Morgunblaðið - 12.02.2009, Side 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
BERGÞÓR Ólason,
fyrrverandi aðstoð-
armaður sam-
gönguráðherra,
býður sig fram til 2.
sætis í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðvest-
urkjördæmi.
Bergþór er
fæddur á Akranesi og búsettur þar,
en ólst upp í Borgarnesi. Hann hef-
ur m.a. starfað sem lögregluþjónn í
sumarafleysingum, hjá Heklu, Lýs-
ingu og Kaupþingi.
Bergþór Ólason
Bergþór Ólason
í 2. sæti
Samfylking og Vinstri hreyf-
ingin grænt framboð hafa komið
sér saman um að Alþingiskosn-
ingar fari fram laugardaginn 25.
apríl næstkomandi. Morgun-
blaðið mun daglega birta fréttir
sem tengjast framboðum, próf-
kjörum, kosningafundum o.fl.
Kosningar
2009
ÞURÍÐUR Back-
man alþing-
ismaður hefur
ákveðið að bjóða
sig fram í 2. sæti í
forvali Vinstri-
hreyfingarinnar –
græns framboðs í
Norðaust-
urkjördæmi vegna
alþingiskosning-
anna í vor. Í síðustu alþingiskosn-
ingum var Þuríður í 2. sæti. Þur-
íður hefur setið á þingi fyrir VG
frá árinu 1999, hún er núverandi
formaður heilbrigðisnefndar Al-
þingis sem og á hún sæti í félags-
og tryggingamálanefnd og
menntamálanefnd.
Þuríður í 2. sæti
forvals VG
Þuríður
Backman
ÓLAFUR Sveinn
Jóhannesson býður
sig fram í 1.-2. sæti
á lista Vinstri-
hreyfingarinnar –
græns framboðs í
Norðvest-
urkjördæmi fyrir
komandi kosn-
ingar. Hann er
fæddur 1979 og
uppalinn á Tálknafirði. Hann hef-
ur m.a. starfað í fiskvinnslu og
ferðaþjónustu og setur málefni
fjölskyldunnar á oddinn.
Ólafur Sveinn í 1.-2.
sæti Vinstri-grænna
Ólafur Sveinn
Jóhannesson
BJARKEY Gunn-
arsdóttir gefur
kost á sér í 2. sætið
í forvali Vinstri-
hreyfingarinnar –
græns framboðs í
Norðaust-
urkjördæmi fyrir
komandi alþing-
iskosningar 2009.
Bjarkey hefur ver-
ið virk í störfum VG lengi og á nú
sæti í stjórn flokksins. Hún situr
einnig í bæjarstjórn Fjallabyggðar.
Bjarkey í 2. sæti
forvals VG
Bjarkey
Gunnarsdóttir
Á FUNDI í kjördæmisráði Sjálf-
stæðisflokksins í Suðvesturkjör-
dæmi sem haldinn var sl. þriðjudag,
var samþykkt að viðhaft skuli próf-
kjör í Suðvesturkjördæmi vegna
uppröðunar á lista Sjálfstæð-
isflokksins fyrir alþingiskosning-
arnar 2009 og skuli prófkjörið fara
fram hinn 14. mars nk.
Prófkjör í Suð-
vesturkjördæmi
FRÉTTASKÝRING
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
MÖGULEIKAR Bjarna Bene-
diktssonar alþingismanns á því að
verða kjörinn formaður Sjálf-
stæðisflokksins á aðalfundi
flokksins í lok mars jukust svo
um munar í fyrradag þegar Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir lýsti
því yfir að hún hygðist bjóða sig
fram til áframhaldandi setu sem
varaformaður flokksins en ekki
til formanns.
Bjarni er sá eini sem hefur lýst
yfir framboði til formanns. Það
er þó ekki þar með sagt að
Bjarni verði kjörinn formaður og
á sama hátt er ekki heldur hægt
að slá því föstu að Þorgerður
Katrín verði kjörin varaformaður.
Enn er nægur tími fyrir aðra til
að tilkynna framboð til þessara
embætta og í raun er engin þörf
á að gera það fyrr en á lands-
fundi þar sem allir eru í kjöri.
Þorgerður Katrín var kjörin
varaformaður Sjálfstæðisflokks-
ins árið 2005 og það var ekki
nema eðlilegt að gera ráð fyrir
því að hún hefði hug á for-
mennsku. Það kom því mörgum á
óvart þegar hún lýsti því yfir að í
stað þess að taka þátt í kosninga-
baráttu um formannssætið vildi
hún frekar beina kröftum sínum
að innra starfi flokksins.
Mikill þrýstingur
Einn af stuðningsmönnum Þor-
gerðar Katrínar sem rætt var við
í gær sagði að töluvert hefði ver-
ið þrýst á hana að bjóða sig fram,
ekki síst af hálfu kvenna innan
flokksins en einnig af hálfu
flokksmanna sem tengja Bjarna,
með réttu eða röngu, við arm
innan flokksins sem ýmist er
kenndur við Davíð Oddsson og
Björn Bjarnason. Einn þessara
tilteknu stuðningsmanna bætti
jafnframt við að tenging Bjarna
við þennan arm væri ekki síst
vegna ætternis Bjarna, fremur en
vegna afstöðu hans til tiltekinna
málefna. Bjarni er sem kunnugt
er af Engeyjarættinni en ein-
staklingar af þeirri ætt hafa lengi
gegnt áhrifastöðum í stjórn-
málum og í efnahagslífinu.
Annar sjálfstæðismaður sem
þekkir vel til sagði að það ynni
með Bjarna að hafa ekki verið í
ríkisstjórn því rík krafa væri um
endurnýjun í forystusveitinni.
Ljóst má vera að Þorgerður
Katrín hefði getað orðið Bjarna erf-
iður andstæðingur. Hefði komið til
kosninga á milli þeirra hefði próf-
kjörsbaráttan í þeirra kjördæmi,
Suðvesturkjördæmi, getað orðið
eins konar forspil að formannskosn-
ingunni. Alls ekki er víst að Bjarni
hefði átt vísan sigur í prófkjörinu
en ósigur í því hefði dregið úr
möguleikum hans á sigri á lands-
fundi.
Stefna hátt í prófkjörum
Aðrir sem helst hafa verið nefnd-
ir sem hugsanlegir frambjóðendur
til formanns eru Guðlaugur Þór
Þórðarson og Kristján Þór Júl-
íusson.
Guðlaugur Þór hefur lýst því yfir
að hann sækist eftir 1. sæti í próf-
kjörinu í Reykjavík en tilkynnir um
hvort hann sækist eftir formanns-
embættinu eða ekki síðar.
Kristján Þór hefur heldur ekki
sagt hvort hann sækist eftir forystu
í flokknum. „Ég á eftir að fara í
prófkjör í mínu kjördæmi og þá
reynir fyrst á styrk manns,“ sagði
hann í samtali við Morgunblaðið í
gær. Þegar úrslitin í prófkjörinu
lægju fyrir myndi hann taka
ákvörðun um framboð til forystu-
starfa á landsfundi. Fengi hann
góðan stuðning yrði framboð miklu
líklegra.
Morgunblaðið/Kristinn
Formannsefni Möguleikar Bjarna Benediktssonar á formennsku í Sjálfstæðisflokknum virðast afar góðir. Enn er þó nægur tími til mótframboða.
Enn einn í formannsslag
Bjarni Benediktsson sá eini sem hefur lýst yfir framboði til formanns Sjálf-
stæðisflokksins Minni líkur á hörðum prófkjörsslag í Suðvesturkjördæmi
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mun sækjast eftir
1.-2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvest-
urkjördæmi þann 14. mars nk. Hún var í 1. sæti á lista
flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum en Bjarni
Benediktsson var í 2. sæti. „Það verður að líta til þess
að þetta kjördæmi er sérstakt því bæði frambjóðandi
til formanns og varaformanns eru þar,“ sagði hún. 2.
sæti listans væri einnig forystusæti.
