Morgunblaðið - 26.02.2009, Side 37
Velvakandi 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Aflagrandi 40 | Kaffi og dagblaðalestur
kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl.
10, vatnsleikfimi í vesturbæjarlaug kl.
10.50, myndlist kl. 13, Grandabíó, kvik-
myndakúbbur, bókmenntaklúbbur, ís-
lenskar nútímabókmenntir kl. 13.15.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handa-
vinna og smíði/útskurður kl. 9-16.30,
boccia 9.30, leikfimi kl. 11, helgistund. kl.
10.30, myndlist kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Líf í tuskunum í Iðnó
kl. 14, miðaverð og rútugjald 2.500 kr.
Farið frá Bólstaðarhlíð kl. 13.15. Lífsorku
leikfimi, myndlist, bókband, handavinna,
kaffi/dagblöð, hárgreiðsla, fótaaðgerð,
böðun. Á morgun kl. 13 er myndbands-
sýning, „Börn nátúrunnar.“
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13, leikf. Snúður og Snælda sýna
Hressingarheimilið „Líf í tuskunum“ í
Iðnó kl. 14. Miðapantanir í s. 562-9700.
Félag kennara á eftirlaunum | EKKÓ-
kórinn æfir í KHÍ kl. 16.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30 og
Góugleði kl. 14, undir stjórn Kristínar
Ómarsdóttur, m.a.: nemendur frá
Stubbaseli syngja, fróðleikur um bollu-,
sprengi- og öskudag og Ragnar Bjarna-
son syngur, pönnukökuhlaðborð.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9, ganga kl. 10, brids og handa-
vinna kl. 13, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Málun kl. 10, gönguhópur kl. 11, vatns-
leikfimi kl. 12, karlaleikfimi kl. 13, botsía
kl. 14, handavinnuhorn í Jónshúsi kl. 13.
Háteigskirkja | Vinafundir í Setrinu kl.
14. Rætt um landsins gagn og nauðsynj-
ar, minnistæð atvik rifjuð upp, ljóð og
sögur o.fl. Kristín sér um kaffið.
Hraunbær 105 | Postulínsmálun, bað-
þjónusta kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl.
11, félagsvist kl. 14.
Hraunsel | Rabb kl. 9, bíó og myndir kl.
10.30, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20,
sundleikfimi Ástjarnarlaug kl. 11.50, gler-
skurður kl. 13. Kvöldvaka Lions kl. 20,
billjard- og inniputtstofa kl. 9-16.
Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir kl. 9 hjá
Jóhönnu, boccia kl. 10, félagsvist kl.
13.30, aftur af stað kl. 16.10 með Björg F.
Böðun fyrir hádegi, hársnyrting.
Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í
Grafarvogslaug kl. 9.30 á morgun. Lista-
smiðja, gleriðnaður og tréskurður kl. 13-
16, á Korpúlfsstöðum á morgun.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund, spjall og æfingar kl. 9.45, boccia,
karlakl. blandaður hópur kl. 10.30, hand-
verks- og bókastofa opin, ýmis námskeið
kl. 13, boccia kvennaklúbbur kl. 13.30.
Hárgreiðslustofa s. 552-2488, fótaað-
gerðastofa s. 552-7522.
Laugarból, Íþr.hús Ármann/Þróttur
Laugardal | Leikfimi hjá Blik kl. 11.
Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9.15-
15.30, kóræfing kl. 13.30, leikfimi kl. 13,
tölvukennsla kl. 15. Hárgreiðsla og fóta-
aðgerðir kl. 9-16.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók-
band og postulínsmálning kl. 9, morg-
unstund kl. 9.30, boccia kl. 10, upplestur
kl. 12.30, handavinna m/leiðsögn og
spilað kl. 13. Stóladans. Sími 411-9450.
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER ERFITT...
EN ÞÚ MÁTT EKKI HUGSA UM MAT
REYNDU AÐ
SJÁ FYRIR ÞÉR
FRIÐSÆLT ENGI
ÉG SÉ
ÞAÐ
UNDIR TRÉ SITUR
FALLEG STELPA...
OG KJÓLLINN
HENNAR ER
BÚINN TIL
ÚR BEIKONI
GRASKERIÐ MIKLA
BIRTIST Á MJÖG
FALLEGUM AKRI
HINUM MEGIN
Á LANDINU!
ÉG ER AÐ VERÐA
BRJÁLAÐUR Á ÞESSU
ÁRANS GRASKERI!
LÚLLI,
ÖSKUDAGUR
ER BÚINN!
ÞÚ MISSTIR
AF HONUM
BRUMM
BRUMM
RRRR BRUMMBRUMM
SPURNING-
ARNAR HANS
ERU SAMT
ÞAÐ VERSTA
KOM ÉG ÞÉR
MJÖG MIKIÐ
Á ÓVART, EÐA
ÓTRÚLEGA
MIKIÐ Á
ÓVART?
