Morgunblaðið - 03.02.2009, Side 36
ÞRIÐJUDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Dýr töf á stjórnarmyndun
Töfin sem varð á myndun nýrrar
ríkisstjórnar hefur auka kostn-
aðarlið í för með sér. Þeir níu ráð-
herrar sem þá létu af embætti verða
nefnilega á launum út febr-
úarmánuð, þar sem stjórnarslitin
urðu eftir mánaðamót. Eftir það
taka við sex mánaða biðlaun. Alls
nemur kostnaðurinn vegna þessa
um 14,5 milljónum króna. »2
Milljarðabætur greiddar
9.500 einstaklingar fengu í gær
greiddar atvinnuleysisbætur. Upp-
hæðin var alls 1.500 til 2.000 millj-
ónir króna og tók margar klukku-
stundir að ganga frá greiðslum. »4
Seðlabanki tekinn í gegn
Jóhanna Sigurðardóttir hefur
útbúið frumvarp um endur-
skipulagningu í Seðlabankanum.
Samkvæmt því verður aðeins einn
seðlabankastjóri, faglega ráðinn.
Frumvarpið verður kynnt fyrir rík-
isstjórninni í dag. »Forsíða
Gæti orkað tvímælis
Verði lög samþykkt um að fólk
geti sótt sér fyrirframgreiðslu úr
séreignarsjóðum til að greiða niður
skuldir, er hætta á því að kröfuhafar
geti krafist þess að skuldarar gangi
á séreignarsparnaðinn sinn hvort
sem þeir vilja það eða ekki. »4
SKOÐANIR»
Staksteinar: Verður Reykjavík
uppnefni?
Forystugreinar: Samvinna í þingi |
Byltingar enn að bíða
Pistill: Gleymdu ekki að vera góður
Ljósvaki: Blindrasjónvarp er …
UMRÆÐAN»
Steingrímur J. og stóryrðin um IMF
Losum um flokksböndin
Álftanes – Stjórnsýsla á skjön við …
Vegaskrá í kjölfar nýrra vegalaga
4 5($ /(,
67889:;
$<=:8;>?$@A>6
B9>96967889:;
6C>$B(B:D>9
>7:$B(B:D>9
$E>$B(B:D>9
$3;$$>!(F:9>B;
G9@9>$B<(G=>
$6:
=3:9
.=H98?=>?;-3;H$B;@<937?(I:C>?
#"
#
# #"
#""
#
? %((!(*/ ( #" #
#"
# "
"# #
.B)2 $
#"
#"
# #
"# Heitast 1°C | Kaldast -14°C
Norðan og norð-
austan 3-8 m/s og létt-
skýjað að mestu.
Þykknar upp með élj-
um f. norðan og austan. »10
Sæbjörn Valdimars-
son var hrifinn af
myndunum sem
hann sá um helgina.
Þær fá báðar fjórar
stjörnur. »35
KVIKMYNDIR»
Konur, karl
– og nunna
FÓLK »
Nálgast ellilaunin – enn
með grúppíur. »34
Óvissa ríkir um
framhald á bygg-
ingu fyrirhugaðs
óperuhúss í Kópa-
vogi. Öllu var slegið
á frest. »28
TÓNLIST»
Máttarstólp-
ar í vanda
TÓNLIST»
Sólóferillinn líður vegna
annarra verkefna. »32
KVIKMYNDIR»
Íslendingar voru skelf-
ingu lostnir. »30
Menning
VEÐUR»
1. Dorrit: Ísland verði svalari …
2. Komst ekki yfir hraðahindrun
3. Aðgerð á Geir heppnaðist vel
4. Einn seðlabankastjóri
Íslenska krónan veiktist um 2%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
EFNAHAGSLÆGÐIN hefur loks-
ins komið við íslenska fíkniefna-
markaðinn, ef marka má nýja verð-
könnun SÁÁ. Merkja má hækkun í
nokkrum flokkum, s.s. á kannabis-
efnum og amfetamíni. Engu að síð-
ur er hækkunin lítilfjörleg og virð-
ist markaðurinn lúta eigin
lögmálum, svona ef miðað er við
vísitölu neysluverðs.
Þrátt fyrir að höft séu á gjald-
eyrisviðskiptum virðist sem fram-
boð á innfluttum fíkniefnum sé nóg.
Hafa því vaknað spurningar um
hvort vöruskipti séu viðhöfð og þýfi
sent úr landi fyrir fíkniefni. Lög-
regla sagðist ekki geta staðfest að
svo væri.
Gramm af amfetamíni kostaði á
milli 4.500 kr. og 5.500 kr. und-
anfarin ár, skv. verðkönnun SÁÁ.
