Morgunblaðið - 26.02.2009, Side 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
biðja guð um styrk til fjölskyldna
ykkar í mínum bænum.
Þín vinkona,
Hafdís.
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar
því tíminn mér virðist nú standa í stað
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár,
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga.)
Elsku Ottó, Valdís, Ingvar og fjöl-
skyldur, við sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um góðan guð að gefa ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Sigurborg og Jón Ólafsson.
Góða nótt elsku Anna mín!
Augun þreyttu þurftu að hvíla sig.
Það er stundum gott að fá að sofa.
Armar drottins umlykja nú þig,
okkar er að tilbiðja og lofa.
Við þér tekur annað æðra stig,
aftur birtir milli skýjarofa.
Enginn nær flúið örlögin sín
aldrei ég þér gleymi.
Hlátra og hlýju brosin þín
í hjarta mínu geymi.
(Haraldur Haraldsson.)
Það er svo skrýtið, ótrúlegt og
hræðilega sorglegt að þú skulir vera
farin úr þessum heimi, elsku Anna
mín, og við sem áttum eftir að bralla
svo margt saman, en það verður víst
að vera á öðrum stað í annan tíma.
Ég kveð þig nú, mín kæra vin-
kona.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þín vinkona
Sigurborg (Bogga).
Kær vinkona mín, Anna Fríða, er
látin. Ég hef engin orð til að lýsa
söknuði mínum. Enginn átti von á
þessu er þú greindist með illskeytt-
an sjúkdóm fyrir tæpu ári síðan. Þú
barst veikindi þín með æruleysi og
stillingu og aldrei var kvartað.
Við kynntumst fyrir um 35 árum
því eiginmenn okkar,Gísli og Vil-
hjálmur, voru vinir. Við áttum
margar ánægjustundir saman en þú
misstir Villa þinn aðeins 42 ára
gömul. Það var mikill missir fyrir
þig og börnin. Saman höfum við far-
ið til útlanda og átt margar sam-
verustundir saman í sumarhúsum
okkar og í veiðiferðum. Anna hafði
mjög gaman af laxveiði og var ég
með henni er hún fékk sinn fyrsta
lax og var það ógleymanlegt.
Anna var fyrirmyndar húsmóðir
og alltaf voru börnin í fyrirrúmi. Til
að sýna kímnigáfu hennar og styrk
vil ég segja frá síðustu veiðiferð
okkar saman í júní á síðasta ári.
Þegar við vorum að bíða eftir kvöld-
matnum þá kemur Anna fram í
stofu til okkar, full af lífi og fjöri og
segir „Það er aldeilis munur að vera
hárlaus, maður þarf þá ekki að eyða
tíma í að blása á sér hárið“. Þessu
mun ég aldrei gleyma, svona var
hún vinkona mín, ég dáist að henni.
Nú kveð ég vinkonu mína og geymi
í huga og hjarta mínu allar okkar
ánægjustundir saman.
Ég sendi Ottó, Valdísi, Ingvari og
fjölskyldum þeirra mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Ingveldur.
Það var alltaf eitthvað svo sér-
stakt að koma við á Sæbrautinni hjá
Önnu Fríðu. Hún var alltaf til stað-
ar fyrir mig og hún bar alltaf góðan
hug til strákanna minna. Ég þakka
Önnu Fríðu fyrir að hafa verið vin-
kona mín og ég á eftir að sakna þess
að koma við á Sæbrautinni. Ég
votta fjölskyldu Önnu Fríðu minnar
dýpstu samúð.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Ragna.
Stórt skarð hefur verið höggvið í
saumaklúbbinn okkar. Við vinkon-
urnar frá Seyðisfirði stofnuðum
klúbbinn eftir að við vorum fluttar
suður og höfum haldið hópinn síðan.
Anna Fríða var sérstök kona, al-
veg ótrúleg kona. Hún var falleg og
góð. Hún var með glæsilegri stúlk-
um á Seyðisfirði. Hún vakti eftirtekt
hvar sem hún kom. Hún skipti aldr-
ei skapi og allir voru jafnir í hennar
augum, hún hafði þetta jafnaðargeð.
Þegar hún var 17 ára gaf pabbi
hennar henni bíl enda var hún auga-
steinninn hans. Það þekktist nú ekki
á þessum árum að ungar stúlkur
ættu sinn eigin bíl. Þetta var S-600.
Margar ferðirnar voru farnar um
bæinn, eftir Austurvegi og Hafn-
argötu, og oft var farið yfir heiðina.
Í bílnum var forláta plötuspilari þar
sem plötunum var bara stungið inn
og svo var spilað, Cliff Richard,
Fats Domino, Paul og Paula.
Anna Fríða var mjög ung þegar
hún missti mömmu sína og Ottó hélt
heimilið í Brekkugötunni fyrir dótt-
ur sína og það var ávallt opið fyrir
okkur vinkonunum.
Á Seyðisfirði kynntist Anna Fríða
eiginmanni sínum, Vilhjálmi Ingv-
arssyni, sem nú er látinn. Þau eign-
uðust tvö börn, Valdísi og Ingvar,
en fyrir átti hún Ottó Val sem Vil-
hjálmur gekk í föður stað.
Margs er að minnast. Ógleyman-
legar eru ferðirnar í sumarbústað-
inn hennar á Þingvöllum og utan-
landsferðir saumaklúbbsins. Í mörg
ár fórum við í bústaðinn í kringum
afmælisdaginn hennar. Þar var
margt gert til skemmtunar, farið í
gönguferðir, farið í heita pottinn,
mikið spjallað og hlegið, borðaður
góður matur.
Anna Fríða háði harða baráttu
við þennan illvíga sjúkdóm af hetju-
skap og æðruleysi.
Við þökkum Önnu Fríðu fyrir
samfylgdina.
Vottum börnunum, Ottó Val, Val-
dísi og Ingvari, og fjölskyldum
þeirra innilega samúð og biðjum
Guð að styrkja þau í sorginni.
Bára, Bjarndís, Borghildur,
Elsa, Guðrún Ósk, Halldóra
og Theódóra.
mbl.is/minningar
Samúðarkerti/hólkar með
huggunarorðum fást í blómabúðum.
isdecor@isdecor.is
Samúðarkerti
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
áður til heimilis
Eskihlíð 16,
verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álftanesi,
föstudaginn 27. febrúar kl. 13.00.
Reynir Hlíðar, Þóra Pétursdóttir,
Þórður Magnússon,
Ólafur Már Magnússon, Erna Ágústsdóttir,
Gunnar Magnússon, Eygló Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
TORFI KRISTINN JÓNSSON,
Mosabarði 6,
Hafnarfirði,
lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 19. febrúar.
Útför hans verður gerð frá Jósefskirkju í Hafnarfirði
föstudaginn 27. febrúar kl. 13.00.
Þórdís Hansen,
Ólafur Árni Torfason, Helena Högnadóttir,
Jón Marías Torfason, Viktoría Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SVEINBJÖRN GUÐBJARNASON
fyrrv. útibússtjóri,
Vesturvangi 22,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 27. febrúar kl. 15.00.
Sigríður Magnúsdóttir,
Magnús Sveinbjörnsson, Ingibjörg Steina Eggertsdóttir,
Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, Dagbjört Lára Helgadóttir,
Vilhjálmur Davíð Sveinbjörnsson,Elísa Kristinsdóttir,
Viðar Freyr Sveinbjörnsson, Eva Hauksdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Systir mín og frænka okkar,
INGUNN SVEINSDÓTTIR
frá Grjótá í Fljótshlíð,
Sandprýði,
Eyrarbakka,
lést á dvalarheimilinu Kumbaravogi mánudaginn
23. febrúar.
Útför hennar verður gerð frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð laugardaginn
28. febrúar kl. 11.00.
Teitur Sveinsson
og aðrir aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir viljum við færa öllum þeim
fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, vináttu og
hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
VALS KRISTJÁNSSONAR
rafvirkja,
Ásvallagötu 19,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund fyrir frábæra aðstoð og umönnun svo og Knattspyrnufélagi
Reykjavíkur (KR).
Guðríður Júlíusdóttir,
Júlíus Valsson, Elinóra Inga Sigurðardóttir,
Sigríður Valsdóttir, Guðmundur Jón Elíasson,
Kristján Valsson, Ástríður Helga Ingólfsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÓLAFUR SÆMUNDSSON
frá Stóru-Mörk,
Vestur-Eyjafjallahreppi,
Stífluseli 16,
lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
23. febrúar.
Guðmunda S. Sveinsdóttir,
Ólöf Ólafsdóttir, Grétar Karlsson,
Guðbjörg María Ólafsdóttir, Jón Haukur Valsson,
Svanhildur Ólafsdóttir, Þorleifur Kjartan Kristmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ARNÞRÚÐUR KRISTINSDÓTTIR MÖLLER,
Efstaleiti 12,
Reykjavík,
lést á Landspítala, Landakoti þriðjudaginn
24. febrúar.
Fyrir hönd dætra okkar og annarra aðstandenda,
Óttarr Möller.