KLUKKAN ER
ÞRJÚ UM
MORGUNINN!
EF ÞÚ VÆRIR
BESTI VINUR
MANNSINS...
MUNDIR ÞÚ BÍÐA
TIL MORGUNS
ÉG ER GRÆNMETIS-
ÆTA. GÆTIR ÞÚ NOKKUÐ
ATHUGAÐ HVORT ÞIÐ
EIGIÐ HUNDAMAT SEM ER
BÚINN TIL ÚR TOFU?
ERTU Í
ALVÖRUNNI
GRÆNMETISÆTA?
NEI, ÉG ER BARA
AÐ REYNA AÐ VERA
LEIÐINLEGUR
ÉG KOMST AÐ ÞVÍ AÐ JÓNA HEFUR VERIÐ
REIÐ ÚT Í MIG Í MARGA MÁNUÐI ÞVÍ ÉG
MÆTTI EKKI Á VERÐLAUNAAFHENDINGU!
TIL AÐ BÆTA GRÁU
OFAN Á SVART SEGIR HÚN
AÐ ÉG HEFÐI ÁTT AÐ VITA
AÐ HÚN VAR REIÐ ÞRÁTT
FYRIR AÐ HÚN SEGÐI
EKKI NEITT
MIKIÐ GETUR
HÚN VERIÐ
ÓSANNGJÖRN!
AF HVERJU
ER ÉG ÞÁ MEÐ
SAMVISKU-
BIT?
ÞÚ GETUR
EKKI STOKKIÐ
FRÁ SKOTUNUM
Í ALLAN DAG
ÉG ÞARF
EKKI ALLAN
DAGINN...
BARA NÓGU LANGAN TÍMA
TIL AÐ NÁ EINU HÖGGI!
HAHAHA!
KOMIÐ
AÐ MÉR!
UNNNHHH
ALLS kyns uppákomur eru haldnar um allt land í tilefni öskudagsins sem
var í gær. Hérna sést hvar leikskólabörn í leikskólanum Undralandi á Flúð-
um slá í sælgætiskassa sem er fullur af blöðrum og sælgæti. Börnunum sem
höfðu klætt sig í ýmis gervi, er ár hvert boðið í golfskálann á Efra-Seli á
öskudaginn þar sem þeim er boðið upp á pitsu og ávaxtasafa.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Kötturinn sleginn úr tunnunni
„Einræðisherra“
Íslands fallinn
JÆJA, húrra, fyrsti og
eini „einræðisherra“
Íslands fyrr og vonandi
síðar orðinn valdalaus
eftir 27 ára valdatíð.
Kæru Íslendingar, ég
er 33 ára, ekki mennt-
uð, þannig að ég þyki
nú ekkert merkileg, en
af hverju í öll þessi ár
hefur Davíð Oddsson
ráðið einu og öllu?
Ég hef lengi haft
sterka skoðun á þessu
og ekki skilið af hverju
við Íslendingar, vík-
ingar með heitt blóð í æðum og heið-
arleika í hjarta, höfum liðið þetta.
Davíð hefur bara valið sér störf sem
honum hentar, og grúppíur hans,
sem sagt flokksmenn, ríka fólkið og
fleira háttsett fólk sem átti að hafa
okkar hag í huga, ekki hans.
Davíð gerir ríka ríkari og fátæka
fátækari, enda bara lýður í hans
huga. Ég var alin upp í fátækt. Það
var alveg sama hvað foreldrar mínir
unnu, það breytti engu, enda bara
ómenntað fólk sem skipti engu. En
jú, þau og þið eruð það sem skiptir
öllu máli, sannir víkingar sem vinna
fyrir laununum sem eru allt of lág.
Jæja, Dabba langar að verða for-
sætisráðherra. Skiljanlega, einræð-
isherrar gera það sem þeir vilja. Ég
hélt nú að kallinn færi næst á Bessa-
staði, en Seðlabankinn, þriggja ára
eftirlaunin og svo Bessastaðir.
Hann sýnir sína
réttu hlið að taka við
fleiri hundruð millum.
Maður með velferð
okkar í huga mundi af-
þakka þessa peninga
og hjálpa til. Ég vona
innilega að hann fái
ekki okkar hjálp við að
setjast á Bessastaði,
eins og hann ætlar.
Opnum augun og líðum
aldrei aftur einræð-
isherra á okkar landi.
Lýðræðið er okkar.
Lifi byltingin. Víkingar
láta ekki vaða yfir sig.
Laufey G. Jóhann-
esdóttir, öryrki.
Óskað eftir nöfnum
KANNIST einhver við fólkið á þess-
ari gömlu mynd þá vinsamlega hafið
samband við Bergþóru Snæbjörns-
dóttur Ottesen í síma 820-2649.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara