Morgunblaðið - 06.03.2009, Side 8

Morgunblaðið - 06.03.2009, Side 8
8 Fermingar Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is M ikilvægt er að hafa góðan skilning á því að ungling- urinn hefur sínar einstöku hugmyndir og óskir um hvernig hlutirnir eiga að vera. Það skiptir því verulegu máli að við getum sett okkur inn í upplifun og hugar- heim hans fremur en að stjórnast of mikið af okkar eigin viðhorfum sem þurfa ekki endilega að endurspegla þann lífheim og veruleika sem unglingurinn býr við. Hvað það er sem hann eða hún getur hugsað sér. Varhugavert er að gera öðrum fyrir- fram upp afstöðu og hugmyndir og að ganga út frá því að við hljótum að vita bet- ur hvað sé réttara og meira viðeigandi. Til að skilja unglinginn er því heillaríkast að reyna sem best við getum að setja okkur inn í hugarheim hans. Mikill ávinningur felst í því að geta hlustað af athygli og virðingu, án tillits til hvort við séum endi- lega sammála og fylgja ávallt þeirri reglu að reyna fyrst að skilja upplifun og af- stöðu unglingsins áður en við ætlumst til þess að hann taki tillit til þeirrar afstöðu sem við höfum til þess sem um er að ræða “ segir Marteinn Steinar Jónsson sálfræð- ingur sem reglulega fær til sína foreldra og unglinga sem eiga í erfiðleikum með samskiptin sín á milli. Róttæk breyting tekur á Sú róttæka breyting sem á sér stað hjá unglingum í kringum ferminguna þegar barnið er að breytast yfir í ungling segir Marteinn Steinar að sé oftar en ekki erf- iður átakatími. Unglingurinn getur átt erfitt með að höndla hlutina þegar hann þarf að laga sig að nýju hlutverki. Sjálfs- mynd unglingsins er í róttæku umbreytingarferli, hann er að verða kyn- þroska og er að takast á við breyttar kröf- ur um viðbrögð og hegðun, til dæmis í fé- lagslegum samskiptum við jafnaldra og foreldra. „Hvernig ætti ég að líta út, hvernig get ég aflað mér viðurkenningar og vinsælda?“ veltir unglingurinn gjarnan fyrir sér. Þetta umbreytingarferli getur ýtt undir kvíða og öryggisleysi sem er trú- lega ein af ástæðum þess að unglingar eiga oft nokkuð erfitt með að taka ákvarð- anir, því þeirra sýn á sjálfa sig og lífið er einfaldlega ekki nægjanlega fullmótuð. Fá að vera í friði Marteinn Steinar er þó ekki á því að ferma eigi börn fyrr eða seinna. „Einn vin- ur minn er sóknarprestur og segir að flestir unglingar séu heilshugar og ein- lægir í fermingunni. Hún sé skref sem þeir vilji taka og séu ánægðir með það. Á árum áður komust unglingar við fermingu í fullorðinna manna tölu en núna er öldin önnur og við tekur unglingamenning. Það er mín skoðun að mikilvægt sé að börn fái að vera börn eins lengi og mögulegt er, að ekki sé kerfisbundið verið að þröngva upp á þau greiðslukortum, og öðrum þvílíka varningi þannig að börn og unglingar séu einhverskonar markhópur sem gefur fyr- irheit um fjárhagslegan ávinning fyrir suma. Mér finnst vanta upp á að krakkar á þessum aldri fái að vera í friði fyrir mark- aðsöflunum, ýtt er á þau að taka þátt í hinu og þessu sem þau eru í raun ekki tilbúin fyrir eða hafa þroska til,“ segir Marteinn Steinar. Virðing er yfirskriftin Hann segir oft vanta upp á að fólk sýni unglingum virðingu, en mikilvægt sé að setja ekki alla unglinga undir einn hatt, eftir staðlaðri ímynd, eins og stundum gerist. Virðing sé í raun grunnforsenda árangurs í uppeldi því ef foreldrarnir sýni börnum og unglingnum virðingu ávinni þeir sér virðingu, að öðrum kosti er hætta á að þeir missi tökin og að trúnaður og samskipti bíði skipbrot. Hvað varðar sam- skipti foreldra og unglinga þurfi foreldar einkum að temja sér hlýlegt viðmót og læra að hlusta vel, að geta jafnframt hlust- að eftir tilfinningum barnsins eða ung- lingsins. „Foreldrar þurfa að geta hlustað það vel að unglingurinn fái gott tækifæri til að tjá sig í ró og næði án þess að gripið sé fram í og flæði tjáningarinnar rofni. Með þeim hætti gefst þeim tækifæri til að setja sig vel inn í þann veruleikaheim sem unglingarnar búa við. Afraksturinn kem- ur fram í auknu innsæi og skilningi á hvers vegna barninu eða unglingnum finnst umræðuefnið mikilvægt. Með þess- um hætti er traustur grunnur lagður að gagnkvæmum skilningi, virðingu og trún- aðartrausti. Trúnaðartraust er mikilvægt. Við sýnum traust í garð barnsins eða ung- lingsins í verki með því að hlusta vel frem- ur en að mynda okkur fyrirfram skoðanir og vera stöðugt á nálum yfir hinum og þessum málefnum sem koma upp. En jafnfram er brýnt að vera vel á verði. Miklu skiptir að fylgjast vel með ung- lingnum, sýna festu og setja sanngjarnar og jafnframt sveigjanlegar reglur um hegðun, til dæmis útivistartíma og annað í þeim dúr,“ segir Marteinn Steinar. Mynd/Photos Sátt Það getur reynt á samskipti foreldra og barna á unglingsárunum en nauðsynlegt er að foreldrar beri virðingu fyrir barninu. Að geta haldið í barnið í sér Ávinningur Marteinn Steinar segir mik- ilvægt að hlusta af athygli og virðingu. Það hafa allir verið unglingar og það er því vitað hve flók- inn og erfiður heimurinn get- ur verið á þeim árum. Virðing og það að geta sett sig í spor unglingins er bæði mikilvæg og jafnframt nauðsynleg for- senda þess að foreldrar geti átt í góðum samskiptum við unglinginn sinn. FÆST Í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM LANDSINS Gestabók • Myndir • Skeyti VINNUSTOFA SÍBS • Hátúni 10c • SÍMI 5628500 • WWW.MULALUNDUR.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.