Morgunblaðið - 12.02.2009, Qupperneq 19
Fréttir 19ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
MORGAN Tsvangirai, fyrrverandi forsetaefni
stjórnarandstöðunnar í Simbabve, tók í gær við
embætti forsætisráðherra í þjóðstjórn sem mynd-
uð verður með flokki Roberts Mugabe forseta.
Tsvangirai ávarpaði 10.000 stuðningsmenn sína
á íþróttaleikvangi í Harare eftir að hann sór emb-
ættiseiðinn og sagði að binda þyrfti enda á póli-
tíska ofbeldið í landinu.
„Stjórnin mun sjá til þess að
matvæli verði á boðstólum og á
viðráðanlegu verði. Enginn
Simbabvemaður mun nokkurn
tíma svelta aftur.“
Mugabe hefur verið einráður
í 29 ár og lagt efnahag landsins
í rúst. Rúmur helmingur lands-
manna er háður matvælaað-
stoð alþjóðlegra hjálparstofn-
ana og 94% eru án reglulegrar
atvinnu. Um 80% barna í landinu ganga ekki í
skóla og ríkissjúkrahúsum hefur verið lokað
vegna vangoldinna launa kennara, lækna og
hjúkrunarfræðinga. Á sama tíma hafa um 3.400
manns dáið úr kóleru og nær 70.000 smitast af
sjúkdómnum.
Margir andstæðinga Mugabe efast um að for-
setinn sé í raun og veru tilbúinn til að deila völd-
unum með Tsvangirai. Nýi forsætisráðherrann
féllst þó á að mynda þjóðstjórnina með flokki Mu-
gabe vegna þrýstings frá leiðtogum grannríkja,
m.a. í von um að geta bætt ástandið í landinu með
fjárstuðningi vestrænna ríkja. Sá hængur er hins
vegar á að Vesturlönd vilja ekki veita Simbabve
fjárhagsaðstoð fyrr en Mugabe sýni að hann vilji í
raun og veru koma á nauðsynlegum umbótum, en
flestir telja mjög ólíklegt að hann geri það.
Tsvangirai virðist því vera í hörmulegri sjálf-
heldu – og útlit er fyrir að Simbabvemenn haldi
áfram að svelta.
„Enginn mun svelta aftur“
Tsvangirai virðist í sjálf-
heldu í embætti forsætis-
ráðherra Simbabve
Morgan
Tsvangirai
YFIRVÖLD í Ástralíu grunar að
brennuvargar hafi kveikt nýja skóg-
arelda í Viktoríuríki. John Brumby,
forsætisráðherra Viktoríu, sagði í
gær að „lítill vafi“ léki á því að eldar
hefðu verið kveiktir af ásettu ráði í
ríkinu í fyrrinótt.
Lögreglustjóri Virginíu sagði að
auknar líkur væru á því að lögreglan
fyndi brennuvarg sem talið er að hafi
kveikt einn af eldunum sem geisuðu
á laugardag. Um 20 manns létu lífið í
þeim eldi.
Alls fórust a.m.k. 180 manns í
skógareldunum. bogi@mbl.is
Fleiri eldar
kveiktir?
Brennuvarga ákaft
leitað í Ástralíu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
EITT er ljóst eftir þingkosningarnar í Ísrael á
þriðjudag: Hægrimenn hafa styrkt talsvert stöðu
sína eins og spáð var og líklegt að Benjamin Net-
anyahu, harðlínumaður sem er andvígur sjálfstæðu
Palestínuríki, myndi næstu ríkisstjórn. En fátt
bendir til að vel gangi að mynda stjórn sem geti
tekið af festu á þeim viðfangsefnum sem blasa við.
Sumir fréttaskýrendur ganga svo langt að segja að
stjórnmálakerfið hafi beðið ósigur og spá því að
margar vikur líði uns málin skýrist.
Leiðtogar Palestínumanna harma niðurstöðuna,
segja að ísraelskir kjósendur hafi gert friðarsamn-
inga enn ólíklegri en áður. Öryggi ríkisins var
greinilega ofarlega í huga margra Ísraela sem hafa
misst trú á friðarumleitunum. Harðlínumenn, sem
vilja að gengið verði milli bols og höfuðs á Hamas á
Gaza, segja að þriggja vikna árásin blóðuga hafi
verið stöðvuð of snemma. Ljúka hefði átt verkinu.
