Morgunblaðið - 12.02.2009, Síða 37
Minningar 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009
✝ Haukur Gunn-arsson var fædd-
ur 18. júlí 1921 á
Reynimel við
Bræðraborgarstíg í
Reykjavík. Hann lést
á heimili sínu, Sóltúni
13, þriðjudaginn 3.
febrúar sl., 87 ára að
aldri.
Haukur var sonur
Gunnars Guðnasonar,
sérleyfishafa, frá
Ásakoti í Flóa, f.
30.10. 1894, d.
12.1.1965, og Ingi-
bjargar Hjartardóttur frá Reynimel
við Bræðraborgarstíg, f. 10.10.
1890, d. 5.2. 1970. Hálfsystkini
Hauks voru Valgerður Tóm-
asdóttir, f. 1913, d. 1936 og Tómas
Tómasson, f. 1917, d. 1930. Árið
1945 kvæntist Haukur eiginkonu
sinni, Aðalbjörgu Sigurðardóttur f.
9.5. 1924, d. 28.5. 2005. Foreldrar
hennar voru hjónin Gróa Þórð-
ardóttir Péturssonar útvegsbónda í
Oddgeirsbæ, f. 18.12. 1885, d. 13.3.
Sveini Ingólfssyni. Synir þeirra
eru: a) Haukur Ingi, sambýliskona
hans er Berglind Steinþórsdóttir,
börn þeirra eru Tómas Nói og
Arney, og b) Kári.
Haukur útskrifaðist frá Versl-
unarskóla Íslands árið 1939. Sam-
hliða námi vann hann við versl-
unarstörf hjá frænda sínum, Hirti
Hjartasyni, og rak útibú versl-
unarinnar í Austurholti. Árið 1942
fór hann í tveggja ára versl-
unarnám til Bandaríkjanna og
starfaði þar um tíma. Er heim kom
hóf hann störf hjá Ferðaskrifstofu
ríkisins og síðar í Orlofsbúðinni.
Einnig aðstoðaði hann föður sinn
við rekstur sérleyfisáætlunarbíla á
BSÍ. Mestallan starfsaldur sinn
starfaði Haukur við verslunar- og
ferðaþjónustu, lengst af sem versl-
unarstjóri í Rammagerðinni í
Hafnarstræti. Hann sat í ýmsum
nefndum tengdum ferðamálum,
m.a. SKÁL-klúbbnum sem er félag
forystumanna í ferðamálum.
Óhætt er að segja að Haukur hafi
verið brautryðjandi í ferðaþjón-
ustu á Íslandi.
Haukur verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
1953, og Sigurður
Þorsteinsson, skip-
stjóri og útgerð-
armaður á Steinum á
Bráðræðisholti, f.
24.2. 1882, d. 13.11.
1940.
Aðalbjörg og
Haukur eignuðust
fjögur börn: 1) Ingi-
björg, f. 18.9. 1945, d.
15.7. 1951. 2) Gunnar,
f. 1.2. 1951, kvæntur
Jóhönnu Geirsdóttur.
Börn þeirra eru: a)
Aðalbjörg, b) Hauk-
ur, kvæntur Rakel Svansdóttur,
þau eiga tvær dætur: Helenu Bryn-
dísi og Hildi Telmu, c) Valur, sam-
býliskona hans er Ragnhildur Sig-
urðardóttir, þau eiga einn son f.
1.1. 2009. 3) Sigurður, f. 20.1. 1952,
kvæntur Hrefnu Steinsdóttur. Syn-
ir þeirra eru a) Steinn, sambýlis-
kona hans er Guðrún Benedikts-
dóttir, og b) Hannes, unnusta hans
er Hugrún Tanja Haraldsdóttir. 4)
Ingibjörg, f. 4.9. 1957, gift Einari
Haukur tengdafaðir minn fæddist
á Reynimel við Bræðraborgarstíg,
sannur Vesturbæingur og KR-ing-
ur.
Æskuárin í Vesturbænum voru
uppspretta ótal lifandi frásagna.
Ein sagan var þegar hann er fimm
ára gamall og hann hleypur frá móð-
ur sinni upp á brettið á bíl pabba
síns, sem þá var að keyra Dana-
drottningu.
Margar sögur sagði hann af Völu
systur sinni og Tomma bróður sem
dóu ung og hann saknaði alla tíð,
einnig sögur af stöðugum flutningi
þeirra mæðgina og hversu erfitt það
reyndist honum að fá ekki að alast
upp á sama stað.
Haukur útskrifaðist frá Verzlun-
arskóla íslands 1939 og fer þremur
árum síðar til Bandaríkjanna í fram-
haldsnám og starfaði þar um tíma.
Starfsvettvangur Hauks var fyrst
í Vesturbænum þar sem hann vann
við verslun frænda síns Hjartar
Hjartarsonar og síðar í miðbænum.
Hann vann um tíma hjá Ferðaskrif-
stofu ríkisins, blómabúðinni Flóru, í
Orlofsbúðinni, en lengst af starfaði
hann í Rammagerðinni.
Það voru langir dagar sem Hauk-
ur vann, sérstaklega yfir sumartím-
ann, oft ekki komið heim fyrr en
undir kvöldmat og allar helgar unn-
ar.
Haukur var frumkvöðull í ferða-
mannaverslun og hafði næmt auga
fyrir viðskiptum.
Hann var óhræddur við að inn-
leiða nýjungar, stillti jólasveini út í
búðarglugga í byrjun nóvember
þrátt fyrir gagnrýni ýmissa.
Árið 1945 kvæntist hann Öllu
sinni, en þau kynntust um það leyti
sem hann er að ljúka Verzlunarskól-
anum. Haukur sagði það hafa verið
sína gæfu að Alla beið eftir honum
þegar hann kom heim frá Bandaríkj-
unum, og voru það orð að sönnu.
Þau byggðu myndarheimili á Sel-
vogsgrunni 6 með séríbúð í kjallara
þar sem Ingibjörg móðir hans bjó
þar til hún lést. Þarna áttu þau sín
bestu ár við uppeldi barnanna og í
góðra vina hópi. Á Selvogsgrunni
bjuggu þau í rúm fjörutíu ár.
Haukur var alla tíð útivistarmað-
ur. Þau Alla voru dugleg að fara á
skíði og ógleymanlegar voru ferðir
með Gullfossi á Ísafjörð og Akureyri
um páska. Seinni árin stunduðu þau
gönguskíði af kappi.
Það var gaman að sjá Hauk taka
gamla takta á skautum á Tjörninni í
Reykjavík, áttuna afturábak tók
hann með lokuð augun. Hann spilaði
badminton fram yfir áttrætt, með
góðum félögum.
Haukur var fagurkeri og hafði
gaman af því að kaupa fallega hluti á
ferðalögum sem skreyttu heimili
þeirra. Hann naut þess að skapa
rétta stemningu, kveikti á kertum
og var höfðingi heim að sækja.
Þau Alla fóru árlega til Spánar og
slökuðu á eftir erilsamt sumar. Þar
nutu þau lífsins í sól og góðum fé-
lagsskap. Þau voru vel kynnt „þarna
niðurfrá“ eins og Haukur orðaði það
svo skemmtilega, Spánverjar fögn-
uðu þeim, hvar sem þau komu.
Haukur saknaði Öllu sinnar mikið
eftir að hún lést. Þau voru gift í sex-
tíu ár. Alla var hans stoð og stytta í
gegnum lífið og þau hjónin voru
ákaflega samrýnd.
Hann var heilsuhraustur fram á
síðasta dag, gekk nær daglega niður
í miðbæ og kenndi sér ekki meins.
Haukur dvaldi 2-3 daga í viku í
Múlabæ og var ákaflega þakklátur
fyrir það og hrósaði starfsfólki
óspart.
