Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.02.2009, Blaðsíða 43
Menning 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2009 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Nokkrir vinir, er heiti sýningar semopnuð verður í Listasafni Íslandsá Safnanótt á föstudagskvöld kl.20, en þar verður brugðið ljósi á þann kafla íslenskrar listasögu þegar form- ræn list lét undan síga fyrir óformrænum gildum og önnur viðhorf knúðu á af miklum krafti. Sýningarstjórar eru þrír, Sigríður Mel- rós Ólafsdóttir, Halldór Björn Runólfsson og Björn Roth. „Það má segja að það sé Dieter Roth sem tengi þá listamenn saman sem eiga verk á sýningunni,“ segir Sigríður Melrós. „Milli þessa fólks voru tengsl, kunningsskapur og vinátta og þau höfðu áhrif hvert á annað með samskiptum sínum.“ Rifu sig burt frá gömlum gildum Þegar Sigríður Melrós er spurð hvernig vináttan og áhrif hennar birtist í verkum lista- mannanna, segir hún best að fólk komi og skoði það með eigin augum. „Við byggjum sýninguna á safneignum Listasafnsins og Ný- listasafnsins og reynum að velja verk sem vísa hvert í annað að einhverju leyti. Það sem ger- ist á þessum tíma upp úr miðri öld var það að listamenn voru að rífa sig út úr formalisma og þeim gildum sem þá voru ráðandi. Það er rauður þráður hjá þessum listamönnum. Þeir voru að rífa sig lausa frá þeim fagurfræðilegu gildum sem höfðu verið ríkjandi, létu sig ým- islegt í samfélaginu varða, bæði hér heima og í heimi. Þetta eiga listamennirnir sameig- inlegt, en gera það hver með sínum hætti. Þeir kúvenda frá abstraktlistinni sem var alls- ráðandi og landslaginu. Það er eitthvað allt annað sem er í gangi hjá þessu fólki.“ Sigríður Melrós segir aðspurð að hægt sé að kalla þennan hóp listamanna tímamótakyn- slóð í listrænum skilningi. „Þau eru líka flest hluti af ’68 kynslóðinni. Hörður Ágústsson er þó eldri og var byrjaður að vinna í abstrakt- inu, en þeir Dieter náðu þó fljótt vel saman.“ Verkin á sýningunni spanna tímabilið frá miðri síðustu öld fram á daginn í dag og eru eftir: Arnar Herbertsson, Björn Roth, Dieter Roth, Erró, Hrein Friðfinnsson, Hörð Ágústs- son, Jóhann Eyfells, Jón Gunnar Árnason, Kristján Guðmundsson, Magnús Pálsson, Magnús Tómasson, Rósku, Rúrí, Sigurð Guð- mundsson, Sigurjón Jóhannsson og Þórð Ben Sveinsson. Auk þess verður kvikmynd Hilmars Oddsonar um Dieter Roth sýnd í tengslum við sýninguna. Gólf sagað úr húsi og flutt með verkinu Sigríður Melrós segir verkin á sýningunni mjög fjölbreytt og sum hafa ekki komið fyrir almenningssjónir fyrr. „Ég stend hér við verk eftir Dieter Roth sem aldrei hefur verið sýnt áður og er nefnt Bryggjuhúsverkið. Það hefur verið í Bryggju- húsinu á Seyðisfirði þar sem Dieter vann það með hjálp fjölskyldu sinnar. Hann byrjaði á því um 1991. Þau bættu í það, smávegis á hverju sumri, þegar þau komu austur. Þetta er mikið af dóti sem hefur verið við höndina á vinnustofu Dieters. Þarna er vinnustóllinn, út- varp, lím, fullt af málningu og málning- ardósum. Fjölskyldan fór og sótti verkið til Seyðisfjarðar í síðustu viku, sagaði part úr gólfinu, þar sem verkið stóð, og kom með hann í heilu lagi. Dieter gerði nokkur svona verk og þau eru komin út um allan heim og eru í einkaeigu. Þetta er eina verkið í þessum dúr sem fjölskylda hans á. Þetta verk gefur tóninn fyrir margt af því sem listamennirnir í þessum hópi voru að gera. Þetta er eins og stórt þrívítt málverk og allri fagurfræði hent í burtu.“ Formsmiðja og sláturkeppir Sigríður nefnir annað verk og ólíkt. „Það er falleg sería eftir Hörð Ágústsson sem heitir Úr formsmiðju, og er 17 pennateikningar frá 1956. Það lýsir því sem Hörður var svo þekkt- ur fyrir, formfræðinni, og rímar við margt af því sem Dieter gerði. Hér eru líka bókverk sem Dieter skar út í abstrakt form. Þá eru hér líka gömul verk eftir Kristján Guðmundsson, Sláturkeppir, partur úr verki sem hann setti upp í Súm 1970. Það var inn- setning sem hann gerði af sláturkeppum sem lágu á víð og dreif um gólfið og við þá nældi Kristján litla viskumola. Þrír af þessum kepp- um eru hér á sýningunni. Þannig erum við með vísanir í ýmis gömul verk og gjörninga eftir þetta fólk.“ Sýningin er í öllum sölum Listasafnsins og stendur til 3. maí. Frítt er inn á sýningar safnsins. Kúvending frá abstraktinu Morgunblaðið/RAX Dieter Roth „Þetta er hellingur af dóti sem hefur verið við höndina á vinnustofu Dieters. Þarna er vinnustóllinn, útvarp, lím, fullt af málningu og málningardósum.,“ segir Sigríður Melrós. Morgunblaðið/RAX Listamennirnir „Þeir voru að rífa sig lausa frá þeim fagurfræðilegu gildum sem höfðu verið ríkjandi, létu sig ýmislegt í samfélaginu varða, bæði hér heima og í heimi.“  Verk 16 listamanna af tímamótakynslóð sýnd í Listasafni Íslands  Dieter Roth tengir listamennina saman í vináttu og kunningsskap  Áður ósýnt verk eftir Dieter Roth meðal verkanna á sýningunni Þýsk-svissneski listamaðurinn Dieter Roth bjó um árabil á Íslandi og hafði mikil áhrif á SÚM-hópinn og þróun ís- lenskrar myndlistar á 7. og 8. áratugnum. Dieter Roth lærði grafíska hönnun í Bern og vann fyrir sér sem hönn- uður bæði í Bern, Kaupmannahöfn og Reykjavík þar sem hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Mokka-kaffi 1958. Hann var einn af forvígismönnum konkret-ljóðlistar þar sem leikið er á mörkum orða og forma. Eftir hann liggur fjöldi grafíkverka og skipta bókverk hans hundruðum, og eru mörg þeirra gefin út í Reykjavík, oft í samvinnu við aðra. Dieter vann að mörgu leyti í anda Fluxus- hreyfingarinnar, og blandaði meðvitað saman faglegum og viðvaningslegum vinnubrögðum og notaði einnig hvers kyns rusl og úrgang eða mat í verk sín. Auk bók- verka, grafíkverka og skúlptúra hefur Dieter Roth unnið með tónlist, oft í samvinnu við annað myndlistarfólk. Dieter Roth 1930-1998 Dieter Roth

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.