Morgunblaðið - 26.02.2009, Side 24

Morgunblaðið - 26.02.2009, Side 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 Í SEPTEMBER 2008 voru lögð fram fjárlög á Alþingi og voru útgjöld ríkisins 2009 þá áætluð um 460 milljarðar króna og ríkissjóður nær skuldlaus. Í sambandi við fjárlögin var mik- ið rætt um að auka þyrfti opinberar framkvæmdir í sam- göngumálum, m.a. með vegagerð og jarðgangagerð vítt og breitt um landið. Eftir bankahrunið hafa fjárlög ríkisins verið endur- skoðuð, en óljóst er hvernig þau verða eftir afgreiðslu Alþingis. Eitt þeirra samgönguverkefna sem ráðast átti í var bygging nýrrar hafnar við Bakka á Land- eyjasandi, ásamt smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Áætlað hef- ur verið að þessar framkvæmdir myndu kosta um 10-12 milljarða króna. Ég hef alltaf haft efa- semdir um ákvörðun um Bakka- fjöruhöfn og á hvern hátt hún var tekin. Fyrir nokkrum árum lét áhugamannahópur undir forystu þingmanns Sunnlendinga gera at- hugun á samgöngubótum til Vest- mannaeyja og einn kostur var neðansjávargöng milli lands og Eyja. Hugmyndin um jarðgöng til Eyja er áhættusöm og ekki tímabær vegna skorts á nauðsyn- legum forrannsóknum og áætl- aður kostnaður því of hár. Annar kostur var ný og stærri ferja í stað Herjólfs. Þessir kostir voru athugaðir af Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu og nið- urstaða þeirra var sú, að besta lausnin væri ný ferjuhöfn á Bakka og ferja sem hentaði þeirri höfn. Við þetta lengdist landveg- urinn frá Reykjavík úr 50 km til Þorlákshafnar í 120 km að Bakka. Á móti kemur að siglingin til Eyja styttist verulega. Það hefur lengst af verið talið óráð að reyna hafnargerð fyrir opnu Atl- antshafi á sandströndunum sunn- anlands, sem myndast hafa við framburð stórfljótanna og strand- lengjan er sí- breytileg. Hætt er við að höfn þarna fyllist af sandi í væntanlegu Kötlu- gosi. Meginforsenda þess að talið er mögulegt að byggja höfn við Bakka er, að skammt undan landi er rif á 3,3 m dýpi, sem úthafsaldan brotnar á og ver höfnina gegn brim- inu. Sérbyggða, grunnskreiða ferju þarf fyrir þessa höfn. Fregnir hafa verið um að flest- ar hafnir utan Faxaflóahafna eigi við verulegan rekstrarhalla að stríða og þurfi á fjárhagsaðstoð að halda. Leiða má að því líkur, að ný Bakkafjöruhöfn bætist í hóp þeirra hafna sem ekki standi undir rekstrarkostnaði. Þorláks- höfn er aðalhöfn Sunnlendinga og þar í nágrenni er að rísa marg- háttaður útflutningsiðnaður. Efla þarf Þorlákshöfn sem stórskipa- höfn og það skaðar afkomumögu- leika hafnarinnar að leggja ferju- siglingar þaðan niður. Nú hafa framkvæmdir við gerð grjótvarn- argarða fyrir Bakkafjöruhöfn verið boðnar út og er grjótvinnsla hafin í Seljalandsheiði, í 20 km fjarlægð frá á Bakka. Grjót- vinnslan er rétt ofan við Selja- landsfoss og í óþökk heimamanna og umhverfis- og ferðamála- samtaka. Samið hefur verið við þýska skipasmíðastöð um smíði sérhannaðrar ferju fyrir Bakka- fjöruhöfn, en vegna efnahags- ástandsins í landinu hefur ríkið ekki getað lagt fram viðunandi smíðatryggingu fyrir skipið. Vestmannaeyingum leist ekki á tillöguna um Bakkafjöruhöfn og söfnuðu undirskriftum til að fá nýja ferju í stað Herjólfs. Munu um 3000 eyjaskeggjar af 5000 hafa skrifað undir þetta skjal. Á Íslandi tíðkast ekki að hlusta