Morgunblaðið - 12.02.2009, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 2. F E B R Ú A R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
41. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
EKKI GRÁ, HELDUR SÆGRÁ
VERÐMÆT LITBRIGÐI Í
ÍSLENSKA KÚAKYNINU
MENNING
Skapandi kraftur á
Smiðjustígnum
Þrátt fyrir slæmar horfur er hugs-
anlegt að í því ástandi, sem nú ríkir,
felist tækifæri á fasteignamarkaði,
einkum þegar verðbólga tekur að
minnka.
Viðskipti
Tækifæri á fast-
eignamarkaði
Þeir sem þekkja til rekstrar Baugs
segja að félagið sé gjaldþrota. Eigið
fé sé neikvætt um 150 milljarða
króna. Ólíklegt sé að nýtt eigið fé
fáist og skuldir verði felldar niður.
Baugur Group
stefnir í þrot
Latibær ætlar að leggja nafn sitt
við markaðssetningu á hollum mat-
vælum fyrir börn í bresku versl-
unarkeðjunni ASDA. Risastór
samningur, líka á breskan kvarða.
Latibær í samstarf
við risann ASDA
„ÞETTA er líklega mesta efna-
hagskreppa sem Ísland hefur upp-
lifað,“ segir Mats Josefsson, sem
leiðir nefnd um endurreisn fjár-
málakerfisins. Á blaðamannafundi í
gær sagði hann að íslensk stjórn-
völd hefðu ekki gætt hagsmuna rík-
isins í bönkunum nógu vel í kjölfar
bankahrunsins. Það ylli honum
áhyggjum að hafa ekki enn séð fjár-
hagsreikninga nýju bankanna.
Hann þekkti því ekki skuldastöðu
þeirra enn. »18
Mats Josefsson Sænski sérfræðingurinn
vinnur að uppbyggingu bankakerfisins.
Gættu ekki hagsmuna rík-
isins í bönkunum nógu vel
14.480 eru á atvinnuleysisskrá.
Fjölmennasti hópurinn á atvinnu-
leysisskrá er undir þrítugu. Á aldr-
inum 16-19 eru 723 án vinnu, 2.114
á aldrinum 20-24 ára og 2.011
þeirra sem eru 25-29 ára. Skráð at-
vinnuleysi í janúar var 6,6% eða að
meðaltali 10.423. Í lok mánaðarins
voru 12.407 án vinnu.
Án vinnu Fólki án vinnu fjölgar hratt.
4.848 á aldrinum 16-29 ára
án atvinnu í janúarmánuði
VIÐSKIPTAVINIR Atlantsskipa
fá ekki vörurnar afhentar þar sem
Atlantsskip hafa ekki greitt Eim-
skip fyrir flutninginn. „Fyrirtæki
okkar skaðast um hundruð þús-
unda króna á hverjum degi sem líð-
ur vegna þessa vandamáls,“ segir
Gunnar Óli Erlingsson, fram-
kvæmdastjóri Enso.
Guðmundur Kærnested, forstjóri
Atlantsskipa, segir fyrirtækið eiga í
sömu vandræðum og mörg fyr-
irtæki um þessar mundir. Sökin
liggi ekki hjá Eimskip sem einnig
eigi í rekstrarerfiðleikum. » 4
Fyrirtæki fá ekki vörur sínar
vegna deilu skipafélaga
MÓÐIR tveggja barna, Rakel Sölvadóttir, lýsir því
hvernig fjölskyldan er fangi í of lítilli íbúð. Hún keypti
þriggja herbergja íbúðina árið 2004, stendur í skilum,
en þrátt fyrir að hafa greitt af fjörutíu ára lánunum í
fimm ár hafa þau hækkað um átta milljónir króna.
Hún vill gjarnan stækka við sig, þar sem börnin
hennar tvö deila herbergi, en telur að búðin sé nú vart
meira en 24 milljóna virði en lánið er orðið 30 milljónir.
