Morgunblaðið - 26.02.2009, Side 25
Umræðan 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Í LEIÐARA Morg-
unblaðsins föstudaginn
13. febrúar sl. er
fjallað um þær tillögur
nefndar ríkisstjórn-
arinnar, sem Mats Jos-
efsson veitir forstöðu,
að styrkja þurfi eig-
endahlutverk ríkisins
gagnvart nýjum rík-
isbönkum og taka með skipulegri
hætti á erfiðum skuldamálum en
hingað til. Í leiðaranum kemur fram
sú leiða vanahugsun að sterkt eig-
endahlutverk af hálfu hins opinbera
hljóti einnig að fela í sér aukin af-
skipti pólitískra fulltrúa af við-
skiptalegum ákvörðunum bankanna.
Framkvæmdastjóri SA virtist á
föstudag einnig höggva í sama kné-
runn. Fátt er hins vegar fjær sanni.
Í því efnahagshruni sem varð í
kjölfar bankahrunsins er fyr-
irsjáanlegt að margir, ef ekki flestir,
stærstu skuldunauta bankanna
muni lenda í rekstrar- og eða fjár-
hagsörðugleikum. Óhætt er að segja
að vandinn sem við stöndum frammi
fyrir er því með því versta sem sést
hefur í heiminum. Því er mikilvægt
að læra af reynslu þeirra sem best
þekkja til og best gekk
að vinna sig úr áþekk-
um erfiðleikum. Þar
eru Svíar og Finnar í
sérflokki.
Það verður ekki
umflúið að ríkið komi
að ákvörðunum um
meðferð skulda fyr-
irtækja. Þannig þarf að
taka grundvall-
arákvarðanir, t.d. um
hvort leita skuli sem
hraðastrar fullnustu
skulda eða hvort hags-
munum sé betur komið með ein-
hvers konar þátttöku í fjárhagslegri
endurskipulagningu. Spurningin er
einungis hver sinni þessu verkefni
fyrir hönd ríkisins og hvort tekið sé
með sambærilegum hætti á sam-
bærilegum málum í öllum bönk-
unum.
Það er óráð að leggja þessi mál í
hendur hvers banka um sig. Margir
stærstu lántakendurnir hafa vaxið
bönkunum yfir höfuð. Þá eru margir
stærstu lántakendanna með lán í
fleiri en einum bankanna og í mörg-
um tilvikum í þeim öllum. Að síðustu
er rétt að minna á að enn er mikil
óvissa um hversu hratt og vel okkur
tekst að greiða úr skuldamálum fyr-
irtækja. Ef nýju bankarnir halda
áfram lánum með verulegri taps-
áhættu í bókum sínum bjóðum við
þeirri hættu heim að þeir verði veik-
ari fyrir áföllum en ella þyrfti að
vera og fái seinna en ella lánafyr-
irgreiðslu á erlendum mörkuðum.
Nýju bönkunum er ætlað að
stefna fram á veginn og einbeita
kröftum sínum að þjónustu við
heimili og atvinnulíf. Uppsöfnuð
þekking hjá bönkunum er góð-
ærisþekking þar sem lítið var feng-
ist við flókna endurskipulagningu
atvinnurekstrar í kröggum. Sú lausn
sem Josefsson-nefndin leggur til er
byggð á bestu reynslu frá öðrum
þjóðum sem gengið hafa í gegnum
bankakreppur. Aðferðin felst í að
sett er á fót eitt miðlægt eignasýslu-
fyrirtæki sem takist á við stærstu og
flóknustu lánamál og skuldbreyt-
ingar.
Verkefnið er viðkvæmt og því
mikilvægt að skapa því traustan
ramma þar sem unnið er eftir skýr-
um reglum. Tilgangurinn er ekki sá
að koma upp nýjum ríkisfyr-
irtækjum heldur að tryggja að einn
aðili sinni úrvinnslu stærstu og
flóknustu skuldamála bankanna þar
sem hægt sé að koma við endur-
fjármögnum og endurskipulagningu
í rekstri þar sem slíkt er skyn-
samlegt út frá viðskiptalegum eða
þjóðhagslegum forsendum. Í mörg-
um tilvikum kallar slíkt á tímabund-
ið inngrip í eignarhald enda ljóst að
fjármagn frá ríkinu verði til að koma
til að forða tjóni. Slíkt eru hinar við-
urkenndu aðferðir til að verja hags-
muni þeirra sem koma að fjárhags-
legri endurskipulagningu illa
staddra fyrirtækja og vandséð að
aðrar leiðir séu færar á tímum þar
sem flestar hefðbundnar upp-
sprettur fjármagns hafa þornað
upp.
Í leiðaranum er því haldið fram að
áherslur Jóhönnu Sigurðardóttur
forsætisráðherra til varnar al-
mannahagsmunum í þessu máli séu
skref í þá átt að færa bankana nær
stjórnmálunum. Þessi staðhæfing
byggist alfarið á þeim misskilningi
að miðstýrt eignaumsýslufyrirtæki
greiði fyrir pólitískum afskiptum.
Fyrir því eru engin rök. Spyrja má á
móti hvort þrjú pólitískt skipuð
bankaráð sem taki ákvarðanir án al-
mennra leikreglna séu betri varð-
menn gegn pólitískum afskiptum en
eitt eignaumsýslufyrirtæki sem
tryggi jafnræði í meðferð sambæri-
legra mála og hámarki þau verð-
mæti sem verið er að verja? Ætlunin
er að eignaumsýslufyrirtækið starfi
á grundvelli almennra leikreglna og
sú staðreynd mun auðvelda að halda
viðskiptamálefnum í hæfilegri fjar-
lægð frá pólitískri hagsmunagæslu.
Einfalt er í uppbyggingu fyrirtæk-
isins að tryggja fagmennsku og fjar-
lægð frá hinu pólitíska valdi, en jafn-
framt að fullt gagnsæi sé í
ákvörðunum fyrirtækisins.
Enginn vill afturhvarf til póli-
tískrar íhlutunar í viðskiptaákvarð-
anir banka. En almenningur á rétt á
að tekið sé á sambærilegum málum
með sambærilegum aðferðum og að
tryggt sé að hagsmunir ríkisins séu
varðir með almennum leikreglum,
frekar en að tilviljun ráði ákvörð-
unum og þær séu allar vafðar í þoku
ógagnsæis og efasemda vegna flók-
inna vináttu- og eignatengsla. Eitt
er ljóst: Ríkisafskiptaleysi af fjár-
málamarkaði og stefnuleysi hins op-
inbera í uppbyggingu fjár-
málamarkaða hefur kallað hrikalegt
hrun yfir íslenskt samfélag. Það er
tímabært að við tileinkum okkur
virk, fagleg og gagnsæ ríkisafskipti
af þeirri gerð sem reynst hafa ná-
grannalöndum okkar afar vel.
Um mun á opinberum afskiptum og pólitískum
Árni Páll Árnason
gerir athugasemdir
við leiðara Morg-
unblaðsins
» Það er tímabært að
við tileinkum okkur
virk, fagleg og gagnsæ
ríkisafskipti af þeirri
gerð sem reynst hafa
nágrannalöndum okkar
afar vel.
Árni Páll Árnason
Höfundur er alþingismaður.
HVAÐ stendur í
vegi fyrir því að hægt
sé að stunda land-
búnað í heiminum
þannig að bændur hafi
það ágætt, fólk fái nóg
af borða og ekki sé
stunduð rányrkja á
umhverfinu?
Þetta er að sjálf-
sögðu frekar erfið og
stór spurning, en ef maður spyr sig
ekki stórra spurninga fær maður
aldrei stór svör.
Staða landbúnaðar í heiminum er
ískyggileg, nægir að benda á eina
staðreynd. Árið 2007 var merkilegt
á marga vegu en ekki síst vegna
þess að þá kom í ljós að fleira fólk
var of feitt heldur en hungrað. Einn
milljarður manna er of feitur, með-
an 850 milljónir manna í heiminum
þurfa að líða hungur. Það er aug-
ljóslega eitthvað virkilega bogið við
þetta kerfi.
Í sögu mannsins hefur aldrei ver-
ið til jafn framleiðin
stétt og bændur í dag.
Á sama tíma eru lífs-
skilyrði stéttarinnar
þannig að nýliðun er
lítil sem engin (á Vest-
urlöndum). Félagsleg
vandamál í Bandaríkj-
unum eins og t.d. eit-
urlyfjaneysla eru meiri
í dreifbýli en í þéttbýli.
Hækkandi með-
alaldur er vandamál
bænda á öllum Vest-
urlöndum. Í Banda-
ríkjunum er meðalaldurinn 55 ár og
í Bretlandi er meðalaldurinn 58 ár.
Það segir sig sjálft að þegar staðan
er svona eru framtíðarhorfur ekki
glæsilegar.
Þessu kerfi hefur verið komið á
laggirnar af talsmönnum nýfrjáls-
hyggju síðustu þriggja áratuga.
Nýfrjálshyggja hefur aukið ör-
birgð smábænda út um allan heim,
kannski er frekar hægt að tala um
stríð á hendur smábændum. Hin
svokallaða hagræðing sem orðið
hefur af breytingum síðustu ára
hafa ekki verið til annars en að
milliliðir hafa makað krókinn meðan
neytendur og framleiðendur tapa.
