Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
BÚAST má við miklum og heitum umræðum á Alþingi í
dag þegar seðlabankafrumvarpið kemur til loka-
umræðu eftir umdeilda afgreiðslu í viðskiptanefnd.
Frumvarpið var fellt út af dagskrá bæði á mánudag og
þriðjudag en stjórnarliðar ætla að kappkosta að fá það
afgreitt sem lög í dag. Þingfundur hefst kl. 10:30.
Morgunblaðið/Golli
Seðlabankafrumvarpið tekið til lokaumræðu
Hitnar í kolunum í dag?
BIRGIR Ár-
mannsson, þing-
maður Sjálfstæð-
isflokksins,
undrast yfirlýs-
ingar forsætis-
ráðherra um að
ríkisstjórnin hafi
afgreitt frá sér
24-25 laga-
frumvörp, sem
nú væru í hönd-
um þingsins. Samkvæmt samantekt
hans séu stjórnarfrumvörpin sem
fram eru komin 9 en ekki 24-25.
Meirihluti þessara mála hafi verið
undirbúinn að verulegu leyti eða
jafnvel fullkláraður í tíð fyrri rík-
isstjórnar. „Eftir stendur þá spurn-
ingin um þau 15 til 16 stjórn-
arfrumvörp, sem forsætis-
ráðherrann segir að ríkisstjórnin
hafi afgreitt til þingsins, en ekki
hafa verið lögð þar fram. Hvaða
mál eru þetta? Hvar eru þau á vegi
stödd? Hvenær er von á þeim inn í
þingið?“ segir Birgir.
Níu mál kom-
in, ekki 24-25
Birgir
Ármannsson
ÖGMUNDUR
Jónasson heil-
brigðisráðherra
hefur skipað
nefnd til að sam-
hæfa starfsemi á
Landspítala og
Heilbrigðis-
stofnun Suður-
nesja. Í nefndinni
sitja m.a. for-
stjórar stofn-
ananna og einnig fulltrúar al-
mannasamtaka á svæðinu.
„Þarna er reynt að kalla saman
að máli fulltrúa þeirra stofnana,
sem tengjast þessari samhæfingu
auk fulltrúa þessara almanna-
samtaka,“ sagði Ögmundur þegar
hann svaraði fyrirspurn frá Björk
Guðjónsdóttur, þingmanni Sjálf-
stæðisflokks. Nefndin á að skila
áliti 16. mars. Önnur nefnd skoðar
starfsemi á St. Jósefsspítala í Hafn-
arfirði og á að skila áliti 12. mars.
Skoða sam-
starf spítala
Ögmundur
Jónasson
BÚIÐ er að selja um 80% af uppsettri
flutningsgetu Farice-ljósleiðara-
strengsins. Einnig hafa samningar
náðst um sölu á um 80% af þeirri
flutningsgetu Danice-ljósleiðara-
strengsins, sem fyrirhugað er að taka
í notkun í júní á þessu ári. Þetta kom
fram í svari Kristjáns L. Möller sam-
gönguráðherra við fyrirspurn Ár-
manns Kr. Ólafssonar, þingmanns
Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær.
Uppsett flutningsgeta Farice 1-
strengsins er 100 gígabit á sekúndu
en mesta mögulega flutningsgeta
strengsins er 720 gígabit á sekúndu.
Unnið hefur verið að lagningu Da-
nice-strengsins og er nú áætlað að í
júní verði sett upp 100 gígabit á sek-
úndu af þeim þeim 5.120 gígabitum
sem strengurinn mun bjóða upp á.
Ármann Kr. sagði að öflug erlend
fyrirtæki hefðu beðið í röðum eftir því
að fá að byggja gagnaver á Íslandi.
Hann benti á að gagnaver á Suð-
vesturlandi sem nýtti allt að 25 MW í
upphafi, gæti þurft á 30 til 60 föstum
starfsmönnum að halda.
Reiknað sé með að jafnmörg störf
verði til við ýmsa þjónustu í kringum
hvert gagnaver, þannig myndu 60-
120 störf tengjast þessum rekstri
beint og óbeint.
Hann sagði ljóst af svörum ráð-
herra, að það gagnamagn sem búið
væri að selja, væri aðeins lítið brot af
flutningsgetu strengjanna. Kvaðst
Ármann Kr. geta fullyrt að þrjú eða
fjögur fyrirtæki vildu koma til lands-
ins og reisa gagnaver en verðlagið
sem þeim stæði til boða inn á þessa
strengi væri allt of hátt sem stæði í
veginum. „Ég fullyrði að það er ekk-
ert mál að koma tveimur gagnaver-
um hér af stað á næstu vikum, sem
skapa 400 störf á meðan er verið að
byggja þau,“ sagði hann.
Samgönguráðherra sagðist vera
mjög bjartsýnn á að undirbúningur
netþjónabúa kæmist aftur á fulla ferð
þegar færi að rofa til í efnahagslífi
heimsins. Eitt gagnaver væri þegar í
höfn en í bæði iðnaðarráðuneyti og
samgönguráðuneyti hafi farið fram
mikil vinna vegna málsins og fjöl-
margir komið á fund ráðuneytanna
og lýst áhuga sínum á að byggja net-
þjónabú á Íslandi.