Að leiðarlokum þakka ég Hauki
samfylgdina og allar góðu stundirn-
ar sem hann gaf okkur.
Einar Sveinn.
Í dag kveð ég elskulegan tengda-
föður minn, viðmótsgóðan, heil-
steyptan og ljúfan heiðursmann,
Hauk Gunnarsson. Ég hef verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
hluti af tilveru hans síðustu 35 árin
og er sá tími mér mjög eftirminni-
legur. Haukur var heiðarlegur og
einlægur maður. Hann hafði mikla
útgeislun og persónutöfra og laðaði
fólk að sér. Hann talaði oft um æsku
sína og lífið sjálft og sagði sögur frá
lífsferli sínum og uppvaxtarárum
með móður sinni.
19. maí 1945 kvæntist hann eig-
inkonu sinni, Aðalbjörgu Sigurðar-
dóttur, sem lést í lok maí 2005. Árið
1942 dvaldi hann í Bandaríkjunum í
tvö ár. Hann nefndi oft hve lánsam-
ur hann hefði verið að þá hefði hún
Alla, hans lífshamingja, beðið eftir
honum! Þau eignuðust fjögur börn,
en urðu fyrir þeirri miklu sorg að
missa elsta barn sitt, Ingibjörgu, en
hún lést tæplega sex ára gömul. Þau
ferðuðust mikið til sólarlanda, eink-
um til Costa del Sol. Eiga margir
ánægjulegar minningar með þeim
frá þeim tíma.
Haukur og Aðalbjörg voru eitt,
órjúfanlegur hluti hvort af öðru,
hjón í 60 ár – og eru vandfundnari
samrýmdari lífsförunautar. Hún
varð Hauki því mikill harmdauði og
varð hann aldrei samur maður eftir
það; lífsneistinn dofnaði og eldmóð-
urinn þvarr. Það er erfitt að missa
þann sem hefur verið kjölfestan í líf-
inu í 60 ár. Eftir að Aðalbjörg lést
bjó Haukur einn í íbúð þeirra að Sól-
túni 13 sem þau fluttu í haustið 2000.
Hann var mikill fjölskyldumaður og
naut þess að vera með fjölskyldunni
á stórhátíðum og í matarboðum sem
voru oft.
Haukur starfaði sem verslunar-
stjóri í Rammagerðinni í Hafnar-
stræti til 70 ára aldurs. Þangað lá
straumur innlendra jafnt sem er-
lendra ferðamanna frá öllum heims-
hornum sem hann hafði ánægju af
að tala við og afgreiða. Haukur vann
að uppbyggingu fyrirtækisins af
miklum dugnaði. Hann skapaði festu
og margar þær hefðir í starfsháttum
ferðaþjónustu sem hún býr að enn
þann dag í dag. Hann var afar far-
sæll í störfum sínum og sérlega vel
liðinn af samstarfsfólki sínu og öllum
þeim sem til hans leituðu. Haukur
lést á 88. aldursári og bar aldur sinn
vel.
Brottför hans var óvænt og
skyndileg. Það er huggun harmi
gegn að hann fékk að halda reisn
sinni til síðasta dags.
Elsku Gunnar, Siggi og Ingibjörg,
þið eruð samhent og sterkir per-
sónuleikar og hafið fengið gott vega-
nesti úr foreldrahúsum. Ég bið guð
að styrkja ykkur í sorginni. Ég
þakka tengdaföður mínum sam-
fylgdina og alla þá hlýju sem hann
sýndi mér.
Jóhanna Geirsdóttir.
Elsku afi, það er gott að minnast
þín. Við þurfum ekki annað en leggja
aftur augun og upp koma fjölmargar
minningar um samverustundir á
Selvogsgrunni 6 og víðar. Amma er
aldrei langt undan enda voruð þið
sem eitt í okkar huga, Alla og Hauk-
ur, Haukur og Alla. Það er gott að
vita af ykkur saman á ný og eflaust
sitjið þið í sandinum á sólríkri strönd
í fjarlægum heimi og látið ykkur líða
vel eins og þið voruð svo vön að gera
á ferðum ykkar erlendis.
