Morgunblaðið - 26.02.2009, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 57. DAGUR ÁRSINS 2009
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SKOÐANIR»
Staksteinar: Stýrt persónukjör?
Forystugreinar: Frami í kastljósið
Upprætum alla faraldra
Pistill: Reisn yfir Davíð en Golíat
er svín
Ljósvaki: Sopranos endurfæðast
Eiga réttmæta kröfu á Glitni
Skuldir nær tvöfaldast í ár
Eru „vondir“ bankar góð hugmynd?
Auka þarf útlánin
VIÐSKIPTI»
3
"
4$& .
$+
567789:
&;<97:=>&?@=5
A8=858567789:
5B=&A$A9C=8
=69&A$A9C=8
&D=&A$A9C=8
&2:&&=%$E98=A:
F8?8=&A;$F<=
&59
<298
-<G87><=>:,2:G&A:?;826>$H9B=>
I
I I I
I
I
I
I >#
#$$%$. $ I
I
I I I
I
I -
A)1 &
I
I I I
I Heitast 0 °C | Kaldast -9 °C
Hægt vaxandi austan
átt við SV-ströndina
síðdegis og dálítil él,
annars hægari vindur
og skýjað með köflum. » 10
Rapparinn Pete
Rock spilar á Club
101 á laugardaginn.
Hann hefur m.a.
unnið með Wu-Tang
Clan og Nas. »40
TÓNLIST»
Goðsögn í
rappinu
TÓNLIST»
Er það satt? er vinsæl-
asta lag landsins. »43
Að mati Birgis Arn-
ar Steinarssonar eru
dómararnir í ís-
lenska Idolinu alltof
linir við keppendur í
þáttunum. »41
AF LISTUM»
Óheiðarleg
kurteisi
KVIKMYNDIR»
Jonas Brothers eru
komnir í þrívídd. »44
FÓLK»
Menn verða að vera í
flottum skóm. »45
Menning
VEÐUR»
1. Reiðin brýst út
2. Sjá ekki ástæðu til að svara
3. Gæti talist mútuþægni
4. Keyrði 70 km í FB frekar en...
Íslenska krónan styrktist um 0,76%
»MEST LESIÐ Á mbl.is
EKKERT vantaði upp á hugarflugið
hjá skrautlegum krökkum sem völs-
uðu um götur og verslunarmið-
stöðvar um borg og bý í gær. Eins
og vera ber á öskudaginn mátti sjá
árvissa félaga á borð við vampýrur,
prinsessur, ofurmenni, sjóræningja,
trúða, smábörn, nornir og hin
óhugnanlegustu skrímsli ráfa um
með úttroðinn poka í hönd.
Inn á milli glitti þó í áður óséð fyr-
irbæri. Þannig voru áberandi lopa-
peysuklæddir mótmælendur með
kröfuspjöld á lofti, sum hver með vel
þekktum áletrunum.
Einhverjir vegfarendur klóruðu
sér í hausnum yfir því hversu margir
vatnsgreiddir herramenn í stífpress-
uðum jakkafötum voru á ferð þar til
upp rann ljós og menn áttuðu sig á
því að þarna væru auðmennirnir
sjálfir auðvitað lifandi komnir.
Almennt má segja að meira hafi
borið á heimagerðum búningum og
útlitslausnum í formi litríkrar and-
litsmálningar en oft áður, hvort sem
kreppunni er um að kenna eða ekki.
Ekki var þó að sjá að kreppan hefði
gert óskunda í nammihirslum fyr-
irtækja sem af örlæti létu af hendi
rakna í skjóður og poka syngjandi
furðuvera.
Forðasöfnun ungviðisins lagði líka
skyldur á herðar foreldrum, sem
mörgum var skipað í hlutverk einka-
bílstjóra til að sjá ungviðinu fyrir
nauðsynlegum flutningi fyrirtækj-
anna á milli. ben@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Morgunblaðið/Heiddi
Glottir við tönn Jókerinn, auðmaður og vampýra í Kringlunni í gær.
Uppvakningar Þetta par var eins og klippt út úr einhverri hrollvekjunni.
Sungið fyrir
sætan feng
Undarlegar kynjaverur settu skrautlegan svip á stræti og torg um allt land á öskudaginn
Skoðanir
fólksins
’Til að viðhalda atvinnu í verktaka-iðnaði er aðeins einn möguleikifyrir hendi og það er að stóraukaframkvæmdir í vegagerð. Þetta er ráðsem aðrar þjóðir, t.d. Bandaríkin, grípa
til vegna heimskreppunnar sem nú er
að leggjast yfir með sívaxandi þunga.
» 24
PÁLL ÓLAFSSON
’Flokkar hafa ekki samvisku. Að-eins einstaklingar af holdi ogblóði búa yfir slíkum gæðum. Hópurmanna getur hæglega sett sig í þá an-kannalegu stöðu að setja hagsmuni
hópsins ofar eigin samvisku. Í því ligg-
ur grunnurinn að óförunum í íslensku
samfélagi. » 24
BJARNI HARÐARSON
’Garðyrkjubændur, með sína fána-rönd, hafa unnið þrekvirki í mark-aðsmálum. Með fánaröndinni hefurþeim ekki aðeins tekist að merkja inn-lenda gæðaframleiðslu sérstaklega,
heldur er framleiðslan í sumum til-
fellum merkt einstökum bændum. En
þessu starfi er stöðugt ógnað. » 24
HARALDUR BENEDIKTSSON
’Enginn vill afturhvarf til pólitískr-ar íhlutunar í viðskiptaákvarðanirbanka. En almenningur á rétt á að tek-ið sé á sambærilegum málum meðsambærilegum aðferðum og að tryggt
sé að hagsmunir ríkisins séu varðir
með almennum leikreglum, frekar en
að tilviljun ráði ákvörðunum » 25
ÁRNI PÁLL ÁRNASON
„VERKIÐ gerist á góðæristímum þriðja áratug-
arins í Bandaríkjunum. Góðærið er alveg að
springa út, allar persónurnar eru mjög siðlausar,
athyglissjúkar og gráðugar og kreppan bíður rétt
við hornið,“ segir Tómas Oddur Eiríksson, for-
maður Verðanda, leikfélags Fjölbrautaskólans í
Garðabæ um söngleikinn Chicago sem frum-
sýndur verður í sal skólans í dag. Hann segir að
verkið eigi sérstaklega vel við á Íslandi í dag, á
tímum kreppu og samfélagslegrar endurskoð-
unar.
Tómas fer sjálfur með eitt af aðalhlutverkunum
í verkinu, hið sama og bandaríski leikarinn Rich-
ard Gere fór með í kvikmyndinni Chicago sem var
einmitt valin besta myndin á Óskarsverðlaunahá-
tíðinni árið 2003.
„Verkið er byggt á þýðingu Gísla Rúnars Jóns-
sonar sem hann gerði fyrir Borgarleikhúsið á sín-
um tíma. En við völdum að hafa kvikmyndina sem
fyrirmynd,“ segir Tómas.
Mikil hefð er fyrir uppfærslu á söngleikjum í
FG, en meðal verka sem sett hafa verið upp und-
anfarin ár má nefna Hárið, Rocky Horror, Litlu
hryllingsbúðina og Öskubusku. | 42
Úr góðærinu í kreppuna
Nemendur Fjölbrautaskólans í Garðabæ setja söngleikinn Chicago upp
Á sérstaklega vel við á Íslandi í dag þar sem verkið gerist korteri fyrir kreppu