Morgunblaðið - 03.02.2009, Qupperneq 25
örugglega sinn þátt í því að tíðni
kransæðasjúkdóma meðal yngri ald-
urshópa hefur lækkað um meira en
helming og 300 færri deyja á Íslandi
í dag úr þessum sjúkdómi en ef
ástandið væri óbreytt frá því sem
það var við stofnun Hjartaverndar.
Sá stóri hópur Íslendinga sem
mætti í hóprannsókn Hjartaverndar
upp úr 1970 hefur orðið ómetanlegur
grunnur upplýsinga um heilsufar Ís-
lendinga á síðustu 40 árum. Sjálf-
sagt hefur Sigurður ekki gert sér
grein fyrir því fyrir 40 árum að eft-
irlifendur þessa stóra hóps yrðu nú
þátttakendur í einni stærstu hóp-
rannsókn í heiminum á sviði öldr-
unar, svokallaðri Öldrunarrannsókn
Hjartaverndar, sem unnin er í sam-
vinnu við Heilbrigðisstofnun Banda-
ríkjanna. Þetta endurspeglar þó
framsýni hans og samstarfsfólks
sem Hjartavernd og reyndar öll
þjóðin þakkar fyrir og kveður Sigurð
Samúelsson með virðingu og þökk.
Fyrir hönd Hjartaverndar,
Gunnar Sigurðsson, læknir,
formaður Hjartaverndar.
Fallinn er í valinn nestor íslenskra
lækna, dr. Sigurður Samúelsson
prófessor emeritus. Hann fæddist
1911 og er því jafnaldri Háskóla Ís-
lands þaðan sem hann útskrifaðist
1938. Síðan lá leiðin til Kaupmanna-
hafnar í framhaldsnám í lyflæknis-
fræði og hjartasjúkdómum og dvald-
ist hann þar til loka síðari
heimsstyrjaldar.
Hann lauk doktorsritgerð frá
Kaupmannahafnarháskóla 1950 sem
fjallaði um bilun í hægri hluta hjart-
ans. Þar sýndi Sigurður m.a. fram á
að alvarlega veikir lungnasjúklingar
þoldu hvorki að þeim væri gefið
óhóflegt magn súrefnis né morfíns,
en það var áður óþekkt.
Fljótlega eftir heimkomu var Sig-
urður skipaður prófessor og yfir-
læknir á lyflækningadeild Landspít-
alans þar sem þá störfuðu auk hans
aðeins tveir aðstoðarlæknar. Á 27
ára starfsferli sínum vann hann öt-
ullega að því að innleiða nýjungar á
fræðasviði sínu. Má þar nefna
hjartaþræðingar, blóðskilun nýrna-
sjúklinga, speglanir í lungum og
meltingarfærum og stofnun blóð-
meinafræði- og gigtardeilda. Undir
hans stjórn efldist lyflækningadeild-
in stórlega og varð að lokum eins og
best gerist hjá vestrænum sjúkra-
húsum.
Árið 1964 ferðaðist Sigurður vítt
og breitt um landið og stofnaði
hjartaverndarfélög sem sameinuð-
ust í Hjartavernd. Segir sagan að
Sigurður hafi hóað saman helstu
kaupsýslu- og stjórnmálamönnum
landsins á Hótel Borg og hafi ekki
hleypt þeim út fyrr en safnast höfðu
loforð fyrir 6 milljónum króna. Síð-
an lét hann þá borga fyrir kaffið sitt!
Þetta fé dugði til að festa kaup á 2
hæðum í Lágmúla 9 og þar tók
Rannsóknarstöð Hjartaverndar til
starfa 1966, merkasta vísindastofn-
un í læknisfræði á Íslandi í áratugi.
Eftir að Sigurður hætti störfum
vegna aldurs safnaði hann úr ís-
lenskum fornsögum sjúkdómslýs-
ingum sem gefnar voru út á bók
með greiningum hans.
Hér er aðeins stiklað á stóru í
ótrúlega glæsilegri afrekaskrá
þessa vestfirska víkings.
Sigurður var hár vexti og glæsi-
legur. Það gustaði af honum þegar
svo bar undir, en við vini sína og
kunningja var hann hinn elskuleg-
asti, glaður, reifur og gestrisinn.
Hólmfríður kona hans bjó honum
fallegt og notalegt heimili og þangað
var gott að koma. Við Asta sendum
henni og fjölskyldu þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Árni Kristinsson.
Fleiri minningargreinar um Sig-
urður Samúelsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Spádómar
! "#$
%&' ()*)
+++,-$ ,
Heilsa
Frelsi frá streitu og kvíða
hugarfarsbreyting til betra lífs
með EFT og sjálfsdáleiðslu.
Viðar Aðalsteinsson
dáleiðslufræðingur,
sérfræðingur í EFT,
sími 694 5494,
vidar@theta.is, www.theta.is
Húsnæði í boði
Húsnæði í boði
Spánn - Alicante. Nýtt fallegt raðhús
í Torrevieja til sölu. Engin útborgun.
Kaupleiga. Uppl. s. 899 2940.
Herbergi til leigu við Kringluna.
Einnig herbergi við Kastrup.
Nettenging - Uppl. í síma 899 2060.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Frábært, rafrænt námskeið í
netviðskiptum. Notaðu áhugamál
þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að
skapa þér góðar og vaxandi tekjur á
netinu. Við kennum þér hvernig!
Skoðaðu málið á
http://www.menntun.com
Til sölu
Massey Ferguson 135
m. tækjum, v. 225 þ. Leirljóst, blesótt
mertrippi. F. Platon 1111, v. 100 þ.
Case dráttarvél 785 árg. ´88 m.
tækjum, v. 400 þ. Snjósleði Kawasaki
75 þ. Nall dráttarvél ´64 m. tækjum,
v. 200 þ. 25 úrvals fylfullar stóð-
hryssur. Uppl. í síma 865 6560.
Verslun
PYLONES Smáralind
Full búð af skemmtilegum, nýjum
vörum. Litríkt og skemmtilegt.
www.pylones.123.is, Smáralind :-)
Gamaldags og móðins trúlofunar-
hringar
Auk gullhringa eigum við á lágu verði
hringa úr titanium, silfri eða tung-
sten. Verð á pari með áletrun frá
16.000,- ERNA, Skipholti 3,
s. 552-0775, www.erna.is
Viðskipti
Ég trúi þessu varla sjálf...!
Vááá... Ég fékk 844,26 dollara fyrir
aðeins 10 klst. vinnu. Dagsatt og ég
hef sönnun fyrir því! Kíktu á
http://www.netvidskiptaskolinn.com
strax í dag!
Þjónusta
Þorratilboð
Permanent frá kr. 3500,-
Litun frá kr. 3500,-
Klipping frá kr. 2500,-
Hárgreiðslustofan Edda,
Hverfisgötu 39,
sími 553 6775.
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket,
útihurðir o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Teg. CORAL - ,,push up" haldari fyrir
brjóstgóðar í CDEFG skálum á kr.
5.990,- boxer buxur í S,M,L,XL á kr.
3.550,-
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Er þér kalt á fótunum?
Vandaðir kuldaskór úr leðri fóðraðir
með lambsgæru. Margar gerðir.
Stærðir: 40 - 48
Verð frá 14.900. til 24.775.-
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070,
opið: mán. - fös. 10 - 18.
laugard. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Bílar
Árg. '01 ek. 95 þús. km
Til sölu Subaru Legacy wagon, sjálf-
skiptur, vetrard. á felgum, ný tíma-
reim. Möguleiki að taka crosshjól upp
í. Ekkert áhvílandi. S. 864-4858.
Bílaþjónusta
Húsviðhald
Eruð þið leið á baðherberginu?
Breytum, bætum og flísaleggjum.
Upplýsingar í síma 899 9825.
Þjónustuauglýsingar 5691100
SVEIT Peter Fredin sigraði á loka-
móti Bridshátíðar, 10 umferða
sveitakeppni, sem lauk sl. sunnu-
dagskvöld. Sveitin sigraði með mikl-
um yfirburðum, hlaut 205 stig eða
20,5 stig að meðaltali í leik. Peter
Fredin er Svíi og með honum
spiluðu samlandar hans Johan Up-
mark og Frederich Wrang og aust-
urríkismaðurinn Martin Schifko.
Catherine Seale frá Englandi
stýrði sínu liði í annað sætið en með
henni spiluðu David Gold, Richard
Bowdery og Simon Cope. Í þriðja
sæti varð svo norsk sveit sem Jan
Petter Svendsen stjórnaði en með
honum spiluðu frægir kappar, þeir
Tor Helness, Rune Hauge og Erik
Sælensminde, en Helness og Hauge
unnu tvímenninginn á Bridshátíð í
fyrra.
Ensk sveit Janet de Botton varð í
4. sæti og í næstu þremur sætum
urðu íslenskar sveitir. Sveit Eyktar
varð fimmta, sveit Karls Sigurhjart-
arsonar sjötta og sveit Björns Frið-
rikssonar sjöunda. Glæsilegur ár-
angur hjá Birni og félögum. Munaði
þar eflaust mest góð spilamennska
Sverris Þórissonar og Páls Þórsson-
ar sem urðu næstefstir í Butler út-
reikningi mótsins en sigurvegarar í
Butlerútreikningnum urðu Lynn
Deas og Hjördís Eyþórsdóttir.
Spennandi lokaumferðir
Tvímenningnum á Bridshátíð
lauk með sigri Curtis Cheek og Joe
Grue eftir mjög spennandi lokaum-
ferðir.
Björn Eysteinsson og Guðmund-
ur Sveinn Hermannsson voru
lengstum í toppsætinu seinni hluta
móts en misstu af hnossinu á síð-
ustu stundu. Frábær frammistaða
hjá þeim. Jón Baldursson og Þor-
lákur Jónsson sýndu einnig sitt
rétta andlit. Þeir voru reyndar lang-
efstir eftir fyrri dag en fataðist
nokkuð flugið á föstudeginum.
Lokastaðan:
Curtis Cheek - Joe Grue USA 58,8
Guðm. Hermannss. - Björn Eysteinss. 58,1
Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson 56,2
Hjördís Eyþórsd. - Lynn Deas USA 55,9
Shireen Mohandes -
Andy Bowles Engl. 55,5
Tore Bardsen - Öyvind Haga Nor. 55,3
Martin Schifko -
Peter Fredin Aust/Sví. 55,1
Jan P. Svendsen -
Erik Sælensminde Nor 55
Mikill fjöldi útlendinga mætti til
keppni að þessu sinni og létu þeir
vel að umgjörð og stjórn mótsins en
þar er valinn maður í hverju rúmi.
Sveit Peter Fredin vann
sveitakeppnina með yfirburðum
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Sigursveit á Bridshátíð 2009 Sveit Peter Fredin sigraði með miklum yf-
irburðum í sveitakeppninni á Hótel Loftleiðum. Frá vinstri: Peter Fredin,
Martin Schifko, Frederic Wrang og Johan Upmark.
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson.