Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.
Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð-
arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni.
Skoðanir fólksins
Foreldrarnir heita Rík-
isstjórn Alþingis og
Seðlabanki Fjármála-
eftirlits. Þau ólu börn sín
upp eins og tíðkast hefur á Íslandi,
án mikils aga en nógu miklum samt
til að börnin færu sér ekki að voða.
Ekki hefur tíðkast að hefta sköp-
unargáfu þeirra né kraft of mikið.’
NÚ STANDA margir foreldrar í þeim spor-
um að afkomendur þeirra eru á leið frá Íslandi
vegna efnahagsástandsins. Vel menntuðum Ís-
lendingum standa ýmsar dyr opnar í mörgum
öðrum löndum vegna EES-samstarfsins og
samninga Norðurlandanna á milli. Flestir þess-
ara ungu Íslendinga vilja gjarnan búa á Íslandi
en því miður fórst íslenskum stjórnvöldum það
fyrir að tryggja undirstöður efnhagslífsins. Það
leiddi til þess að bankakerfið hrundi og með því
töpuðust fleiri hundruð vel launuð störf. Einnig riða mörg önnur
fyrirtæki til falls. Þrátt fyrir þessa kollsteypu þráast enn margir
stjórnmálamenn við því að horfast í augu við raunveruleikann og
tala um að byggja upp landið á nýjan leik með gömlum aðferðum.
Flestir íslenskir og erlendir hagfræðingar hafa ráðlagt íslensk-
um stjórnvöldum að fljótasta og öruggasta leiðin til að byggja upp
traust á íslensku efnhagslífi er að sækja um aðild að Evrópusam-
bandinu og taka upp evru þegar aðstæður leyfa. Öflugir hags-
munaðilar í sjávarútvegi og landbúnaði berjast hins vegar eins og
ljón gegn þessum hugmyndum því þeir telja að þar með muni
þeirra sérhagsmunir verða fyrir borð bornir. Samt sem áður eru
flestir á því að ef hagsmunir íslensku þjóðarinnar sem heild væru
hafðir að leiðarljósi væri ekki spurning hvaða niðurstaða yrði ofan
á.
En því miður eru það ekki alltaf hagsmunir almennings sem eru
hafðir að leiðarljósi. Fyrir skömmu skrifaði Pétur Stefánsson verk-
fræðingur umhugsunarverða grein i Morgunblaðið þar sem hann
færði rök fyrir því að við ættum ekki láta kalt hagsmunamat ráð
för heldur heitar tilfinningar. Pétur segir orðrétt í greininni; „Það
er ekki útilokað að þjóðin kunni frekar að kjósa að hafa aðeins
minna á milli handanna en njóti í þess í stað frelsis og gera sín
mistök við og við.“
Ég er algjörlega ósammála Pétri í þessum efnum. Það er merki-
legt að flestir þeir sem halda þessu fram eru komnir yfir miðjan
aldur og hafa komið sér ágætlega fyrir efnahagslega. Eiga flestir
fasteignir og skulda lítið. Það er ekki unga fólkið með húsnæðislán
og aðrar sligandi greiðslubyrðar sem heldur þessu fram. Það fólk
mun í stríðum straumi mun láta kalt hagsmunamat ráða för. Það
mun yfirgefa fósturjörðina af því að það getur ekki framleitt fjöl-
skyldum sínum við þær aðstæður sem boðið er upp á Íslandi í dag.
Skynsamir menn læra af reynslunni og passa sig á því að gera
ekki sömu mistökin tvisvar. Varla getur Pétur vonast til að við
gerum sömu efnhagslegu mistökin og við höfum gert undanfarin
2-3 ár. Ekki nema að hann vilji að við missum vel menntaða iðn-
aðarmenn, frumkvöðla og fólk með sérhæfða háskólamenntun til
útlanda.
Það er þetta fólk við þurfum til að byggja upp hér nýtt Ísland.
Fólk með sérmenntun, fólk með hugmyndir og fólk á þeim aldri
sem skapar verðmætin. Þá verða hér eftir börn, gamalmenni og
fólk sem af ýmsum ástæðum getur ekki yfirgefið landið. Sú fram-
tíðarsýn hugnast mér ekki. Látum kalt hagsmunamat en ekki heit-
ar tilfinningar ráða för varðandi framtíðarstefnu íslensku þjóð-
arinnar í efnhagsmálum.
Börnin burt!
Andrés Pétursson, Kópavogi.
Í ÖLLUM breytingunum sem á landi
og þjóð skella er ýmislegt sem staldra
þarf við, áður en niðurrifið eða uppbygg-
ingin hefst. Það sem einna helst hefur
beðið hnekki er sjálfsmynd okkar sem
þjóðar og í leiðinni er ímynd okkar út á
við orðin bagaleg. Engar patentlausnir
eru til staðar til að bregðast við þessu og
ekkert lokasvar er hægt að finna, hvorki
til þess að endurheimta sess okkar í sam-
félagi þjóðanna né til þess að auka hlut okkar á þeim vett-
vangi.
Lengi hefur verið haft fyrir satt að við Íslendingar séum
framarlega á ýmsum sviðum og í tengslum við viðlíka þjóð-
ernishyggju höfum við verið að hlaupa út undan okkur, oftar
en ekki meira af kappi en forsjá. Sem dæmi um það er fjöldi
skóla sem settir hafa verið á fót á framhaldsstigi fyrst og svo
seinna á háskólastigi. Í ræðu og riti hefur verið tilhneiging
til þess að hampa menntunarstigi þjóðarinnar og er það vel,
þó er vafi í mínum huga um þennan „pólitíska vilja“ sem
ræður um framtíð menntunar og áherslur þar á, hér heima á
Fróni. Hvernig getum við staðið undir þeim væntingum sem
lesa má á milli línanna í hátíðar- og tækifærisræðuhöldum
landa okkar, bæði hér heima sem og í hinum stóra heimi? Er
ekki kominn tími til þess að „opna veskið“ jafnmikið upp á
gátt og ginin sem gaspra um ágæti menntunarinnar og hið
háa menntunarstig þjóðarinnar?
Þetta eru eilítið viðamiklar spurningar en þó, ef grannt er
skoðað, spurningar sem vert er að spyrja sig á öllum stigum
þeirra umbreytinga sem þjóðin virðist vera að gangast und-
ir. Víst er að hver telur sinn fugl fegurstan og sitt svar skyn-
samlegast að verða til framdráttar en undirritaðan langar til
þess að leggja orð í belg og draga upp eilitla mynd sem gæti
verið prýði þjóðar þegar fram í sækir.
Við Háskólann á Akureyri stundar undirritaður meist-
aranám um þessar mundir, bæði ML í lögfræði og svo L.LM
í svonefndum heimskautarétti eða Polar Law. Að und-
anförnu hefur ýmislegt gengið á í samfélaginu og án þess að
fjölyrða neitt um samfélagslegu breytingarnar allar er
máski rétt að lýsa frá sjónarhóli námsmanns á landsbyggð-
inni þeim sjónarmiðum sem við hérna þurfum að berjast
gegn. Einhverra hluta vegna er alltaf tilhneiging til þess að
naga í hæla þeirra framsýnu aðila sem opna vilja nýjar gátt-
ir í menntun og efni menntunar og einsett hafa sér að
byggja upp og ekki síst viðhalda, háskóla á landsbyggðinni.
Það má með nokkurri vissu ætla að niðurskurðar í mennta-
málum, líkt og á öðrum sviðum samfélagsins, eigi eftir að
gæta og vísast er að allir eigi eftir að finna duglega fyrir því,
landið um kring. Málsvörnin til að gæta þess að ofangreind
svið Háskólans á Akureyri, þá einkum og sér í lagi Heim-
skautaréttarsviði skólans, verði hlíft við niðurskurði og út-
víkkun þeirrar varnar í sókn með auknum fjárframlögum, er
margslungin.