Glaðværð þín, hvatning og góð-
mennska við náungann var okkur
öllum mikilvæg fyrirmynd. Allar
þær stundir sem við áttum saman í
eldhúsinu á Selvogsgrunni annað-
hvort að borða bakkelsi eða góðan
mat eða spila manna eru ógleyman-
legar. Í stofunni komum við svo öll
saman á aðfangadag til að eiga góða
stund við jólatréð sem stóð við
gamla plötuspilarann sem geymdi
Kardemommubæinn og Pétur og
úlfinn. Ekki má gleyma altaninu og
garðinum sem við lékum okkur svo
oft í heima hjá ykkur og alltaf var
Volvo R 1540 á bílastæðinu.
Þær voru nokkrar ferðirnar sem
við fórum með þér og fjölskyldunni á
Þingvelli til að veiða bleikjur og
murtur sem amma eldaði þegar
heim var komið og á Flúðir þar sem
við gistum í sumarhúsum og þú
sýndir ógleymanlega takta í fót-
bolta. Afmælið í Araseli í Lóni er
einstaklega minnisstætt þar sem öll
fjölskyldan var samankomin að
fagna 70 ára afmælinu þínu, við
fengum frábært veður, veiddum sil-
ung (þú fékkst hausinn) og sviðsett-
um leikrit fyrir samkomuna sem
seint hverfur úr minni okkar. Áhugi
ykkar ömmu á fótbolta smitaði veru-
lega út til okkar strákanna og KR
var alltaf þitt aðalfélag þrátt fyrir að
þú mættir þola skammir frá félögun-
um í Valshverfinu þegar þú fluttir í
stuttan tíma austur fyrir læk ungur
drengur. Þú varst einstaklega vel á
þig kominn til síðasta dags enda átt-
irðu auðvelt með hreyfingu allt þitt
líf, ef það voru ekki skautarnir þá
var það badmintonið. Þú varst alltaf
manna skemmtilegastur í sam-
kvæmum og hvert sem við fórum
með þér fékkstu alltaf klapp á bakið
frá gömlum kunningja eða vini. Nú
er komið að kveðjustund og við vilj-
um þakka þér og ömmu fyrir allar
þær góðu minningar sem við höfum
skapað saman á Selvogsgrunni og
úti í náttúrunni þar sem flestar og
bestu minningarnar blunda. Elsku
afi, þín munum við alltaf minnast
með bros á vör.
F.h. afabarnanna,
Haukur Ingi Einarsson.
Genginn er mikill heiðursmaður
og langar mig til að minnast hans í
örfáum orðum. Haukur Gunnarsson
var giftur Öllu „systur“ eins og móð-
ursystir mín Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir var jafnan kölluð á mínu
æskuheimili og æ síðan á mínu eigin
heimili enda þekktu maðurinn minn
og börn hana ekki undir öðru nafni.
Haukur og Alla reyndust mér alla
tíð afskaplega vel enda samgangur
mikill á milli heimila okkar á upp-
vaxtarárum mínum.
Mér er minnisstæð dúkkan sem
Haukur færði mér eitt sinn þegar
hann kom úr siglingu að utan, ég var
þá um fjögurra ára gömul. Ekki kom
annað til greina en að dúkkan bæri
nafn hans og var því nefnd Hauksína
og sennileg eina dúkkan sem lögð
hefur verið í einelti vegna nafngiftar
og það af vinkonum mínum sem
fannst þetta ekki fallegt nafn á fal-
legri dúkku, en ég stóð fast á mínu.