mikið á vilja fólksins, íbúalýðræði er aðeins í orði, ekki á borði. Gerð Bakkafjöruhafnar er full- mikil áhætta og mér virðist eini álitlegi kosturinn til frambúðar sé ný, stór og hraðskreið ferja í stað gamla Herjólfs. Einnig þarf að losa ríkið frá rekstri ferjusiglinga og koma henni í hendur Vest- mannaeyinga sjálfra. Það er því enn tími til að hætta við það glap- ræði sem Bakkafjöruhöfn er, gegn hæfilegum bótum til þess trausta verktaka sem tók að sér grjót- vinnsluna. Nú er mikilvægt að reyna með öllum ráðum að draga úr atvinnu- leysi í verktaka- og byggingariðn- aði. Grjótvinnsla er ekki mann- aflsfrek, það er aðallega tækja- vinna. Byggingariðnaðinum verður ekki bjargað þar sem byggt hefur verið á undanförnum árum svo mikið umfram eftirspurn, að nú- verandi íbúðar-, skrifstofu- og at- vinnuhúsnæði fullnægir þörfinni til næstu fimm ára. Til að viðhalda atvinnu í verktakaiðnaði er aðeins einn möguleiki fyrir hendi og það er að stórauka framkvæmdir í vegagerð. Þetta er ráð sem aðrar þjóðir, t.d. Bandaríkin, grípa til vegna heimskreppunnar sem nú er að leggjast yfir með sívaxandi þunga. Vegurinn yfir Hellisheiði austur að Selfossi var lagður á ár- unum 1970-76 og þá með láni frá Alþjóðabankanum og samkvæmt gæðakröfum hans. Tvöföldun Suð- urlandsvegar og Vesturlandsvegar eru brýnustu verkefnin í vega- gerð, sem koma allri þjóðinni til góða. Eðlilegt er að leita til al- þjóðlegra fjármálastofnana og fjárfestingasjóða til að fjármagna þetta átak. Aðeins eitt verkefni er réttlætanlegt í jarðgangagerð í næstu framtíð, en það er Vaðla- heiðargöngin. Þau göng koma allri þjóðinni til góða. Við höfum ekki ráð á fleiri gæluverkefnum eins og Héðinsfjarðargöngum, sem nú eru í byggingu. Er þörf á Bakkafjöruhöfn? Páll Ólafsson skrif- ar um Bakkafjöru » Það er því enn tími til að hætta við það glapræði sem Bakka- fjöruhöfn er... Páll Ólafsson Höfundur er verkfræðingur, palloth@simnet.is ÓGÖNGUR hins ís- lenska efnahagskerfis eiga sér marg- slungnar rætur en fáum dylst þó að and- varaleysi og sam- trygging fjölmiðla, stjórnmála og við- skipta eru meðal höf- uðástæðna. Þar við bætist svo almennur þjóðargorgeir og það virðingarleysi fyrir verð- mætum sem að nokkru hefur ein- kennt íslenska þjóð frá stríðs- lokum. Hamfarasaga undanfarinna ára hefst með því að undir lok 20. aldar voru ríkisbankarnir einkavæddir með því að skipta þeim upp milli stjórnmálaflokkanna. Þar fengu Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur og aðilar þeim tengdir, hvor sinn banka og aðilar tengdir Samfylkingu þann þriðja í gegnum FBA sem rann inn í Glitni. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en í dag vekur mikla furðu hversu margt fór úrskeiðis við þessa einkavæðingu og hversu hjáróma og máttlaus andmæli stjórnmála- manna og fjölmiðla voru þrátt fyrir augljós afglöp. Gott dæmi um þetta er þegar frétt birtist þess efnis skömmu eft- ir einkavæðingu Landsbankans að kaupverð bankans hefði reyndar ekki numið meiru en sem nam end- ursöluverði málverka sem óvart fylgdu með bankanum. Fyrir utan lítils háttar gagnrýni stjórnarand- stöðu var hljótt um þetta mál. Með réttu hefðu þingmenn allra flokka átt að rísa upp og krefjast riftunar eða a.m.k. afsagnar þeirra ráð- herra sem að afglöpunum stóðu. En hversvegna varð það ekki? Ástæðan