Morgunblaðið - 03.02.2009, Side 35
Menning 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 2009
Sögusviðið er kaþólskur skóliheilags Nikulásar í Bronxá öndverðum sjöunda ára-tugnum. Morðið á Ken-
nedy forseta hvílir enn eins og
mara á þjóðinni og hinn framsýni
og frjálslyndi faðir Flynn (Hoff-
man), sem þjónar sem prestur við
kirkjuna og kennir við skólann, er
að reyna að milda strangt and-
rúmsloftið innan veggja og færa
það í átt að umbótunum sem færast
í aukana meðal almennings. Til-
raunir hans falla í misjafnan jarð-
veg, eru í hávegum hafðar meðal
nemendanna en eitur í íhalds-
sömum beinum skólastýrunnar,
systur Aloysius (Streep). Hún er
algjör andstæða föður Flynns,
„haukur“ sem heldur uppi járnaga,
hvöss og harðlynd en umfram allt
tortryggin, einkum í garð Flynns.
Meðal fárra breytinga sem orðið
hafa um og eftir forsetatíð Kenn-
edys og náð inn fyrir þungar og
járnslegnar eikardyr kirkju heilags
Nikulásar, er að Donald Miller
(Foster) er fyrsti þeldökki nemand-
inn og altarisdrengurinn í sögu
skólans. Faðir Flynn hefur tekið
Miller upp á arma sína og áunnið
sér trúnað hans. Miller er ekki að-
eins í því erfiða hlutverki að vera
einn litaður innan um skólasystk-
inin, heldur býr hann við slæmar
heimilisaðstæður, sætir ofbeldi af
hálfu föður síns. Flynn veitir hon-
um þá föðurlegu umhyggju sem
hann hefur orðið af í lífinu.
Fátt fer framhjá haukfránni
systur Aloysius sem lítur sam-
bandið öðrum augum, skammt síð-
an mál barnaníðinga í klerkastétt
skóku kaþólsku kirkjuna og hún
sér ósæmilega hegðun í minnstu
snertingu föður Flynns og þeim til-
finningaböndum sem hann hefur
myndað við einfarann Miller. Þegar
hin barnslega hreinlynda og heit-
trúaða systir James (Adams), segir
systur Aloysius frá grunsamlegum
samskiptum þeirra Millers og
prestsins, og smávægilegu afbroti
drengsins, er illur grunur Aloysius
staðfestur og hún berst með illu
sem góðu fyrir því að drengurinn
verði rekinn og faðir Flynn fari
sömu leiðina.
Shanley leikstýrir handriti sem
hann gerði eftir eigin leikriti sem
vann til verðlauna á sínum tíma, en
höfundurinn er sjálfsagt þekkt-
astur fyrir krassandi handrit Mo-
onstruck, eina eftirminnilegustu
mynd 9. áratugarins, ekki síst fyrir
litríkar persónur (sem voru að auki
frábærlega vel leiknar), og leiftr-
andi smáatriði í textanum („…la
Luna…“). Sömu kostir eru meg-
instyrkur Doubt, sem er ekki að-
eins einvígi um sálir heldur takast
á stórleikarinn Streep og Hoffman,
sá mæti leikari sem hefur oftast
haldið sínu og vel það, uns hann
hittir fyrir klækjarefinn Streep,
sem kann að nýta hvert augnablik,
hvert tillit og setningu til að
drottna yfir myndinni. Þrátt fyrir
að hlutverkið sé ótrúverðugt og
stundum yfirgengilegt. Lítil skýr-
ing er gefin á fordæðuhætti nunn-
unnar, að vísu gefið í skyn að henni
hafi skrikað fótur á lífsleiðinni og
misst mann sinn í hernaði áður en
hún gekk í þjónustu almættisins.
Hún hikar jafnvel ekki við að
brjóta boðorðin til að sigrast á and-
stæðingnum. Streep gerir nunnuna
það ógnvekjandi að áhorfandanum
stendur hreinlega stuggur af henni.
Líkt og nafnið bendir til fjallar
myndin fyrst og fremst um efann
og trúna.
Sú eina sem trúir en efast ekki
er systir James (Adams), hún er
tákn hreinleikans og ástarinnar
sem virðist hafa sniðgengið stein-
hjarta systur Aloysius. Áhorfand-
inn er litlu nær um innri mann
Flynns. Þau eru ósnertanleg í
skugga efans, nunnan og klerk-
urinn.
