Morgunblaðið - 26.02.2009, Page 39
Menning 39FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Rachel Whiteread var þrí-tug þegar hún skapaðisitt frægasta verk og sló ígegn – þótt verkið væri
æði umdeilt. Hún lauk við House
haustið 1993. Það var afsteypa af
innviðum húss í Austur-London;
steinsteypumynd af innrýminu sem
birtist þegar Whiteread reif veggina
utan af því. Þetta var síðasta húsið í
húsaröð sem annars hafði öll verið
rifin, og verkið vakti gríðarlega at-
hygli. Þar sem höfðu verið hurðar-
húnar var nú rúnnað holrými og ar-
inninn gekk inn í steypuna, rétt eins
og gluggapóstarnir.
„Undarlegur og fantatískur hlut-
ur sem hlýtur að teljast einhver
makalausasti og frumlegasti skúlp-
túr sem breskur listamaður hefur
skapað á þessari öld,“ sagði gagn-
rýnandi The Independent.
Whiteread hlaut þá Turner-
verðlaunin, fyrst kvenna, en einnig
K Foundation verðlaunin fyrir að
vera versti breski listamaðurinn.
Engu að síður var House rifið af
Lundúnaborg strax í janúar 1994 og
frumleiki þess og frægð byggist á
kvikmyndum, ljósmyndum og ótal
lærðum greinum.
Síðan hefur Whiteread haldið
áfram að vinna með afsteypur hluta
og eftirmyndir hverdagsrýma. Með-
al kunnustu verka hennar eru Untit-
led (One Hundred Spaces), frá 1997,
verk sem var á hinni frægu Sensa-
tion sýningu. Þar hafði hún tekið af-
steypur í resín af rýminu undir 100
stólum. Áhrifamikið verk (og trufl-
aði mann ekki að hafa þegar séð af-
steypu Bruce Nauman af rými undir
stól) sem virkaði afar vel á form-
rænan hátt og vakti áhorfendur
jafnframt til umhugsunar um sitt
nánasta umhverfi. Árið 2004 fyllti
hún Túrbínusalinn í Tate Modern
með afsteypum 14.000 pappakassa
sem hún hlóð upp í mismunandi
plastkassa-fjöll.
Verk Whiteread þykja iðulega
fjalla um dauðann og liðinn tíma á
tregafullan hátt. Það kom því ekki á
óvart að henni skyldi falið að skapa
minningarverk um helförina í Vín-
arborg, svokallað Nafnlaust safn,
sem var vígt árið 2000. Rétt eins og í
House eru þar innviðir húss sem
stendur úti á torgi, og eru veggirnir
mótaðir af bókum þar sem síðurnar
snúa út.
Ég var spenntur að sjá hvernighinir kunnu listamenn semeiga verk á sýningunni
Skáklist tækjust á við það að skapa
skáksett í upplagi, sem í senn væru
nothæf og bæru persónuleika listar
þeirra vitni. Blessunarlega tekst
þeim það flestum vel, og sumum á
mjög snjallan hátt. Svo er ekkert til
sparað við framleiðsluna á þessum
verkum, í efnisnotkun eða hand-
verki. Whiteread finnst mér eiga eitt
af persónulegustu verkunum. Hér
eru engar afsteypur af neikvæðum
rýmum eða innan úr húsum, heldur
notar hún heimilisþing sem tafl-
menn; eftirmyndir dúkkuhúsgagna
sem hún mun hafa safnað um árabil.
Það er persónuleg lausn og tengist
vel öðrum verkum listakonunnar.
Peðin í öðrum „litnum“ eru eft-irmyndir af skúringa- ogruslafötum, uppþvottabala og
fægiskúffu. Kóngurinn er eldavél
með fjórum hellum, drottningin
eldavél með þremur hellum, bisk-
uparnir eru standlampar, ridd-
ararnir strauborð og kantaðir hrók-
arnir vitaskuld eldhúsvaskar með
skáp undir.
Hinumegin eru stólar peðin – frá
eldhúskolli upp í hægindastóla.
Fataskápar eru kóngur og drottn-
ing, biskuparnir snyrtiborð og ridd-
arar eru ofnar. Allt eru þetta of-
urnákvæmar eftirmyndir
dúkkuhúsgagnanna og mönnunum
leikið eftir teppa- og línoleumbútum.
Hvert skáksett Whiteread fellur
niður í krossviðarkassa sem vísar í
hönnuninni til sjötta áratugarins í
Bandaríkjunum, þar sem hús í út-
hverfi var draumurinn, með álíka
plasthúsgögnum og gólfefnum og
skáksettið vísar í. Þetta er módern-
ískur draumur í módernísku skák-
setti. Um leið er þetta fallegt lista-
verk sem ber skapara sínum, sem er
einn af áhugaverðari listamönnum
samtímans, gott vitni.