Fyrst ber að nefna að stöðu Íslands á alþjóðasviði ætti
fyrst og fremst að tryggja og styrkja eftir landfræðilegri
legu eylands okkar. Ísland er eitt átta ríkja sem nefnd eru
heimskautaríki, nærtækast er að styrkja stöðu okkar og það
verður ekki gert nema með fólki sem einsett hefur sér að
sérhæfa sig í málefnum svæðisins.
Í öðru lagi telur undirritaður einsýnt að hagur Íslands
sem heildar sé ekki í því fólginn að reyna að finna upp hjólið
aftur og aftur, á það við öll svið samfélagsins, heldur að
njóta ávaxta eldri ríkja og reyndari, t.d. með því að hafa yf-
irsýn yfir afmörkuð svið s.s. auðlindanýtingu og reglugerð-
arbáknin þar sem búið er að sannreyna að virknin er til stað-
ar hjá öðrum. Velja og hafna hvað hentar séríslenskum
veruleika en ekki að halda að við ein búum yfir svörunum og
séum ein þess umkomin að semja reglur og lög þegar aðrir
og okkur meiri eru búnir að lifa og hrærast í viðhlítandi
veruleika mun lengur en lýðveldið Ísland hefur verið til.
Í þriðja lagi eru svo að ótalin tengslanet sem myndast við
fjölþjóðlegt nám sem sótt er af Íslendingum og skiptinemum
alls staðar af heimskringlunni og verður til þess að fram-
ganga þjóðarinnar reynist auðveldari þegar fram í sækir.
Hafa verður í huga að jafnfámenn þjóð og við Íslendingar
getum ekki staðið einir í stórsjó alþjóðasamskipta og, eins
og áður segir, er besta vörnin sókn.
Lengi mætti telja upp ágæti laganáms sem rætur hefur í
félagsfræðilegum og samfélagstengdum greinum án þess að
það sé staður og stund til þess hér, en það er einsýnt að
þröngsýni og áherslur í menntamálum á sviðum sem lúta
eingöngu að afmörkuðum sviðum samfélags okkar hér á Ís-
landi verður einungis til þess að við eltum skottið á okkur út
í hið óendanlega, fram að næsta hruni viðmiða okkar og
gilda líkt og nú er raunin.
Því er ákall undirritaðs það að komandi stjórnvöld hafi
það í huga að sprotanám líkt og Polar Law-námið við Há-
skólann á Akureyri er samfélaginu lífsnauðsynlegt, bæði
heima fyrir sem og á sviði alþjóðasamskipta Íslands. Hafa
ber líka í huga að höggva skal síst í veikar undirstöður
menntunar því óháð öðru er afturhaldssemi á menntasviði
ávísun á bakkgírinn á öllum öðrum sviðum samfélagsins.
Einn flötur á framtíðarhorfum
Guðmundur Egill Erlendsson er
meistaranemi í lögfræði og heim-
skautarétti við Háskólann á Akureyri
ÞEGAR þetta er skrifað hinn 12. febrúar er
Þorgerður Katrín að deila við Steingrím J. um
hvort arðsemi álvera sé lítil eða mikil. Í gær
var hins vegar mest tekist á um hvalveiðar eða
ekki hvalveiðar. Daginn á undan var helsta
áhyggjuefni þingmanna meint einelti í garð
Davíðs Oddssonar. Hvað skyldi morgundag-
urinn bera í skauti sér? Blaðrið í forsetanum
kannski? Ég get varla verið sá eini sem fyllist
skelfingu við að horfa á forgangsröðun þing-
mannanna okkar. Talið er að skuldir heimilanna í landinu nemi
2.000 milljörðum. Skuldir fyrirtækjanna kunna að vera 8.000 millj-
arðar. Sveitarfélögin eru skuldsett upp fyrir haus og ríkissjóður
kann að skulda allt að 2.000 milljarða.
Efnahagsmálum þjóðarinnar er nú stjórnað af sænskum sér-
fræðingi annars vegar og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hins vegar.
Meirihluti fyrirtækja í landinu er í raun gjaldþrota og heimilin
eru skammt undan. Atvinnuleysi nálgast tveggja stafa tölu. Það
gilda neyðarlög á Íslandi. En hvað hvílir þyngst á þingmönnum
okkar? Jú eins og venjulega er það Davíð Oddsson, hvalveiðar og
álver. Þetta er ekki boðlegt þjóðinni. Veit einhver um þjóð sem
vill kaupa nokkur þúsund tonn af hvalkjöti? Veit einhver um ál-
fyrirtæki sem er að fara að reisa álver á Íslandi? Er ekki búið að
rífast nóg um Davíð Oddsson?
Það er til svokölluð Pareto-regla en hún hljóðar svona: Um 80%
afleiðinganna má rekja til 20% orsakanna. Með því að einbeita
kröftum okkar að því fáa sem veldur hinu mikla náum við há-
marksárangri í störfum okkar. Þingmenn allra flokka – hættið
kjaftæðinu! Það er kominn tími til að þið forgangsraðið verk-
efnum ykkar á þann hátt að þjóðin hafi sem mest gagn af störfum
ykkar á erfiðum tímum. Snúið ykkur öll að stóru málunum sem
varða heimilin og fyrirtækin í landinu. Það er skylda ykkar við
þjóðina.
Hættið kjaftæðinu
Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur
og lektor við tækni- og verkfræðideild HR.
Á ÍSLANDI býr 7 manna fjölskylda.
Hún hefur mátt þola margt gegnum tíð-
ina en alltaf komist út úr öllum erf-
iðleikum af sjálfsdáðum, líka þeim erf-
iðleikum sem hún hefur skapað sér sjálf.
Þess vegna hefur hún verið hamingju-
samasta fjölskylda í heimi.
Foreldrarnir heita Ríkisstjórn Alþing-
is og Seðlabanki Fjármálaeftirlits. Þau
ólu börn sín upp eins og tíðkast hefur á
Íslandi, án mikils aga en nógu miklum samt til að börnin færu
sér ekki að voða. Ekki hefur tíðkast að hefta sköpunargáfu
þeirra né kraft of mikið, því foreldranir hafa haft þá trú að á
Íslandi geti enginn búið nema sá sem framkvæmir fljótt og
hiklaust það sem honum dettur í hug. Þess vegna var fjöl-
skyldan líka sú ríkasta í heimi.
Börnin fimm á heimilinu heita, í réttri aldursröð, Landbún-
aður, Sjávarútvegur, Iðnaður, Ferðaþjónusta og yngstur er
Fjármálageiri.
Landbúnaðurinn var um tíma einbirni og hefur mátt muna
sinn fífil fegri. Um tíma gekk hann svo nærri landsins gæðum
að enn er unnið að uppgræðslu þess. Foreldrunum tókst þó
sem betur fer að hemja vöxtinn og ofbeitina þannig að nú
framleiðir hann bestu matvæli í heimi í sátt við land og þjóð.
Sjávarútvegurinn kom næstur og gerði sig strax breiðan.
Sem dæmi hirti hann af Landbúnaðinum talsvert af manna-
flanum og gekk hann svo langt í veiðinni að allir fiskistofnar
við landið voru í hættu. Aftur tóku foreldrarnir í taumana og
settu bönd á vöxtinn og ofveiðina og nú blómstar hann sem
aldrei fyrr og framleiðir að sjálfsögðu bestu og dýrustu sjáv-
arafurðir í heimi í sátt við Guð og flesta menn.