Landbúnaðarhagfræðingurinn C.
Robert Taylor bar vitni fyrir þing-
nefnd Bandaríkjaþings árið 1999 og
sagði: „Síðan 1984 hefur raunverð á
matarkörfu hækkað um 2,8% á
meðan hlutur bænda hefur dregist
saman um 35,7%.“ Þessar risavöxnu
samsteypur græða meðan aðrir
svelta. Árið 2007 jókst gróði Cargill
(stærsta matarfyrirtækis í heimi)
um 30% á meðan matvælaverð
hækkaði stöðugt og að mati Sam-
einuðu þjóðanna bættust 100 millj-
ónir við hóp hungraðra í heiminum.
Í heiminum í dag eru starfrækt
gríðarstór samtök smábænda sem
kalla sig Via Campesina (með um
150 milljón meðlimi) og berjast fyrir
breytingu á landbúnaðarstefnu
heimsins. Eitt af aðalbaráttumálum
þeirra er réttur þjóða og hópa til að
ákveða sína eigin landbún-
aðarstefnu og vera ekki þrælar
markaðsins. Hugtak þetta kalla þeir
„food sovereignty“ sem gæti verið
snúið uppá íslensku sem „matvæla
fullveldi“.
Þeir með öðrum orðum vilja
stoppa ofríki auðvaldsins yfir bænd-
um. Ofríki sem birtist í því hvernig
bændum er att saman, til að berja
niður verð til bænda. Þannig maka
milliliðirnir krókinn sem eru á
heildina litið alls ekki svo margir.
Gríðarleg samþjöppun milliliða hef-
ur leitt til þess að tíu fyrirtæki
stjórna 84% af eiturefnamarkaði,
Tíu fyrirtæki stjórna helmingi af
sölu útsæðis í heiminum, tíu stærstu
matarvinnslufyrirtæki Bandaríkj-
anna stjórna 24% af markaði með
unna matvöru (veltan á þeim mark-
aði er 1,25 billjarðar dollara) og svo
framvegis. Flöskuhálsinn milli neyt-
enda og bænda eru örfáir voldugir
milliliðir.
Þessi samkeppni leiðir til þess að
matur er framleiddur á ósjálfbæran
hátt (sérstakt dæmi er Ástralía þar
sem stunduð er einhver ósjálfbær-
asta framleiðsla sem um getur), á
ómannúðlegan hátt (verksmiðjubú
Vesturlanda og þrælkunarvinna
þróunarlanda) og þannig að bændur
hafa varla í sig og á. Í hinu svokall-
aða heimsmarkaðsverði sem afurðir
íslenskra bænda eru bornar saman
við er aldrei tekið tillit til aðstæðna
þar sem varan er framleidd, aldrei
er tekið tillit til umhverfislegs
kostnaðar.
Íslensk stjórnvöld þurfa því að
vinna í landbúnaðarstefnu sem á
framtíð fyrir sér. Reyna að búa
þannig um hnútana að einhver ný-
liðun verði í greininni og hvetja til
sjálfbærrar framleiðslu. Einnig
þurfa íslensku bændasamtökin að
styðja við baráttu smábænda í
þriðja heiminum gegn stórfyr-
irtækjum, því að við erum í sama
liði og þeir, þeirra barátta er okkar
barátta.
Það er óþolandi, ósanngjarnt og
hreinlega ósatt þegar það er látið
líta út fyrir að íslenskir bændur
standi í vegi fyrir framþróun þriðja
heimsins eins og stundum er látið
líta út fyrir. Ef smábændur í þróun-
arlöndum fá tækifæri til að stunda
landbúnað á sinn hátt án þess að
vera arðrændir af milliliðum þá er
unninn stór sigur í baráttunni gegn
fátækt, þar sem 70% íbúa í þróun-
arlöndum búa í dreifbýli. Það eru
þrír milljarðar manna.
Staða landbúnaðar
í heiminum
Kári Gautason
skrifar um landbún-
aðarmál
» Það er óþolandi,
ósanngjarnt og
hreinlega ósatt þegar
það er látið líta út fyrir
að íslenskir bændur
standi í vegi fyrir
framþróun þriðja
heimsins eins og stund-
um er látið líta út fyrir.
Kári Gautason
Höfundur er nemi við Menntaskólann
á Akureyri.
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18,
laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16
Listmunauppboð
Næsta listmunauppboð
Gallerís Foldar verður haldið
9. mars
Erum að taka á móti verkum
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu