Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
SÍÐAR í þessum mánuði eru
sex ár liðin frá því pólitík og bis-
ness gengu í vanheilagt bandalag í
því sem hefur orðið grimmasta og
ljótasta einelti Íslandssögunnar.
Allar götur síðan hefur eineltið og
svívirðingin stigmagnast. Rík-
isstjórn alþýðunnar tekur þátt í
lokaaðförinni. Forsætisráðherra
setti á dögunum upp gúmmí-
hanska og gaf út skotleyfi á þrjá
embættismenn; tveir þeirra hafa
það eitt til saka unnið að vinna við
hlið Davíðs Oddssonar. Skríllinn
stillir sér upp fyrir framan Seðla-
bankann þar sem trúbadorinn,
sem forðum var eineltur, eineltir
öskrandi landráð. Stöð 2 og DV
eltu seðlabankastjóra um götur
Reykjavíkur að Landspítalanum.
Stöð 2 upplýsti um heimili aldr-
aðrar móður Davíðs. Þetta er ljót-
ur leikur. Baugsblaðamenn hafa
enn og aftur orðið sér til skammar.
Framgangan nú jafnast á við
fjölmiðlastríðið 2004 þegar þeir
lögðu banana að Alþingishúsinu til
þess krefjast eignarhalds hús-
bónda síns yfir Baugsmiðlum – öll-
um tuttugu og sex.
Það eru sex ár síðan Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir flutti sína Borg-
arnesræðu og til varð bandalag
Samfylkingar og Baugs. Nokkrum
dögum síðar birti Fréttablaðið
slúður vestfirsks seiðkarls um að
Davíð Oddsson kynni að vera mað-
urinn á bak við innrás lögreglu í
Baug. Aldrei fullyrt, bara slúður.
Seiðkarlinn vann sér síðar til
frægðar að hóta að „taka mann
niður“. Dag eftir dag eftir dag hef-
ur DV birt svívirðingar í garð Dav-
íðs Oddssonar. Nú hefur aðförin
staðið yfir í sex ár. Hnífurinn hefur
ekki gengið milli Baugs og Sam-
fylkingar.
Jón Ásgeir Jóhannesson tók að
sér verkstjórn í nýrri ríkisstjórn
þegar hann gaf það út að annað
verk vinstristjórnar Jóhönnu yrði
að afturkalla hvalveiðar þó að 70%
þjóðarinnar væru þeim fylgjandi.
Við vitum viðbrögð sjávarútvegs-
ráðherra. Allir vissu hvert Jón Ás-
geir vildi að yrði fyrsta verk hinnar
nýju stjórnar; bola Davíð í burtu.
Jóhanna Sigurðardóttir lét það
verða sitt fyrsta verk undir kast-
ljósi fjölmiðla.
Þessa dagana verðum við vitni
að lokadögum þessa skelfilega
leiks – ljótasta eineltis Íslandssög-
unnar.
Hallur Hallsson
Af ljótasta einelti
Íslandssögunnar
Höfundur er blaðamaður.
Á SAMA tíma og
þjóðfélagið á í gríð-
arlegri sálarangist og
sér fátt annað en
vandamál og vesöld
efndu hagsmunafélög
málm- og vél-
tæknigreina til ráð-
stefnu þar sem farið
var yfir stöðu mála og
horfur til framtíðar. Jafnframt var
greint frá þeim möguleikum sem
blasa við í starfandi fyrirtækjum
starfsgreinarinnar. Sjö þeirra fóru í
máli og myndum yfir hvað þau eru
að framleiða og selja á innanlands-
og alþjóðamarkaði. Þar kenndi svo
margra grasa að ráðstefnugestir
urðu opinmynntir og undrandi.
Hönnun og framleiðsla véla fyrir
matvælavinnslu, smíði flókinna og
mikilvirkra tækja fyrir áliðnað um
veröld víða, málmsteypur sem
hanna og framleiða eftirsótta íhluti,
áralangir viðgerðar- og viðhalds-
samningar við stóriðju, uppbygg-
ing, smíði og viðhald kælitækja hér-
lendis og erlendis, þjónusta við skip
og önnur atvinnutæki landsmanna,
uppbygging virkjana og stóriðju og
almenn málm- og fínsmíði sem
nálgast listgrein – allt eru þetta við-
fangsefni sem sagt var frá og eru á
miklu skriði í fyrirtækjunum í dag
og hugur í mönnum að sækja enn
frekar á alþjóðamarkað.
