Morgunblaðið - 12.02.2009, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 12.02.2009, Qupperneq 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 ✝ Elías Magnússonfæddist 31. júlí 1922 á Bolungarvík. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans við Hringbraut 5. febrúar sl. Hann var sonur hjónanna Kristínar Guðríðar Jónsdóttur húsfreyju og Magn- úsar Helgasonar sjó- manns. Systkini hans voru: Guðmundur, Ólöf, Elín, Helga og Jón en þau eru öll lát- in. Elías kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Sigþóru Jónsdóttur, f. 22.6. 1922, hinn 30. janúar 1977 en arvík þar sem faðir hans stundaði sjómennsku. Þegar Elías var að- eins ársgamall fórst faðir hans á sjó. Systkinin voru því send í vist á bæina í nágrenninu og fór Elías í vist að Bæjum á Snæfjallaströnd. Sautján ára gamall flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann gerðist vinnumaður hjá Thor Jensen á Korpúlfsstöðum. Eftir að Elías lauk bílprófi réð hann sig sem bíl- stjóri í vörudreifingu hjá Ora. Árið 1953 hóf hann störf hjá Slát- urfélagi Suðurlands og starfaði Elías þar til 70 ára aldurs. Hjá Slát- urfélaginu var hann í fyrstu bif- reiðastjóri á útkeyrslubílum fé- lagsins en á seinni árum rak hann erindi fyrir skrifstofu félagsins ásamt því að vera einkabílstjóri forstjóra félagsins. Útför Elíasar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 12. febrúar, kl. 13. þau hófu sambúð árið 1943. Dóttir þeirra er Guðný Elín, f. 19.10. 1945, synir hennar og Magnúsar Helgason- ar Arndal, f. 20.12. 1944, eru 1) Elías Guðmundur Magn- ússon, f. 4.5. 1964, kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur, f. 14.6. 1963, og eiga þau tvær dætur, Elínu Þóru og Unni Björk. 2) Einar Þór Magn- ússon, f. 23.6. 1968, hann er kvæntur Elínu Haralds- dóttur, f. 3.8. 1969, þau eiga þrjú börn, Rut, Orra og Evu. Fjölskylda Elíasar bjó í Bolung- Mikill öðlingsmaður hefur nú kvatt okkur. Ég kynntist Ella haustið 1988 er ég og alnafni hans hófum samband okkar. Maður minnist Ella sem hægláts manns, sem alltaf var mjög viðmótsþýður og léttur í lund. Hann átti afskaplega gott með að kynnast fólki og gat spjallað við hvern sem var og nálgaðist hann alla sem jafn- inga. Alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa öðrum og var virkilega greiðagóður. Nær allan sinn starfs- aldur starfaði hann sem bílstjóri og sér maður hann fyrir sér þar sem hann er að bóna eða þrífa bílinn sinn. Maður skildi ekki alltaf hvern- ig hann gat verið að þvo og bóna al- gjörlega hreinan bíl, en þannig var hann. Hann hugsaði einstaklega vel um allt sem honum var kært og hlúði vel að því, hvort heldur sem það voru bílarnir eða fjölskyldan. Heiðarleiki og tryggð eru þau orð sem lýsa honum best. Ég mundi segja að Elli hafi verið mikill gæfumaður. Hann átti ein- staka eiginkonu, hana Þóru, og saman eignuðust þau eina dóttur, Ellý. Ellý hefur alla tíð búið með foreldrum sínum og þegar gullmol- arnir hennar, Elli og Einar, komu til sögunnar þjappaðist litla fjöl- skyldan saman og hefur hún staðið þétt saman alla tíð. Síðastliðið sumar er mér og fjöl- skyldu minni einstaklega eftir- minnilegt. Við ákváðum að eyða sumarfríinu í Danmörku og komu Elli, Þóra og Ellý ásamt móður minni með í þessa ferð. Þetta varð algjörlega ógleymanlegt