Haukur var mikill sjentilmaður, fag-
urkeri og heimsmaður fram í fing-
urgóma. Framkoma hans einkennd-
ist ávallt af mikilli ljúfmennsku enda
var hann einstaklega vel liðinn og
flinkur í sínu fagi, minnast hans efa-
laust margir Reykvíkingar frá árum
hans í Rammagerðinni en þar var
hann kóngur í sínu ríki. Heimili hans
og Öllu „systur“ var einstaklega
glæsilegt og bar húsráðendum fag-
urt vitni, þangað var gott að koma
og hlýjan sem þar umvafði mann er
ógleymanleg enda margar góðar
æskuminningar sem ég varðveiti
innra með mér nú þegar þessi ynd-
islegi maður, Haukur Gunnarsson,
kveður okkur sem með honum
gengu áleiðis lífsbrautina. Mestur er
þó söknuður kærra frændsystkina
minna, þeirra Gunnars, Sigurðar,
Ingibjargar og fjölskyldna þeirra,
og vottum við Sigurjón og börn okk-
ar þeim innilega samúð. Ég bið
Hauki mínum góðrar heimkomu um
leið og ég þakka honum tryggðina
og vináttuna við mig og mína alla tíð.
Blessuð sé minning hans.
Margrét Þ. Blöndal.
Gamalli konu varð að orði þegar
hún frétti af andláti Hauks Gunn-
arssonar að mikið væri farið vel með
suma. Hana dreymir um svona
dauðdaga en slíkt er víst ekki hægt
að panta. Lífið og dauðinn eru tvær
hliðar á sama peningi og enginn veit
hvor hliðin snýr upp fyrr en pen-
ingnum er kastað. Þótt hægt sé að
gleðjast fyrir hönd þeirra sem fá að
fara svona í lok gifturíks lífshlaups
þá er höggið alltaf jafn sársaukafullt
fyrir aðstandendurna því réttur
brottfarartími er ekki til. Þeim
fækkar óðum sem settu svip sinn á
miðbæinn á öldinni sem leið.
Haukur Gunnarsson, oftast
kenndur við Rammagerðina, var
einn þeirra en við hjónin minnumst
hans fyrst og fremst sem pabba
Imbu vinkonu okkar. Haukur var
glæsimenni með mikla persónutöfra.
Krökkunum okkar fannst hann vera
eins og Hollywood-leikari í útliti,
hann minnti einna helst á Frank Si-
natra. Haukur bræddi alla með
brosinu, hlýlegu viðmóti og þéttu
handtaki. Gamla konan hér að ofan
var ein þeirra sem drýgðu tekjur
heimilisins á árum áður með því að
prjóna lopapeysur og selja í
Rammagerðinni. Hún minnist
Hauks aðeins af góðu einu. Hann
töfraði allar konurnar upp úr skón-
um.
Frá fæðingu hvers manns hefst
niðurtalningin og nú er hans lokið.
Nú sér maður ekki lengur Hauk á
rölti um göturnar með sixpensarann
á höfðinu. Eftir situr minning um
góðan mann sem hlýjar þeim sem
hann þekktu. Við sendum aðstand-
endum Hauks okkar hugheilu sam-
úðarkveðjur. Guð blessi minningu
Hauks Gunnarssonar.
Birna og Kristján.
Meira: mbl.is/minningar
Haukur Gunnarssonhátt léttara og einkennist af bjart-sýni og glaðværð. Armæðu- og nið-
urrifshjal víkur fyrir snjöllum hug-
myndum og nýjum tækifærum með
hæfilegri blöndu af glensi og góðum
sögum. Þær gefa lífinu lit og með
útgeislun sinni og góðri nærveru
líður fólki vel í návist þeirra. Þann-
ig manneskja var hún vinkona mín
Auður Kristmundsdóttir.
Fáar manneskjur hef ég hitt á
lífsleiðinni sem kunnu betur þá list
að gera gott úr aðstæðum þannig
að allt sem virtist erfitt og óyf-
irstíganlegt varð að áskorun til að
takast á við eða tilefni til að sætta
sig við orðinn hlut möglunarlaust.
