Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Júlíus Magnús og Hannes Magnús Þór Óskarsson bjargaði Hannesi. MAGNÚS Þór Óskarsson bifvéla- virki tók við viðurkenningu Rauða kross Íslands sem skyndihjálp- armaður ársins 2008 fyrir hárrétt viðbrögð á neyðarstund á hátíð- ardagskrá Neyðarlínunnar og sam- starfsaðila um 112-daginn. Hannes Ragnarsson hafði skilið bifreið sína eftir í gangi á bílastæði við bifreiðaskoðunina Frumherja. „Ég ætlaði bara að slá rafmagnið af bílnum en hef rekið mig í,“ segir Hannes. Hann var hálfur inni í bíln- um þegar hann hrökk í gír og bakk- aði af afli á kyrrstæðan bíl. „Ég kastaðist út og bíllinn á eftir. Það var eins og að fá yfir sig snjóskriðu og höggið var svakalegt. Svo man ég ekki eftir neinu fyrr en í sjúkra- bílnum,“ segir Hannes. „Við komum þarna tveir að Hannesi og ætluðum að ná honum undan bílunum þegar hann hættir að anda,“ segir Magnús. „Þá skreið ég inn í bílinn og náði að blása ofan í Hannes úr bílstjórasætinu þangað til hjálp barst.“ Magnús þykir hafa unnið þrek- virki við björgunina og þakkar rétt viðbrögð því að hafa tekið þátt í skyndihjálparnámskeiðum. „Lung- un féllu saman og mjaðmakúlan fór úr lið, en ég hef náð mér bærilega miðað við hvernig þetta leit út. Ég er sannfærður um að Magnús hefur bjargað mér frá heilaskemmdum. En ég er ekki feigur fyrst ég lifði þetta af,“ segir Hannes. Sigurði Viðari Ottesen neyð- arverði var einnig veitt viðurkenn- ing fyrir árangur í starfi á hátíð- ardagskrá 112-dagsins og 15 börnum af höfuðborgarsvæðinu voru veitt verðlaun í eldvarn- argetraun Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna en alls fengu 33 börn verðlaunin á landsvísu. Hannes var ekki feigur þennan dag  Magnús Þór Óskarsson blés lífi í Hannes Ragnarsson sem hafði klemmst milli tveggja bíla og fékk að launum viðurkenningu Rauða kross Íslands  Eins og hann fengi yfir sig snjóskriðu Í HNOTSKURN » Hátíðardagskrá 112-dagsins var haldin í Skóg- arhlíð 14 í fimmta sinn. » 112-dagurinn er haldinntil að vekja athygli á neyðarnúmerinu og neti björgunar- og velferðaraðila 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ALLS voru 664 einstaklingar á aldr- inum 18 til 22 ára á vanskilaskrá nú í febrúarbyrjun, samkvæmt úttekt Creditinfo á Íslandi. Helstu skuld- irnar voru vegna greiðslukorta, bankalána, yfirdráttar og vegna bif- reiða. Árangurslaust fjárnám hafði verið gert hjá 343 í hópnum en upplýsing- ar um fjárnám eru til birtingar í fjög- ur ár, óháð breytingum á högum við- komandi. „Þetta eru sorglegar niðurstöður og endurspegla þá stað- reynd að við fullorðna fólkið höfum verið sofandi á verðinum. Við höfum ekki upplýst krakkana okkar um hvaða afleiðingar það getur haft að stofna til skulda,“ segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Creditinfo. Hún segir forvarna þörf og að fræðsla um þessi mál þurfi að vera í efstu bekkjum grunnskólans en ein- staklingar verða fjárráða 18 ára og geta þá stofnað til sinna eigin skuld- bindinga. Í úttektinni segir að ungmennin 664 sem eru á vanskilaskrá séu bú- sett um allt land en af þeim er 421 á höfuðborgarsvæðinu. Aukningin á vanskilum hefur ver- ið töluverð frá 1. janúar 2008 eða sem nemur 27,4 prósentum. Fjölgun skráninga á vanskilaskrá varð mikil á haustmánuðum en 36,7 prósent málanna voru skráð í kjölfar banka- hrunsins. Af þeim sem eru á van- skilaskrá nú í febrúar eru 19 einstak- lingar sem eru 18 ára. Það er því ekki liðið ár frá því að þeir urðu fjár- ráða. Flestir á vanskilaskrá í fyrr- nefndum aldurshópi eru nú 22 ára en skráðar vanskilaskuldir í hópnum voru 1.447. „Það er ekkert sem segir að van- skilin geti ekki verið meiri. Margir á þessum aldri búa enn heima og ef foreldrar hafa tök á grípa þeir inn í,“ bendir Rakel á. Ekki er getið um upphæðir í út- tektinni. ingibjorg@mbl.is Yfir 660 ungir á vanskilaskrá                                    Helstu skuldir 18 til 22 ára eru vegna greiðslukorta, bankalána og yfirdráttar  Árangurslaust fjárnám hjá yfir 300  Fræðsla um áhrif skuldbindinga nauðsynleg í efstu bekkjum grunnskóla ALLS hafa van- skilin aukist um 27,4 prósent frá 1. janúar 2008. Aukningin er mun meiri hjá ungum karlmönnum eða tæplega 39 pró- sent í samanburði við rúmlega 10 prósenta aukn- ingu hjá ungum konum. Rakel Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Creditinfo, segir þetta svipað mynstur og hjá eldri aldurshópum. Fleiri karlar í vanskilum Rakel Sveinsdóttir NOKKRIR strákar úr 6. flokki KA í fótbolta hittu bæjarstjórann á Akureyri, Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, í gær og mótmæltu því að í sparn- aðarskyni hafði verið skrúfað fyrir hitann undir sparkvöllum bæjarins og hætt að lýsa vellina upp. Þeir segjast eyða a.m.k. tveimur tímum á dag á vellinum við Brekkuskóla. „Kreppan er ekki okkur að kenna,“ sagði einn þeirra. Sigrún tók strákunum vel en lofaði engu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson „Kreppan er ekki okkur að kenna“ NÚ stefnir í að 117 grunnskólar sendi um 500 keppendur og um 200 aðstoðar- og varamenn til keppni í Skólahreysti 2009. Árið 2005 tóku 6 skólar þátt. Lára Berglind Helga- dóttir hjá Icefitness sem skipulegg- ur keppnina segir að líkt og í fyrra megi búast við að áhorfendur troð- fylli íþróttahúsin en þá fylgdust um 13.000 áhorfendur með keppninni. Lára bendir á að um 50 skólar bjóði nú upp á skólahreysti sem valgrein sem eykur enn metnað og kraft keppenda. Skólarnir velja keppendur með undankeppni en síðan keppa þeir um sæti í úrslitakeppninni í fjórum mótum sem haldin eru í febrúar og mars. Stigahæsti skólinn í hverjum riðli kemst síðan áfram í úr- slitakeppnina sem verður haldin 30. apríl. Ríkissjónvarpið sýnir þátt frá hverri keppni og síðan er bein út- sending frá úrslitakeppninni. Í dag keppa skólar á Vesturlandi og Vestfjörðum í Smáranum í Kópa- vogi klukkan 13. runarp@mbl.is 500 keppa í skóla- hreysti 117 grunnskólar eiga fulltrúa á mótinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.