Hornsteinn
Löngum hefur verið rætt um að
fjölga þurfi fyrirtækjum til þess að
auka framleiðslu eftirsóttrar vöru
til útflutnings. Sést þá fólki gjarnan
yfir að starfandi fyrirtæki eru stút-
full af frábærum hugmyndum og
hafa náð miklum árangri á al-
þjóðamörkuðum og hyggja á enn
frekari landvinninga. Þau eru ekki
á byrjunarreit, þau eru þegar á
fullri ferð og er ekkert að vanbún-
aði. Auðvitað þarf margt að laga í
starfsumhverfinu til þess að starf-
andi fyrirtæki í greininni nái því
flugi sem þau hafa alla
burði til að ná. Gott og
vel menntað starfsfólk
þeirra mun bæta sig
enn meira í tækni-
legum efnum á næstu
árum. Fyrirtækin eru
opin fyrir nýrri tækni,
hafa vilja til að bæta
rekstur sinn og að-
stöðu alla fyrir starfs-
menn og greiða þeim
bestu laun. Nú höfum
við greiðan aðgang að
mörkuðum sem eru tilbúnir að
borga vel fyrir góða vöru sem ekki
hefur verið greidd niður af skatt-
greiðendum heldur stenst sam-
keppni án slíkrar ölmusu. Þegar sú
stund rennur upp að íslenska þjóðin
eignast fjármálastofnanir sem hafa
dregið lærdóm af mistökum sínum
og veita fyrirtækjum og ein-
staklingum eðlilega og nauðsynlega
þjónustu – þá er þess að vænta að
málm- og véltækniiðnaðurinn muni
verða einn af hornsteinum í at-
vinnulífi landsmanna.
Sameiginlegt verkefni
Framtíðin hlýtur að byggjast að
verulegu leyti á því að efla þau fyr-
irtæki sem skapa mestu verðmætin
þar sem tækni og þekking ásamt
faglegri færni fæða af sér dýrmæta
og eftirsóknarverða vöru og þjón-
ustu. Allar þjóðir í veröldinni sem
bjóða þegnum sínum bestu lífs-
kjörin eiga það sameiginlegt að búa
yfir öflugum málm- og véltækniiðn-
aði. Á því eru engar undantekn-
ingar. Þess vegna munu fyrirtæki í
þessari grein og starfsmenn þeirra
standa fast saman um að efla hana
og nýta alla þá fjölbreyttu mögu-
leika sem framundan eru.
Bjart er yfir
málminum
Ingólfur Sverrisson
segir bjartari tíma
fraamundan í
málmiðnaðinum
Ingólfur Sverrisson
» Þar kenndi svo
margra grasa að
ráðstefnugestir urðu op-
inmynntir og undrandi.
Höfundur er forstöðumaður málm- og
véltæknisviðs Samtaka iðnaðarins.
RÁÐSTEFNA OG VERÐLAUNAAFHENDING
í Salnum, Kópavogi föstudaginn 13. febrúar 2009, kl. 13:30-16:30
ÍSLENSKI ÞEKKINGARDAGURINN
NÝSKÖPUN
TÆKIFÆRI Á NÝJUM TÍMUM
RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN!
DAGSKRÁ
Skráning fer fram á vef FVH, www.fvh.is e›a í síma 551 1317.
Ver› 7.950 fyrir félaga FVH og 14.900 fyrir a›ra.
Innifali›: Rá›stefnugögn og léttar veitingar.
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efnir
til ráðstefnunnar og verðlaunaafhendingarinnar
Íslenska þekkingardagsins föstudaginn 13. febrúar
2009 í Salnum, Kópavogi. Þemað að þessu sinni
er „Tækifæri á nýjum tímum – Nýsköpun!“
Þrjú fyrirtæki eru tilnefnd til Íslensku Þekkingar-
verðlaunanna 2009:
ÖSSUR, MAREL OG CCP
Ö
ss
ur
Sk
ar
ph
éð
in
ss
o
n
K
ri
st
ín
In
gó
lf
sd
ó
tt
ir
Ey
þ
ó
r
Ív
ar
Jó
n
ss
o
n
G
u
ð
jó
n
M
ár
G
u
ð
jó
n
ss
o
n
Be
rg
lin
d
Á
sg
ei
rs
d
ó
tt
ir
H
ö
rð
ur
A
rn
ar
so
n
A
ð
al
st
ei
nn
Le
if
ss
o
n
Styrktara›ilar Íslenska Þekkingardagsins:
13:00 Afhending ráðstefnugagna
13:30 Setning ráðstefnu
Auður Björk Guðmundsdóttir, formaður FVH
13:40 Ávarp utanríkis- og iðnaðarráðherra
Össur Skarphéðinsson
13:50 FRÆ TIL FRAMTÍÐAR – MENNTUN, VÍSINDI, NÝSKÖPUN
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
14:10 ÞEKKINGARÞRÓUN SPROTAFYRIRTÆKJA
Eyþór Ívar Jónsson, dósent við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn
og framkvæmdastjóri Klaks
14:30 THINK-INNOVATE-EXECUTE
Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Industria
14:50 Kaffihlé
15:20 TÆKIFÆRI TIL SAMSTARFS VIÐ AÐRAR ÞJÓÐIR Á SVIÐI
HEILBRIGÐIS- OG LYFJAMÁLA
Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins
15:40 RETURN ON INNOVATION
Hörður Arnarson, forstjóri Marel Food Systems
16:00 Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir þekkingar-
verðlaun FVH og kynnir val á viðskiptafræðingi/hagfræðingi
ársins 2008
16:30 Ráðstefnuslit
Léttar veitingar í lok ráðstefnu
ásamt léttri jazzblússveiflu
Friends forever.
Rá›stefna FVH gefur 2 einingar hjá
Endurmenntunarnefnd FLE.
Rá›stefnustjóri er Aðalsteinn Leifsson,
forstöðumaður MBA í Háskólanum í Reykjavík.
SKRÁÐU ÞIG STRAX!
Mynd: Viðskiptablaðið/Birgir Ísleifur Gunnarsson