Morgunblaðið - 12.02.2009, Page 36
36 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
Vilborg
Sigurðardóttir
✝ Vilborg Sigurð-ardóttir, ljós-
móðir í Grímsey,
fæddist í Hátúni í
Grímsey 1. maí 1929.
Hún andaðist á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri aðfaranótt
mánudagsins 2. febrúar síðastliðins.
Útför Vilborgar fór fram frá Mið-
garðakirkju í Grímsey 9. febrúar sl.
Meira: mbl.is/minningar
Gunnar
Björgvinsson
✝ Gunnar Björg-vinsson fæddist í
Reykjavík 24. sept-
ember 1961. Hann
lést 16. janúar síðast-
liðinn.
Útför Gunnars fór
fram frá Bústaða-
kirkju 26. janúar sl.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
Bekkjarsystir okk-
ar úr Kennaraskólan-
um og góð vinkona
Auður var glæsileg
kona, opin og glaðleg.
Hún var sérlega skapgóð og við-
ræðugóð. Fylgdist vel með og sagði
stundum um sjálfa sig að hún væri
„fréttafíkill“. Enda skoðanir á öllu
og hafði einstaka unun af að ræða
þjóðmál, stjórnmál og um það sem
efst var á baugi hverju sinni.
Hún sagði svo skemmtilega frá
að viðstaddir skelltu yfirleitt upp
úr. Hún sparaði hvorki myndrænar
lýsingar né sterk lýsingarorð þegar
hún var að lýsa mönnum og mál-
efnum og gæddi umræðuna ávallt
lífi og húmor. Auði fylgdi alltaf mik-
ið fjör. Sá mikli kraftur sem ein-
kenndi hana smitaði allt í kringum
sig. Hún var einstaklega góður og
traustur vinur, ráðagóð og hjálpsöm
og ekki síst raungóð.
Við vinkonur hennar vorum fullar
aðdáunar þegar hún ákvað, eftir að
hafa kennt í mörg ár, að söðla um
og setja á stofn rútufyrirtæki, sem
hún rak með eiginmanni sínum
Magnúsi uns hann lést 1995. Eftir
að hún hóf sambúð með Jóni reynd-
ist hann henni einstakur vinur og
félagi í fyrirtækinu og voru þau
samstillt að byggja það upp.
Auður vílaði ekki fyrir sér að
taka meirapróf og enn jókst aðdáun
okkar. Hún lét sér fátt fyrir brjósti
brenna, ók eins og herforingi með
útlendingahópa hring eftir hring
um okkar fagra land sem hún unni
svo mjög, og var jafnframt leið-
sögumaður. Ef skipta þurfti um
dekk á rútunni uppi á miðri Holta-
vörðuheiði þá gekk hún í það. Við
stundum bara við tilhugsunina um
að lenda í slíkri stöðu.
Það var ótrúlegt hverju hún kom
í verk, hún var ekki bara dugnaðar-
forkur, hún var líka „töffari“. Það
sýndi hún ekki síst í veikindum sín-
um en þar kom hún okkur enn á
óvart. Ræddi fyrirhugaða ferð sína
úr þessum heimi eins og hverja
aðra rútuferð með útlendinga norð-
ur á Strandir sem þyrfti að und-
irbúa vel. Hún kveið ekki dauð-
Auður
Kristmundsdóttir
✝ Auður Krist-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. maí 1951. Hún
andaðist á líknardeild
Landspítala 12. jan-
úar síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá
Dómkirkjunni 21. jan-
úar.
anum og vissi að
örlög sín fær enginn
flúið. Eins átti hún
ýmislegt vantalað við
almættið. Það sýndi
ekki alltaf sanngirni
og réttlæti í vali sínu.
Dauðinn krefst oftar
of snemma þess sem
lífið lánaði. Á því
þurfti að taka.
Þrátt fyrir miklar
annir var hún börnum
sínum einstök móðir,
studdi þau með ráð-
um og dáð og setti
velferð þeirra ofar öllu. Einnig
reyndist hún öldruðum föður sínum
stoð og stytta, en hann á nú um
sárt að binda að sjá á bak öðru
barni sínu.
