Morgunblaðið - 12.02.2009, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.02.2009, Qupperneq 15
Fréttir 15INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur ákveðið að umsjón með und- irbúningsvinnu nýs háskólasjúkra- húss flytjist til Landspítalans, en sú undirbúningsvinna hefur síðustu þrjú ár verið á vegum sérstakrar byggingarnefndar heilbrigðisráðu- neytisins. Ingólfur Þórisson, fram- kvæmdastjóri tækni og eigna LSH, hefur unnið að undirbúningsvinn- unni á vegum heilbrigðisráðuneyt- isins og verið í fríi frá störfum á Landspítala. Hann kemur nú aftur til starfa á Landspítala. Morgunblaðið/Júlíus Nýtt sjúkrahús SAMFYLK- INGIN í borg- arstjórn hvetur til þess að verk- efninu Sókn- aráætlun, sam- vinna og samráð við uppbyggingu atvinnulífs í Reykjavík til framtíðar, verði hraðað. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni. Samþykkt var á fundi borgarráðs í nóvember að skipa starfshóp en Samfylkingin segir nú ljóst að verkefnið hafi ekki fengið þann forgang sem því var ætlað í upphafi. Sóknaráætlun verði flýtt Dagur B. Eggertsson HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest áframhaldandi farbann yfir fyrr- verandi framkvæmdastjóra Verð- bréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), Viggó Þóri Þórissyni. Sætir hann farbanni til 27. febrúar nk., en hann hefur þegar verið í far- banni í tæpa 22 mánuði, eða frá 13. apríl 2007. Viggó er grunaður um stórfelld efnahagsbrot í starfi sínu sem framkvæmdastjóri VSP og nær rannsóknin til fjölmargra landa. Samkvæmt dómi Hæstaréttar er stutt í að henni ljúki. Hæstaréttardómarinn Jón Stein- ar Gunnlaugsson skilaði séráliti. Í því lýsir hann þeirri afstöðu sinni, að fella eigi úrskurðinn úr gildi. „Ég tel að framgangur rannsókn- arinnar á hendur varnaraðila sé með þeim hætti að ekki komi til greina að láta hann enn á ný sæta skerðingu á frelsi sínu vegna hennar,“ segir í álitinu. Farbann framlengt en séráliti skilað ÁSA Ólafsdóttir, lektor við laga- deild Háskóla Ís- lands, hefur ver- in ráðin að- stoðarmaður Rögnu Árnadótt- ur, dóms- og kirkjumálaráð- herra. Ása lauk laga- prófi frá Háskóla Íslands árið 1996, hlaut hdl-réttindi árið 1998, lauk LL.M (c) gráðu frá Cambridge- háskóla árið 2000 og varð hæsta- réttarlögmaður árið 2005. Hún sat m.a. í kærunefnd jafnréttismála 2003-2008, var einn lögmanna Neyðarmóttöku vegna nauðgana 2003-2008 og hefur verið formaður áfrýjunarnefndar neytendamála frá 2005. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Ása Ólafsdóttir STUTT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is EVRÓPSKA háskólasamstarfið Erasmus hefur útnefnt dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands, sem Jean Monnet-prófessor, viðurkenning sem nefnd er eftir einum af frum- kvöðlum Evrópusamrunans. Um leið felur útnefningin í sér viðurkenn- ingu fyrir stjórnmálafræðideild HÍ fyrir framlag hennar til kennslu og rannsókna á samrunaþróun Evrópu. Viðurkenningunni fylgir rann- sóknarframlag, sem svarar til um 7,5 milljóna króna, en árlega hljóta nokkrir fræði- menn á sviði Evr- ópufræða þennan styrk. Aðspurður hvenær áhugi hans á Evrópu- fræðum hafi vaknað segir Baldur að það hafi verið fljót- lega eftir að hann hóf nám í stjórn- málafræði við HÍ árið 1988. Nær öll ríki Evrópu hafi stefnt að ESB-aðild að kalda stríðinu loknu og hann hafi heillast af þeim rannsókn- arviðfangsefnum sem sneru að Evrópusamrunanum. Þetta hafi ver- ið á þeim tíma sem hart var tekist á um EES-samninginn hér á landi og Evrópumálin í brennidepli. Ekki talið hæft rannsóknarefni Þegar Baldur hóf meistaranám í stjórnmálafræði í Essex á Englandi ætlaði hann fyrst að skrifa um mögu- leika Íslands til áhrifa innan EES, rannsóknarefni sem prófessorarnir höfnuðu með þeim orðum að augljóst væri hver áhrifin yrðu; engin. Lendingin hefði verið sú að hann hefði skoðað stöðu Írlands innan ESB, rannsóknarefni sem hann hefði síðan útvíkkað til smáríkjanna sjö sem þá voru í ESB í doktors- ritgerð við sama háskóla. Inntur eftir því hvaða þýðingu viðurkenningin hafi segir Baldur að hún muni gera stjórnmálafræðideild HÍ kleift að fjölga námskeiðum í Evrópufræðum, en sérstök áhersla verði lögð á að fjalla um þátttöku Ís- lands í EES og Schengen og stöðu ríkja innan Evrópusambandsins. Þá standi til að stofna diplómanám á meistarastigi í smáríkjafræðum, með sérstaka áherslu á stöðu smá- ríkja í Evrópu. Ennfremur muni verðlaunaféð nýtast til að styrkja sérhæfingu í Evrópufræðum innan meistaranáms í alþjóðasamskiptum. Baldur Þórhallsson Fær titil Jean Monnet-prófessors

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.