Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 38

Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 38
38 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 Sannleikurinn er allt- af frelsandi, þótt hann sé ekki alltaf auðveld- ur áheyrnar … 41 » ENN berast fregnir af niðurskurði í bandarísku menningarlífi í kjöl- far efnahagskreppunnar. Um helgina tilkynnti hið víðfræga Metropolitan-listasafn í New York, að grípa yrði til aðgerða strax. Stjórnarformaður safnsins, James R. Houghton, sagði að gripið yrði til þess sparnaðarráðs að loka 15 safnverslunum Metropolitan- safnsins. Fyrir ári rak safnið 23 slíkar verslanir víðs vegar um Bandaríkin, en átta þeirra hefur verið lokað hljóðlega síðan þá, þar af þremur í Kaliforníuríki og stórri verslun á neðri hluta Manhatt- aneyju. Sjö verslunum til viðbótar verður því lokað, en Houghton segir að í þeirra stað verði vef- verslun safnsins efld. Meðal annarra aðgerða sem gripið verður til er ráðningarbann, sem hefur reyndar þegar tekið gildi, öll ferðalög starfsmanna verða aflögð, auk þess sem safnið hættir að niðurgreiða skemmtanir og félagslíf starfsmanna. Ekkert lausafólk verður ráðið til safnsins meðan ástandið varir. Á Metropolitan-safninu stendur nú yfir úttekt á öllum kostn- aðarliðum starfseminnar í þeim til- gangi að finna fleira sem hægt væri að skera niður. Emily Raff- erty, forstjóri safnsins, segir ekki útilokað að til uppsagna á starfs- fólki þurfi að koma. Um þriðjungur fjárframlaga safnsins hefur komið úr opinber- um sjóðum, en frá júlíbyrjun á síð- asta ári, hefur opinberi styrkurinn lækkað um fjórðung, eða úr 316,5 milljörðum króna niður í ríflega 237 milljarða króna. Þá glímir safnið ennfremur við mikinn samdrátt í aðsókn, en hann er að mestu rakinn til hruns ferða- mennsku í kreppunni. Safnbúð- um lokað Metropolitan-safnið í fjárhagserfiðleikum Niðurskurður Metropolitan-safnið. BANDARÍSKI tónlistarmað- urinn Stevie Wonder verður heiðraður fyrir framlag sitt til tónlistarinnar í Hvíta húsinu síð- ar á þessu ári. Það verður for- setinn sjálfur, Barack Obama, sem mun veita Wonder Gershwin-verðlaunin við hátíðlega athöfn. Wonder verður þar með annar tónlistarmaðurinn til að hljóta verðlaunin, en Paul Simon hlaut þau fyrstur árið 2007. Plötur Stevie Wonders hafa selst í rúmlega 70 milljónum eintaka allt frá því hann komst fyrst á plötu- samning, aðeins 11 ára gamall. Ár- ið 1996 var hann heiðraður sér- staklega á Grammy-verðlaunahátíðinni fyrir framlag sitt til tónlistarinnar og var tekinn inn í frægðarhöll rokks- ins tveimur árum síðar. Árið 2005 gaf hann út sína fyrstu plötu í tíu ár, en hún heitir A Time to Love. Heiðraður af Obama Stevie Wonder JAZZAKADEMÍAN, Jazz- klúbbur Háskóla Íslands, verð- ur með tónleika á Háskólatorgi í dag frá kl. 16 til 18. Fram kemur Tríó Sunnu Gunnlaugs sem mun leika útsetningar á ís- lenskum þjóðlögum af nýút- komnum diski, Songs From Iceland, í bland við annað frumsamið efni. Með Sunnu, sem leikur á Wurlitzer- rafpíanó, leika Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Tónleikarnir eru í boði Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúd- enta. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill og Hámubarinn er opinn meðan á tónleikunum stendur. Tónlist Sunna Gunnlaugs á Háskólatorgi Sunna Gunnlaugs VIÐFANGSEFNI fyrirlestrar Listasafns Reykjavíkur, sem haldinn verður í Hafnarhúsinu kl. 20 í kvöld, er tengt hinu ver- aldlega valdi, innbyggðum táknmyndum í byggingum stjórnsýslu og valdhafa. Á fyrirlestrinum munu Sig- urður Einarsson arkitekt og myndlistarmennirnir Hafdís Helgadóttir og Ólöf Nordal hvert um sig kynna aðkomu sína að Skálanum, ný- legri viðbyggingu við Alþingishús Íslendinga við Austurvöll þar sem form, rými og myndverk byggingarinnar vinna í sameiningu með nýja túlk- un á gömlum ímyndum tengdum landi og þjóð. Aðgangur er ókeypis. Fyrirlestur Snertifletir mynd- og byggingarlistar Ólöf Nordal ÍSLENSKA vitafélagið stend- ur fyrir opnu fyrirlestrakvöldi í Sjóminjasafninu Víkinni, Grandagarði 8, kl. 20 í kvöld. Dagskrá kvöldsins er á þessa leið: Ágúst Georgsson, fag- stjóri þjóðháttasafns Þjóð- minjasafns Íslands, fjallar um fiskveiðar og þróun þeirra í aldanna rás. Hann nefnir fyr- irlesturinn: ,,Fiskurinn hefur fögur hljóð. Fiskveiðar, bátar og veiðarfæri frá öndverðu til loka 19. aldar.“ Eftir kaffihlé ætlar Steindór Andersen að kveða rímur. Steindór mun kveða formannavísur af Ströndum eftir Þórð Þórðarson Grunnvíking. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Þjóðfræði Rímur og fögur hljóð fisksins Steindór Andersen Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „MILLJARÐAMÆRIN var einu sinni ung venjuleg stúlka sem var hrakin burt úr bænum sínum með skít og skömm. Hún gengur í gegnum þrengingar og á erfitt líf en giftist til fjár og verður mjög rík og valdamikil kona,“ segir Sig- rún Edda Björnsdóttir um per- sónuna sem hún leikur í Millj- arðamærin snýr aftur sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á morgun. „Þegar hún snýr aftur í gamla bæinn sinn er hún orðin ríkasta kona heims og getur gert allt sem hún vill. Bærinn er í niðurníðslu, skuldum vafinn og öll fyrirtæki á hausnum. Hún býðst til að dæla fjármagni í bæinn en með einu skilyrði og það er þetta skilyrði sem allt snýst um. Bæjarbúar standa frammi fyrir þeirri spurn- ingu hverju þeir séu tilbúnir að fórna fyrir peninga og hvar mörk siðferðisins liggja. En mærin segir að allt sé falt í þessum táradal“ segir Sigrún. „Milljarðamærin er tákngerving hefndar og valds. Peningar og vald hafa spillt henni. En oft er það þannig að þeir sem ganga grimmilegast fram hafa orðið fyrir miklum sársauka sjálf- ir. Mannúðin á þá oft undir högg að sækja.“ Tragikómedía Milljarðamærin snýr aftur er eftir svissneska leikskáldið Frie- drich Dürrenmatt og var frumflutt árið 1956. Sigrún segir að verkið geti vel átt heima í íslenskum samtíma. „Þegar ég las handritið fékk ég hroll, því það á svo ótrúlega vel við okkur í dag. Það fjallar um græðgi, hatur og ást og gæti verið um efnahagshrunið hér á landi.“ Leikgerð verksins gerði Kjartan Ragnarsson eftir þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. „Þetta gæti gerst hvar sem er og hvenær sem er. Það er reyndar svolítið mið- evrópsk stemning hjá okkur, lúðrasveit, stuð og drama og sýn- ingin er mikið karnival. Svo er auðvitað ástarsaga í þessu, en í þorpinu hittir hún æskuástina sína sem er leikin af Jóhanni Sigurð- arsyni,“ segir Sigrún og bætir við að þetta sé tragikómedía. Einfætt og einhent „Það hefur verið mjög krefjandi að takast á við þetta hlutverk. Þetta er fullorðin kona sem hefur fórnað líkama sínum fyrir pen- inga. Hún lenti í flugslysi við að selja vopn, þannig að hún er ein- fætt og einhent og gengur við staf. Líkami hennar er ónýtur en hún á svo mikið af peningum að hún hefur látið laga á sér andlitið fyrir tugi milljóna og gengið að- eins of langt í því eins og í öllu sem hún gerir. Það eru engar hömlur á neinu. Þrátt fyrir bækl- un sína er hún á 12 cm háum hælaskóm, hún gefur ekkert eftir í að vera ótrúlega flott kona. Hennar helsta skemmtun er að gifta sig. Í leikritinu giftir hún sig þrisvar sinnum og alltaf Hilmi Snæ, sem mér finnst ekki verra. En hann fer með hlutverk allra eiginmannanna.“ Útlit Milljarðameyjarinnar er sérstakt og búningarnir magnaðir að sögn Sigrúnar en þeir eru í höndum Filippíu Elísdóttur. „Ég þarf að mæta í leikhúsið tveimur og hálfum tíma fyrir sýn- ingu til að fara í förðun. Það voru pantaðar frá Bretlandi sérstakar teygjur sem allar stjörnur notuðu áður en lýtaaðgerðir komu til. Þær eru með límflipa sem eru settir á húðina og teygjurnar bundnar aftur fyrir höfuðið svo ég fæ andlitslyftingu. Við setjum teygjurnar ekki alveg á klassísku staðina svo þær gera ekki það besta fyrir andlitið á mér. Hún á að líta út eins og þessar sem fara yfir strikið. Kattarkonan er smá fyrirmynd auk Jókersins í Bat- man,“ segir Sigrún hlæjandi. Milljarðamærin snýr aftur hefur verið sýnt áður hjá Leikfélagi Reykjavíkur, árið 1965 og þá und- ir titlinum Sú gamla kemur í heimsókn. „Ég sá þá uppsetningu, þegar ég var lítil. Ég man brot úr sýn- ingunni. Ég man að mér fannst Regína, [Þórðardóttir] sem lék þá Milljarðameyna, rosalega flott,“ segir Sigrún sem á eflaust eftir að leika það eftir. Milljarðamærin snýr aftur, eftir Dürrenmatt, frumsýnd í Borgarleikhúsinu Allt er falt í þessum táradal Milljarðamærin Sigrún Edda Björnsdóttir og Jóhann Sigurðarson í hlut- verkum sínum í verkinu. Leikmyndin er hönnuð af Grétari Reynissyni. LEIKSTJÓRI verksins er Kjartan Ragn- arsson en nokkuð er um liðið síðan hann leikstýrði síðast hjá Leik- félagi Reykja- víkur. „Ég leikstýrði þar seinast 1995 svo það er ánægjulegt að koma aftur. Ég hef verið það upptekinn í Landnámssetrinu að ég hef ekki haft tíma til að þiggja þau leik- stjórnartilboð sem mér hafa bor- ist seinustu ár. En þetta árið fannst okkur skynsamlegt að ég tæki boði um að snúa aftur í leik- húsið, bæði sem aðhaldsaðgerð við rekstur Landnámssetursins og til að halda sambandi við mitt gamla fag,“ segir Kjartan spurð- ur af hverju hann ákvað að snúa aftur í leikhúsið. Lék sjálfur í því 1965 Kjartan vann leikgerð verksins með aðstoð annarra sem að sýn- ingunni koma. „Leikritið er næstum því með ólíkindum tímabært, það er svo tímabært að það hafa gengið um það sögur að við höfum ekki þor- að að frumsýna það um jólin eins og stóð til, því það hefði orðið of mikið kjaftshögg á fólk, en það er ekki alveg sannleikurinn. Þetta verk á miklu meira er- indi við þjóðfélagið í dag en það átti fyrir ári þegar Magnús, leik- hússtjóri LR, bað mig að leik- stýra því og þá fannst mér það líka vera tímabært. En þetta mikla efnahagshrun er allt í verkinu,“ segir Kjartan og telur líklegt að höfundurinn hafi verið með eftirstríðsárin í Þýskalandi í huga þegar hann samdi verkið. „Friedrich Dürrenmatt er eft- irstríðsárahöfundur og hefur örugglega haft eymdina og pen- ingaþörfina í Þýskalandi eftir stríð í huga þegar hann skrifaði þetta. Þá er allt í kaldakoli og honum hefur fundist samfélagið gera hvað sem er fyrir peninga. Efni verksins er sígilt, um græðgi og peninga og hvað við erum veik fyrir þegar þeir eru annars vegar.“ Svo skemmtilega vill til að Kjartan lék sjálfur í uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur á verkinu árið 1965. „Ég var þá á lokaárinu mínu í Leiklistarskólanum og lék morðingja sem hét Babyface, sú persóna er aðeins breytt í minni leikgerð.“ Aftur í leik- stjórastólinn Kjartan Ragn- arsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.