Morgunblaðið - 03.02.2009, Síða 28
28 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Í kvikmyndum og bók-
um er hrekkjusvínið
oftast rauðhærður, frekn-
óttur og feitur strákur. 33
»
DÖNSKU „Óskarsverðlaunin“
sem þar í landi heita Robert-
prisen, eftir myndhöggvaranum
Robert Jacobsen sem hannaði
styttuna, voru veitt um helgina í
Kaupmannahöfn.
Kvikmyndin Frygtelig Lykkelig
(Skelfilega hamingjusöm) eftir
Henrik Ruben Genz hirti sjö
verðlaun. Kvikmyndin Flammen
og Citronen (Blossinn og Sítrón-
an) eftir Ole Christian Madsen,
sem setti aðsóknarmet í Dan-
mörku á síðasta ári, hreppti fimm
verðlaun, og To verdener (Tveir
heimar), eftir Niels Arden Oplev
fékk fern.
Það eru félagar í Dönsku kvik-
myndaakademíunni sem velja
verðlaunahafa úr þeim myndum
sem frumsýndar voru árið áður.
Sigurmyndin er byggð á sjálfs-
ævisögulegri skáldsögu eftir Er-
ling Jepsen um morð, mystík og
afbrýðisemi í mýrasvæðum Jót-
lands, en Erling er líka höfundur
sögunnar sem varð að verðlauna-
mynd ársins á undan, Listin að
gráta í kór, eftir Peter Schønau.
Skelfilega hamingjusöm fékk
verðlaun í flokkunum: besta
myndin, besti leikstjórinn, besta
handritið, bestu leikarar í aðal-
hlutverkum (bæði karl og kona),
besta myndatakan og besta lagið.
Skelfilega
lukkuleg
fékk sjö
Róberta
Byggð á sögu eftir
Erling Jepsen
Bestu leikararnir Jakob Ceder-
green og Lene Maria Christensen.
ÁRNI Daníel Júlíusson sagn-
fræðingur flytur erindið „And-
óf í akademíunni“ í hádeginu í
dag, eða kl. 12.05 í fyrirlestr-
arsal Þjóðminjasafns Íslands.
Erindið er hluti af hádegisfyr-
irlestraröð Sagnfræðinga-
félags Íslands sem ber yf-
irskriftina Hvað er andóf? Í
lýsingu á erindinu segir: Meðal
þess sem rætt hefur verið eftir
hrun efnahagslífsins er ábyrgð
akademíunnar. Spurt er af hverju menntamenn
hafi ekki séð fyrir hvað væri að gerast og varað
við því, þannig að tekið væri eftir. Í erindinu verða
nokkrar mögulegar ástæður þess ræddar.
Hugvísindi
Rætt um andóf
í akademíunni
Árni Daníel
Júlíusson
EWA Murawska, flautupró-
fessor frá Poznan Akademí-
unni í Póllandi, sem er sam-
starfsskóli LHÍ, verður með
opinn masterklassa í kvöld kl.
18-21 í Sölvhóli, Sölvhólsgötu
13. Steinunn Birna Ragn-
arsdóttir píanóleikari verður
meðleikari hennar í mast-
erklassanum. Allir eru vel-
komnir. Ewa Murawska út-
skrifaðist með láði frá
Poznan-tónlistarakademíunni árið 2003 og frá
Ecole Nationale de Musique í París 2006. Hún
hefur unnið til margra verðlauna, m.a. með kamm-
ersveitinni Trio Cantabile, sem hún stofnaði sjálf.
Tónlist
Pólskur flautuleik-
ari á masterklassa
Ewa
Murawska
JOHN Bielenberg, grafískur
hönnuður, heldur fyrirlestur
kl. 12 í dag í Opna listaháskól-
anum, Skipholti 1. Bielenberg
vinnur verkefni byggð á að-
ferðum sem hann kallar „Think
Wrong“ og eru settar til höfuðs
líffræðilegri íhaldssemi heil-
ans. John á langan feril verka
byggðra á „röngum hugs-
unarhætti“: Árið 1991 gerði
hann gagnrýnið verk um heild-
arlausnir stórfyrirtækja og hlaut mikla eftirtekt
fyrir það. Hann stofnaði Project-M sem gengur út
á þennan sama hugsunarhátt og samfélagslega
ábyrg verkefni unnin á þverfaglegum grunni.