Eftirmyndir hversdagslífsins
MYNDVERKIÐ
Nútímaskáksett, Modern Chess Set, bresku listakonunnar Rachel White-
read (fædd 1963) er frá árinu 2005. Það er eitt verkanna á sýningunni
Skáklist á Kjarvalsstöðum. Eins og flest verkin á sýningunni, er þetta unn-
ið fyrir RS&A skrifstofuna í London og LuhringAugustine-galleríið í New
York og er gert í upplagi; sjö eintök eru af verkinu. Óskin til listamann-
anna var sú að hægt væri að tefla með skáksettinu en þeir færu annars sína
persónulegu leið í sköpuninni – og ekkert virðist hafa verið til sparað.
Taflmenn Whiteread eru eftirlíkingar og afsteypur af dúkkuhúsgögnum
úr safni listakonunnar.
Modern Chess Set
Á JAZZHÁTÍÐ Reykjavíkur í fyrra
lék K-tríóið og hljóðritaði Rík-
isútvarpið tónleikana. Hvorugt heyrði
ég þá, en er tríóið vann Norrænu
ungliðadjasskeppnina í Kaupmanna-
höfn var ég sannfærður um að eitthvað
væri í þá félaga spunnið því síðustu tíu
árin hafa engir aukvisar unnið þessa
keppni og kannski ekki að undra að við
kæmumst ekki fyrr á blað í keppni við
milljónaþjóðirnar. Það kann að vera
satt að lítt sé að marka keppni í listum,
en ég upplifði það, er þessi keppni fór
fram hérlendis 2006, að ekki hafði
finnska hljómsveitin leikið marga
takta þegar ljóst var að hún bæri sigur
úr býtum.
K-tríóið er fullburða tríó og tón-
leikar þess í FÍH voru flottir. Kristján
Marteinsson, píanisti, samdi flest lögin
er það spilaði og má finna þau á nýja
diskinum „K-tríó“. Leikur tríósins var
þó enn afslappaðri en á diskinum og
mátti greinilega heyra hversu sam-
band þeirra er náið; hversu vel þeir
hlusta hver á annan og leika sem einn
maður eða eins og Mads Vinding orð-
aði það: „Sex hendur, þrjú hjörtu, ein
sál.“ Það hefur verið einkenni allra
bestu píanótríóa djassins frá því Bill
Evans leiddi sampilið og impressjón-
ismann til hásætis sem mótvægi við
hið klassíska djasspíanótríó, sem var á
expressjónískari nótum og náði full-
komnun í leik Oscar Peterson tríósins.
Lög Kristjáns bera margvíslegt
svipmót; sænskt minni skýtur upp
kollinum í „Gamalt“, barnagæla í
„Kátt í höllinni“, Blúnót sándið í „Á
grúfu“ og frjálslegur módernismi í
„Prog“. Í „Heima“ er impressjónism-
inn tær eins og í lagi Péturs Sigurðs-
sonar „No Opposite“. Þeir þremenn-
ingar eru allir skrifaðir fyrir blúsuðum
„Perranum“ og einnig nýjum seiðandi
rýþmískum ópus „Daruva“, sem leik-
inn var á tónleikunum, en er ekki að
finna á disknum.
Sitthvað í leik tríósins má rekja til
áhrifamesta píanótríós veraldar, tríós
Keith Jarretts, og ýmissa lærsveina
hans s.s. Brad Mehldaus. Í harðsoð-
inni dýnamíkinni má heyra áhrif frá
Esbjørn Svensson eða jafnvel The Bad
Plus. Kristján er harðhentur píanisti
og Magnús bombarderar trommurnar
oft í anda Han Benninks; Pétur nokk-
uð þungur bassaleikari en samt ljóð-
rænn.
Ég hef heyrt þessa stráka leika með
ýmsum, en aldrei líkt því eins vel og
þetta kvöld eða á þessum diski. Í fyrra
kom út diskur með tríói Ómars Guð-
jónssonar sem mér fannst marka viss
tímamót í íslenskum djassi – það sama
má segja um disk K-tríósins. Vonandi
bera þeir félagar gæfu til að leika sem
lengst saman. Það væri íslensku djass-
lífi styrkur.
Tónleikasalur FÍH & Geisla-
diskur
K-tríó bbbbm
Kristján Marteinsson píanó, Pétur Sig-
urðsson bassa og Magnús Trygvason
Elíassen trommur.
Fimmtudagskvöldið 29.1.2009/
diskurinn K-tríó tekinn upp í okt. 2008.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Undrin gerast enn
Auglýsendur eru öruggir
um athygli einmitt í
Morgunblaðinu og mbl.is
*annan hvorn miðilinn eða báða, skv.
fjölmiðlakönnun Capacent Gallup á
tímabilinu nóv.‘08 til jan.’09, allir
landsmenn 12 til 80 ára
92%
þjóðarinnar les
Morgunblaðið
og/eða mbl.is
vikulega*