Skömmu fyrir bankahrunið kostaði
grammið 4.290 kr. en í síðasta
mánuði 5.630 kr. Þórarinn Tyrf-
ingsson, yfirlæknir á Vogi, segist
einnig merkja nokkra hækkun á
læknalyfjum, s.s. rítalíni og morfín-
lyfjum.
Hann segir merkilegt hversu litl-
ar verðbreytingar verði á efnunum,
þrátt fyrir sveiflur í efnahag þjóð-
arinnar.
Eitt við nýja könnun SÁÁ sting-
ur í stúf en það er verð á kókaíni.
Hægt var að kaupa gramm af efn-
inu á 11.500 kr. í síðasta mánuði.
Það er nokkru lægra en und-
anfarna mánuði, og ár. Samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu höf-
uðborgarsvæðisins virðist sem
framboð af kókaíni hafi hins vegar
farið minnkandi að undanförnu.
„Maður myndi ætla að það væri
nóg framboð eða þá að markaður-
inn er að aðlaga sig efnahagnum,“
segir Þórarinn spurður út í
verðþróunina.
Einna mest framboð um þessar
mundir er af íslensku maríjúana.
Lögreglan hefur verið óþreytandi
að undanförnu við fletta ofan af
kannabisræktunum, og tók t.a.m.
530 plöntur í síðasta mánuði.
Þrátt fyrir framboðið hefur verð
á maríjúana hækkað nokkuð stöð-
ugt á undanförnum misserum. Get-
ur það m.a. verið vísbending um
meiri eftirspurn, eða að aðgerðir
lögreglu beri árangur.
Engin þurrð á fíkniefnamarkaði
Verð á kannabisefnum, amfetamíni og læknalyfjum hækkar skv. verðkönnun
Þrátt fyrir gjaldeyrishöft virðist gangur í innflutningi fíkniefna til landsins
!"#
!"!
"$%
"#
&"
!"'
!"#
"$
&"'
!"&#
!"#
!"%
"!
!"##
!"
!"
!"#
"#&
"
"'
!"!&
&"
"#
&"$'
!"
!"'
!"'
"!%
!"
!"$
!"#
$$%
&$!"
!
$$'
&(!"#
$$'
! $$'
)! $$
)! $$
ALMENNINGUR hefur brugðist
geysilega vel við á undanförnum
mánuðum og fjöldi ábendinga hef-
ur borist lögreglu höfuðborgar-
svæðisins í gegnum fíkniefnasím-
ann svonefnda.
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar,
segir það eiga sinn þátt í að nán-
ast jafnmargar kannabisplöntur
hafa fundist í janúarmánuði og
allt síðasta ár. Mikill þungi hefur
farið í að stöðva hina íslensku
ræktun maríjúana og verður
áfram, enda hefur ógrynni gróð-
urhúsalampa verið stolið und-
anfarin misseri.
Almenningur
bregst vel við
„EF ÞAÐ koma tilboð virðist sem að fólk sé tilbúið að
kaupa inn fisk í einhverju magni,“ segir Örn Smárason,
útibússtjóri Fiskmarkaðar Íslands, aðspurður hvort
fiskneysla hafi aukist í kjölfar fjármálahrunsins.
Að sögn Arnar eru fyrstu þrír mánuðir ársins besti
tíminn til að selja fisk, meðal annars sökum þess að þá
kjósi neytendur léttan og hollan mat.
Viðbrögðin við tilboðum í Fiskikónginum á Sogavegi
benda til að fólk sé tilbúið að kaupa í frystikistuna þeg-
ar vel er boðið og búa þannig í haginn í kreppunni.
Landinn leitar að sparnaðarleiðum
Morgunblaðið/Golli
Stökkva á tilboðin þegar þau bjóðast
Morgunblaðið/Golli
„ÉG hef ekki séð íslenskan stjórn-
anda bera sig svona að,“ segir
Kristján Jóhannsson og kveðst
stoltur af landa sínum, eftir að hafa
hlýtt á sinfóníuhljómsveit Ver-
ónaborgar leika undir stjórn Guðna
A. Emilssonar hljómsveitarstjóra í
einum kunnasta tónleikasal Ítalíu.
Guðni, sem er búsettur í Þýska-
landi, er með mörg járn í eldinum.
Fyrirhugað er að hann stjórni milli
50 og 60 hljómleikum á árinu, en
hann er aðalstjórnandi hljómsveita,
í Bangkok, Prag og Þýskalandi.
„Maður þarf bara að halda sig við
efnið og vera víða, það er lykillinn,“
segir Guðni þegar hann er spurður
hvort engin kreppa sé í tónlistarlíf-
inu. | 28
Stjórnandi Guðni býr í Þýskalandi.
Stjórnar
víða á árinu