Morgunblaðið - 12.02.2009, Side 6

Morgunblaðið - 12.02.2009, Side 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „ÉG er bara fangi í allt of lítilli íbúð næstu 35 árin, þannig er staðan,“ seg- ir Rakel Sölvadóttir tölvunarfræð- ingur sem býr ásamt tveimur börnum sínum og sambýliskonu í Garðabæ. Rakel keypti íbúðina 2004 og hefur staðið í skilum alla tíð síðan, en nú blasir við raunveruleiki sem hún og margir Íslendingar í sömu sporum sáu aldrei fyrir. Höfuðstóllinn hefur hækkað um 8 milljónir frá upp- haflegu lántökuupphæðinni, þrátt fyrir að hún hafi samviskusamlega greitt af láninu í 5 ár. Hún segist alls staðar rekast á veggi og engin greið leið virðist út úr skuldafeninu. Þarf aukna aðstoð með soninn „Stefnan var að stækka við mig, því þau eru saman í herbergi, 5 ára strákur og 8 ára stelpa svo það mynd- ast mikil togstreita vegna aldurs- munar og kyns, auk þess sem hann þarf á stuðningi að halda,“ segir Rak- el. Eins og málin hafa þróast eftir bankahrunið stefnir hins vegar ekki í að fjölskyldan geti flutt í stærra hús- næði. „Ekki miðað við hvað íbúðin hefur lækkað í verði. Fyrir það fyrsta þá selst hún vart, en jafnvel þótt hún seldist þá færi hún varla á meira en 24 milljónir en lánið er orðið 30 millj- ónir. Þá stæði ég eftir með mínus 6 milljónir og gæti ekki keypt neitt annað. Þannig að eins og ég segi, ég er bara föst.“ Sonur Rakelar hefur vissar sér- þarfir en hún segir ekki komið nægi- lega til móts við hann í kerfinu. Hann hafi t.d. mikla þörf á íþróttaiðkun til að fá útrás, en kostnaðurinn sé mikill og styrkir frá bænum hafi ekki staðið til boða. „Ég fékk meira að segja þau skilaboð, þegar sálfræðingurinn lagði til að hann fengi aukastarfsmann með sér í leikskólanum, að bærinn hefði ekki efni á því. Svo ég sé ekki fyrir mér að Garðabær muni hafa auka- kennara með honum í skólanum held- ur. Í raun og veru er búið að festa mig í því bæjarfélagi sem gerir minnst fyrir mig hvað þetta varðar.“ Hún nefnir þó að leikskólastjórinn og íþróttafulltrúi Garðabæjar hafi verið mjög hjálplegir persónulega, en regl- ur bæjarfélagsins séu ekki nógu lið- legar gagnvart fjölskyldufólki. Þótt öll sund virðist vera lokuð hef- ur Rakel verið að vinna í því að finna lausnir. „Ég talaði við útibússtjórann í Kaupþingi því ég vil ekki að þetta fari í óefni. Ég setti dæmið upp þann- ig að ég væri tilbúin að greiða 30 þús- und aukalega inn á höfuðstólinn á mánuði, þannig að þeir sæju að ég væri virkilega að leggja mig fram við að standa við mínar skuldbindingar, en á móti myndi bankinn fella niður verðbæturnar sem hafa fallið umfram þessi 2,5%, sem lánið var reiknað út frá í upphafi.“ Erfitt sé að sjá tilgang með því að halda áfram að borga af láninu eins og staðan sé nú því ekki sjái högg á vatni. „Þótt maður hendi inn auka- greiðslum núna þá er það bara dropi í hafið. Ég fæ það aldrei til baka hvort sem er.“ Farsælast að finna milliveg Samningsumleitanir Rakelar fengu lítinn hljómgrunn í bankanum, en henni var hins vegar bent á að leita þeirra leiða sem eru í burð- arliðnum á Alþingi til að koma til móts við heimilin í landinu. Rakel segir að þetta frumvarp sé nánast eina leiðin út úr þessum vítahring en segist skilja vel að fólk sé orðið þreytt og fari þá leið að láta lýsa sig gjald- þrota því þannig sé það bara fangar í 10 ár, en ekki 30 til 40. Ef ekkert verður af þeim úrbótum segist Rakel íhuga makaskipti, jafn- vel þótt það þýði að skuldastaða hennar verði enn verri á eftir. „Ef allt fer á versta veg hugsa ég að ég velji þá leið, því ég vil frekar vera fangi í betra húsnæði heldur en í húsi sem hentar ekki fjölskyldunni.