Hönnun
Gegn líffræðilegri
íhaldssemi heilans
John
Bielenberg
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÓVISSA ríkir um framhald á bygg-
ingu óperuhúss í Kópavogi að sögn
Ármanns Arnar Ármannssonar,
verkefnisstjóra húsbyggingarinnar.
„Það er í biðstöðu og verður að segj-
ast eins og er að öllu var slegið á
frest eftir að hrunið varð. Málinu er
þó alls ekki lokið.“
Ármann segir að svolítil fjárveit-
ing hafi fengist til verkefnisins á
fjárlögum Kópavogsbæjar. „Flestir
stóru máttarstólparnir okkar urðu
því miður fyrir miklum fjárhags-
legum skakkaföllum, þó ekki allir.
Sumir standa enn við sín loforð og
því verður bara að sjá hvað setur
næstu misseri.“
Næstu kref óljós
Ármann Örn segir að ómögulegt
sé að segja til um hver næstu skref
verði í byggingu óperuhússins. „En
það liggja fyrir tilboð í endanlega
hönnun bæði frá verkfræðingum
og arkitektum, en þar sem ástandið
er eins og það er þótti ekki fært að
setja það í gang að sinni.“
Það var um miðjan desember 2007
að samþykkt var á fundi bæj-
arstjórnar Kópavogs viljayfirlýsing
um byggingu óperuhússins í Kópa-
vogi.
Í fyrravor var efnt til hönn-
unarsamkeppni um mannvirkið og
þá þótti engin þriggja tillagna upp-
fylla markmið keppninnar það vel að
hægt væri að velja eina þeirra.
Tveimur keppendum var þá gefinn
kostur á að vinna tillögur sínar frek-
ar í framhaldskeppni. Það var svo á
endanum tillaga arkitektastofunnar
Arkþings sem varð hlutskörpust
þegar úrslit voru kynnt í ágúst og
var þá samstarfs leitað við stofuna
um áframhaldandi þróun og úr-
vinnslu verkefnisins.
Markmiðið með óperuhúsinu er að
það verði heimili fyrir óperuna á Ís-
landi og að þar verði fyrsta flokks
aðstaða til óperu- og söngleikjaflutn-
ings auk hliðstæðrar starfsemi, svo
sem tónleika og annarrar sviðslistar
eða viðburða.
Óvíst um framhald byggingar óperuhúss í Kópavogi, en ekki hefur verið hætt við
Máttarstólparnir
í fjárhagsvanda
Óperuhúsið í Kópavogi Arkitektastofan Arkþing sigraði í samkeppni um
hönnun hússins. Hér sést tillaga þeirra eins og horft væri af Kópavogsbrú.
Í HNOTSKURN
» Bæjarstjórn Kópavogssamþykkti í desember 2007
viljayfirlýsingu um byggingu
óperuhúss í Kópavogi.
» Óperan skyldi standa á lóðbæjarins við safnareitinn,
þar sem m.a. Gerðarsafn og
Salurinn eru til húsa.
» Arkitektastofan Arkþingbar sigur úr býtum í hönn-
unarsamkeppni um byggingu
óperuhússins.
» Ármann Örn Ármannssoner verkefnisstjóri óp-
erubyggingarinnar.
» Eftir hrunið í haust varallri vinnu við verkefnið
slegið á frest.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
GUÐNI A. Emilsson hefur í rúman
áratug starfað á alþjóðlegum vett-
vangi sem hljómsveitarstjóri, með
aðsetur í Þýskalandi. Um helgina
stjórnaði hann sinfóníuhljómsveit
Verónaborgar á tvennum tónleikum í
hinu kunna óperu- og tónleikahúsi
Teatro Filharmonico, sem er eitt 13
A-óperhúsa á Ítalíu og iðulega sagt
standa næst Scala í Mílanó að frægð.
Á tónleikunum var efnisskráin öll
eftir Felix Mendelssohn, en verið var
að minnast þess að 200 ár eru frá
fæðingu hans. Einleikari á fiðlu var
Uto Uchi, einn kunnasti hljóðfæra-
leikari Ítala.