Boðskapur þeirra, sem segja að þótt ísraelski her-
inn hafi yfirgefið Suður-Líbanon og Gaza hafi það
ekki gert Palestínumenn sáttfúsari, féll í frjóa jörð.
En talsmenn friðarsamninga benda á að Gaza
hafi verið haldið áfram í herkví og eftir sem áður sé
verið að efla byggðir landtökumanna á Vesturbakk-
anum. Þær aðgerðir túlka Palestínumenn sem
ákvörðun Ísraela um að láta bakkann aldrei af
hendi.
Enn er óljóst hver muni fara fyrir næstu rík-
isstjórn en flestir telja að það verði Benjamin Net-
anyahu, leiðtogi hægriflokksins Likud. Flokkurinn
tvöfaldaði fylgi sitt, fékk 27 sæti af alls 120 á
þinginu, Knesset. Enginn skyldi samt vanmeta
Tzipi Livni, utanríkisráðherra og leiðtoga miðju-
flokksins Kadima, sem vann óvæntan sigur og fékk
einu sæti fleiri en Likud. En heimildarmenn segja
að þótt úrslitin hafi verið vonbrigði fyrir Net-
anyahu (spáð var að Likud yrði stærsti flokkurinn)
sé hann líklegri en Livni til að ná að berja saman
meirihlutastjórn hægriflokka.
Þá yrði hann að vísu að tryggja sér stuðning
margra flokka en alls hafa hægrimenn 64 sæti af
120. Þá er að vísu ólíkindatólið Avigdor Lieberman
talinn til hægri, hann á kannski hvergi heima í póli-
tíska litrófinu. Verkamannaflokkur Ehuds Baraks
varnarmálaráðherra galt afhroð, hlaut aðeins 13
þingsæti. Þessi fornfrægi flokkur gæti verið að
hefja eyðimerkurgöngu.
Vandi Obama
Barack Obama Bandaríkjaforseti mun varla eiga
auðvelt með að miðla málum í Miðausturlöndum ef
hreinræktuð hægristjórn tekur við í Ísrael. Banda-
ríkjamenn vilja m.a. að Palestínumenn fái að stofna
eigið ríki á hernumdu svæðunum en Netanyahu
hefur miklar efasemdir um að það sé gerlegt. Erfitt
er að sjá fyrir sér að samskipti þessara ólíku manna
muni verða árangursrík. En eitt eiga þeir sameig-
inlegt: Þeir eru báðir jarðbundnir menn og líklegir
til að hnika til sumum grundvallarskoðunum sínum
ef þeir sannfærast um að það sé óhjákvæmilegt.
Dvínandi friðarlíkur
Herská öfl sigruðu í Ísrael og sterk samsteypustjórn virðist ekki vera í sjónmáli
meðan Livni og Netanyahu biðla til Liebermans og fleiri smáflokka
Reuters
Sigur! Ákaft fagnað í kosningamiðstöð Kadima
þegar útgönguspár birtust.
Hvernig stjórn er líklegust?
Ósennilegt er Likud gangi til
liðs við Kadima og Verka-
mannaflokkinn þótt sú stjórn
yrði að vísu öflug. Deilur um
stjórnarforystuna munu hindra
þá lausn. Þótt Tzipi Livni takist
að vinna hægri-pópúlistann
Avigdor Lieberman á sitt band
er nær útilokað að hún fái nógu
marga flokka í viðbót til að
styðja sig.
Mun Netanyahu hefja nýtt
stríð?
Hann var afar herskár gegn
Hamas í kosningabaráttunni. En
vafalaust hefur hann ekki þorað
annað af ótta við að ella myndu
margir hægrimenn kjósa flokk
Liebermans.
Hvaða áhrif mun kjör Obama
hafa?
Svigrúm Ísraela takmarkast
verulega af því hve lausan
Bandaríkjamenn gefa þeim
tauminn en þeir hafa samt sýnt
að þeir fara oft sínu fram, án
tillits til ráðamanna í Wash-
ington. Ljóst er að Obama mun
taka það óstinnt upp ef ný
stjórn Netanyahus grefur mark-
visst undan tilraunum Banda-
ríkjamanna til að finna frið-
samlega lausn á deilunum við
Palestínumenn.
S&S
STÚLKA í bráðabirgðabúðum fyrir flóttafólk við borg-
ina Goma í austurhluta lýðveldisins Austur-Kongó.
Hundruð þúsunda manna hafa hrakist frá heimilum sín-
um vegna átaka milli stjórnarhermanna frá A-Kongó og
Rúanda annars vegar og hins vegar uppreisnarmanna úr
röðum Hútúa. Hinir síðastnefndu eru nú sagðir hafa lát-
ið sig hverfa inn í frumskóginn og því ekki víst að mönn-
um takist að brjóta samtök þeirra endanlega á bak aftur.
Lítil stúlka á flótta
Reuters
MARGIR velta því nú fyrir sér
hvort vaxandi efnahagsstyrkur Kína
sé farinn að draga úr áhuga vest-
rænna ríkja á að gagnrýna ástand
mannréttinda í landinu og meðferð-
ina á Tíbet. Kreppan valdi því að
önnur mál en efnahagsmál þoki.
Sagt er á vefsíðu BBC að lítið hafi
verið minnst á mannréttindamál ný-
verið er Wen Jiabao, forsætisráð-
herra Kína, heimsótti Evrópu.
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu
þjóðanna er nú að gera skýrslu um
Kína. Er þar sagt að menn hafi
áhyggjur af ásökunum um að
stjórnvöld í Kína beiti pyntingum
og fjöldi andófsmanna hverfi spor-
laust.
Bretar hafa lengi notað hugtakið
„suzerainty“ til að lýsa stöðu Kín-
verja í Tíbet sem sagt er gefa í skyn
að voldugt ríki kúgi annað veikara.
Kínverjar segja Tíbet óaðskiljanleg-
an hluta Kína og hafa þrýst á Breta
um að breyta afstöðu sinni. Og í
skriflegri yfirlýsingu Davids Mili-
bands, utanríkisráðherra Bretlands,
í desember sagði hann Breta hafa
hætt að nota þetta „úrelta“ hugtak.
„Eins og öll önnur aðildarrríki
[Evrópusambandsins] og Bandarík-
in lítum við á Tíbet sem hluta Kín-
verska alþýðulýðveldisins“. kjon-
@mbl.is
Kínverjar
blíðkaðir?
Vesturveldin gagn-
rýna síður mann-
réttindabrot
EGGJANEYSLA hefur lítil áhrif á
magn kólesteróls, að sögn vísinda-
manna við Surrey-háskóla í Bret-
landi. Segja þeir að flestir geti borð-
að eins mörg egg og þeir vilji án þess
að skaða heilsuna, segir í BBC-frétt.
Bruce Griffin prófessor segir egg
meinholl, mettuð fita sé miklu vara-
samari en egg. Meint hætta af eggj-
um eigi rætur í úreltum vísindum.
Aukið kólesteról í blóði ýtir undir
hjartasjúkdóma en næringin stýrir
þriðjungi af framleiðslu efnisins í
líkamanum. Hreyfingarleysi, reyk-
ingar og offita hafa áhrif á magnið.
kjon@mbl.is
Hollt að
borða egg
San Juan. AP. | Í fréttum AP um lang-
sund Jennifer Figge fyrr í mánuð-
inum skýrði fréttastofan ranglega
frá því að konan hefði synt yfir Atl-
antshafið. Í ljós hefur komið að
Figge synti aðeins hluta leiðarinnar
sem er 3.380 kílómetrar. Hinn hlut-
ann hvíldi hún sig í báti sínum og
aðstoðarmanna sinna. Talsmaður
Figge segir að heildarvegalengdin,
sem hún synti, hafi ekki enn verið
reiknuð út en hann giskar á að hún
hafi aðeins synt um 400 km vegna
hættulegra aðstæðna, m.a. slæms
veðurs. bogi@mbl.is
Synti aðeins
400 km