Morgunblaðið - 06.03.2009, Page 6
6 Fermingar
„Mér finnst dagurinn þýða að ég sé að fermast og Guð sé
að taka mig til sín og þá verð ég alltaf kristin. Á fermingar-
daginn verð ég í kjól sem systir mín sem býr í Bandaríkj-
unum keypti handa mér og gaf mér í jólagjöf.“
Uma Karlsdóttir
Verð alltaf kristin
„Mér finnst fínt í fermingarfræðslunni að maður getur
spurt fáránlegra spurninga og prestarnir koma samt með
svör. Í veislunni vil ég ekki hafa lítil brauð með einhverju
ofan á, mér finnst það svolítið misheppnað.“
Bergur Gunnarsson
Spurningar og svör
„Þetta er dagur sem ég mun alltaf muna eftir en ég held ég
muni ekkert mikið breytast eftir hann. Mér finnst skemmti-
legast við fermingarfræðsluna að við séum öll saman. Ég
ætla að vera í buxum á fermingardaginn, en annars fæ ég
nú nánast ekki að ráða neinu varðandi daginn.“
Guðbjörg Fjóla Hannesdóttir
Ógleymanlegur dagur
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@mbl.is
K
rister Blær Jónsson og fjöl-
skylda hans búa í Poole í Dorset-
fylki sem er í um tveggja tíma
akstursfjarlægð frá London.
Krister Blær sækir fermingarfræðslu í
London og þangað fer öll fjölskyldan
einu sinni í mánuði og gerir sér dagamun
um leið.
Fermist í sumar
„Við höfum búið hér í tæp þrjú ár með
strákana okkar þrjá, en Krister Blær
verður fermdur heima seinnipart sumars,
að öllum líkindum hinn 23. ágúst þar sem
eldri strákarnir tveir fá ekki sumarfrí
fyrr en um miðjan júlí. Hjálmar Jónsson
dómkirkjuprestur kemur til með að ferma
Krister Blæ en það var einmitt hann sem
skírði strákinn á sínum tíma. Við höfum
verið með hugann við veisluna í dágóðan
tíma og viljum helst halda notalega veislu
heima í litlu íbúðinni okkar á Íslandi,“
segir Hulda Ingibjörg Skúladóttir, móðir
Kristers Blæs.
Þýðingarmikill dagur
Ekki eru margir Íslendingar búsettir á
svæðinu þar sem fjölskyldan býr og segir
Krister Blær skemmtilegt að hitta aðra
krakka á sínum aldri í fermingar-
fræðslunni. „Mér finnst fermingar-
fræðslan mjög skemmtileg og Sigurður
Arnarson setur okkur fyrir heimavinnu
sem er mjög fjölbreytt. Stundum eigum
við að fara á netið og stundum að lesa í
Biblíunni eða sálmabókum. Mér finnst
dagurinn þýðingarmikill því þá sanna ég
að ég trúi á guð. Ég er í sambandi við vini
mína heima á spjallforritinu msn og þeir
eru líka að fara að fermast og finnst dálít-
ið skrýtið að ég sé ekki að fermast með
þeim. Ensku krakkarnir vita lítið um
ferminguna en hafa aðeins spurt mig út í
ferðirnar til London. Á fermingardaginn
hlakka ég til að fá alla vinina heim, vera í
veislunni og fara síðan út í fótbolta og
hafa það gaman,“ segir Krister Blær.
Fermist heima í sumar
Bræðurnir Tristan Freyr, Eron Thor og fermingarbarnið Krister Blær.
Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · sími 530 2200 · www.thjodminjasafn.is · Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17
FERMING
2009