„Ég var fenginn sem gestastjórn-
andi til að stjórna þessum tvennum
tónleikum hér,“ sagði Guðni. Hann
kemur víða við í starfi sínu, er nýbú-
inn að stjórna hljómsveit í Frakk-
landi og er á leiðinni til Bangkok í
Taílandi, þar sem hann er aðalstjórn-
andi sinfóníuhljómsveitar borg-
arinnar. „Svo er ég með eina kamm-
ersveit í Þýskalandi og aðra í Prag,
þannig að ég er talsvert á ferðinni. Í
allt er ég með 50 til 60 konserta plan-
aða á árinu.“
Guðni hlær þegar hann er spurður
að því hvort ekki sé kreppa í tónlist-
arlífinu. „Maður þarf bara að halda
sér við efnið og vera víða, það er lyk-
illinn,“ segir hann.
Guðni hefur verið að stjórna
hljómsveitum af ýmsum stærðum.
„Þetta er fullskipuð hljómsveit hér í
Verona og einn frægasti fiðluleikari
Ítala lék með okkur. Það var virki-
lega gaman; óperuhúsið var fullt.
Mér þótti vænt um að Kristján Jó-
hannsson og Sigurjóna, kona hans,
komu á fyrri tónleikana og heilsuðu
upp á mig. Það þekkja hann greini-
lega allir hérna enda hefur hann
sungið ótal sinnum í þessu húsi.“
Þegar Guðni er spurður út í tón-
listarlíf í Bangkok segir hann rekst-
ur hljómsveitarinnar þar ganga vel.
„Þetta er fjórða árið síðan hljóm-
sveitin var stofnuð en í henni eru 75
manns. Það er heilmikil uppsveifla
þarna. Fyrirhuguð er tónleikaferð til
Japans í október og mögulega Evr-
óputúr á næsta ári.
Við erum á klassískri línu, mest
með klassík og rómantík, en það er
líka verið að fikta smávegis við taí-
lenska tónlist. Við reynum að taka
menningu heimamanna inn í sveitina
og það er mjög spennandi.“
Kristján Jóhannsson stoltur
„Við hjónakornin vorum mjög stolt
af okkar manni,“ sagði Kristján Jó-
hannsson eftir tónleikana. „Ég vissi
ekki af Guðna áður en það er augljóst
að við Íslendingar getum verið stolt
af honum. Hér var hann að stjórna í
einu af helstu óperuhúsum Ítalíu, og
að vinna með einum kunnasta fiðlu-
leikara Evrópu í dag. Guðni var ekk-
ert feiminn við Uchi. Ég talaði við
Uchi á eftir og hann var mjög ánægð-
ur með Guðna, sagði hann hafa mikla
tilfinningu fyrir tónlistinni.“
Kristján þekkir þetta svið vel, en
hann debúteraði þar árið 1992.
Hann segir að Guðni sé örugglea
fyrsti íslenski hljómsveitastjórinn
sem stýri hljómsveit af þessari
stærðargráðu á Ítalíu. „Eins og ég
segi þá var ég mjög stoltur. Ég hef
ekki séð íslenskan stjórnanda bera
sig svona að,“ sagði Kristján.
Guðni sagði að þeir Kristján hefðu
rætt um að vinna saman.
„Við eigum örugglega eftir að
halda góðan konsert einhvers staðar.
Eitthvert flott prógramm,“ sagði
hann.
Guðni A. Emilsson stjórnaði í Verona
Með 50 til 60
konserta planaða
Í Verona Kristján Jóhannsson og Guðni eftir tónleikana.
Guðni A. Emilsson ólst upp hér á
landi og lagði stund á fiðlu- og pí-
anónám, en hefur um árabil verið
búsettur í Þýskalandi ásamt fjöl-
skyldu sinni. Frá 1998 hefur hann
verið aðalstjórnandi Tübinger
Kammerhljómsveitarinnar í Þýska-
landi og frá 2000 einnig að-
alstjórnandi Suk kammerhljóm-
sveitarinnar í Prag. Þá hefur Guðni
í fjögur ár verið aðalstjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar Bangkok.
Aðalstjórnandi í Bangkok, Prag og Tübinger