Morgunblaðið - 12.02.2009, Qupperneq 31
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
✝ Jóhanna MargrétBjörgólfsdóttir
fæddist á Breiðumýri
í Vopnafirði 8. júlí
1923.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Grund
miðvikudaginn 4.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru María Haralds-
dóttir, f. 8.9. 1896, d.
18.2. 1989, og Björg-
ólfur Kristjánsson, f.
27.5. 1890. Systkini
Jóhönnu voru: 1) Ólöf,
f. 1919, 2) Elín Björg, f. 1920, 3)
Hulda Þuríður, f. 1926, 4) Haraldur,
f. 1930, öll látin.
Eiginmaður Jó-
hönnu var Filippus
Filippusson, fæddur í
Hvammi í Mjóafirði
22.12. 1897, d. 9.9.
1966.
Börn þeirra: Hulda,
f. 8.2. 1942, Ingirós, f.
22.9. 1943, Sveinn, f.
28.5. 1947, María
Björg, f. 15.11. 1954,
Nanna Björk, f. 4.3.
1959, d. 28.6. 2002,
Jóhann Filippus, f.
12.3. 1961.
Útför Jóhönnu fer fram í kapell-
unni í Fossvogi í dag kl. 13.
Elsku mamma.
Nú ertu flutt frá þessu veikinda-
stríði og komin á annað tilverustig.
Og líður örugglega vel, búin að hitta
allt skyldfólk og kunningja, stór er sá
hópur og ég veit að vel er tekið á móti
þér, það eru svo margir farnir á und-
an þér og sumir löngu farnir og allt er
nú betra hjá þér, ég er viss um það.
Hjartans þakkir fyrir allt.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín dóttir,
Hulda Filippusdóttir.
Elsku mamma, þá er þinni lífs-
göngu lokið á þessari jörð, lífsgöngu
sem allt of oft hefur verið þyrnum
stráð. Þitt aðalsmerki var ofurdugn-
aður, harka og þrautseigja sem var
aðdáunarverð, aldrei að gefast upp.
Ég samgleðst þér að vera laus úr
þeim veikindafjötrum sem lagðir
voru á þig síðasta árið sem þú lifðir.
Það átti sannarlega ekki við þig að
verða ósjálfbjarga og öðrum háð,
samræmdist afar illa dugnaði þínum
og sjálfsbjargarviðleitni í lífinu.
Elsku mamma, þakka þér fyrir að
hafa gefið mér lífið, hafa fætt mig og
alið upp, stutt mig þar til ég gat stað-
ið á eigin fótum, og hafa valið mér
nafnið mitt sem ég er svo stolt af.
Þakka þér fyrir allt sem þú hefur
kennt mér og ég nýti mér á minn
hátt.
Síðasta árið þitt bundumst við
órjúfanlegum böndum, þakka þér
fyrir það. Tómarúm fyllir sál mína
sem ég mun læra að takast á við.
Elsku mamma, ég samgleðst þér
að vera laus úr viðjum veikinda og
óska þér góðrar ferðar til nýrra
heimkynna, hvíl í friði hetjan mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín dóttir,
María Björg.
Elsku amma.
Þegar við hugsum til þín þá sjáum
við þig fyrir okkur í glugganum í
Sörlaskjólinu. Gardínunni er lyft
og andlitið birtist. Þú átt von á
heimsókn. Kveðjur og faðmlög í
litla þrönga anddyrinu. Mynd af hús-
inu í Neskaupstað, dyr að herberg-
inu hans Guðjóns frænda sem við
krakkarnir bárum óttablandna virð-
ingu fyrir.
Alltaf beiðst þú með ýmislegt
gómsætt á borðinu, jólaköku, klein-
ur, lummur og alltaf mjólk. Ekki
hafði maður alltaf mikla þolinmæði í
langt spjall, ruggustóllinn, púslin og
allar myndirnar þínar voru mun
meira spennandi fyrir litlar sálir.
Þú komst líka ófáar ferðirnar til
Hafnarfjarðar, alltaf með strætó.
Komst þá færandi hendi með lumm-
ur og annað góðgæti. Alltaf á ferð-
inni, Skerjafjörðurinn genginn fram
og til baka.
Núna ertu búin að fá frið og hvíld.
