Morgunblaðið - 26.02.2009, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ýmsar nýjarupplýsingarkomu fram í
viðtali Sigmars Guð-
mundssonar við
Davíð Oddsson
seðlabankastjóra í
Kastljósi Sjónvarps-
ins í fyrrakvöld, sem full ástæða
er til að rannsaka nánar og fylgja
eftir.
Þar ber hæst þá ásökun Davíðs
að einkahlutafélög í eigu þekktra
manna, þar með talinna stjórn-
málamanna, hafi fengið „sérstaka
þjónustu í bankakerfinu“ og
gengið hafi verið á svig við reglur
um t.d. hljóðritun símtala þegar
þessir aðilar áttu í hlut.
Seðlabankastjórinn sagði jafn-
framt að ekki hefði farið fram
rannsókn á málum þessara fé-
laga; þau hefðu verið sett til hlið-
ar, sem væri fyrir neðan allar
hellur. Sú gagnrýni beinist vænt-
anlega að Fjármálaeftirlitinu,
þótt ekki tæki Davíð fram hverjir
hefðu brugðizt eftirlits- eða rann-
sóknarhlutverki sínu í þessu efni.
Nú liggur hins vegar beint við
að sérstakur saksóknari afli upp-
lýsinga, meðal annars hjá seðla-
bankastjóra, um viðskipti eign-
arhaldsfélaganna sem um ræðir.
Það er að sjálfsögðu graf-
alvarlegt mál ef félög í eigu
stjórnmálamanna hafa fengið
aðra fyrirgreiðslu en tíðkaðist
um almenna viðskiptavini bank-
anna.
Upplýsingar Davíðs um við-
varanir hans til stjórnvalda í að-
draganda bankahrunsins hljóta
ennfremur að koma til skoðunar
hjá rannsóknarnefnd Alþingis,
sem á m.a. að kveða upp úr um
ábyrgð stjórnvalda á því sem
miður fór.
Sömuleiðis hlýtur að þurfa að
rannsaka þær upplýsingar, sem
seðlabankastjóri hefur um að
brezk stjórnvöld hafi komizt á
snoðir um að Íslend-
ingar hafi tekið
eignir út úr Kaup-
þingi í Bretlandi,
fyrst 400 milljónir
punda, þá 800 millj-
ónir og síðar enn
hærri tölur. Þessu
er hafnað af hálfu fyrrverandi
forsvarsmanna Kaupþings, en hið
rétta verður að fást upp á borðið,
ekki sízt ef úttektir á peningum
stuðluðu að því að Bretar beittu
hryðjuverkalögum gegn Íslandi.
Eins og stundum áður undan-
farna mánuði hefði framsetning
Davíðs Oddssonar á hinum nýju
upplýsingum mátt vera skýrari
og ýtarlegri, þannig að almenn-
ingur fengi betri heildarmynd af
umræðuefninu. Í Kastljóssviðtal-
inu var of mikið af hálfkveðnum
vísum, sem vekja grunsemdir og
gefa ástæðu til frekari athug-
unar, en augljóst er að seðla-
bankastjóri býr yfir meiri upp-
lýsingum.
Sumar þær upplýsingar eru ef
til vill þess eðlis að hann telur sig
eingöngu geta veitt rannsak-
endum þær í trúnaði. Hins vegar
má spyrja hvað komi í veg fyrir
að hann geri t.d. opinbera skýrslu
fjármálastöðugleikasérfræðings-
ins, sem hann handlék í viðtalinu,
og fundargerðirnar, sem hann
hafði þar jafnframt við höndina
og las upp úr að hluta. Þessi gögn
hefur fjölmiðlum ekki tekizt að fá
frá Seðlabankanum.
Í ræðu sinni á fundi Við-
skiptaráðs í nóvember óskaði
seðlabankastjóri eftir því að al-
menningur fengi sem mestar
upplýsingar um aðdraganda
bankahrunsins og taldi slíkar
upplýsingar hafa verið of naumt
skammtaðar. Er hann þá ekki
reiðubúinn að leyfa almenningi
að sjá að minnsta kosti plöggin,
sem nú er á almannavitorði að
eru til?
Upplýsingar Davíðs
kalla á frekari rann-
sókn – og meiri upp-
lýsingar}
Fram í kastljósið
Ekki er annaðhægt en taka
undir þegar nýjum
tölum Barnahúss yf-
ir börnin sem þang-
að leita vegna kyn-
ferðisofbeldis er líkt við faraldur.
Myndi heilbrigðiskerfið skella
skollaeyrum við því ef 323 börn
leituðu til lækna vegna gruns um
berkla? Það er ólíklegt.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, notar
berklasamlíkinguna í fréttaskýr-
ingu Ágústs Inga Jónssonar í
Morgunblaðinu í gær og segir að
hvergi annars staðar séu mál
vegna kynferðisbrota gegn börn-
um hlutfallslega jafnmörg og
hér. Vandinn sé vaxandi.
Um 7-7,5% líkur eru á því að
barn sem fæðist í dag komi til
rannsóknar í Barnahúsi vegna
gruns um að það hafi verið beitt
kynferðislegu ofbeldi. Málum
hefur aldrei fjölgað jafnhratt
milli ára eða úr 189 árið 2007 í
323 í fyrra. Þau hafa aldrei áður
verið fleiri en 200.
Þetta er smán-
arblettur á sam-
félaginu sem takast
þarf á við en á ekki
að láta liggja í þagn-
argildi.
Bragi nefnir að umræða um of-
beldið hér eigi sér ekki neina
hliðstæðu í öðrum löndum. Ís-
lenskt samfélag sé mjög með-
vitað um vandann.
Ekki er ólíklegt að herferð
gegn kynferðisofbeldinu ýti mál-
unum í dagsljósið.
Samtökin Blátt áfram hafa til
dæmis allt frá því að þau hófu
baráttu sína árið 2004 minnt
reglulega á sig. Starf samtaka
sem þeirra skiptir höfuðmáli.
Forvarnir eru lykillinn að því að
vökul augu viti eftir hverju þau
eiga að leita til að koma í veg fyr-
ir glæpina.
Kynferðisglæpi gagnvart
börnum sem og öðrum á ekki að
þagga niður og fela, því þeir
skilja eftir sig ævarandi ör. Þögn
og aðgerðarleysi dugir ekki þeg-
ar uppræta á faraldur.
Forvarnir eru lykil-
atriði til að hindra
kynferðisglæpi}
Upprætum alla faraldra
H
vað eiga þeir sameiginlegt, Ben
Bernanke í Bandaríkjunum og
Mervyn King í Bretlandi, með
Davíð Oddssyni? Allir eru seðla-
bankastjórar í löndum sem eiga
í gríðarlegum efnahagsvanda vegna hruns fjár-
málakerfisins. Hvað skilur á milli? Aðeins einn
þeirra, Davíð, varaði þegar fyrir nokkrum ár-
um við sjálftöku ofurlauna í fjármálageiranum.
Og hann hefur síðustu tvö árin árangurslaust
reynt að vekja okkur, bent á hættumerki, lagt
til að bankarnir drægju úr umsvifum sínum.
Já svo má auðvitað bæta því við að hann er sá
eini þeirra sem hefur orðið að sæta því að and-
stæðingar, bæði pólitíkusar og fjármálamenn,
hafa pískað upp froðufellandi sefasýki gegn
einum manni til að reyna að leiða athyglina frá
sjálfum sér. Sumir þeirra hafa vafalaust þurft að vinna
tíma meðan þeir væru að þurrka út skítug sporin eftir sig í
Karíbahafinu.
Er hann þá saklaus? Nei, hann var, eins og herramenn-
irnir tveir sem ég nefndi í upphafi (báðir hagfræðingar),
alls ekki nógu mikill spámaður til að ímynda sér algert
hrun fyrr en komið var fram á síðasta ár. Og þá mátti hann
ekki sem seðlabankastjóri segja of mikið, opinberar skelf-
ingarspár frá slíku fólki valda umróti. Hann hefði getað
fellt bankana strax. Enn héldu menn í vonina, þeir vissu
heldur ekki hvers konar bellibrögð höfðu verið notuð til að
fegra stöðuna í íslenskum fyrirtækjum.
En Davíð hefði átt að hugsa um eigin hag og segja af sér
bankastjóraembættinu strax 2007 eða enn fyrr
til að fylgja eftir kröfu sinni um að bankarnir
stigju á bremsuna. Andrúmsloftið var að vísu
þannig að það hefði aðeins orðið smáfjöl-
miðlahvellur, síðan hefðu menn sagt, t.d. uppi í
Borgarnesi, að þetta væri bara öfund í kol-
krabbanum sem Davíð væri að koma á fram-
færi. En færri eggjum hefði verið kastað í hús-
ið hans núna og engum í Seðlabankann – og
bankahrunið líklega orðið enn meira.
Stjórnmálamaðurinn Davíð er ekki galla-
laus, hann er ráðríkur og háðskur, hefur oft
stigið harkalega á tærnar á fólki sem ekkert
hefur fyrirgefið. Mesta syndin sem hann hefur
drýgt og það mörgum sinnum er að vera
klárari en keppinautarnir og nudda þeim upp
úr því. Það er auðvitað ekki fallegt en mann-
legt. Hann er breyskur.
Og mistækur. Hann er á móti því að við göngum í Evr-
ópusambandið. Þar er hann líklega á villigötum þótt ekki
sé ráðlegt að ætla að sækja um í flýti núna. Við eigum
a.m.k. að leyfa okkur að draga fyrst djúpt andann og kom-
ast aftur á lappir. En eitt hefur Davíð svo sannarlega fram
yfir marga sem reyna að sverta hann: Heilindi. Það sjá
margir núna þegar við vitum hvers konar menn það voru
sem hann var að kljást við, ósvífnir peningapúkar sem vita
ekki einu sinni hvað hugtakið heilindi merkir. Og er skít-
sama ef þeir mega bara halda áfram að hirða gróðann og
láta okkur um tapið. Þeir reyttu af okkur æruna í útlönd-
um, ekki Davíð Oddsson. kjon@mbl.is
Kristján
Jónsson
Pistill
Reisn yfir Davíð en Golíat er svín
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
V
ísitala neysluverðs í febr-
úar hækkaði um 0,51%
milli mánaða, sam-
kvæmt mælingu Hag-
stofunnar, sem er
nokkru minni hækkun en flestir
höfðu spáð. Þannig hafði Greining Ís-
landsbanka, áður Glitnis, spáð um
1,1% hækkun í febrúar. Verðbólgan
mælist nú á ársgrundvelli 17,6% sem
er hjöðnun um eitt prósentustig síðan
í janúar þegar ársverðbólgan var
18,6%. Síðustu þrjá mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um 2,6%
sem jafngildir 10,9% verðbólgu á ári.
Síðan í desember hefur dregið veru-
lega úr verðbólguhraðanum, en þá
var þriggja mánaða verðbólgan 24%,
og fór niður í 16,4% í janúar.
Samkvæmt þessari þróun virðist
sem t.d. spá Seðlabankans hafi geng-
ið eftir um að verðbólgan hafi nú náð
hámarki sínu. Í síðustu Peninga-
málum kom fram að hratt muni draga
úr verðbólgu á þessu ári og í byrjun
næsta árs verði hún komin niður í
2,5%. Það er heldur jákvæðari spá en
hjá greiningu Íslandsbanka, sem
reiknar með 13% verðbólgu um mitt
þetta ár og 5% í byrjun næsta árs.
Með lækkun verðbólgunnar hafa
líkur aukist á að Seðlabankinn lækki
stýrivexti sína, en næsti vaxtaákvörð-
unardagur er 19. mars.
Mesta íbúðalækkun í níu ár
Helsta ástæðan fyrir minni verð-
bólgu nú er lækkun á húsnæðisverði.
