Morgunblaðið - 26.02.2009, Side 41

Morgunblaðið - 26.02.2009, Side 41
AP Of mild? Nýja íslenska dómnefndin virðist vera alltof feimin við að gagn- rýna keppendur faglega, ólíkt því sem til dæmis Simon Cowell gerir. Beittari Vonandi fer gagnrýni íslensku dómaranna að líkjast uppbyggilegri gagnrýni erlendu kollega þeirra. Heiðarleikinn á sér margarbirtingarmyndir. Þettaverður deginum ljósara þegar bornar eru saman íslenska og bandaríska útgáfan af Idol stjörnuleit. Enginn íslensku dóm- aranna segir skoðun sína jafn um- búðalaust og Simon Cowell, er bitn- ar ekki bara á skemmtanagildi þáttarins heldur rýrir líka trúverð- ugleika þeirra Selmu, Björns Jör- undar og Jóns. Ég tek ofan fyrir öllum þeim þátttakendum sem þora að setja sjálfa sig í þá stöðu að vera dæmdir fyrir mínútu langan söng sinn með myndavélarnar á. Vitandi að klúð- ur kemur að öllum líkindum í sjón- varpinu. Það tekur vafalaust á taugarnar og því ekki hægt að líta framhjá því hugrekki sem þarf til slíks. Enginn vill auðvitað vera vondur við manneskju er afhjúpar sig svoleiðis, sem útskýrir kannski hvers vegna íslenska dómnefndin fer algjörum silkihönskum um þátt- takendur. Af einhverjum ástæðum er það a.m.k. alveg augljóst að margir þeirra er sluppu í gegnum sigtið hjá íslensku dómurunum hefðu aldrei hlotið náð fyrir eyrum hins gallharða Simons Cowells.    Íslensku dómararnir hafa allirverið voðalega sammála um allt og frekar kosið að enda þátttöku keppenda pent, með óupplýstri kurteisi, í stað þess að bjóða upp á uppbyggilega gagnrýni í farteskið. Ég kenni að mestu ótrúlegum mun á fjölda keppenda í banda- ríska og íslenska Idolinu um gæða- mun þeirra söngvara er komast upp úr áheyrnarprufunum. Hér runnu í gegn söngvarar sem eiga engan möguleika á að vinna. Aftur hleypti dómnefndin þeim í gegn hér í óupplýstri kurteisi, vel vitandi að bættu þeir sig ekki væri ekki möguleiki á sigri. Er þá ekki betra að láta viðkomandi vita af því hvað sé að og segja fólki blákalda skoð- un sína frekar en að reyna að hlífa því? Hverjum gagnast það eig- inlega?    Í fyrstu kann það ef til vill aðhljóma eins og raus geðsjúks manns en ég fullyrði að það er meiri kærleikur og heiðarleiki í nálgun Simons Cowells en „kurt- eislegri“ nálgun íslenskra kollega hans. Það virkar kannski sem ill- kvittni en staðreyndin er að Sim- on endurvarpar aðeins því sem á hann er kastað; hann sleppir að- eins því lausu er skýst upp í huga hans við áheyrnina og gefur sér ekki tíma til að ritskoða það af meðvirkum ótta við að særa blygðunarkennd viðkomandi. Við höfum gaman af því og hlæjum, ekki vegna þess að okkur finnist hann svo ósanngjarn eða illur, heldur vegna þess að við tengjum við það sem hann segir. Að hann skuli þora að segja þátttakendum það beint út finnist honum þau hræðileg. Á endanum kjósa áhorfendur í símakosningu og því er lítill kærleikur í því að láta við- komandi ekki vita um lesti sína. Það sem einum dómara finnst er mjög líklegt að fjölda fólks finnist líka. Þá má taka því, og reyna að bæta.    Gott dæmi úr nýju seríunni umkærleiksríka nálgun Simons Cowells var þegar stúlka í New York var svo viss um að komast áfram upp úr áheyrnarprufunum að hún hafði sagt upp vinnu sinni áður en hún mætti. Hún reyndist vita laglaus og Simon sagði henni án þess að blikna að hún hefði von- lausa rödd. Ætti hún einhverja drauma um frama í söng ætti hún að gefa þá strax upp á bátinn! Kaldur sannleikurinn rann niður kinnar stúlkunnar þegar hún átt- aði sig á raunverulegum að- stæðum sínum. Hvað gerði Simon? Jú, hann hringdi persónulega í fyrrverandi vinnuveitanda hennar og spurði hvort hún gæti fengið vinnuna aftur. Þar með gaf hann stúlkunni einstaka gjöf: Að gefast upp fyrir náttúrunni, er gaf henni því miður ónothæft hljóðfæri í vöggugjöf, og öðlast nýtt tækifæri til þess að beina sköpunarkrafti sínum á ný mið. Lífið er nefnilega oft þannig að þegar einar dyr lokast bíður oft heill stigagangur af öðrum óopnuðum. Stúlkan á núna ekki eftir að eyða ævinni í að elta óraunhæfan draum. Sannleik- urinn er alltaf frelsandi, þótt hann sé ekki alltaf auðveldur áheyrnar. biggi@mbl.is Kurteisi getur verið óheiðarleg í Idol AF LISTUM Birgir Örn Steinarsson »Ég fullyrði að það ermeiri kærleikur og heiðarleiki í nálgun Sim- ons Cowells en „kurt- eislegri“ nálgun ís- lenskra kollega hans. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 2009 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Lau 7/3 kl. 19:00 Lau 14/3 kl. 19.00 Sun 22/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 19.00 Yfir 140 uppseldar sýningar. Áhorfendasýning ársins 2008. Fló á skinni (Stóra sviðið) 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fim 26/2 kl. 20.00 Fös 27/2 kl. 20.00 Lau 28/2 kl. 20.00 Fim 5/3 kl. 20.00 Fös 6/3 kl. 20.00 Lau 7/3 kl. 20.00 Sun 8/3 kl. 20.00 Ath! Bannað innan 16 ára. Ekki fyrir viðkvæma. Síðasta sýning 15. mars. . Fim 26/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 19:00 Fös 27/2 kl. 19.00 Lau 28/2 kl. 19.00 Lau 28/2 kl. 22.00 Sun 1/3 kl. 20.00 Fös 6/3 kl. 19.00 Fös 6/3 kl. 22.00 Fös 13/3 kl. 19.00 Fös 13/3 kl. 22.00 Lau 14/3 kl. 19.00 Lau 14/3 kl. 22.00 Leiklestrar á verkum Söru Kane. 4:48 geðtruflun - 3. mars – 1.500 kr. Sannleikurinn, einleikur Péturs Jóhanns (Litla sviðið) Fim 12/3 kl. 20.00 Fös 13/3 kl. 20.00 Lau 14/3 kl. 20.00 Sun 15/3 kl. 20.00 (síð.sýn.) Lau 21/3 kl. 19.00 Lau 21/3 kl. 22.00 Fös 27/3 kl. 19.00 (Stóra sviðið) Lau 28/3 kl. 19.00 Lau 28/3 kl. 22.00 Milljarðamærin snýr aftur – frumsýning á morgunn Fim 26/2 kl. 20.00 fors Fös 27/2 kl. 20.00 frums Lau 28/2 kl. 20.00 2kort Mið 4/3 kl. 20.00 aukas Fim5/3 kl. 20.00 3kort Fös 6/3 kl. 20.00 4kort Mið 11/3 kl. 20.00 5kort Fim 12/3 kl. 20.00 6kort Sun 15/3 kl. 20.00 7kort Fim 19/3 kl. 20.00 8kort Fös 20/3 kl. 20.00 9kort Fim 26/3 kl. 20.00 10kort Milljarðamærin snýr aftur (Stóra sviðið) Æðisgengið leikrit um græðgi, hatur og ást. Sun 1/3 kl. 20.00 aukas. Óskar og bleikklædda konan Mið 04/3 kl. 20.00 fors Fim 05/3 kl. 20.00 frums Sun 08/3 kl. 20.00 2. kort Mið 11/3 kl. 20.00 3. kort Fim 12/3 kl. 20.00 4. kort Sun 15/3 kl. 20.00 5. kort Fös 20/3 kl. 19.00 Fim 26/3 kl. 20.00 Fös 27/3 kl. 19.00 Fös 13/3 kl. 19:00 aukas. Fös 13/3 kl. 22:00 aukas. Hart í bak (Stóra sviðið) Þrettándakvöld (Stóra sviðið) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Heiður (Kassinn) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Fim 26/2 kl. 20:00 Ö Fös 27/2 kl. 20:00 U Fös 13/3 kl. 20:00 frums. U Fim 19/3 kl. 20:00 2. sýn. Ö Fös 20/3 kl. 20:00 3. sýn. Lau 28/2 kl. 13:00 U Lau 7/3 kl. 13:00 U Lau 28/2 kl. 20:00 Ö Fim 5/3 kl. 20:00 aukas. Ö Fös 6/3 kl. 20:00 Ö Fim 26/3 kl. 20:00 4. sýn. Fös 27/3 kl. 20:00 5. sýn. Ö Fim 2/4 kl. 20:00 6. sýn. Lau 14/3 kl. 13:00 Ö Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 20:00 aukas.Ö Lau 14/3 kl. 20:00 Ö Mið 18/3 kl. 20:00 aukas. Ö Fös 3/4 kl. 20:00 7. sýn. Fim 16/4 kl. 20:00 8. sýn. Lau 28/3 kl. 13:00 U Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna Síðustu sýningar Sýningar í maí komnar í sölu, sjá www.leikhusid.is Lau 21/3 kl. 14:00 U Lau 21/3 kl. 17:00 U Sun 22/3 kl. 14:00 U Sun 22/3 kl. 17:00 U Lau 28/3 kl. 14:00 U Lau 28/3 kl. 17:00 U Sun 29/3 kl. 14:00 U Sun 29/3 kl. 17:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Lau 28/2 kl. 14:00 U Lau 28/2 kl. 17:00 U Sun 1/3 kl. 14:00 U Sun 1/3 kl. 17:00 U Lau 7/3 kl. 14:00 U Lau 7/3 kl. 17:00 U Sun 8/3 kl. 14:00 U Sun 8/3 kl. 17:00 U Lau 14/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 14:00 U Sun 15/3 kl. 17:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Lau 18/4 kl. 14:00 U Lau 18/4 kl. 17:00 U Sun 19/4 kl. 14:00 U Sun 19/4 kl. 17:00 U Lau 25/4 kl. 14:00 U Lau 25/4 kl. 17:00 U Sun 26/4 kl. 14:00 U Sun 26/4 kl. 17:00 U Sun 3/5 kl. 14:00 U Sun 3/5 kl. 17:00 U ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.