Aðspurð hvers vegna hún hefði ákveðið að sækjast
ekki eftir formennsku, líkt og margir bjuggust við,
sagði Þorgerður Katrín að hún hefði ávallt sagt að
það skipti máli hvað hjartað segði þegar ákvarðanir
væru teknar í pólítik. „Og hjartað var ekki með mér í þessari ákvörðun.“
Hún hefði heldur aldrei litið svo á að embætti varaformanns væri e.k.
biðstofa fyrir embætti formanns. „Það er ekkert sjálfgefið í pólitík,“
bætti hún við.
Mun sækjast eftir 1.-2. sæti
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
NIÐURSVEIFLA efnahagslífsins
verður dýpri og lengri en fyrstu spár
á liðnu hausti gerðu ráð fyrir, sam-
kvæmt skýrslu hagdeildar ASÍ sem
Ólafur Darri Andrason deildarstjóri
kynnti í gær. Erfiðlega hefur gengið
að koma bankakerfinu í viðunandi
horf á ný og skapa tiltrú á efnahags-
lífið. Þá eru efnahagshorfur í útlönd-
um að versna.
Hagdeildin spáir því að næstu tvö
ár dragi mjög úr umsvifum í hagkerf-
inu og samdráttur í landsframleiðslu
verður verulegur. Landsframleiðslan
taki aftur að aukast á árinu 2011 og
líklega dragi ekki úr atvinnuleysi fyrr
en á síðari hluta ársins 2011.
Horfur eru á að atvinnuleysi nái há-
marki á öðrum ársfjórðungi 2009. Þá
gætu um 18 þúsund manns verið að
fullu án vinnu. Hagdeild ASÍ spáir því
að atvinnuleysi verði um 9% á þessu
ári og næsta ári en um 8% á árinu
2011. Miðað við bjartsýnar forsendur
gæti atvinnuástandið batnað heldur
fyrr.
Verðbólga mun ná hámarki á yf-
irstandandi ársfjórðungi. Síðan
hjaðnar hún hratt og verður komin
niður undir 3% í lok ársins. Hagdeild-
in spáir því að Seðlabankinn hefji
lækkun stýrivaxta á öðrum ársfjórð-
ungi þessa árs.
Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa
minnkað mikið og er ekki séð fyrir
endann á þeirri þróun. Einkaneysla
mun dragast saman um tæpan þriðj-
ung á þessu ári og um tæp 10% á
næsta ári.
Heildarfjárfesting í hagkerfinu
dróst saman um tæp 27% í fyrra. Gert
er ráð fyrir svipuðum samdrætti á
þessu ári. Hagdeild ASÍ gerir ráð fyr-
ir að fjárfestingar taki heldur við sér á
næsta ári og aukist þá um 17% og svo
um tæp 3% á árinu 2011. Í spánni er
gert ráð fyrir að framkvæmdir við
fyrsta áfanga álvers í Helguvík fari á
fullt upp úr miðju þessu ári og ljúki
um mitt ár 2011.
Lesa má skýrsluna á heimasíðu
ASÍ (www.asi.is).
Tvö mögur ár framundan
Mesta samdráttarskeið í sögu íslensks efnahagslífs á síðari árum er hafið. Ekki
tekur aftur að rofa til fyrr en 2011 að mati hagdeildar Alþýðusambands Íslands
Morgunblaðið/Golli
Horfur Ólafur Darri Andrason segir að verðbólga muni hjaðna hratt á árinu.
!""
4(&5"), .$+&', 5$/ 5+$$" /$
D D D D D D
#
!"#$
"$
!"$
? >
#"%$
#"!$
? >