“ Fjölskyldan er eins og fangar á eigin heimili Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný staða Rakel átti aldrei von á því að upplifa þær aðstæður að finnast all- ar leiðir lokaðir til að búa börnum sínum það heimili sem hún vill Verðbólgan gerir fasteignareigend- um erfitt fyrir SAMTÖK iðnaðarins hafa ákveðið að verja um 250 milljónum til ákveðinna verkefna, sem m.a. snúa að menntamálum, á næstu þremur árum. Að auki verður á þessu ári allt að 20 milljónum varið til vinnustaðanáms og allt að 10 millj- ónum til kynningar á námi tengdu iðnaði. Þetta var tilkynnt í gær á menntadegi iðnaðarins 2009. Um er að ræða verkefni sem nefnist „Afl til framfara“. Gerð er áætlun til þriggja ára í senn um verkefnið með hliðsjón af fjárhagslegum styrk SI, sem mark- ast meðal annars af iðnaðarmála- gjaldi sem rennur til SI. Verði veru- leg breyting þar á kann að þurfa að taka þessar ákvarðanir til endur- skoðunar. Ráðstöfunarfé fyrstu þriggja ár- anna er ríflegt og hugsað sem sér- stakt framlag til þess að leggja grunn að nýrri framsókn íslensks iðnaðar til viðbótar við önnur fram- lög, að því er segir í tilkynningu. Milljónir til menntamála Eftir Guðrúnu Hálfdánardóttur og Björn Jóhann Björnsson JÓHANNA Sigurðardóttir forsætis- ráðherra lýsir vonbrigðum sínum með bréf Eiríks Guðnasonar seðlabanka- stjóra sem henni barst í hendur á þriðjudag. Þar segir Eiríkur að hann stefni að því að biðjast lausnar frá embætti frá og með 1. júní nk. Bréf því til staðfestingar verði sent í „tæka tíð“. Jóhanna sagði á mbl.is í gær að hún hefði beint þeim tilmælum til banka- stjóranna þriggja að þeir létu af störf- um nú þegar. Hún vonast til að frum- varpið um Seðlabankann verði að lögum sem fyrst og þá verði staða nýs bankastjóra auglýst. Eiríkur Guðnason sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann útskýrir afstöðu sína í bréfinu nánar. Með því að hætta 1. júní nk. hafi hann viljað stuðla að þeim markmiðum forsætis- ráðherra, sem fram hafi komið í bréfi hennar til hans, að tryggja eins og kostur væri að sem minnst röskun yrði á starfsemi Seðlabankans. Enn- fremur nefnir Eiríkur fjögur atriði sem snúa að Seðlabankanum við end- urreisn fjármálakerfis landsins og mikilvægt sé að vinna áfram við án tafa, þ.e. efnahagsáætlun ríkisstjórn- arinnar og IMF, vaxtamálin, gengis- og gjaldeyrismál og gangsetningu bankanna. Í bankanum í 40 ár Eiríkur Guðnason hefur verið starf- andi í Seðlabankanum frá árinu 1969 eða í 40 ár en hann er á 64. aldursári. Hann var fyrst skipaður bankastjóri árið 1994 af Sighvati Björgvinssyni, þáverandi viðskiptaráðherra. Eiríkur hafði því fyrir um fjórum árum þegar tryggt sér full eftirlaunaréttindi bankamanna samkvæmt 95 ára regl- unni. Sem kunnugt er hefur Ingimundur Friðriksson farið að óskum forsætis- ráðherra og látið af störfum í bank- anum frá og með 9. febrúar sl. Davíð Oddsson hefur svarað ráðherra með þeim orðum