Doubt svarar ekki mörgum
spurningum en spyr þeim mun
fleiri og vekur áhorfandann til um-
hugsunar um sekt og sakleysi og
ekki síst umburðarlyndi. Shanley
nær sér best á strik í stólræðum
föður Flynns, þræturnar á milli
hans og systur Aloysius eru ekki
alltaf jafn innblásnar. Innkoma
móður Millers litla (Davis) kemur
róti á myndina þó hún tali undir
rós.
Streep sýnir á sér nýja hlið sem
ofsóknaróð nunnan sem engu trúir
öðru en sjálfri sér og lokaatriðið er
áhrifaríkt þó það sé í andstöðu við
persónuna að öðru leyti og léttvæg
lausn. Hoffman er þéttur og hlýr
og gerir klerkinn grunsamlegan
með tvíræðu yfirbragði, Davis og
Adams eru báðar framúrskarandi
en myndin er engu að síður óskipt-
ur tími nunnunnar.
Tími nunnunnar
Sambíóin
Doubt
bbbbn
Leikstjóri: John Patrick Shanley. Aðal-
leikarar: Meryl Streep, Philip Seymour
Hoffman, Amy Adams, Viola Davis, Jos-
eph Foster, Alice Drummond. 106 mín.
Bandaríkin. 2008.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Vafi Doubt vekur áhorfandann til umhugsunar um sekt og sakleysi.
Eftir misjafnt gengi síð-asta áratuginn er ekkiannað að sjá en Allenkarlinn, hálf-áttræður,
hafi fundið að nýju gamla reisn
suður í hinni heillandi höfuðborg
Katalóníu, Barcelónu. Hann er
fyndinn, orðheppinn og vís og kyn-
órarnir grassera sem aldrei fyrr.
Heitt sumarið við Miðjarðarhafið,
sexí og freistandi borgin og
kvennablóminn virkar eins og
bensín á tilfinningabál og sköp-
unargáfu leikstjórans/handritshöf-
undarins. Niðurstaðan af öllu þessu
er ein besta mynd Allens í áratug,
eða meira.
Leikstjórinn hefur haft mikið dá-
læti á Barcelónu og hrifning hans á
hispurslausu mannlífi hennar og al-
mennum áhuga og dýrkun á listum
leynir sér ekki. Borgin er bæði
undurfögur og listasöfn, gallerí,
höggmyndir, einstakur arkitektúr
Gaudis og fleiri góðra manna, listin
er allt um kring, líkt og þetta ið-
andi, litríka mannlíf. Hún virkar
eins og hormónasprauta á hug-
myndaflug Allens sem kallar til
leiks tvær ólíkar, amerískar stúlk-
ur, nýkomnar í sumarfrí til borg-
arinnar. Vicky (Hall) er dökkhærð,
frekar alvarlega sinnuð og skipu-
lögð. Hún er í föstu sambandi við
Doug (Messina) sem hún ætlar að
giftast innan tíðar. Cristina (Joh-
ansson), er algjör andstæða vin-
konu sinnar; ljóshært fiðrildi, fis-
létt í lund og laus á kostum.
Tímamót verða í lífi þeirra þegar
til sögunnar kemur spánski sjarm-
örinn og listamálarinn Juan Anton-
io (Bardem). Hann er ekki að sól-
unda tímanum til einskis, gengur
beint til verks og segist þrá að
njóta þeirra beggja. Þegar hann
hefur tælt þær til heimaborgar
sinnar Oviedo, verður eftirleik-
urinn léttur því hin grandvara
Vicky er ekki lengur fullviss um
hvað hún vill og Cristina er opin
fyrir ævintýrunum ef þau bjóðast.
Juan Antonio kemur eins og
frelsandi engill, eða kannski öllu
frekar, skrattinn úr sauð-
arleggnum, inn í líf vinkvennanna
og heillar þær upp úr skóm og
sokkum, áður en þær geta talið
upp að tres. Bardem er flottur og
magnaður skapgerðarleikari sem
hefur þennan grófa sjarma sem
virðist koma blóði kvenna á losta-
fulla hreyfingu. Hann minnir meira
en lítið á Anthony sáluga Quinn,
sem bjó yfir þessum töfrum, enda
að hluta rómanskur eins og Kan-
aríeyjabúinn Bardem
Þá er ótalin hin undurfríða og
kynþokkafulla Cruz, sem hefur af
miklum leikhæfileikum að státa,
líkt og Bardem. Hún kemur eins
og eldgos inn í myndina, sem
Maria Elena, fyrrverandi eig-
inkonan Juans Antonios. Lítillega
tjúlluð og háð sínum fyrri ekta-
manni þó hún hafi ætlað að stinga
hann á hol. Þessi suðræni blóðhiti
er síst til að ergja Juan Antonio,
og persónurnar gefa sig hver ann-
arri á vald eftir því hvernig
straumarnir liggja.
