist tímans tönn.
Fulltrúar valdir með hlutkesti
Mótaðar hugmyndir um stjórn-
lagaþingið hafa komið frá Fram-
sókn, sem lagt hefur fram frumvarp
um málið. Í frumvarpinu er gert ráð
fyrir 63 sætum, sem kosið yrði til í
almennum kosningum. „Hugmyndin
um að kosið sé til stjórnlagaþings er
að hluta til ágæt. En ég tel reyndar
að hluta af mannskapnum ætti jafn-
vel að velja með hlutkesti,“ segir
Ágúst. Með því móti megi tryggja að
a.m.k. hluti fulltrúa sé alfarið laus
við áhrif frá ákveðnum bakhjörlum
eða hópum.
Hann segir ekki nauðsynlegt að
reyna að tryggja ákveðið hlutfall
sérfræðinga í hóp fulltrúa á þinginu,
heldur ætti flest vel upplýst fólk að
geta sett sig inn í málefni þess.
Mynda þurfi sérfræðinefndir, halda
ráðstefnur og kosta verulega til upp-
lýsingagjafar í kringum það. „Þá
mætti ráðgjafarþing eða umræðu-
þing, sem væri allt að þrisvar sinn-
um fjölmennara en stjórnlagaþingið
sjálft, hittast einu sinni í mánuði á
starfstíma þess,“ segir Ágúst. Miklu
þurfi að kosta til að tengja um-
ræðuna við almenning allan, með
fundahöldum um allt land og virkri
umræðu á netinu. „Til eru fyr-
irmyndir af þessu frá síðustu árum.
Til dæmis frá Suður-Afríku, Sviss og
Hollandi, þar sem endurskoðun
stjórnarskrár hefur verið rædd úti í
þjóðfélaginu.“ Þau ferli hafi þó tekið
lengri tíma en þá sex mánuði sem
hér eru áætlaðir í þingið.
Flokkarnir haldi sig til hlés
Ágúst segir hugmyndir framsókn-
armanna um stjórnlagaþing og hvað
þar sé hægt að ræða, um margt
ágætar. Framsókn hefur nefnt þrí-
skiptingu ríkisvalds, skipun dómara
og margt fleira. Hins vegar fer betur
á því, að mati Ágústs, að flokkarnir
haldi sig til hlés í umræðum um hvað
stjórnlagaþingið eigi að taka sér fyr-
ir hendur. „Ég held að ekki sé rétti
tíminn núna til að leggja línurnar um
það. Stjórnlagaþingið ætti að velta
því upp fyrir sjálft sig,“ segir Ágúst.
Hann geldur samt varhug við rót-
tækum hugmyndum um umbyltingu
stjórnarfarsins. „Menn þurfa líka að
spyrja sig hvort ekki sé skynsamlegt
að leysa vandamálin innan þeirrar
lýðræðishefðar sem er ríkjandi.
Þetta mál á ekki að snúast um end-
urritun stjórnarskrárinnar bara til
þess eins að endurrita hana.“
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Á Alþingi Ágúst Þór Árnason talar um stjórnlagaþing í HA kl. 15 í dag.
Lýðræðisskólinn sem
þjóðin nam aldrei við
Hvað kostar stjórnlagaþing?
Í frumvarpi þingmanna Fram-
sóknarflokks, um stjórnlagaþing,
kemur fram að þingmenn skuli
njóta sömu kjara og alþing-
ismenn. Í ár er þingfararkaupið
520.000 krónur. Samkvæmt
frumvarpinu eiga 63 að taka sæti
á stjórnlagaþingi, líkt og á Al-
þingi. Launakostnaður á mánuði
yrði því um 32,8 milljónir króna.
Starfstími þingsins yrði sam-
kvæmt frumvarpinu líklega ekki
meiri en sex mánuðir, en gæti þó
farið í allt að tólf ef allir frestir
yrðu nýttir. Þetta þýðir launa-
kostnað á bilinu 196-393 milljónir
króna.
Þar að auki hefði forsætisnefnd
stjórnlagaþingsins heimild til að
stofna til útgjalda ríkissjóðs
vegna aðstöðu, starfsfólks og
ráðgjafar, sem yrði væntanlega
ærinn. Mjög erfitt er að hugsa
sér stjórnlagaþing með minni til-
kostnaði en 250 milljónum króna.
Þar að auki verða einar til þrenn-
ar aukakosningar í ferlinu. Al-
menn kosning á landsvísu kostar
160-170 milljónir króna. Svo lík-
legt er að heildartalan endi ekki
fjarri 500-600 milljónum króna,
en gæti þó orðið miklu hærri.
S&S