að hann ætli ekki að fara frá hálfkláruðu verki. Jóhanna lýsir vonbrigðum með bréf Eiríks bankastjóra Eiríkur Guðnason stefnir að því að hætta sem seðlabankastjóri 1. júní í sumar Eiríkur Guðnason Jóhanna Sigurðardóttir ÞÝSKA dag- blaðið Frankfur- ter Allgemeine fjallaði um Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta Ís- lands, í grein á vefsíðu sinni í gær. Umfjöllunin er í tengslum við viðtal sem birtist við Ólaf í Fin- ancial Times Deutschland á þriðju- dag. Þar hafi hann valdið titringi hjá þýskum sparifjáreigendum með um- mælum sínum. Í greininni er pólitísk fortíð Ólafs til umræðu og hann sagður hafa staðið uppi í hárinu á andstæðingum sínum, nokkuð sem hafi lítið breyst eftir að hann tók við embætti forseta. Ólafur hafi misstigið sig Í greininni segir að nú virðist sem Ólafur hafi misstigið sig illilega er hann hafi reynt að kenna öðrum þjóðum um efnahagskreppuna á Ís- landi, nokkuð sem hann hafi afsakað með því að hann hafi aðeins viljað ljá íslensku þjóðinni rödd sína. Þá ályktar greinarhöfundur sem svo að nú sé svo komið að Ólafur Ragnar og Davíð Oddsson seðla- bankastjóri, sem lengi hafi verið svarnir fjendur, eigi a.m.k. eitt sam- eiginlegt. Báðir geri nýrri rík- isstjórn Íslands erfitt fyrir með framferði sínu. Davíð haldi fast í embætti seðla- bankastjóra á meðan Ólafur grafi undan tilraunum hennar til að efla traust Íslands á erlendum vettvangi. Það sé erfitt verk þegar svo skapstór maður sitji á forsetastóli. jmv@mbl.is Of skap- stór fyrir embættið? Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands rædd- ur í þýsku dagblaði Líf fjölmargra Íslendinga hefur breyst undanfarnar vikur og mán- uði vegna kreppunnar og flestir þekkja til vina eða fjölskyldu- meðlima sem búa nú við breyttar aðstæður síðan í haust. Morgunblaðið vill segja sögur almennings sem finnur fyrir ástandinu á eigin skinni, hvort sem um er að ræða atvinnumissi, erfiða skuldastöðu, breyttar fram- tíðaráætlanir eða aðrar afleiðingar breytts efnahagsástands. Vilt þú segja þína sögu? Ábend- ingar eru vel þegnar á netfangið ritstjorn@mbl.is eða s. 569-1317. Breyttir hagir almennings Áhrif kreppunnar á fjölskyldur „Ég þakka fyrir það sem þér segið í framangreindu bréfi um mig. Ennfremur fagna ég því, sem segir í bréfinu, að forsætis- ráðherra vilji tryggja svo sem kostur er að sem minnst röskun verði á starfsemi Seðlabanka Ís- lands við fyrirhugaðar stjórn- skipulagsbreytingar. Í ljósi þessa stefni ég nú að því að biðjast lausnar frá embætti bankastjóra frá og með 1. júní næstkomandi og mun bréf því til staðfestingar verða sent í tæka tíð. Virðingarfyllst, Eiríkur Guðnason bankastjóri.“ Bréfið til Jóhönnu EKKI náðist samstaða um að draga úr karfaveiðum á Reykjaneshrygg á þessu ári eins og fulltrúar Íslands lögðu til á samráðsfundi sem lauk í London í gær. Auk fulltrúa Íslands sátu fundinn fulltrúar Færeyja, Grænlands, Evr- ópusambandsins, Noregs og Rúss- lands, að því er kemur fram á vef LÍÚ. Niðurstaðan varð sú að fyr- irkomulag veiðanna er að mestu óbreytt frá síðasta ári. Helsta breytingin er sú að allt að 70 pró- sent veiðiheimilda má nýta á norð- austurveiðisvæðinu í stað 65 pró- senta áður. ingibjorg@mbl.is Karfaveiðar óbreyttar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.