Í mælingu Hagstofunnar nemur
lækkunin 3,2% síðan í janúar. Er það
mesta lækkun á þeim lið milli mánaða
í níu ár. Á tólf mánuðum hefur hús-
næðisverð lækkað að nafnverði um
6,2% en í fréttum Greiningar Íslands-
banka er bent á í gær að þetta sam-
svari raunlækkun húsnæðisverðs um
rúm 20% á einu ári.
Séu aðrir liðir í neysluvísitölunni
skoðaðir þá hækkaði verð á fötum og
skóm um 6,3% milli mánaða en vetr-
arútsölum er að mestu lokið. Verð á
pakkaferðum til útlanda hækkaði um
8,6% og verð á flugfargjöldum til út-
landa hækkaði um 12,8%. Minni
hækkun varð á öðrum vörum, eins og
mat og eldsneyti.
Guðrún R. Jónsdóttir, deildarstjóri
vísitöludeildar Hagstofunnar, segir
lækkun verðbólgunnar hafa verið
meiri en flestir reiknuðu með. Þar
hafi mestu skipt meiri lækkun hús-
næðisverðs en búist var við. Sáralítil
breyting hafi orðið á matvörunni og
líklegt að þær verðhækkanir hafi að
mestu komið fram, ásamt því að
gengi krónunnar hafi styrkst.
Hjöðnun framundan
Undir þetta tekur Jón Bjarki
Bentsson, sérfræðingur hjá Grein-
ingu Íslandsbanka, húsnæðisliðurinn
hafi lækkað meira en þeir reiknuðu
með. Áhrif af útsölum hafi einnig ver-
ið minni en spáð var. Bæði telja þau
að búast megi við hraðri hjöðnun
verðbólgunnar á næstu mánuðum.
Benda þau á að í febrúar til maí á síð-
asta ári hafi gríðarlegar hækkanir
orðið í hverjum mánuði, t.d. 1,5% í
mars og 3,4% í apríl. Þetta geti að
óbreyttu haft nokkur áhrif í mælingu
vísitölunnar framundan.
Jón Bjarki telur það jákvætt fyrir
komu sérfræðinga frá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum að verðbólgan hafi
minnkað. Ásamt styrkingu krón-
unnar og betri greiðslujöfnun bendi
allt til að aðgerðaáætlun sjóðsins sé
að ganga eftir í stórum dráttum.
Ýmis kennileiti í efnahagsmálum
styrkja nefnilega allar spár um lækk-
andi verðbólgu. Gengi krónunnar hef-
ur sem fyrr segir verið að styrkjast,
húsnæðisverð lækkað töluvert, kaup-
máttur launa minnkað, atvinnuleysi
aukist og verulega dregið úr eft-
irspurn og neyslu á markaði. Á sama
tíma hefur olíuverð á heimsmarkaði
lækkað og fari svo að gengi krón-
unnar styrkist enn frekar þá „eigum
við inni“ töluverða lækkun á elds-
neytinu, eins og Guðrún orðaði það.
! " #
Minni verðbólga eykur
líkur á vaxtalækkun
Þegar skoðaðir eru einstakir vöru-
og þjónustuliðir í vísitölu neyslu-
verðs sést vel hve hækkunin milli
ára er mikil. Verðbólgan á þessu
tímabili er sem sagt 17,6% en sá
vöruflokkur sem hækkað hefur
mest er húsgöng, heimilisbúnaður
og fleira, eða um 37,5%. Næst koma
matur og drykkjarvörur, eða um
nærri 29%.
Minnst hafa þau útgjöld hækkað
sem snúa að menntun landsmanna,
eða um 1,8% síðan í febrúar á síð-
asta ári. Útgjöld vegna póst- og
símaþjónustu hafa hækkað um rúm
6%. Nokkuð hefur dregið úr hækk-
un á húsnæðisliðnum, sem nú er
kominn í 8%. Nánari greiningu á
vísitölunni má nálgast á vef Hag-
stofunnar, www.hagstofa.is.
$%
& '(
) * + "
* + #
,
%-
')
.
/ 0)
1 23 4
1) 3 41 * *
! 0
" 5
( # 6
,
'
7
') 8-
Væn hækkun
á milli ára