Iðnaðurinn er þriðji í röðinni. Vegna sterkra fjölskyldu-
tengsla tókst honum að vaxa með eldri systkinum sínum, að-
allega við að smíða fyrir þau tæki og tól sem urðu með tím-
anum þau bestu í heimi. Hvað annað? Einnig skapar hann
ótrúleg verðmæti með ódýrri orku og gæti og vildi gera
miklu meira. En foreldrarnir tóku í taumana og takmörkuðu
vöxtinn og ofnotkun fallvatnanna. Samt er vitað að álið okkar
er það vistvænasta í heimi.
Ferðaþjónustan kenndi fjölskyldunni þá þjónustulund sem
fæstir höfðu lært. Þessu fjórða barni í fjölskyldunni gengur
orðið vel að selja norðurljósin, brimið, lifandi hvali, sveita-
menninguna og hálendið. Foreldrarnir hafa samt haft ein-
hverjar áhyggjur og eru að setja reglur og höft um aðgengi
að viðkvæmri náttúru Íslands sem er sú sérstæðasta og fal-
legasta í heimi.
Þegar hér er komið sögu fæðist yngsta barnið, herra Fjár-
málageiri. Líkt og oft áður með yngstu börn, ólst það upp í
agaleysi og taumlausri aðdáun og æskudýrkun. Allir vildu
verða eins og hann og gera eins og hann. Óskráðar reglur um
jöfnuð, varkárni og ábyrgð viku fyrir háleitum markmiðum
um að nú yrðum við ekki bara best í heimi heldur líka stærst.
Engin þörf væri á böndum agans því markaðurinn væri
endalaus. Af og til heyrðust þó frá öldruðum foreldrunum og
skyldmennum hjáróma aðvaranir sem voru kæfðar í fæðingu.
Ekki þarf að orðlengja mikið um hvað gerðist þegar fjöl-
skyldan öll trúði því statt og stöðugt að heimurinn væri henn-
ar. Niðurstaðan er líkust því þegar fjölskyldumeðlimur fer í
óreglu og dettur í dópskuldir. Sjálfsblekking ásamt fullkom-
inni meðvirkni allra leikur stórt hlutverk og enginn vill trúa
hinu versta fyrr en handrukkarinn mætir á svæðið og heimt-
ar skuldina greidda ella hafi menn verra af. Þá fyrst verður
mönnum alvaran ljós.
Hvaða ráð á fjölskylda í svona aðstæðum? Í fyrsta lagi þarf
að viðurkenna að stofnað var til skuldanna og þær beri að
greiða á sanngjarnan hátt. Aðferðir og álagningar handrukk-
ara á hins vegar aldrei að viðurkenna. Fíkilinn þarf að setja í
meðferð og aðstandendur að komast út úr meðvirkni fíkn-
arinnar. Að meðferð lokinni er rétt að endurmeta stöðuna og
þá mun blasa við mun heilbrigðara fjölskyldulíf. Ef öll börnin
fimm lúta aga og eðlilegum takmörkunum sem byggja á
raunsæi er ekki langt í að við verðum aftur best í heimi.
Meti menn stöðuna hins vegar svo að nú þurfi að selja
landið og miðin upp í dópskuldir unglingsins þá eru þeir hinir
sömu búnir að gleyma því hversu langt við erum komin á eig-
in forsendum á ótrúlega stuttum tíma. Þeir sjá ekki að hér
drýpur smjör af hverju strái og það er engin ástæða til að
hætta barneignum og nýsköpun í hinni íslensku fjölskyldu.
Þegar rjóminn af unga fólkinu sem eðlilega sótti í bankana
kemur aftur út í samfélagið á réttum forsendum mun land
tækifæranna ekki svíkja það. Það er því síst ástæða til að
setja fjölskylduna á hreppinn og fela öðrum að sjá um bú og
búpening.
Áfram Ísland – Best í heimi.
Ísland – Best í heimi
Pétur Hafsteinn Pálsson, Grindavík.