Það er mikill munaður í loftinu
umhverfis vinkonurnar en tilfinn-
ingahitinn og lífsgleðin stormar af
Juan Antonio, sem gefur hinum
óútreiknanlega Bardem tækifæri
til að sýna á sér hlið sem er eins
fjarri mannhundinum Chigurh í No
Country for Old Men og hugsast
getur. Cruz ber höfuð og herðar
yfir kvenleikarana, Maria Elena er
sem sprottin upp úr tign og glæsi-
leika Passeig de Gracia og ólýs-
anlegu litrófi Römblunnar; hríf-
andi, æsandi og lífshættuleg ef
menn gæta ekki að sér. Hall er
trúverðug sem hin varkára Vicky
en Johansson er fönguleg en hent-
ar ekki hlutverkið, var mun trú-
verðugari í t.d. Lost in Translation.
Hún blómstrar við norðlægari skil-
yrði.
Vicky Cristina Barcelona er
augnayndi, í orðsins fyllstu merk-
ingu. Allen fangar rómað seiðmagn
Barcelónu og svellandi æðaslátt, er
dálítið djarfur á sinn sposka og
laungraða máta og hefur náð að
galdra fram bráðskemmtilega og
kynþokkafulla mannlífspælingu
sem segir meira um ytri aðstæður
en innri. Það er yfirdrifið nóg.
3 konur og karl
Yndi Vicky Cristina Barcelona er augnayndi, í orðsins fyllstu merkingu.
Græna ljósið kynnir í
Háskólabíói
Vicky Cristina Barcelona
bbbbn
Leikstjóri: Woody Allen. Aðalleikarar:
Rebecca Hall, Scarlett Johansson, Jav-
ier Bardem, Penélope Cruz, Patricia
Clarkson, Kevin Dunn, Chris Messina.
97 mín. Spánn/Bandaríkin. 2008.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
FYRIRSÆTUR í Mumbai á Indlandi stilla sér upp fyrir framan dómara
sem sjá um að velja pilta og stúlkur til að sýna nýjustu línur fatahönn-
uðanna á tískuviku borgarinnar sem hefst eftir nokkra daga. Tískusýn-
ingar verða á nokkrum stöðum í heila viku og hundruð stúlkna gerðu sér í
gær vonir um að komast í kastljós hinna upphækkuðu göngubrauta þar
sem háfættar fyrirsætur sýna fötin og sjálfar sig um leið.
Reuters
Vilja sýna flíkurnar
POPPSÖNGKONAN Britney
Spears hefur á liðnum misserum oft-
ar verið í fréttum fyrir vandræða-
gang en velgengni á tónlistarsviðinu.
Þá hefur hún verið gagnrýnd fyrir
að sinna sonum sínum tveimur ekki
sem skyldi. Nú greina fjölmiðlar
hins vegar frá því að Spears hafi
með góðra manna hjálp unnið í því
að koma andlegu hliðinni í lag, og að
svo hafi ábyrgð hennar gagnvart
börnunum styrkst að hún sé
reiðubúin að hætta við tónleikaferð
ef drengirnir geti ekki ferðast með
henni. Fyrirhugað er að hún leiki á
44 stöðum á svokölluðum Cirkus-túr
og á hann að hefjast 3. mars.
Samkvæmt The Sun höfðu barns-
faðir Spears, Kevin Federline, sem
fer með forræðið, og móðir hennar
Jamie, samið um að drengirnir
fengju að ferðast með Spears og hún
setti upp heimili á þremur stöðum á
meðan þar sem þau mæðgin gætu
verið saman í næði. Nú er því hins
vegar haldið fram að lögfræðingar
Federline hafi fengið hann til að
skipta um skoðun og hann vilji ekki
leyfa þetta fyrirkomulag. Fyrir vikið
er óvíst um tónleikaferðina.
Hættir
Spears við
tónleikaferð?
Reuters
Spears Stúlkan var hressileg að sjá
á MTV-hátíðinni í september.