frí þar sem Elli og Þóra voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð og erum við ákaflega þakklát fyrir að hafa feng- ið að upplifa það með þeim. Það er mér mikill heiður og ég álít mig heppna manneskju að hafa fengið að kynnast Elíasi Magnús- syni. Við munum sakna þess að sjá ekki afa sitja í stólnum sínum, bjóða okkur velkomin og spyrja frétta af okkar nánustu. Saman munum við styðja hvert annað í gegnum þessa raun og standa sterkari eftir. Ég kveð Ella með djúpu þakklæti fyrir vináttu og góðar samveru- stundir. Ragnheiður Jónsdóttir. Nú er hann afi minn dáinn, hann átti í raun langt og gott líf og ég held að hann geti kvatt þessa jarð- vist mjög sáttur. Við eigum öll eftir að sakna hans mjög mikið. Hann var alla tíð mjög vinnusamur og samviskusamur og hvers manns hugljúfi. Það má segja að bílprófið og meiraprófið hafi markað ævi hans, þar sem hann lagði akstur fyrir sig og starfaði á því sviði nær alla sína starfsævi. Ég naut þeirra forréttinda að búa hjá afa, ömmu og mömmu fyrstu 32 ár ævi minnar. Á þeim tíma fékk ég að njóta samveru við hann afa minn sem var góður, umburðarlyndur og þolinmóður maður. Afi var húsbóndi á sínu heimili, fréttatímar voru heil- ög stund þar sem allir höfðu hægt um sig á meðan afi horfði eða hlust- aði á fréttir. En hann var mikill áhugamaður um þjóðmálin og vildi fylgjast með hvað væri að gerast. Afi var mjög duglegur að taka mig með þegar hann skaust austur fyrir fjall, en þá keyrðum við Suðurlandið þvert og endilangt til að sinna er- indum fyrir Sláturfélagið. Það var mikil upphefð að fara í þessa bíltúra með afa og fá að vinna fyrir Slát- urfélagið. Þá sagði afi mér frá því hver byggi hvar og hvað hann hefði sér til frægðar unnið, einnig spjöll- uðum við mikið um bíla. Afi var al- veg með það á hreinu að rússneskir bílar væru með öllu ómögulegir, mesta skynsemin væri að eiga am- eríska bíla, þeir væru ekki vélar- vana eins og þeir rússnesku. Afi var mikið snyrtimenni og þá sérstak- lega í öllu sem viðkom bílum, þeir urðu alltaf að vera skínandi hreinir. Hann eyddi löngum stundum í það að hreinsa bílana sem hann hafði í sinni umsjón og fannst honum mikil synd þegar fólk gekk illa um bílana sína. Þegar við fórum í ferðalög inn- anlands mátti hann ekki sjá þvotta- stöð nema að renna aðeins af bíln- um svo að hann væri nú alveg hreinn áður en lagt yrði í næsta áfanga sem var oftar en ekki blaut- ur malarvegur. Afi minn var mjög varkár maður í peningamálum og hafði þá stefnu í lífinu að eiga fyrir öllu sem hann keypti sér. Þegar kom að stærri fjárfestingum í fjölskyldunni var alltaf það fyrsta sem afi minn spurði: „Hvar ætlar þú að fá pening fyrir þessu væna mín.“ Nú síðustu árin hafa barnabarna- börnin verið tíðir gestir í Stang- arholtinu og fengið að njóta sam- vista við hann. Öllum þótti þeim vænt um hann en Evu þó sérstak- lega en hún byrjaði alltaf á því þeg- ar í Stangarholtið var komið að kíkja á hann „afa“ í stólnum sínum og heilsa upp á hann. Hún passaði líka alltaf upp á „afa“, að hann væri með í því sem var í gangi á heim- ilinu á hverjum tíma og hann var alltaf kvaddur með kossi og faðm- lagi. Það verður skrítið að koma í Stangarholtið á næstunni, þegar afi verður ekki á staðnum til að spyrja frétta og kanna hvort að ekki séu allir við góða heilsu. En við vitum það að hann er kominn á góðan stað þar sem honum líður vel og að hann mun vaka yfir okkur og passa um ókomna tíð. Megi guð vera með ömmu og mömmu og styrkja þær. Takk fyrir allt afi minn. Það hefur verið ómetanlegt að fá að njóta ást- ar þinnar og umhyggju. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Einar Þór Magnússon. Í dag er verið að kveðja hann afa minn og nafna, sem hefur verið stór hluti af lífi mínu. Hann er sá maður sem ég hef ávallt getað leitað til allt frá því að ég fyrst man eftir mér. Samband okkar nafnanna hefur alltaf verið náið, enda bjó ég hjá afa og ömmu þar til ég fluttist að heim- an. Þegar ég hugsa til baka um hann afa, þá kom hann mér fyrir sjónir sem mjög traustur, hæglátur maður, sem vann sína vinnu af mik- illi alúð og samviskusemi. Hann var afskaplega bóngóður og alltaf tilbú- inn að leggja mönnum lið. Hann vildi að hlutirnir gengju hratt og vel fyrir sig og sagði gjarn- an „á morgun segir sá lati“. Hann starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands í 40 ár og var Sláturfélagsmaður í húð og hár. Hjá Sláturfélaginu byrj- aði hann sem bifreiðastjóri á út- keyrslubílum en á seinni árum rak hann erindi fyrir skrifstofu félags- ins ásamt því að vera einkabílstjóri forstjóra. Eitt af verkefnum hans fyrir hver jól var að keyra út jóla- gjafir. Þetta verkefni þótti mér sér- staklega áhugavert á yngri árum, þar sem ég fékk oft að fara með. Verksvið mitt var að hlaupa með pakkana. Afi naut þeirra forréttinda í starfi sínu hjá Sláturfélaginu að aka um á góðum bílum. Hann lagði mikið upp úr því að bílarnir, sem hann sá um, væru allt- af stífbónaðir og í topplagi. Þegar flutt var í Stangarholtið fékk hann bílskúr til að bóna bílana í en áður hafði hann verið við þá iðju sína úti á götu í Stórholtinu. Hann kom sér því upp góðri aðstöðu til að þrífa bíla, sem kom sér vel þegar mann vantaði pening á menntaskólaárun- um. Eftir að þeim árum lauk fóru þrif á bílum þverrandi hjá mér og ofbauð honum stundum svo óþrifn- aðurinn, að hann strauk aðeins af bílnum mínum meðan ég skrapp í heimsókn. Hann kallaði það að strjúka aðeins af rúðunum svo ég sæi eitthvað út en skv. mínum skiln- ingi voru það alþrif. Afi hefur alltaf mjög duglegur að hreyfa sig og var ætíð mjög vel á sig kominn lík- amlega. Hann og Jói lögfræðingur, sem nú er látinn, fóru saman um hverja helgi að ganga á hitaveit- ustokkunum upp við Úlfarsfell. Í nokkur skipti fór maður með þeim félögum og var ekki svikinn af. Ekki er hægt að ljúka þessum fáu orðum, án þess að minnast á það að afi hafði mikið yndi af ferðalögum, en það voru eingöngu ferðalög inn- anlands og yfirleitt bara á Vestfirð- ina, enda var hann mikill Vestfirð- ingur. Alltaf passaði hann sig á því að eiga eitthvað eftir af sumarfríinu sínu svo að hann kæmist vestur í ber. Það var fyrst síðasta sumar sem hægt var að ljá máls á því að fá afa til að ferðast til útlanda. Hann fór því í fyrsta skipti til útlanda 86 ára gamall og var farið til Kaupmanna- hafnar. Þessi ferð er með öllu ógleymanleg og tókst í alla staði frábærlega. Það að ná því að koma gamla manninum úr landi, þó ekki væri nema í um eina viku, taldi ég óhugsandi með öllu. En þessi merki áfangi náðist, sem í dag er ómet- anlegur öllum þeim sem í ferðinni voru. Með þessum minningabrotum kveð ég afa, með kæru þakklæti, og veit með fullri vissu að hann mun ávallt vaka yfir mér og fjölskyld- unni allri. Elías Magnússon yngri. Meira: mbl.is/minningar Elías Magnússon ✝ Stefán Gunn-laugur Eðvalds- son fæddist í Reykjavík 24. októ- ber 1927. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 3. febrúar síðastlið- inn. Stefán var sonur hjónanna Eðvalds Einars Stef- ánssonar skipa- smiðs, f. 6.7. 1887, d. 2.10. 1971 og Ingibjargar Sigríð- ar Andrésdóttur f. 25.7. 1893, d. 15.9. 1955. Systur Stefáns eru Hólm- fríður Andrea, f. 9.10. 1926, d. 14.10. 1932, Katrín, f. 2.1. 1929 og Ragn- hildur Rósa, f. 2.1. 1929. Stefán kvæntist Guðrúnu V. Ragn- arsdóttur, f. 17.5. 1942. Foreldrar hennar voru Ragnar Olsen, f. 6.12. 1916, d. 13.9. 1981 og Þuríður Rósa Vigfúsdóttir, f. 19.8. 1917, d. 3.8. 1971. Börn þeirra eru: 1) Þuríður Ragna Stefánsdóttir, f. 1.6. 1963, gift Brynjólfi Sigurjónssyni, f. 18.8. 1970, börn þeirra eru Eyþór, f. 12.11. 1999 og Bjarki, f. 15.4.2001. 2) 6.3. 1961, dóttir hans er Lára An- gele, f. 18.4. 1999. Stefán Gunnlaugur ólst upp í Reykjavík, nánar tiltekið í vest- urbæ Reykjavíkur. Að loknu grunnskólaprófi innritaðist hann í Iðnskólann þaðan sem hann lauk prófi sem skipasmiður 1948. Hann byrjaði ungur að vinna með föður sínum í Landssmiðjunni og tók þar verklega þjálfun í skipasmíðinni. Stefán starfaði einnig við Slippinn í Reykjavík og við húsgagnagerð sem og við byggingu húsa. Lengst starfaði Stefán hjá Áhaldahúsi Reykjavíkur eða frá 1968 og þar til hann hætti að vinna rúmlega sjö- tugur að aldri. Stefán átti þátt í byggingu margra kunnra húsa eins og Bústaðakirkju, Háteigskirkju og við endurbyggingu Viðeyjarstofu og gamla Miðbæjarskólans. Stefán er að öllum líkindum síðasti skipa- smiðurinn á Íslandi sem lærði upp á gamla mátann. Hann hafði mikinn áhuga á alls kyns tréskipum og meðal annars tók hann að sér bygg- ingu víkingaskipsins sem staðsett er í Fjölskyldu- og húsdýragarð- inum. Síðari ár sá hann einnig al- farið um viðhald á því skipi meðan heilsan leyfði. Stefán og Guðrún byggðu raðhús á Seljabraut þar sem þau bjuggu frá 1979 til 2006 þegar þau keyptu sér íbúð í Sóltúni. Útför Stefáns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Sigrún Björk Stef- ánsdóttir, f. 28.6. 1964, var gift Dean Turner, f. 8.4. 1964, börn þeirra eru Kristófer Kevin, f. 12.4. 1986 og Stefán John, f. 6.2. 1991. 3) Eð- vald Stefánsson, f. 30.10. 1968, d. 2.11. 1968. 4) Eðvald Einar Stef- ánsson, f. 29.10. 1973, kvæntur Hildi Guðrúnu Hauksdóttur, f. 29.9. 1973, börn þeirra: Einar Stefán, f. 8.9. 2006 og eitt væntanlegt í lok febrúar, fyrir á Hildur Guðrún son- inn Hauk, f. 24.5. 1994. 5) Katrín Rósa Stefánsdóttir, f. 10.7. 1977, sambýlismaður Stephen D. Smith, f. 5.7. 1959, barn þeirra: Vincent Máni 2.9. 2007. Áður en Stefán kvæntist Guðrúnu átti hann fyrir tvo syni, þeir eru: 1) Magnús Kristinn Stef- ánsson Halldórsson, f. 9.8. 1960, kona hans er Þóra Laufey Péturs- dóttir, f. 7.4. 1963, þau eru búsett í Þrándheimi í Noregi. Börn þeirra eru Laufey, f. 22.11. 1987, Að- alheiður, f. 24.9. 1989 og Ágústa, f. 18.6. 1996. 2) Stefán Stefánsson, f. Elsku pabbi, þegar ég sit og rita niður minningarorð um þig eru margar minningar sem vakna. Ég minnist þess hve stríðinn þú gast verið og húmorsins sem var sjaldan fjarri. Þegar einhver kom í heim- sókn og þú ætlaðir að heilsa renndir þú gjarnan hendinni yfir hárið, rétt eins og þú værir að greiða þér. Það vakti oft kátínu og við börnin og svo síðar barnabörnin höfum tekið upp þennan sið við hin ýmsu tækifæri. Barnabörnin voru þér alltaf kær og þegar veikindin voru farin að hrjá þig sem mest sá ég alltaf bros- ið í augunum á þér þegar barna- börnin komu í heimsókn til þín. Brosið í augunum var alltaf hrein- skilið og stundum hafðir þú svo mikið að segja en einhvern veginn þá voru orðin týnd. Þannig voru síð- ustu árin og nú hefur þú fengið hvíld og orðin eru komin aftur. En þú áttir langa og góða ævi, fyrir það má vera þakklátur. Þegar við börn- in og mamma sátum yfir þér á Sól- túni rifjuðum við upp gamla tíma og sögur af þér. Ég man að ég brosti til þín þegar við rifjuðum upp það atvik í vinnunni þinni þegar þú skaust nagla í gegnum einn fing- urinn. Ég var svo heppinn að fá að vinna um tíma á sama stað og þú og þegar ég kem í kaffi á þessum degi kemur verkstjórinn til mín mjög al- varlegur á svipinn og segir að þú hafir neglt í gegnum fingurinn og farið með sjúkrabíl á spítala. Sjálf- um fannst þér þetta vera smámál og þú sagðir mér á leiðinni heim eitt sinn að læknarnir hefðu verið frek- ar smeykir við að taka naglann úr og því hefðir þú sjálfur þurft að taka hann úr fingrinum. Síðar kall- aðir þú þig eina smiðinn sem hefði verið naglhreinsaður. Þannig varstu, þú varst ekki að gera mikið úr hlutunum og gast gert góðlátlegt grín að öllu. Þú varst alltaf mjög stoltur af vinnunni þinni enda varstu alltaf mjög nákvæmur í allri þinni smíða- vinnu. Ég man þegar þú fékkst það verkefni að smíða víkingaskipið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þú skoðaðir vandlega teikningar af gömlum víkingaskipum áður en þú hófst handa og þú lagðir allt þitt í að vel tækist til með verkið. Þú gerðir alltaf þitt besta og stundum mun meira en það. Nú þegar ég fer í garðinn með syni mínum, barna- barni þínu, förum við alltaf að skip- inu og ég segi við hann með stolti „Sjáðu Einar Stefán, þetta skip smíðaði afi þinn.“ Já, pabbi, þú varst alveg einstak- lega handlaginn, stundum vildi ég að ég hefði þann eiginleika frá þér en mér var ætlað að feta aðrar brautir. Þú gerðir þó alltaf þitt besta til að kenna mér réttu hand- tökin og ég á eftir að búa að því alla ævi, þrátt fyrir mína tíu þumal- putta. Það er nefnilega eitt sem þú kenndir mér fremur öðru, það er að vera þolinmóður og að vera stoltur af verki sínu. Þú varst alltaf stoltur af þínu verki. Þau eru mörg augna- blikin sem hægt er að minnast og það er gott að hafa átt þau með þér. Ég hlakka til að setjast niður með börnunum mínum og segja þeim sögur af afa sínum. Afa sem var fyrsti smiðurinn til að verða nagl- hreinsaður. Minning þín lifir áfram með þess- um sögum sem eru ótal margar og skemmtilegar. Hvíl í friði, pabbi. Kveðja, þinn sonur. Eðvald Einar. Kæri Stefán bróðir okkar. Sólbrúnir vangar, silfurgrátt hár, sálin geislandi af hlýju. Þannig ég minnist þín ókomin ár, þar til við hittumst að nýju. (Höf. ók.) Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Katrín og Rósa Eðvaldsdætur. Stefán Gunnlaugur Eðvaldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.