er ægivald flokkakerfisins. Þrír af stjórnmálaflokkum landsins höfðu fengið banka og innan þeirra voru sameiginlegir hagsmunir að grugga sem minnst í þeim polli sem einkavæðingin var. Hver sá þingmaður sem hugði á frama inn- an síns flokks hlaut því að bæla með sér að ákveðnu marki gagn- rýni vegna þessa. Til þess að slæva eigin samvisku gat viðkomandi þingmaður höfðað til þess að flokk- urinn hefði ekki falið honum að berjast sérstaklega í þessu máli heldur ætti hann að leysa önnur verkefni! Flokkar hafa ekki samvisku. Að- eins einstaklingar af holdi og blóði búa yfir slíkum gæðum. Hópur manna getur hæglega sett sig í þá ankannalegu stöðu að setja hags- muni hópsins ofar eigin samvisku. Í því liggur grunnurinn að óförunum í íslensku samfélagi. Alþingi Íslend- inga þarf á að halda frjálsum þing- mönnum sem ekki eru rígbundnir af flokkakerfi. Gömlu stjórn- málaflokkarnir munu seint verða heppilegastir til að geta af sér slíka stjórnmálamenn. Flokkar hafa ekki samvisku Bjarni Harðarson skrifar um efna- hagsmál og rík- isstjórnina Bjarni Harðarson » Alþingi þarf á að halda frjálsum þing- mönnum sem ekki eru rígbundnir af flokka- kerfi. Gömlu flokkarnir munu seint geta af sér slíka stjórnmála- menn … Höfundur er bóksali og fyrrverandi félagi í Framsóknarflokki. JÓHANN Bjarni Kolbeinsson blaða- maður Morgunblaðs- ins skrifaði nýverið pistil um fréttaskýr- ingaþáttinn Kompás. Þótti blaðamanninum það undarleg ákvörð- un að taka þáttinn af dagskrá og gerði því jafnvel skóna að annarleg sjón- armið byggju að baki. Rétt er að upplýsa eftirfarandi. Kompás var sendur út einu sinni í viku í opinni dagskrá og skilaði því ekki beinum áskriftartekjum og af- ar takmörkuðum auglýsingatekjum. Árlegur kostnaður þáttarins var 60 milljónir króna og sýning- artímabilið náði yfir átta mánuði á ári. Stöð 2 hefur ætíð sinnt þjóð- félagslegri umræðu af miklum metnaði með fréttum og frétta- tengdum þáttum – daglega allt árið um kring, í opinni dagskrá og án opinberra framlaga. Svo er enn. Þá eru ótaldir aðrir þættir eins og t.d. Sjálfstætt fólk, Markaðurinn, fyr- irvaralausar beinar útsendingar í sjónvarpi, fréttir frá fréttastofu á klukkustundarfresti á Bylgjunni og á vefnum Vísir.is. Á því þriggja ára tímabili sem Kompás var sendur út á Stöð 2 sá Ríkissjónvarpið sér ekki fært að halda úti rannsóknarblaðamennsku í líkingu við Kompás þrátt fyrir tryggt 3000 milljón króna árlegt framlag frá skattgreiðendum. Við það bætast 700 milljón króna útgjöld umfram ríkisframlag og auglýsingatekjur, bara á síðasta ári. Ekki er minnst einu orði á hlutverk og skyldur Rúv í pistlinum eða tengdri umræðu. Raunveruleikinn í fyrirtækjarekstri í dag er harður húsbóndi. Til viðbótar er óhemju erfið samkeppnisstaða einkarekinna fjölmiðla gagnvart Rúv að bæta þar gráu ofan á svart. Þetta þekkja stjórnendur Morg- unblaðsins ekkert síður en stjórn- endur Stöðvar 2. Það þarf því mið- ur ekki að hafa mörg orð um þá staðreynd að Stöð 2 hefur ekki ráð á því eins og sakir standa að halda Kompási úti í yfirstandandi árferði, en getur tekið upp þráðinn að nýju þegar tækifæri gefst. Það er nú kjarni málsins. Allt kostar peninga – Kompás líka Pálmi Guðmunds- son skrifar um fréttaskýring- arþáttinn Kompás Pálmi Guðmundsson »Raunveruleikinn í fyrirtækjarekstri í dag er harður húsbóndi … Stöð 2 hefur ekki ráð á því eins og sakir standa að halda Komp- ási úti Höfundur er sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 UMRÆÐA um merkingar á innlendri framleiðslu er fagn- aðarefni. Líkt og fram hefur komið í frétta- skýringum Stöðvar 2 er áhrifamáttur þess að sérmerkja vöru sem íslenska fram- leiðslu mjög sterkur. Neytendur eiga rétt á að vita hvaðan vara er upprunnin og þeir eiga að geta treyst því að notkun á fána eða fánalitum aðgreini inn- lenda og erlenda framleiðslu. Formaður Sambands garð- yrkjubænda hefur lengi bent á að það skorti reglur í íslensku laga- umhverfi fyrir þá sem vilja sér- merkja innlenda framleiðslu. Til að hægt sé að byggja upp traust neytenda þarf að sjálfsögðu að vera ljóst hvaða skilyrði vara þarf að uppfylla svo að hún teljist ís- lensk. Garðyrkjubændur, með sína fánarönd, hafa unnið þrekvirki í markaðsmálum. Með fánaröndinni hefur þeim ekki aðeins tekist að merkja innlenda gæðaframleiðslu sérstaklega, heldur er framleiðslan í sumum tilfellum merkt ein- stökum bændum. En þessu starfi er stöðugt ógnað. Bændasamtök Ís- lands hafa unnið að undirbúningi upp- runamerkinga á fram- leiðsluvörum bænda og afurðastöðva þeirra. Hugmyndin er að fá sérstakt leyfi forsætisráðuneytisins til að nota íslenska fánann á umbúðir ís- lenskrar landbún- aðarframleiðslu. Fyrir liggja drög að reglum um hvernig megi nota merkið. Þar er kveðið á um hvern- ig eftirliti með notkun þess verði háttað og ekki síst hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að vara teljist íslensk. Matís ohf. hefur verið ráð- gefandi fagaðili við undirbúning verksins. Gert er ráð fyrir að gera strangar kröfur til hráefna og vöru. Meðal annars þarf að huga að hreinleika, uppruna og mögu- legri íblöndun. Notkun á fánanum á ætíð að vera hófsöm og vönduð því byggja þarf upp traust neyt- enda á slíkri merkingu. Alþingismenn taki af skarið Undirbúningur Bændasamtak- anna að íslenskri upprunamerk- ingu hefur staðið lengi og mörgum bændum er farið að leiðast þófið. Þar veldur ekki eingöngu tíma- frekur undirbúningur heldur einn- ig vinna forsætisráðuneytis og Al- þingis. Breyta þarf fánalögum og setja sérstaka reglugerð, svo veita megi leyfi fyrir notkun íslenska fánans til að merkja íslenska fram- leiðslu, eins og Bændasamtökin hafa óskað eftir. Undirbúningur að því er hafinn hjá ráðuneytinu, en ekki hefur tekist að koma málinu í höfn. Því er þess farið á leit við nýja ríkisstjórn og forsætisráð- herra að hraða þessari vinnu og veita þannig markaðssetningu á ís- lenskum landbúnaðarvörum mik- ilvægan stuðning. Endurbætur á fánalögum eru mikilvægt skref í þessu sambandi. Þó tími til kosninga sé stuttur og mörg erfið mál á dagskrá Al- þingis, þá er þetta mál sem allir alþingismenn ættu að geta samein- ast um. Aðgerðir til að styrkja undirstöður íslenskra atvinnuvega þurfa ekki að vera flóknar og kostnaðarsamar og vonast má til að góð sátt náist um þetta mál. Merkja skal íslenska framleiðslu Haraldur Bene- diktsson skrifar um merkingar á afurð- um íslenskra bænda » Bændasamtök Ís- lands hafa unnið að undirbúningi upp- runamerkinga á fram- leiðsluvörum bænda og afurðastöðva þeirra Haraldur Benediktsson Höfundur er formaður Bændasamtaka Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.