Það kom sér oft vel á lífsgöngunni
því lífið fór ekki alltaf um hana
mildum höndum og stundum reynd-
ist ágjöfin óvægin. Þessi hæfileiki
Auðar endurspeglaðist hvað best í
baráttu hennar við veikindin sem að
lokum náðu yfirhöndinni svo ekki
varð við ráðið. Allt til hinsta dags
var hún staðráðin í því að nota tím-
ann vel og njóta hverrar stundar
sem lífið gaf.
Kynni okkar hófust fyrir margt
löngu í Varmárskóla í Mosfellsbæ.
Mér er enn í fersku minni þegar
Auður gekk í fyrsta skipti inn á
kennarastofuna. Svo geislandi falleg
kona, glæsileg í fasi, þannig að
gustaði af, og spurði hvort hér væri
laus kennarastaða. Hún var ráðin á
staðnum. Með okkur tókst vinátta
sem hélst allar götur síðan. Það er
vart hægt að hugsa sér betri félaga
en Auði. Svo leiftrandi greind og
áhugasöm um allt milli himins og
jarðar. Hún hafði einstaka frásagn-
arhæfileika og fékk alla til að leggja
við hlustir enda kunni hún að gæða
frásögnina lífi með skemmtilegu
látbragði og hæfilegum ýkjum.
Kjarkmikill dugnaðarforkur sem
vílaði ekki fyrir sér að takast á við
verkefni sem fílelfdir karlmenn
hefðu hikað við. Armæða og væll
var ekki til í hennar orðabók – það
var ekki hennar stíll. Svo um-
hyggjusöm, úrræðagóð og örlát á
tímann sinn ef aðrir þurftu á aðstoð
hennar að halda. Svo tryggur og
góður vinur.
Dag er nú tekið að lengja og
skammdegismyrkrið víkur fyrir
hækkandi sól. Esjan tignarleg í feg-
urð sinni skartar hvítu klæði sem
tekur á sig fölbleikan og bláan lit í
skini janúarsólar sem gefur fyrir-
heit um betri tíð. Þó má ef grannt
er skoðað greina fínlega sorgars-
læðu sem sveipar hæstu tinda og
teygir sig niður skorninga og gil.
Ég kveð Auði Kristmundsóttur
með söknuði og sárum trega. Ég
mun sakna þess að heyra hana ekki
segja hrakfallasögur af sjálfri sér
með tilheyrandi bægslagangi og
hlátrasköllum. Sakna stundanna
þegar alvarleg málefni bar á góma
og kryfja þurfti mál til mergjar og
leita lausna. Sakna samverunnar
þegar tíminn flaug, dagur varð að
nóttu og nótt að degi en ekki hægt
að hætta því stundin var svo dýr-
mæt.
Ég mun varðveita vel og lengi
minninguna um góða vinkonu sem
var einstök manneskja sem lifði
hratt en allt of stutt.
Ég votta aðstandendum öllum
samúð.
Sigríður Johnsen.
Elsku Auður. Það er alltaf erfitt
að kveðja. En þú hefur skilið eftir
margar minningar í mínu hjarta.
Ég eyddi mörgum sumrum með
þér, Magga og krökkunum þegar
ég var yngri og bjó í New York. Þú
tókst mér eins og ég væri þinn son-
ur. Við ferðuðumst um allt Ísland
þegar ég var táningur sem var mik-
il upplifun fyrir strák frá stórborg-
inni New York, úr þessum ferðum á
ég svo margar góðar minningar. Í
gegnum árin höfum við alltaf verið í
góðu sambandi þrátt fyrir mikla
fjarlægð. Þú varst skemmtileg, góð
og ákveðin kona.
Ég á eftir að sakna þín, Auður
mín, en minningu þína mun ég allt-
af geyma í mínu hjarta.
Johannes (Bussi) Thorberg.
Fleiri minningargreinar um Auði
Kristmundsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.