Þá væri einnig til skoðunar nauð-
syn þess að leggja sæstreng milli Ís-
lands og Bandaríkjanna og fyrir 2-3
vikum hafi stór hópur fjárfesta komið
í samgönguráðuneytið til að lýsa
áhuga sínum á því verkefni.
omfr@mbl.is
80% af uppsettri getu
Farice- og Danice seld
Verðið sagt allt of
hátt og fæla frá
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd
Á land Sæsímastrengurinn FA-
RICE-1 var tekinn í land 2003. Taka
á Danice-strenginn í notkun í júní.
SKULDIR Spalar ehf., sem rekur
Hvalfjarðargöngin, nema nú um
fjórum milljörðum króna.
Ragnheiður Ólafsdóttir, Frjáls-
lynda flokknum, sagðist í fyrirspurn-
artíma á Alþingi hafa fengið þessar
upplýsingar hjá framkvæmdastjóra
Spalar í gær. Ástæða þessara skulda
væri misgengi vísitölu og gengis.
Spurði hún samgönguráðherra hvort
hann hygðist nú beita sér fyrir gjald-
frjálsri umferð um Hvalfjarðargöng,
líkt og flokkur hans hefði lagt til fyr-
ir seinustu kosningar. ,,Ef yrði farið í
framkvæmd samhliða núverandi
göngum undir Hvalfjörð, þá yrði það
sennilega gert af Vegagerðinni, eða
það taldi Gylfi líklegast,“ sagði hún.
Kristján L. Möller samgönguráð-
herra sagði að afnám veggjaldsins
væri ekki á stefnuskrá ríkisstjórn-
arinnar. Ekki hefði komið til greina
að afnema gjaldið á sama tíma og í
umræðu væru hugmyndir um gerð
annarra ganga. Á síðasta ári hefði
verið mun minni umferð um göng-
in en á árunum þar á undan og fjöldi
bíla verið svipaður og á árinu 2002.
Skuldar 4
milljarða
Engin áform um að
fella niður veggjald
Fyrirtækið Verne Holding hefur
frestað uppbyggingu gagnavers
á gamla varnarsvæðinu um ár.
Greint var frá þessu í vikunni og
að fyrirtækið Greenstone geri
sér vonir um að bygging gagna-
vers hefjist í sumar nái allir
samningar fram að ganga. Fé-
lagið Titan Global hefur einnig
skoðað byggingu gagnavers hér
á landi. Lagning Danice-
strengsins milli Íslands og Dan-
merkur hófst í september sl. Nú
er áætlað að strengurinn verði
tekinn í notkun í júní.
Í notkun í júní
Félag kvenna í atvinnurekstri
ER EKKERT GOTT AÐ FRÉTTA?
Impra frumkvöðlar og sprotar
Eiga jákvæðar fréttir erfiðara með að komast að í
fréttum? Hvers vegna er það?
Hver er samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla? Eiga þeir
stóran þátt í geðheilsu landsmanna?
Agnes Bragadóttir, Morgunblaðið
Óðinn Jónsson, RÚV
Óskar Hrafn Þorvaldsson, Stöð 2
Reynir Traustason, DV
Steinunn Stefánsdóttir, Fréttablaðið
Fundarstjóri: Lára Ómarsdóttir, blaðamaður
Fundurinn fer fram í Víkingasal á Hótel Loftleiðum
föstudaginn 27. febrúar 2009 milli kl. 8.00-9.45
Aðgangseyrir kr. 3.000 - morgunverður innifalinn.
Skráning á fka@fka.is
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„AÐ sjálfsögðu tekur [rík-
isstjórnin] ekki ákvarðanir í
skattamálum á öndverðu fjárlaga-
og skattaári, sitjandi í 80 daga eða
hvað það nú verður,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra við umræður um skattamál
á Alþingi í gær. Tók hann af öll
tvímæli um að ríkisstjórnin myndi
ekki hrófla við sköttum á starfs-
tíma sínum. Hins vegar væri und-
irbúningur undir fjárlög næsta árs
og ríkisfjármálaramma til lengri
tíma verkefni núverandi rík-
isstjórnar og hefðbundinn und-
irbúningur fjárlaga væri að sjálf-
sögðu í gangi. „Og þá þarf að leita
leiða til þess að brúa gríðarlegt bil
milli tekna og gjalda ríkissjóðs,
sem við stöndum frammi fyrir.“
Það var Ragnheiður Elín Árna-
dóttir, Sjálfstæðisflokki, sem hóf
umræðuna og spurði ráðherrann
um fyrirætlanir hans í skatta-
málum. Hvort til stæði að leggja á
hátekjuskatt að nýju. Sagði hún
mikla hættu á að slíkur skattur
legðist á venjulegt vinnandi fólk,
millitekjuhópana.
Skattar hækka ekki
Ráðherra segir fjárlagaundirbúning
hafinn og brúa þurfi gríðarlegt bil
Morgunblaðið/Ómar
Verkefni Fjármálaráðherra segir að þessi ríkisstjórn hækki ekki skatta á
stuttum líftíma en stór viðfangsefni bíði næstu stjórnar m.a. um öflun tekna.