Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.2009, Blaðsíða 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 FRAMUNDAN er uppgjör okkar Íslendinga, þar sem við verðum að horfast í augu við tímabil útrásarvík- inganna og einnig okkar, sem tókum þátt í útrásinni, annaðhvort með fjár- festingum, samþykki eða þögn gagn- vart skýrslum og aðvörunarorðum. Að eyða tíma í umræðu um inn- göngu í ESB eða hvaða skilyrði eigi að setja fram um aðildarviðræður, tel ég vera tímasóun núna, því afstaða ESB til okkar hef- ur komið fram og skilyrði um afsal svo margra lífsrétt- inda liggja fyrir sem forsenda inngöngu. Það eru aðrar spurningar, sem verður strax að tak- ast á við: Hvað er til ráða gagnvart gjaldþroti, sem smátt og smátt hefur komið fram? Hvað er til ráða gagnvart frosnu fjármálakerfi og þeirri stöðnun sem af leiðir? Brúttó skuldir vegna gömlu bankanna, sem ríkið er nú talið í ábyrgð gagnvart eru nú taldar vera um 2300 milljarðar, sem við stöndum frammi fyrir að eiga að borga, skuldir útrásarvíkinga innanlands og stofnana þeirra í bankaleynd, áætlað um 1500 milljarðar, skuldir sjávarútvegsins með veðsetningu í kvóta um 450 millj- arðar og skuldir einstaklinga, fyrir utan húsnæðislán og annarra fyrirtækja við gömlu bankana, yfirteknar til nýju bankanna í bankaleynd áætlað um 650 millj- arðar. Ef þessar skuldir eru lækkaðar um 60% á móti eignum sem hafa lækkað verulega að verðgildi er nið- urstaðan um 1.900 milljarðar í nettó skuld eða þjóð- argjaldþrot, ef krafa kæmi fram um uppgjör. Ég leyfi mér að setja fram tillögur til alþing- ismanna, sem bera ábyrgð á stjórn landsins fram að kosningum, að leysa þjóðina úr fjötrum mótmæla og reiði til athafna með sóknarmöguleikum um endurreisn og atvinnu: 1) Setja strax fram nýja verðtryggingu, sem tæki mið af launum og verði húsnæðis fyrir hrun og ná samkomulagi við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um mikla vaxtalækkun. 2) Reyna tvíhliða samninga við Norðmenn – nýjan sáttmála – sem stefndi að eftirfarandi: Standa sameiginlega að því að viðhalda EES- samningnum og öðrum samningum sem Íslendingar hafa undirgengist, s.s. aðild Íslands um Schengen- samstarfið. Byggja upp sameiginlega fiskveiðistefnu með gagn- kvæmum veiðiheimildum og samvinnu um markaðs- starfsemi greinarinnar og sameiginlega landbún- aðarstefnu með gagnkvæmum heimildum í innflutningi og útflutningi. Standa sameiginlega að opnun norðurpólssiglinga með þeim ávinningum sem af myndu hljótast. Íslend- ingar myndu veita Norðmönnum aðgang að olíuleit og væntanlegri úrvinnslu á Drekasvæðinu og myndaður yrði sameiginlegur seðlabanki með fjármálaeftirliti beggja þjóðanna, með ákvæðum um meirihlutastjórn Norðmanna ásamt því að tekin yrði upp norsk króna á Íslandi. 3) Ef þessir tvíhliða samningar næðu ekki fram, yrði gripið til nýrra neyðarlaga, sem næði til eftirfarandi breytinga ásamt því að verðtrygging væri aflögð: Íbúðalánasjóður tæki við öllum íbúðalánum og myndi breyta erlendum lánum yfir í íslensk á geng- isvísitölu fyrir hrun. Byggðastofnun eða nýr Lánasjóð- ur atvinnuveganna tæki yfir öll lán atvinnufyrirtækja með rekstrargrundvöll þar sem erlendum lánum yrði breytt yfir í íslensk á sömu gengisvísitölu. Jafnframt væri ákveðið að kvótinn yrði aftengdur veðum og þannig óumdeild eign íslenska ríkisins, sem síðan yrði leigður útgerðum á lágri leigu. Að þessari aðgerð lokinni yrði stofnaður nýr rík- isbanki með aðkeyptum dollurum að upphæð um 30 milljarðar og Íslendingum gefinn kostur að skipta ís- lenskum krónum á móti dollurum á föstu gengi doll- arans. Skuldakröfum Íbúðalánasjóðs og Byggðastofnunar eða Lánasjóðs atvinnuveganna yrði breytt úr íslensk- um krónum í dollara á sama gengi. Gömlu bankarnir og nýju bankarnir, sem tóku við þeim gömlu með skuldakröfum, en ekki skuldum og „kennitöluflakki“ yrðu lýstir gjaldþrota, ásamt öðrum gjaldþrota fyr- irtækjum og erlendum skuldhöfum leyft að ganga að eignum þeirra upp í skuldir. Þessi leið þýddi samn- ingaviðræður ríkisstjórnar frammi fyrir gjaldþroti við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og baráttu við Evrópuþjóðir, ásamt nýrri aðlögun þjóðarinnar gagnvart atvinnu og launum, sem tæki mið af raunverulegri verðmæta- sköpun og þeirri áhættu sem gengi dollarans fylgdi. 4) Ná samkomulagi um nýja kosningalöggjöf og stjórnskipan með aðgreiningu framkvæmdarvalds og löggjafarvalds. Þjóðaruppgjör Halldór Gunnarsson, Holti. ÞAÐ er magnað að hugsa til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er fallin. Einnig að það er verið að reyna að gera róttækar breytingar í fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum. Að vísu virðast seðlabankastjórarnir bara ætla að sitja sem fastast, sama hvað á dynur, merkilegt nokk! Hvers vegna gerðist þetta ekki fyrr? gæti einhver spurt sig, nóg er búið að mótmæla svo sem og fólk orðið langþreytt á ráðaleysi föllnu stjórnarinnar eða viljaleysi öllu heldur. Því þegar ný stjórn er mynduð þá er hægt að framkvæma, en er það of seint og ætla þau að gera of lítið? Munu fyrirtæki halda áfram að fara á hausinn og lánin okkar að hækka? Það kemur í ljós. Ég hef reyndar tröllatrú á Jóhönnu og er nokkuð viss um að hún eigi eftir að gera góða hluti. Gaman að sjá hve Agnes fer hamförum í Mogganum 9. febrúar sl. þar sem hún skrifar um „Heilaga Jóhönnu í ham“. Skemmtileg lesning finnst mér, svolítil biturð í henni reyndar þegar hún spyr um það hvaða verk hafa talað. Þetta er splunkuný stjórn og verkin munu tala! Hún endar á því að segja að „varla er við því að búast að þingmenn sjálfstæðisflokks verði óðfúsir til samstarfs um að greiða götu frum- varpa nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi á þeim vikum sem framundan eru“. Það býst svo sem enginn við því, en ef frumvarpið er gott, hvað þá? Hefur einhver þingmaður Sjálfstæðisflokksins þá manndóm í sér til að greiða því atkvæði sitt eða er tryggðin við flokkinn ofar öllu, jafnvel hag heillar þjóðar? Ég vona að þingheimur vandi sig á næstu dögum og vinni fyrir okkur þjóðina, ekki fyrir eigin rass eða flokkinn, og átti sig á því að kosningar eru í vændum. Einnig er gaman að velta orðum Þorgerðar Katrínar fyrir sér í einu viðtalinu á síðustu vikum þar sem hún segir að Samfylkingin sé í tætl- um (sama sagði Geir) að þau væru að rífast um allt, en er hún var spurð í sama viðtali um klofning í Sjálfstæðisflokknum út af Evrópu- málum þá sagði hún það skoðanaskipti, bara gaman hjá þeim, ekkert að rífast neitt, allt í góðu á þeim bænum. Æ, þið eruð sjálfum ykkur verst! Vonandi dæmir þjóðin okkar af verkunum, ekki orðagjálfri. Svo sér maður yfir þingsal í sjónvarpinu og hvar er allt fólkið sem var kosið á þing? Örfáar hræður í sætum sínum, en hvar eru hinir? Ja, það þarf kannski ekki fullan sal af fólki í þinginu. Er ekki bara ráð að fækka þingmönnum um svona um helming og þannig spara útgjöld? Ef við skoðum málið, þá eru ca. 4.762 Íslend- ingar á bak við hvern þingmann, en í Svíþjóð ca. 26.361 manns, Noregi ca. 28.402 manns, Bretlandi ca. 88.889 manns, Bandaríkjunum ca. 564.815 manns og Frakklandi ca. 111.785 manns. Ef við tækjum Frakka til fyrirmyndar þá væru ca. 3 þingmenn á Íslandi. Það væri líka hægt að spara töluvert fé með því að fækka ráðherr- um. Svo annað hér, ráðherrar, eruð þið ekki með bílpróf og eigið þið ekki bíla? Af hverju þurfið þið bílstjóra og bíl? Það er ekki eins og þetta séu einhverjar rosalegar vegalengdir hérna. Vona ég að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sjái sóma sinn í því að taka á þessu bruðli. Einnig vona ég að „skjaldborg um heimilin í landinu“ séu ekki orðin tóm. Loksins er eitthvað að gerast! Emil Gústafsson, húsasmiður. HVER var tilgangurinn með stofnun lýðveldisins Ís- lands árið 1944? Höfðum við það ekki ágætt með dansk- an konung? Áður var myntin sameiginleg með Dönum – dönsk króna, en síðar vorum með okkar eigin mynt. Danir voru okkur ekki slæmir. Hvað var þá að? Og af hverju viljum við nú sameinast öðrum ríkjum undir stjórn ESB? Þegar ung manneskja kemur í heiminn liggur hún ósjálfbjarga, horfir út í loftið og kreppir litlu hnefana. Svo líður tíminn, hún fer að velta sér, skríða og loks að ganga. Þar kemur að unga manneskjan vill gera hlutina sjálf og segir: Ég vil sjálf(ur). Árin líða og unga manneskjan verður sjálfráða og lögráða – fullorðin og fullþroskuð og vill sjá um sín mál sjálf. Hún þarf engan til- sjónarmann og hefur fullt frelsi til að taka ákvarðanir um sitt líf. Unga manneskjan sér ekkert nema tækifæri og getur allt, þrátt fyrir hugs- anlega lítil efni. Þannig var íslenzku þjóðinni varið árið 1944. Íslenzka þjóðin hafði barizt fyrir fullu sjálfstæði sínu í meira en 100 ár og fögnuðurinn var mikill. Á Þingvöllum voru mikil hátíðahöld, kórar sungu og ræður voru fluttar. Allir glöddust heils hugar og draumarnir höfðu rætzt. Nú eru hins vegar þeir, sem fögnuðu á Þingvöllum, óðum að yfirgefa okkur, og skilja landið eftir í okkar höndum. Við berum ábyrgð á því og þurfum að vernda og varðveita fyrir okkar afkomendur. Við þekkjum þjóð sem fór öðruvísi að. Nýfundnaland-Labrador (NL) lenti í efnahagsvanda 1946-1949 og skuldaði meira en það gat greitt. Það endaði með því að NL sameinaðist Kanada árið 1949, fimm árum eftir að við stofnuðum lýðveldi. NL-þjóðin lítur til okkar með eftirsjá þegar hún sér hve vel okkur hefur vegnað. Nú erum við í sömu stöðu og hún var fyr- ir 60 árum. Ætlum við að fela öðrum að sjá um okkar mál, s.s. fisk- veiðistjórnun, olíuleit og efnahagsstjórn? NL býr við ölmusur frá sam- bandsstjórninni í formi styrkja, fiskveiðar hafa lagzt af og olíulindir í sjónum verða ekki í umsjá þjóðarinnar. Nú segja ESB-sinnar, að við munum hafa mun meiri áhrif, ef við ger- umst fullgildir aðilar. Það sama var sagt, þegar við gerðumst aðilar að EES. En hver hefur reyndin orðið? Alþingi okkar afgreiðir lög frá ESB í röðum athugasemdalaust og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Gjaldþrot. „Ísland er tæknilega séð gjaldþrota,“ sagði núverandi við- skiptaráðherra, þá dósent við Háskóla Íslands og fékk bágt fyrir frá stjórnarherrum. Ísland verður að forðast að lenda í sömu stöðu og Ný- fundnaland-Labrador. En þrátt fyrir þetta er bjart framundan. Landið er gjöfult og fiskimiðin fæða okkur. Fasteignirnar hafa ekki farið neitt, mörg atvinnutæki eru í landinu og fólkið er hér enn – helzta auðlindin okkar. Heita vatnið streym- ir enn upp úr jörðinni, kalda vatnið er hreint og ótakmarkað og fossarnir gefa okkur rafmagn allt árið um kring. Álverin eru á sínum stað, þótt erf- itt sé um þessar mundir hjá eigendum þeirra. Hugmyndaflugi okkar eru engar skorður settar og með okkar framkvæmdagleði munum við sigla undir fullum seglum út úr sortanum. Sjálfs er höndin hollust Egill Þórðarson verkfræðingur og MBA. ÞAÐ kom ekki á óvart að rík- isstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar skyldi springa. Mótmælin að undanförnu hafa greinilega sett Samfylkinguna úr jafnvægi eins og við var að búast af flokki sem er samsettur úr mörgum ósamstæðum fylkingum. Það er greinilegt að vinstri sósíal- istarnir í Samfylkingunni hafa sett formanni og stjórn flokksins af- arkosti og viljað slíta samstarfinu. Skot hafa flogið á milli flokkanna að undanförnu og vekja athygli um- mæli Geirs Haarde um að Samfylk- ingin sé flokkur í tætlum en Árni Páll Árnason þingmaður Samfylk- ingarinnar segir að Sjálfstæð- isflokkurinn sé bandalag skæruliða- hópa. Ja hérna, ekki von á góðu undir þessum kringumstæðum. Niðurstaðan var því sú að Samfylk- ingin myndaði bráðabirgðastjórn með Vinstri grænum og með stuðn- ingi Framsóknarflokksins undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur sem þannig verður fyrsta íslenska konan til að gegna þessu embætti. Akkilesarhæll vinstri manna er og hefur alltaf verið sundurlyndi í þeim hópi og hve illa þeim gengur að vinna saman. Auk þess hættir þeim til að eyða meira en þeir afla. Vinstri stjórnum fylgja gjarnan skuldasöfnun og skattahækkanir. Þetta er því að mínu mati slæmur kostur. Mótmælendur sem hafa krafist afsagnar stjórnarinnar undir slag- orðinu „Vanhæf ríkisstjórn“ hafa fengið óskir sínar uppfylltar. Það er vert að gaumgæfa þetta slagorð nánar og hvernig það er til komið. Erlend stjórnvöld og ráðamenn í fjármálaheiminum hafa furðað sig á því að enn skuli vera við völd og við stjórn FME og Seðlabanka fólk sem þeir telja að beri ábyrgð á bankahruninu. Það er viðtekin venja í flestum lýðræðislöndum að við slíkar aðstæður segi menn af sér án tillits til þess hvort þeir beri persónulega ábyrgð eða ekki. Með því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefur nú hrökklast frá hefur þetta gerst að hluta til af sjálfu sér. Þá verður að gera ráð fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki tilbúinn að gera upp við for- tíðina og frestar því til landsfundar í mars og næstu kosninga. Framsóknarmenn reyna að breiða yfir sína ábyrgð á banka- hruninu með nýrri flokksstjórn og nýjum andlitum og Samfylkingin getur ekki alveg fríað sig allri ábyrgð og bankahrunið gerðist jú á þeirra vakt í síðustu ríkisstjórn og bankamálaráðherra þeirra hefur nú sagt af sér og vikið stjórn FME frá. Nýja stjórnin sem situr fram að kosningum er einhvers konar endureistur R-listi. Reiknað er með, miðað við skoðanakannanir, að vinstri flokkarnir nái hreinum meirihluta í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn muni tapa stórt, VG vinna stórsigur en aðrir flokkar standa nokkurn veginn í stað. Ný framboð og Íslandshreyf- ingin eru óskrifað blað en geta ef vel tekst til hjá þeim sett strik í reikninginn. Fylgið sveiflast til dag- lega og flokkar eflast og veikjast afar títt á þeim vettvangi. En menn skyldu hafa það í huga að skoð- anakannanir og kosningar eru ekki hið sama og menn verða því að bíða niðurstöðu næstu kosninga til þess að fá rétta mynd af stöðunni. Ög- mundur Jónasson tók við heilbrigð- isráðuneytinu í nýju stjórninni og heldur væntanlega því embætti í þeirri ríkisstjórn sem við tekur eft- ir kosningar ef svo fer fram sem horfir. Ríkisstjórn „frjálslyndis og félagshyggju“ er farin í vaskinn Hermann Þórðarson er fyrr- verandi flugumferðarstjóri. VIÐ stöndum frammi fyrir verkefnum af áður óþekktri stærðargráðu og þurfum að taka ákvarðanir í samræmi við það. Ákvarðanir sem eru erfiðar og ekki líklegar til vinsælda. Nú reynir á að ráðamenn víki sér ekki undan því að taka slíkar ákvarðanir. Mörg heimili í landinu þurfa að forgangsraða, skera niður og hagræða til að ná endum saman. Líklegt er að heimilisfólk horfi til þess hvað er nauðsynlegt, hverju má vera minna af og hverju þarf hreinlega að sleppa. Ríkisvaldið þarf að gera slíkt hið sama og má taka sér til fyrirmyndar hagsýnt heimilisfólk. Okkur gefst einstakt tækifæri til að endurmeta og forgangsraða hvernig við viljum ráðstafa okkar skattpeningum. Í stað þess að fara í flatan niðurskurð innan allra málaflokka er nauðsynlegt að skoða hvað við viljum standa vörð um og skattgreiðendur beri kostn- að af. Skynsamlegur niðurskurður á grundvelli forgangsröðunar er leið- in til hagkvæmari ríkisrekstrar til hagsbóta fyrir samfélagið. Samhliða þessu er ákjósanlegt að grípa til ýmiss konar umbóta í stjórnsýslunni. Með samþættingu svipaðra verkefna og endurskoðun á nauðsyn annarra er hægt að hagræða, einfalda og auka hagkvæmni til mikilla muna. Nú er nauðsynlegt að stunda nýsköpun í ríkisrekstri. Nýsköpun í ríkisrekstri Hildur H. Dungal er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.