Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 4

Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „Samdráttaraðgerðir eru þannig að við reynum að skerða sem minnst í því sem lýtur að leit og björgun,“ segir Georg Kr. Lár- usson, forstjóri Landhelgisgæsl- unnar. Þremur þyrluflugmönnum hefur verið sagt upp auk þess sem sagt hefur verið upp á skip- unum og á skrifstofunni. Georg segir jafnframt að leit- ast sé við að draga sem minnst úr viðbragðsgetu Landhelgisgæsl- unnar á neyðartímum. „Við erum að draga mjög saman í öllum rekstri Landhelgisgæslunnar,“ segir hann og að í raun sé minnstur samdráttur í fluginu. „Þessar aðgerðir hljóta nátt- úrlega að minnka getu okkar eitthvað til að þjónusta fólk, þannig að segja má að um leið skerði þær möguleika okkar á að þjónusta að einhverju leyti,“ seg- ir Georg. Landhelgisgæslan voni, rétt eins og aðrir landsmenn, að ástandið á landinu batni. „Það eru sex mánuðir þangað til þess- ar uppsagnir taka gildi og það getur ýmislegt breyst á þeim tíma. Landhelgisgæslan er mjög háð gengi íslensku krónunnar, gengisþróunin hefur mest að segja um gengi Landhelgisgæsl- unnar,“ segir Georg. Hann upplýsir að uppsagnir flugmannanna séu minnsti hluti hagræðingaraðgerðanna hjá LHG. Þannig muni sjö skipstjórn- armenn hætta á árinu, þrír vél- stjórar, tíu hásetar, fimm skrif- stofumenn og aðrir vaktmenn. „Þetta eru víðtækar aðgerðir en miða allar að því að sem minnst skerðing verði í þjónustu. Þess vegna er ekki fleiri en þremur flugmönnum sagt upp,“ segir Georg. Morgunblaðið/RAX Samdráttur Landhelgisgæslan þarf að spara eins og aðrir landsmenn. Sem minnst skerðing RÆKJUSKIPIÐ Sigurborg frá Grundarfirði fékk í gærmorgun loðnu með rækjuafla á Stranda- grunni, út af Húnaflóa. Talin er ástæða til að kanna frekar hvernig loðna er þarna á ferðinni og hversu mikið magn. Í gær var unnið að því að loðnuskip færi frá Vopnafirði á þessar slóðir. Hafrannsóknarskipið Árni Frið- riksson var við loðnuleit suðaustur af landinu í gær, en engar nýjar fréttir hafa borist af loðnugöngum á þeim slóðum. Nokkur skip voru að veiðum á Faxaflóa í gær. Loðnan er komin að hrygningu og fer ýmist í frystingu eða hrognavinnslu. Skipin eru langt komin með að veiða upp í 15 þúsund tonna leitarkvóta, sem sjáv- arútvegsráðuneytið gaf út í byrjun mánaðarins. aij@mbl.is Vart við loðnu á Strandagrunni ENGU er líkara en þessar blómarósir séu annars heims, þar sem þær snerta ekki jörðina, kannski af einskærum fögnuði, þar sem þær skokka við Reykjavíkurtjörn í veðurblíðunni. Nú þegar sól- in hækkar á lofti með degi hverjum og vonin um vorið færist nær, læðist kraftur í kroppinn. Morgunblaðið/Kristinn Unga kynslóðin hleypur af krafti í átt til vors SÍMINN hækkar verð á þjónustu sinni frá og með næstu mánaðamót- um, hvort heldur er vegna símanotk- unar, áskrifta, sjónvarps eða net- þjónustu. M.a. verður nú tekið gjald fyrir leigu á netbeinum og myndlykl- um, séu notendur ekki með net- eða sjónvarpsáskrift hjá fyrirtækinu. Tekið verður 600 króna gjald fyrir myndlyklana og 350 króna gjald fyr- ir netbeinana frá og með næstu mán- aðamótum en á sínum tíma var grunnpakki Sjónvarps Símans aug- lýstur sem ókeypis. „Á þeim tíma þegar ákveðið var að bjóða þetta á núll krónur gekk það dæmi upp. En svo breytist heimurinn og þá horfir þetta öðruvísi við,“ segir Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. Aðspurð segir hún ekki komið aftan að fólki með gjaldtök- unni. „Fólk fékk að vita af þessu með mánaðar fyrirvara og hefur þá tök á því að skila þessum tækjum.“ Hún bætir því við að kostnaður hafi aukist við kaup á tækjunum og gjöldin séu m.a. sett á „í þeim til- gangi að halda betur utan um þann búnað sem viðskiptavinur leigir af okkur“. ben@mbl.is Síminn hækkar gjald- skrá fyrir þjónustuna Setur á mánaðargjald fyrir leigu á myndlyklum og netbeinum Í HNOTSKURN »Upphafsgjald símtals íFrelsi hækkar úr 4,50 kr. í 5,90 kr. eða um rúmt 31%. Upphafsgjald í GSM- áskriftum hækkar úr 4,15 í 4,90 eða um rúm 18%. »Grunnáskrift heimasímahækkar úr 1595 kr. í 1645 kr. Áskrift TAL sambands hækkar einnig um 100 kr. Sæktu um núna á n1.is -5kr. / -15% OPNAÐUR hefur ver- ið leiguvefur á mbl.is. Þar er að finna íbúð- ar- og atvinnu- húsnæði sem boðið er til leigu. Notendur geta með auðveldum hætti valið að hverju skal leita með því að smella á viðkomandi flipa fyrir ofan leit- arvélina. Á vefnum er einnig að finna yfirlit yfir vinsælustu leitirnar og gagn- lega tengla. Þá eru notendur hvattir til að senda inn at- hugasemdir og ábendingar tengd- ar vefnum. Notendur geta skráð eignir frítt til 20. mars nk. Til að geta sett inn eignir þarf viðkomandi að vera skráður notandi. Slík skrán- ing tekur örskamma stund. Þeir sem þegar eru skráðir notendur hjá mbl.is geta notað núverandi auðkenni til að skrá sig inn. Hægt er að skoða vefinn með því að smella á tengilinn Leigu- húsnæði efst í vinstra dálki á for- síðu mbl.is. Þá má einnig smella á hnapp sem er undir hausnum Nýtt á mbl.is eða slá inn slóðina mbl.is/leiga. Leiguvefur opnaður á mbl.is MORGUNBLAÐIÐ hefur tekið upp nýtt fyrirkomulag við af- greiðslu greina frá frambjóðendum í prófkjörum og kosningum sem framundan eru. Svo efninu verði sem best fyrir komið og til að liðka fyrir birtingu þess fer Morgunblaðið þess á leit að frambjóðendur stytti mál sitt þannig að hver grein verði ekki lengri en 2.000 tölvuslög með bil- um. Samhliða birtingu greina í blaðinu verður boðið upp á birtingu greina í ótakmarkaðri lengd á kosningavef mbl.is. Hægt er að fara á kosningavefinn beint af for- síðu mbl.is og verða þar ferskar upplýsingar og fréttir af öllu því sem hæst ber vegna kosninganna, sem fram eiga að fara 25. apríl næstkomandi. Greinar fram- bjóðenda í prófkjörum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.