Við vottum sambýlismanni henn-
ar Jóni, börnum hennar Grétu og
Didda, Höllu tengdadóttur og litlu
Auði, sem var augasteinninn henn-
ar, okkar dýpstu samúð. Blessuð sé
minning okkar elskulegu vinkonu.
Áslaug Ólafsdóttir, Hildur
Sveinsdóttir, Kristín Jónsdóttir
og Lilja Hilmarsdóttir.
Kveðja frá KSGK
Auður Kristmundsdóttir fyrrver-
andi formaður Kvenfélagasambands
Gullbringu- og Kjósarsýslu lést
mánudaginn 12. janúar sl. Hún var
formaður sambandsins frá 1990-
1994 eða í 4 ár, en á þessum tíma
voru 11 aðildarfélög í sambandinu
og starfaði Auður með einu þeirra
eða Kvenfélagi Lágafellssóknar.
Auður gegndi störfum sínum fyr-
ir sambandið af trúmennsku og
naut vinsælda enda var hún glað-
vær og skemmtileg kona. Einnig er
þess minnst að margsinnis óku ann-
aðhvort hún eða maður hennar
fulltrúum á aðalfundi sambandsins
á rútum sínum sem þótti einkar góð
þjónusta hjá formanni.
Sambandið vottar manni hennar,
börnum og öllum aðstandendum
samúð og minnist hennar með virð-
ingu.
Sigríður Finnbjörnsdóttir.
Elsku Auður, ég trúi því ekki að
þú sért farin og á sennilega enn eft-
ir að átta mig á því. Ég hafði ætlað
að athuga með flug og koma heim í
morgun til að ná aðeins meiri tíma
með þér en í nótt kvaddir þú okkur.
Ég veit að þú komst við hér á leið-
inni og í raun varstu búin að kveðja
mig síðast þegar við sáumst, ég
bara áttaði mig ekki á því strax. Þú
sagðir mér að þú værir þakklát fyr-
ir að fá tíma til að kveðja þó að
ekkert okkar hafi áttað sig á að
tíminn væri ekki meiri.
Það eru margar fallegar minn-
ingar sem ég á síðan ég var lítil
stelpa og kom til þín í Mosfellsbæ-
inn að leika við Didda og Grétu.
Man enn eftir því þegar þið birtust
óvænt að sækja mig heim í Hlíð-
arnar og mér var boðið með í næt-
urgistingu. Það var alltaf svo gam-
an að koma, mikið um að vera og
oftar en ekki heimilið fullt af gest-
um. Síðan liðu árin og eftir því sem
við frændsystkinin stækkuðum,
þroskuðumst og hölluðumst að okk-
ar vinum úr hverfinu varð minna
um heimsóknir en ekki minnkaði
gleðin þegar við hittumst. Eftir því
sem að ég varð eldri fór ég að átta
mig betur og betur á þessari sterku
konu sem þú hefur alltaf verið og
hvernig þú ert alltaf tilbúin að
halda áfram. Ég held að þú hafir
ekki þekkt orðatiltækið að gefast
upp enda sýndir þú okkur það með
æðrulausri baráttu við ólæknandi
sjúkdóm.
Ég er svo þakklát fyrir þær
stundir sem við höfum átt saman,
heimsóknina hingað út fyrir rúmu
ári síðan þar sem við skemmtum
okkur konunglega. Kíktum í búðir,
borðuðum góðan mat, keyrðum um
og skoðuðum náttúruna í haustlit-
unum. Við vorum að skipuleggja
það að endurtaka leikinn fljótlega
og vorum með hugmyndir um
skemmtilega hluti til að gera og fal-
lega staði að heimsækja. Stundirnar
sem við áttum saman yfir hátíð-
irnar voru ómetanlegar og yndis-
legt að sjá hvernig augasteinninn
þinn Auður María og litli strák-
urinn minn bundust vináttu sem
vonandi fylgir þeim út lífið.
Elsku Auður mín, síðast en ekki
síst langar mig að þakka þér fyrir
að vera mér og öðrum sú fyrirmynd
sem þú hefur verið. Það eru ekki
margir sem búa yfir þeim mann-
kostum sem þú hefur, skapgóð,
heiðarleg, glaðlynd, jákvæð, ákveð-
in, með sterka réttlætiskennd, óbil-
andi kraft og þrautseigju, hæfileik-
ann til að kenna, láta gott af þér
leiða og hrífa aðra með. Ef þú varst
í hóp varstu miðpunktur athyglinn-
ar en samt án þess að skyggja á
hina í kring.
Ég veit að við hittumst aftur og
þá höldum við áfram að skipuleggja
ferðalög á fallega staði.
Elsku Gréta, Diddi, Halla, Auður
María, Jón og börn, mig langar að
votta ykkur mínar dýpstu samúð,
minning um sterka konu lifir áfram
með okkur.
Þín
Hildur.
Við andlát systur minnar hinn 12.
janúar sl. koma upp í hugann góðar
minningar frá barnæsku í kringum
1960 þar sem við lékum okkur með
öllum barnaskaranum í Langholts-
hverfinu.
Einn eftirmiðdag um vetur, vor-
um við krakkarnir í götunni að
leika okkur, sumir með sleðana sína
og aðrir að byggja snjóhús. Við vor-
um svo mörg saman komin að bæj-
arstarfsmenn lokuðu götunni fyrir
umferð svo við gætum rennt okkur
á sleðunum. Útlendingar sem áttu
leið þarna um, fannst leikur
barnanna áhugaverður og fóru að
taka myndir. Við vorum þá litlar
stelpur og Auður stóra systir mín
náði í mig til að tryggja að ég fengi
að vera með á hópmyndinni.
Þannig var þetta í gegnum okkar
uppvöxt, þá var hún stóra systir.
Auður átti auðvelt með að kynnast
öðrum krökkum, alltaf til í að gera
eitthvað skemmtilegt, enda var hún
sérstaklega lífsglöð og hafði mikinn
drifkraft sem hafði smitandi áhrif á
aðra og oft var fjör í kringum hana.
Þannig liðu árin. Auður lauk
námi frá Kennaraháskóla Íslands.
Um það leyti kynntist hún fyrri
manni sínum Magnúsi. Þau byggðu
sér hús í Mosfellsbæ og starfaði
Auður sem kennari við Varmárs-
kóla og Maggi sem lögreglumaður.
Fjölskyldan stækkaði og fæddust
börnin þeirra tvö Margrét og Krist-
mundur (Diddi). Á þessum árum
bjó ég í Danmörku. Eitt sumarið
komu Auður og Maggi í heimsókn
og var ákveðið að fara í ferðalag um
alla Evrópu í litla Fiatinum okkar
sem Maggi komst varla inn í, enda
með hávaxnari mönnum. Auður
hafði lofað Grétu dóttur sinni sem
þá var 3 ára að kaupa dúkkuvagn í
ferðinni. Í upphafi ferðar sá Auður
þennan líka fallega dúkkuvagn og
var hann því bara keyptur. Auði
fannst mikilvægt að standa við lof-
orðið við dóttur sína og setti það
ekki fyrir sig þó að við ferðuðumst
með dúkkuvagninn á toppgrindinni
um alla Evrópu.
Kennarastarfið átti vel við Auði
og starfaði hún sem kennari í mörg
ár.
Síðan fór hún í auknum mæli að
vinna við ferðaþjónustu. Þau hjónin
stofnuðu eigið fyrirtæki og tóku að
sér leiðsögn bæði erlendra og inn-
lendra ferðamanna. Þá fór hún sjálf
að aka með ferðamenn um landið. Á
ferðum sínum lenti hún stundum í
erfiðleikum sem fylgja gjarnan
ferðum um fjallvegi landsins. Þá
reyndi á að vera úrræðagóður sem
hún leysti vel af hendi.
Eftir að Maggi lést vann hún
áfram bæði við kennslu og við
ferðaþjónustu en síðustu árin rak
hún ferðaþjónustufyrirtæki ásamt
Jóni sambýlismanni sínum.
Auður var mjög greiðvikin og
bóngóð ef maður leitaði til hennar.
Þá var hún góður hagyrðingur og
gat sett saman vísu eftir beiðni.
Hún hafði ákveðinn léttleika og
góða frásagnargáfu sem gerði það
að verkum að fólk naut þess að vera
í samvistum við hana.
Þegar hún veiktist fyrir rúmum
tveimur árum var hún ákveðin að
hafa betur. Þegar ljóst var í desem-
ber sl. að hverju stefndi tók hún
tíðindunum með æðruleysi og var
ákveðin að nýta tímann vel og njóta
samvista við sína nánustu.
Ég sendi Jóni sambýlismanni
hennar, Grétu, Didda, Höllu og
Auði Maríu mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Kristín Kristmundsdóttir.
Fyrir okkur var Auður Krist-
mundsdóttir ímynd alls hins besta
sem bjó í hinni íslensku konu. Hún
var áræðin, æðrulaus, og ósérhlífin,
en fremur en allt annað ótrúlega líf-
leg og skemmtileg persóna. Auður
var alltaf miðpunktur alls, hvar sem
hún var stödd. Hún var þannig gerð
að maður gat ekki annað en dregist
að orku hennar og persónu. Aldrei
var langt í húmorinn sem á tíðum
nálgaðist hreinlega gálgann. Hér
má væntanlega rekja það að ein-
hverju leyti til langvarandi starfs-
ferils í annars hefðbundnu starfs-
umhverfi karlmanna.
Mér þótti alltaf gott að koma í
Austurbrúnina, þó svo að kaffið
sem borið var fram hafi verið með
því svartasta og sterkasta malbiki
sem ég hef nokkurn tímann látið
inn fyrir mínar varir. Ég, Eyjólfur
og Diddi eyddum ótal kvöldum í
kvikmyndagláp í Austurbrúninni,
enda höfðum við þar frið til að apa-
kattast. Ofarlega situr í huga sú
minning mín af einni af mínum síð-
ustu komum þangað, þegar við fé-
lagarnir kíktum þar við í miðju
steggjateiti Didda. Inn valt hópur
ölvaðra aulabárða með Didda
greyið í eftirtogi, íklæddan lyftinga-
galla og hóf að raka á honum lapp-
irnar í eldhúsinu. Þessu tók frú
Auður barasta vel og hló dátt að að-
förunum – en bað okkur nú samt,
að vanda, að fara varlega með son
sinn.
Auður skipaði stóran sess í lífi
margra og skilur af þeim sökum
eftir sig mikið tómarúm. Elsku
Diddi og Magga, ykkar er hvað sár-
astur missirinn og þið eigið alla
okkar innstu og einlægustu samúð.
Hennar verður sárt saknað og megi
hún hvíla í friði.
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
– Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna,
systir mín góð.
(Davíð Stefánsson.)
Kveðja,
Haukur og Ríkey.
Auður Kristmundsdóttir gegndi
embætti varaforseta Kvenfélaga-
sambands Íslands árin 1992-1998 og
um fjögurra ára skeið áttum við
mjög náið samstarf þegar ég var
forseti Kvenfélagasambands Ís-
lands. Auður var á þessum árum
einnig formaður ritnefndar tíma-
ritsins Húsfreyjunnar, fulltrúi
Kvenfélagsambandsins í ýmsum
nefndum og ráðum og öllum þess-
um störfum sinnti hún af mikilli al-
úð og metnaði. Auður var dugnað-
arforkur, hláturmild, hafði geislandi
framkomu og það var afar gott að
starfa með henni.
Margs er að minnast frá þessum
tíma, við ferðuðumst mikið saman
bæði innan lands og utan. Eftir-
minnileg er ferð okkar austur á Eg-
ilsstaði á norræna kvennaráðstefnu
með fulla rútu af skemmtilegum
konum og að sjálfsögðu ók Auður
rútunni sinni. Á leiðinni austur neit-
aði rútan að fara upp Reynisfjall og
þurfti að draga hana til Víkur með
hjálp lögreglunnar, þar var gert við
bílinn og var ferðinni haldið áfram
án óhappa. Af þessu spunnust
margar skemmtilegar vísur. Við
Auður hittumst skömmu fyrir jól og
þá var ljóst að hún átti ekki margar
vikur eftir ólifaðar, en hláturinn
hennar og lífsgleðin var enn til
staðar. Mér er efst í huga þakklæti
fyrir að hafa þekkt góða og mæta
konu og fyrir störf hennar fyrir
Kvenfélagsamband Íslands. Fjöl-
skyldu Auðar votta ég innilega
samúð. Blessuð sé minning Auðar
Kristmundsdóttur.
Drífa Hjartardóttir.
Auði og Jóni kynntist ég er ég
hóf störf við ferðaþjónustu á Íslandi
og komst fljótlega að því að þjón-
ustan sem þau buðu var alveg ein-
staklega góð. Þau höfðu að auki
góða innsýn í ferðaþjónustuna sem
nýttist mér með margvíslegum
hætti. Þannig fórum við saman í
móttöku í tilefni af opnun ferðasýn-
ingarinnar VestNorden síðasta
haust og þar gátu þau fyllt í eyður
mínar, enda mörgum kunnug. Þrátt
fyrir mörg símtöl mín við Auði á
nær öllum tímum sólarhringsins, og
mörg hver í lengri kantinum,
hvarflaði ekki að mér hversu mikil
veikindi hennar voru.
Um miðjan desember sagði Auð-
ur mér svo að lyfin sem hún hefði
tekið færu svo illa í sig að hún sæi
ekki tilganginn í að taka þau. Ótrú-
lega skammur tími leið þar til bar-
áttan var á enda. Samtala minna við
úrræðagóða Auði á ég eftir að
sakna. Jóni votta ég samúð mína,
svo og fjölskyldunni allri.
Bjarki Már Magnússon.
„Já rólegur, svona suss, rólegur,
þetta er bara ég, já, þetta er bara
ég.“ Þetta voru orð sem vanalega
fylgdu geltinu hans Bóbó míns og
gáfu til kynna að nú var Auður
komin niður í sameign til að þvo
þvottinn! Svona var konan á efri
hæðinni byrjuð að tala við hundinn
á neðri hæðinni. En þannig hafði
það ekki alltaf verið, því fyrst þegar
hún hitti Bóbó útskýrði hún fyrir
mér að hún væri pínulítið vör um
sig í kringum þessa hunda. Áður
hafði hún aldrei verið hrædd við þá.
– Þar til hún kynntist einum Schä-
fer og hann beit hana í rassinn! Þau
voru ófá skiptin sem ég mætti Auði
niðri í þvottahúsi eða úti á plani. Þá
var ég oftar en ekki með skottið á
milli lappanna að biðjast afsökunar
því ég vissi að ég hefði líklega sung-
ið aðeins of hátt og aðeins of langt
yfir miðnætti síðastliðið kvöld.
„Elskan mín, vert þú ekki að hafa
áhyggjur af því! Það er bara gam-
an. Ég veit það á undan öllum
hvaða lög þú ætlar að taka í næsta
þætti eða á næsta balli.“
Þessi orð voru alveg dæmigerð
fyrir Auði. Hjá henni var ekkert
vesen eða kjaftæði eins og hún
myndi líklega orða það sjálf og hlát-
urmildara fólk eins og Auði og Jón
held ég að erfitt sé að finna þótt
víða væri leitað. Ég á eftir að sakna
viðveru þinnar Auður og okkar
margra samtala sem oft fjölluðu um
lífið og veikindin. Þú lést aldrei
neitt á þig fá, harkaðir þetta bara
af þér. Það á eftir að vera tómlegt
að koma heim úr vinnunni í sumar
og sjá ykkur hjónin ekki borðandi
grillmatinn úti í góða veðrinu. Hvíl í
friði elsku kellingin mín, Guð hefur
fengið til sín þvílíkan dugnaðarfork.
Við þvoum okkar þvotta saman síð-
ar.
Thelma Hafþórsdóttir.
Sumar manneskjur eru þeirrar
gerðar að á einhvern eðlislægan og
áreynslulausan hátt setja þær svip
á umhverfi sitt hvar sem þær koma.
Andrúmsloftið verður á einhvern