Lífið var langt með gleði- og sorg-
arstundum. En eftir sitja afrekin þín,
tugir barna, ömmu- og langömmu-
barna.
Frelsarinn góði, ljós mitt og líf,
lífsins í stormum vertu mér hlíf,
láttu þitt auglit lýsa yfir mig,
láttu mig aldrei skiljast við þig.
Gjörðu mig fúsan, frelsari minn,
fúsari að ganga krossferil þinn,
fúsari að vinna verk fyrir þig.
Vinurinn eini, bænheyrðu mig.
(Bjarni Jónsson)
Lára Halla og Guðjón Teitur.
Jóhanna Margrét
Björgólfsdóttir
✝ Þorsteinn Björg-vin Júlíusson
fæddist á Arnareyri í
Hvalvatnsfirði í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu 9.
október 1926. Hann
lést á Hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri 3. febrúar
2009.
Foreldrar hans
voru Júlíus Stef-
ánsson, einnig f. á
Arnareyri 18.12.
1903, og kona hans
Lovísa Sigurgeirs-
dóttir, f. í Flatey á Skjálfanda 18.4.
1905. Systkini Þorsteins voru: Þor-
steinn, f. 1925, lést á fyrsta ári, Sig-
urgeir Stefán, f. 1929, býr í Hrísey,
Axel Jóhann, f. 1930, d. 2005, Hall-
dóra Guðbjörg, f. 1931, býr í Garða-
bæ, Ester Unnur, f. 1934, býr á Dal-
vík, Hafdís Gunnur, f. 1936, býr í
Magnús Jón, f. 1985. Börn þeirra
Aðalsteinn Óli og drengur óskírð-
ur, búa á Akureyri. Þorsteinn
Björgvin, f. 1985, og Jóhann Pétur,
f. 1990. Sonur Þorsteins og Sigríð-
ar Láru er Árni, f. 1969, kona hans
er Violetta Heiðbrá Hauksdóttir,
búa í Borgarfirði. Barn þeirra
Heiðbrá Lilja, f. 2007. Úr fyrri
sambúð á Árni þrjú börn, Skúla
Guðbjörn, f. 1993, Björgvin Má, f.
1996, og Sigríði Láru, f. 1998, móð-
ir þeirra er Jóhanna Arna Skúla-
dóttir. Synir Violettu Heiðbrár eru
Kristófer Óðinn, f. 1993, og Þórður
Jaki, f. 2001.
Þorsteinn Björgvin var á fjórða
ári þegar hann flutti frá Arnareyri
í Hvalvatnsfirði til Hríseyjar og
átti þar heima til fullorðinsára. Að-
alatvinna hans var sjómennska
framan af ævi og hafði hann vél-
stjórnarréttindi. Hann vann í Kís-
iliðjunni í Mývatnssveit í ellefu ár,
flutti til Húsavíkur 1978 og vann
hjá Kaupfélagi Þingeyinga í tutt-
ugu ár. Árið 1998 fluttu þau til Ak-
ureyrar og hafa verið búsett þar
síðan.
Útför Þorsteins fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag kl. 13.30.
Hrísey, Sigríður Júl-
ía, f. 1941, d. 1942,
Sigrún Kamilla, f.
1943, býr á Dalvík, og
Júlíus Berg, f. 1946,
d. 2001.
Hinn 28. maí 1966
kvæntist Þorsteinn
Sigríði Láru Árna-
dóttur, f. 28.11. 1931.
Foreldrar hennar
voru Árni Jónasson
klæðskeri, f. 1904, og
kona hans Soffía Jó-
hannesdóttir, f. 1904,
þau bjuggu á Siglu-
firði. Bræður Sigríðar Láru: Har-
aldur, f. 1929, býr á Siglufirði, og
Baldur, f. 1942, býr í Reykjavík.
Dóttir Þorsteins er Guðlaug, f.
1956. Maður Guðlaugar er Að-
alsteinn Pétursson, f. 1959, þau búa
í Reykjadal. Börn þeirra: Þórey
Kristín, f. 1982, hennar maður
Það er eins og andlát komi manni
alltaf í opna skjöldu, jafnvel þótt
ljóst sé að hverju stefni. Þannig var
það líka þegar við fengum að vita að
Steini væri allur, en lífið heldur
áfram og minningin um góðan
dreng verður það sem eftir situr og
við varðveitum.
Það var góður ættleggur sem
varð til þegar Þorsteinn og Sigríður
systir mín giftu sig og hófu búskap.
Þótt kynni okkar og Þorsteins hafi
verið löng réð búseta í sitt hvorum
landshlutanum því að ekki var um
tíðan samgang að ræða en því
skemmtilegra var þá að hittast og
alltaf stóð heimili Siggu og Steina
okkur opið með gestrisni eins og
hún gerist best. Þau voru líka dug-
leg að ferðast, bæði innan lands og
utan, og þá var stundum stoppað
hjá okkur í leiðinni í nokkra daga en
oft var eins og eitthvað ýtti á, þau
vildu gjarnan komast heim til sinna.
Síðasta utanlandsferðin var farin
síðastliðið haust.
Þorsteinn var ljúfmenni í um-
gengni, einstaklega barngóður og
vildi engum illt, en hann hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og var tilbúinn að ræða
það. Hann var af gamla skólanum,
traustur, vanafastur og vildi hafa
allt á hreinu og fór vel með sitt.
Steini kunni líka vel að meta þjóð-
legan íslenskan mat og var ekkert
alltof hrifinn af framandi réttum
sem buðust á ferðalögum.
Síðastliðið vor áttum við hjónin
þess kost að fara í ferðalag til
Grímseyjar, þar sem Þorsteinn var
með, og nutum við öll þeirrar ferðar
í blíðskaparveðri og engan grunaði
þá að það væri í síðasta sinn sem við
værum með honum.
Elsku Sigga, við sendum þér og
allri fjölskyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að veita ykkur styrk í sorginni.
Baldur og Kristín.
Meira: mbl.is/minningar
Þorsteinn Björgvin
Júlíusson
Samúðarkerti/hólkar með
huggunarorðum fást í blómabúðum.
isdecor@isdecor.is
Samúðarkerti
TILBOÐSDAGAR
30-50% afsláttur
af völdum legsteinum
á meðan birgðir endast
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARGRÉT ÞORVALDSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést föstudaginn 6. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar-
firði föstudaginn 13. febrúar kl. 13.00.
Þorvaldur S. Hallgrímsson, Svanhildur Leifsdóttir,
Leifur Þorvaldsson, Guðrún Ósk Gunnarsdóttir,
Hallgrímur Smári Þorvaldsson, María Jóna Guðnadóttir,
Grétar Már Þorvaldsson, Haddý Anna Hafsteinsdóttir
og langömmubörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, systir og amma,
ERLA HÓLMFRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR,
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund,
lést mánudaginn 9. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 24. febrúar kl. 11.00.
Hrönn Hilmarsdóttir, Þorgeir Adamsson,
Guðfinna Sigurbjörg Ragnarsdóttir,
Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir,
Adam Þór Þorgeirsson,
Ragnhildur Erla Þorgeirsdóttir.
✝
Ástkær dóttir okkar og systir,
KRISTÍN BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR,
varð bráðkvödd á heimili sínu í Danmörku aðfara-
nótt fimmtudagsins 5. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Lilja Kristín Einarsdóttir, Axel Andres Björnsson,
Tjörvi Freyr Axelsson,
Kristján Friðriksson, Lára Wathne,
Ásta Hrönn Kristjánsdóttir,
Marianna Kristjánsdóttir
og ástvinir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURGEIR ÞORVALDSSON
fyrrverandi lögregluþjónn,
Stapavöllum 6,
Njarðvík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut, mánudaginn
9. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún Finnsdóttir,
Margrét Sigurgeirsdóttir, Erling Ólafsson,
Jóhanna María Sigurgeirsdóttir, Guðni Jóhannes Georgsson,
Þorfinnur Sigurgeirsson, Hélène Liette Lauzon,
Þórir Sigurgeirsson, Ásdís Ósk Valsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
JÓRUNN A. SIGURVALDSDÓTTIR
frá Eldjárnsstöðum,
Flókagötu 58,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum, Landakoti mánudaginn
9. febrúar.
Jón M. Smith, Guðleif Sigbjörnsdóttir
og barnabörn.