Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is SAMKVÆMT fyrstu vísbendingum telur Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, að áburðarverð til bænda hækki um 18-30% frá síðasta ári. Í fyrra hækkaði áburður mjög í verði eða um nálægt 80%. Nýtt fyrirtæki, Búvís, kynnti vöru sína, verð og fjármögnun á aðalfundi Félags kúabænda í Suður-Þingeyj- arsýslu nýlega. Baldur Helgi segir að erfitt sé að gera samanburð á nýrri vöru og því, sem áður hefur verið á markaði, en segist áætla hækkunina um 18-30%, misjafnt eft- ir vöruflokkum. Hann bendir á að fyrir nokkrum árum hafi tonn af áburði kostað um 25 þúsund krónur en yfir 60 þúsund krónur í fyrra og enn hækki áburð- urinn í ár. Ekki séu mörg dæmi um slíka hækkun. „Það var ekki á stöðu kúabænda bætandi en mér virðist áburðarverð þó ætla að hækka minna en ég óttaðist,“ segir Baldur. Hækkun áburðar um 400 þúsund á meðalkúabú Hækkun erlendis á hráefni gekk að einhverju leyti til baka í lok síð- asta árs en gengið er innflutningi enn óhagkvæmt. Spurður um hækk- un fyrir meðalkúabú segir Baldur að hafi áburður kostað búið um 1.600 þúsund krónur í fyrra, verði kostn- aðurinn um tvær milljónir í ár. Auk Búvíss eru það Sláturfélag Suðurlands, Áburðarverksmiðjan og Skeljungur, sem selja bændum áburð. Morgunblaðið/Þorkell Vísbendingar um 18- 30% hækkun áburðar  Tonn af áburði úr 25 þúsund krónum í yfir 60 þúsund krónur á skömmum tíma  Ekki á stöðu kúabænda bætandi Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ALLS bárust sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu 16 tilboð í toll- kvóta vegna innfluttra landbúnaðar- afurða frá ESB-löndum á þessu ári. Þar af voru tilboð frá þremur fyr- irtækjum sem ekki uppfylltu útboðs- reglur varðandi ábyrgðarlýsingu banka, sparisjóðs eða vátrygginga- félags, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Tilboðin voru alls í um 1.400 tonna innflutning en tilboðum var tekið í alls 730 tonna kvóta á árinu. Er það svipað magn og áður. Miðað við með- alverð tekinna tilboða er verðmæti innflutningsins um 62 milljónir króna. Að sögn Ólafs Friðrikssonar í landbúnaðarráðuneytinu er verð- mæti innflutningsins nú töluvert minna en áður. Á síðasta ári var til- boðum tekið fyrir um 240 milljónir króna. Lækkunin milli ára er um 73%. Ólafur segir lækkunina skýrast af gengisþróun og aðstæðum á mörkuðum. Fyrirtækin finni greini- lega fyrir minni eftirspurn eftir inn- fluttum afurðum en áður. „Sannast sagna áttum við von á meiri lækkun milli ára,“ segir hann en tilboðin voru jafnframt mun færri en á síðasta ári. Þá var þátttaka heldur meiri og verð hærra en verið hafði árin áður. Fyrirtækin sem sendu inn tilboð voru Debit, Dreifing, Innes, Jóhann Ólafsson & Co, Kaupás, Mata, Perlukaup, Sælkeradreifing, Sæl- kerinn, Samkaup, GE Sæmundsson, Karl K. Karlsson ehf., Viðbót, Mjólkursamsalan, Sólstjarnan og Ásbjörn Ólafsson ehf. Að auki er IGS Flugþjónusta með umsókn um tollkvóta í einum flokknum. Sextán tilboð í tollkvóta  Verðmæti tilboða í innfluttar landbúnaðarvörur nærri fjórfalt minna en í fyrra  Minni eftirspurn og hærra gengi # !   $%%& < $# -& & .=#" > < $# -& & .=#" ?  @*$@  @*$@ "(&"*13& !%'"*13&  5(,"*13& A13& =, -& $ 4(&"$ )&($B+)& ',($ C+)($ =@5 ''"# *13& =''         ' ! !  ( ! !  )* + + ! ! , !  + ( ! !  )* , !  + +  ( - 5($# $ ÞÓTT frost sé á Fróni þá væsir ekki um hrossin í kyrru og þurru veðri. Þau eru líka fyrir löngu komin í hlýjan vetrarfeldinn. Hér hefur þeim verið gefið á gaddinn í Aðaldal en þar hefur verið mjög kalt að undanförnu. Þessi kuldatíð á landinu er raunar búin að vera óvenju- lega hörð og löng en nú eru veðrabrigði í vændum. Í dag á að hlýna með suðvestanátt og má búast við snjó- komu eða slyddu á Suðvesturlandi. Frostið mun síðan einnig láta undan síga á norðanverðu og norðaust- anverðu landinu og hitastigið verður svo yfir frost- marki alls staðar á landinu fram yfir helgi að minnsta kosti. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gefið á gaddinn í Aðaldal Löngum kuldakafla loks að linna Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Sevilla 23.-26. apríl Hin glæsta höfuðborg Andalúsíu! Frábært sértilboð - mjög fá sæti í boði! Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Heimsferðir bjóða nú frábæra helgarferð, á sumardaginn fyrsta til Sevilla höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni. Sevilla er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. Dómkirkjunni með Giraldaturninn þeirri þriðju stærstu í heimi. Í miðborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar er einstök stemmning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg. Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni. Vorið bregður Sevilla í sinn fegursta búning og hún skartar öllu sem hún hefur til að bera. Bjóðum frábært sértilboð á góðri gistingu, Suites Vega del Rey. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í einstaka helgarferð þar sem tíminn nýtist einstalega vel, en flogið er út að morgni fimmtudags (sumardagsins fyrsta) og komið heim að kvöldi sunnudags (aðeins einn vinnudagur). Beint morgunflug - á sumardaginn fyrsta Verð frá kr. 69.990 Netverð á mann. Sértilboð. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Suites Vega del Rey með morgunverði í 3 nætur. Aukagjald fyrir hálft fæði kr. 5.900. Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.200.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.