Hún efast um að sér tækist að selja þótt hún vildi taka á
sig tapið og sér því fram á að búa í íbúðinni til fram-
búðar. „Þannig að eins og ég segi, ég er bara föst.“ | 6
Föst í of lítilli íbúð
Rakel Sölvadóttir
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
ALLS fengu 136 félög, sem eru
skráð til heimilis á Tortola-eyju,
leyfi til að stunda viðskipti á Íslandi
á árunum 2000 til 2008. Þetta kem-
ur fram í tölum frá Fyrirtækjaskrá
sem Morgunblaðið hefur undir
höndum.
Kaupþing er skráður umboðsaðili
52 þessara félaga, eða um 40 pró-
senta þeirra.
Bankinn fékk leyfi fyrir 23 af
þessum 52 félögum á árinu 2008 og
þar af fengu tíu starfsleyfi síðustu
tvo mánuðina fyrir bankahrun.
Þorri þeirra félaga sem skráð eru
á Tortola og starfa hérlendis er í
umsjón stóru viðskiptabankanna
þriggja, eða 87 talsins.
Eignarhald á huldu
Nokkur þeirra félaga sem Kaup-
þing og Landsbankinn höfðu um-
sjón með voru um tíma á meðal
stærstu eigenda í bönkunum sjálf-
um. Raunverulegt eignarhald þeirra
er hins vegar á huldu og aðrir þátt-
takendur á hlutabréfamarkaði gátu
ekki vitað hverjir áttu félögin.
Fjármálaeftirlitið (FME) aflar
einungis upplýsinga um slíkt eign-
arhald vegna rannsókna á ein-
stökum málum, svo sem í tengslum
við virka eignarhluti samkvæmt
upplýsingum frá stofnuninni.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Nasdaq OMX-kauphallarinnar á Ís-
landi, segir sitt fyrirtæki ekki fara
fram á slíkar upplýsingar, enda séu
fjármálafyrirtæki undir eftirliti
FME, ekki kauphallarinnar.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari um bankahrunið, segir
starfsemi erlendu félaganna á Ís-
landi klárlega vera athugunarefni
og að umsvif þeirra verði könnuð.
Félög skráð
á Tortola eru
136 talsins
Kaupþing umboðsaðili 52 félaga
Félög frá Tortola áttu í bönkum
Í HNOTSKURN
»Félögin 136 fengu leyfi tilað stunda viðskipti á Ís-
landi á árunum 2000 til 2008.
»Að meðaltali fengu 13,5 áslík félög leyfi árlega frá
aldamótum og út árið 2007.
» Í fyrra fjölgaði þeim mikiðþegar 29 félög frá Tortola
fengu leyfi. Kaupþing hafði
umsjón með 23 þeirra.
136 Tortola-félög | Viðskipti
VEL fór á með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og nem-
endum Hvolsskóla er forsetinn og Dorrit Moussaieff forsetafrú heim-
sóttu skólann í gær. Forsetinn gaf sér góðan tíma til að kynna sér
starfsemi skólans og ræða við nemendur. Þeir sungu og klöppuðu for-
setahundinum Sámi sem er ættaður úr Rangárvallasýslu. Hvolsskóli
hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2008 í flokki skóla sem sinnt hafa
vel nýsköpun og farsælu samhengi í fræðslustarfi.
Ljósmynd/Halldóra Magnúsdóttir
DORRIT OG ÓLAFUR
Í HVOLSSKÓLA
Forsetahjónin sátt meðal nemenda
reiðubúin að
leggja fram allt að
eina milljón evra,
um 150 milljónir
króna, til að
hrinda verkefninu
í framkvæmd.
Í dag verða
boðin upp í Lond-
on þrjátíu lista-
verk úr safni von
Habsburg en fyrir
andvirðið hyggst hún fjárfesta í ís-
lenskri listsköpun og menningu. | 42
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
STOFNUN í eigu Francescu von
Habsburg, sem sýnir, kynnir og safn-
ar alþjóðlegri samtímamyndlist, Ný-
listasafnið og dánarbú Dieters Roth
hafa kynnt hugmyndir um nýja lista-
og menningarmiðstöð í Reykjavík. Er
sjónum beint að fyrrverandi húsnæði
kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber
við Sætún.
Francesca von Habsburg hefur
lýst því yfir að stofnun hennar sé
Vilja opna listamiðstöð
í kaffibrennsluhúsinu
Francesca von
Habsburg