Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 36

Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 36
36 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 Sudoku Frumstig 2 6 3 9 8 1 2 4 9 6 1 2 5 1 5 2 9 8 6 8 4 4 3 6 7 7 8 2 6 5 8 1 6 8 5 5 8 9 6 7 1 2 7 6 2 5 3 4 6 1 7 2 4 9 2 6 3 8 6 9 5 1 7 4 3 7 2 4 8 2 8 5 1 6 2 7 6 9 8 5 6 4 7 6 8 1 5 9 9 8 1 6 3 1 8 7 4 8 2 6 5 1 7 3 9 6 7 3 8 9 4 5 2 1 9 1 5 2 7 3 8 4 6 7 9 8 4 2 5 6 1 3 5 2 4 1 3 6 9 7 8 3 6 1 9 8 7 4 5 2 2 4 7 3 6 9 1 8 5 8 5 9 7 1 2 3 6 4 1 3 6 5 4 8 2 9 7 6 2 8 3 7 4 1 9 5 9 1 7 5 8 6 4 2 3 3 5 4 9 1 2 8 6 7 7 9 3 6 4 8 5 1 2 5 4 6 2 3 1 7 8 9 1 8 2 7 5 9 3 4 6 8 7 9 1 2 3 6 5 4 2 3 1 4 6 5 9 7 8 4 6 5 8 9 7 2 3 1 9 7 2 3 5 6 4 8 1 1 6 5 2 4 8 9 7 3 4 3 8 1 7 9 2 6 5 3 2 7 6 8 1 5 4 9 8 5 1 4 9 2 6 3 7 6 4 9 7 3 5 1 2 8 2 8 4 9 1 7 3 5 6 5 9 3 8 6 4 7 1 2 7 1 6 5 2 3 8 9 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þann- ig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 26. febrúar, 57. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Á þeim degi skulu leif- arnar af Ísrael og þeir af Jakobs húsi, sem af komast, eigi framar reiða sig á þann sem sló þá, heldur munu þeir með trúfestu reiða sig á Drottin, Hinn heilaga í Ísrael. (Jesaja 10, 20.) Víkverjiskrifar Víkverji hefur alvarlega velt fyrirsér framboði til Alþingis. Vík- verji kemur óspjallaður að pólitík- inni og honum verður ekki kennt um hrunið. Síðast en ekki síst telur Vík- verji að hann hafi svo margt fram að færa. Víkverji telur það skyldu sína að taka þátt í uppbyggingarstarfinu og íhugar því að bjóða fram krafta sína. Víkverji fær ekki betur séð en að helmingur þjóðarinnar vilji á þing en er hugsi yfir því hvort það verður þverskurður þjóðarinnar eða bara þverskurður karlþjóðarinnar sem sest á Alþingi að loknum kosningum. Víkverji óttast að konum fækki á þingi og væri það miður. En það verða þó í öllu falli ekki eintómir fræðingar á þinginu. Nú eru það nemar, sjómenn, bændur, fjölmiðla- fólk og kennarar sem eru áberandi í hópi þeirra sem vilja á þing. Víkverji kvíðir ekki lífinu þegar hann vaknar að morgni 26. apríl. Þá verða komnir til sögunnar 63 nýir, óspjallaðir þingmenn sem öllu munu bjarga. Eða hvað? x x x Víkverji reynir að spara eftirfremsta megni og ætlast til að það geri hið opinbera líka. Víkverji veltir þess vegna fyrir sér hvort hin- ir nýju og væntanlega aðsópsmiklu þingmenn muni láta það verða eitt af sínum fyrstu verkum, að afnema lög um aðstoðarmenn þingmanna. Vík- verji hefur aldrei skilið hvers vegna menn og konur sækja um vinnu, leggja hart að sér og stundum ómælda fjármuni í umsóknarferlið eða prófkjörin, en sjá sér svo ekki fært að sinna vinnunni hjálparlaust. x x x Víkverji hefur undrast margt semfrá Framsóknarflokknum kem- ur en ekkert jafnmikið og tillögur um flata 20% niðurfellingu allra íbúðalána. Sá sem skuldar 35 millj- ónir fengi 7 milljóna niðurfellingu, 4 milljónir yrðu felldar niður af 20 milljóna íbúðalánum og heil milljón af 5 milljóna króna láni. Víkverji veltir í þessu sambandi fyrir sér orð- inu jafnræði. víkverji@mbl.is Krossgáta Lárétt | 1 leynd, 4 hefja, 7 málmpinninn, 8 kann- að, 9 væn, 11 lund, 13 nokkur, 14 gróði, 15 hrumur maður, 17 radd- ar, 20 óhreinka, 22 skófl- ur, 23 ganga, 24 drita, 25 afkomandi. Lóðrétt | 1 skinnpoka, 2 fang, 3 skökk, 4 hús- gagn, 5 ull, 6 að baki, 10 óglatt, 12 krot, 13 málm- ur, 15 hákarlshúð, 16 bætt við, 18 döpur, 19 meiði, 20 öskra, 21 fædd. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 guðdómleg, 8 úrgur, 9 lemur, 10 ill, 11 afmáð, 13 akrar, 15 stóll, 18 stelk, 21 elt, 22 sting, 23 öngul, 24 gallagrip. Lóðrétt: 2 ungum, 3 dýrið, 4 mylla, 5 eimur, 6 púma, 7 frár, 12 áll, 14 kát, 15 sósa, 16 ólina, 17 legil, 18 stöng, 19 engli, 20 kúla. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Staðan kom upp á ofurmótinu í Linares á Spáni sem stendur yfir þessa dagana. Heimsmeistarinn í skák, Viswanathan Anand (2791) frá Indlandi, hafði hvítt gegn hinum azerska Teimour Radja- bov (2761). 55. g5+! Kxg5 56. Re7 hvít- ur spinnur nú mátnet og varð framhald skákarinnar eftirfarandi: 56…Kf6 57. Rd5+ Kg7 58. De5+ Kh6 59. Df6+ Kh7 60. Df7+ Kh6 61. Re7 og svartur gafst upp enda óverjandi mát. Mótinu í Linares lýkur 7. mars næstkomandi og meðan á því stendur er hægt að fylgj- ast með skákunum í beinni útsendingu á heimasíðu mótshaldaranna, http:// www.ajedrez.ciudaddelinares.es/ index.htm. Áskorendaeinvígi Veselins Topalovs og Gata Kamskys stendur einnig yfir þessa dagana í Búlgaríu og hægt er að fylgjast með því á vefslóð- inni http://www.wccc2009.com/. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarsonfff | ritstjorn@mbl.is Trompslag fórnað. Norður ♠6 ♥Á43 ♦ÁKDG108 ♣1063 Vestur Austur ♠K10852 ♠94 ♥1072 ♥KDG95 ♦73 ♦9542 ♣K97 ♣85 Suður ♠ÁDG73 ♥86 ♦6 ♣ÁDG42 Suður spilar 6♣. Írska konan Rebecca O’Keeffe sat í sæti vesturs, í vörn gegn hálfslemmu í laufi. Austur hafði doblað fyrirstöðu- sögn norðurs í hjarta og O’Keeffe kom þar út. Suður var Skotinn Victor Sil- verstone. Hann tók á ♥Á, spilaði tígli tvisvar og henti hjarta. Spilaði síðan laufi á drottninguna. Sagnhafi hefði helst viljað að svín- ingin misheppnaðist, því þá mætti síð- ar komast inn á ♣10 til að gæða sér á tíglunum. En nei, svíningin heppnaðist – eða það hélt Silverstone. O’Keeffe dúkkaði nefnilega án minnsta hiks. Sil- verstone spilaði næst ♣G að heiman og aftur gaf O’Keeffe slaginn! Hún fórn- aði trompslagnum fyrir tvo á spaða síð- ar. Es. Það er nauðsynlegt að dúkka fyrsta trompið fumlaust, því ef sagn- hafi hefur grun um kónginn í vestur spilar hann næst smáu laufi að tíunni. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Bara það að sækjast eftir stöðu gerir hana raunverulega í þínum augum. Láttu þínar þarfir ganga fyrir núna til til- breytingar. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú gerir þig ómissandi fyrir aðra, en ætlast ekki til að fá þakkir. Með rétta við- horfinu getur þú breytt skrýtinni uppá- komu í eitthvað sem dýpkar vináttuna. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er eitt og annað sem þú hef- ur látið sitja á hakanum að undanförnu. Forðastu fólk sem finnst gaman að rífast, þótt það sé skemmtilegt. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Gætið þess að ganga ekki svo upp í hlutum að þið sjáið ekkert annað og miss- ið um leið alla dómgreind til að vega og meta. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Loforð sem gefin eru smáfólkinu þarf að efna. Reyndu að leysa þau án þess að annað sé tekið fram yfir hitt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú færð óvenju róttækar hug- myndir. Vertu viss um að þú getir staðið við þau fyrirheit sem þú gefur öðrum og undirritaðu ekki samninga nema vera al- veg viss um hvað í þeim felst. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Á næstu vikum verður þú sífellt at- kvæðameiri í félagsstarfi, ekki síst í hóp- um sem tengjast íþróttum. Afstaða þín mun koma fjölskyldu og vinum á óvart. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ekki gefast upp þótt þig reki í strand. Eitthvað sem einhver segir mun hugsanlega minna þig á mikilvægi lífsins. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarft að fá útrás fyrir sköp- unarhæfileika þína og þarft að finna þeim útrás. En það gæti verið rétt í stöðunni að leyfa hlutunum að þróast af sjálfu sér. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Gerðu það upp við þig hvað það er sem þú raunverulega vilt en hlustaðu ekki bara á skoðanir annarra. Leiddu þetta ekki hjá þér heldur líttu í eigin barm og skoðaðu málin. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Hver einasta breyting í lífinu þarf ekki að gerast af djúpum og þýðing- armiklum ástæðum. Þú vilt hafa eitthvað spennandi og nýstárlegt fyrir stafni og helst vera á ferðalagi á ókunnum slóðum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Spurningar sem ekki hefur verið svarað liggja í loftinu. Taktu þér tíma fyr- ir sjálfan þig og sinntu þeim, sem þér standa næst. Þetta gerðist… 26. febrúar 1930 Stóra bomban, grein eftir Jón- as Jónsson dómsmálaráð- herra, birtist í Tímanum. Þar var greint frá ásökunum yf- irlæknisins á Kleppi um slæma geðheilsu ráðherrans. Miklar deilur fylgdu í kjölfarið. 26. febrúar 1975 Tilkynnt var að Kristján Sveinsson augnlæknir hefði verið kjörinn heiðursborgari Reykjavíkur. Hann var þá 75 ára, hafði verið starfandi læknir í 43 ár og tók enn á móti sjúklingum á lækn- ingastofu sinni við Skólabrú. 26. febrúar 1989 Landsliðið í handknattleik sigraði í B-heimsmeist- arakeppninni í París. Á mótinu skoraði Kristján Ara- son sitt þúsundasta mark í landsleik. 26. febrúar 1994 Magnús Scheving sigraði með yfirburðum á Evrópumeist- aramóti í þolfimi. 26. febrúar 2000 Átjánda Heklugosið á sögu- legum tíma hófst kl. 18.18. Því hafði verið spáð með hálftíma fyrirvara. Það stóð til 8. mars. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. „ÉG er alæta á bækur og les hvað sem er, hef allt- af verið hrifin af bókum. Guð er svo góður að ég les gleraugnalaust og hef góða heyrn þótt ég sé orðin svona gömul. Ég lít líka bara vel út, en það eru náttúrlega komnar hrukkur í andlitið. Ég hef alltaf verið reglumanneskja og aldrei bragðað á víni eða tóbaki.“ Stofnandi kærleikssjóðs Sogns, réttargeðdeild- ar í Ölfusi, frú Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, er níræð í dag, 26. febrúar. Hún er ekki vön að halda upp á afmælið sitt en í þetta skiptið hefur hún látið undan þrýstingi frá krökkunum sínum. Hún verð- ur í rólegheitum heima hjá sér í dag, en á alveg eins von á að ein- hverjir af krökkunum hennar líti inn, svona þeim sem dettur það í hug. Aðspurð hvað hún eigi marga afkomendur segir hún það vera heilan helling, líklegast um 40 stykki. Í tilefni afmælisins verður hún með opið hús laugardaginn 28. febr- úar á Sautjándajúnítorgi númer 7, 4. hæð, íbúð 414 í Garðabæ frá kl. 15-19 og eru allir velkomnir. Rósa afþakkar allar gjafir en þeim sem vilja gleðja hana er bent á kærleikssjóð Sogns, reikning nr: 0101-26- 000645. Rósa Aðalheiður Georgsdóttir 90 ára í dag Les gleraugnalaust Nýirborgarar Reykjavík Sindri Lúðvík fæddist 28. nóvember kl. 18.31. Hann vó 4.190 g og var 53,5 cm langur. For- eldrar hans eru Sigrún Bergsdóttir Sandholt og Sigurður Sigurðarson. Reykjavík Heiðar Ingi fæddist 17. nóvember kl. 9.04. Hann vó 4.125 g og var 52 cm langur. For- eldrar hans eru Fe Galicia Isorena og Þórður Ingi Guðjónsson. Guðrún Jónína Sigurpálsdóttir er níræð á morg- un, föstudaginn 27. febrúar. Í til- efni afmælisins er vinum og ætt- ingjum boðið í kaffi í Hæða- garði 31, laug- ardaginn 28. febrúar kl 15. 90 ára Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.