Morgunblaðið - 06.03.2009, Side 14
14 Fermingar
MJÚKU
FERMINGARGJAFIRNAR
Hjá Lín Design færðu vörur sem
hannaðar eru á Íslandi og framleiddar
úr sérvöldu úrvals efni.
Sængurfatnaðurinn frá Lín Design er
ofinn úr bómullardamask og því mjúkur,
vandaður og einstaklega fallegur.
Yfir 30 tegundir af íslenskum
rúmfatnaði til fermingargjafa.
Komdu við og skoðaðu úrvalið.
Laugavegi 176
Sími 533 2220
www.lindesign.is
V
ið bökum kransakökur í öllum
stærðum og gerðum en stærðin
fer alveg eftir gestafjölda. Ég
held að fólk sé almennt hógvær-
ara í ár og haldi minni veislur. Í
gegnum tíðina hefur súkkulaðiskrautið á
kökurnar verið svo þunnt og lítið að það
hefur átt það til að detta af. Þess vegna
notum við nóg af súkkulaði og skreytum
kökurnar með konfekti sem við fram-
leiðum sjálf. Síðan er fátt betra en að hafa
ávexti eins og til dæmis jarðarber með
kransaköku svo við setjum það saman í
skreytingar með konfektinu og festum við
kökuna,“ segir Ásgeir.
Ömmurnar hjálpa til
Ásgeir segir mestan hluta verðsins
liggja í vinnunni enda tekur sinn tíma að
búa til kransaköku auk þess sem
marsípan er ekki ódýrt í dag. Fyrir þá
sem vilja gera kökuna sjálfir er tilbúinn
massi seldur í bakaríinu og segir Ásgeir
fólk oft nýta sér að eiga góðar ömmur sem
hafi reynslu af slíkum bakstri. Aðal-
galdurinn sé að gefa sér nógan tíma í
baksturinn og ekki hafa áhyggjur af því
að baka hringina nógu lítið svo og að leyfa
þeim að þorna í smá tíma. Þá segir hann
kransaköku sem fari í frysti jafnvel vera
betri en fersklagaða þar sem í frystinum
drekki kakan í sig rakann og þægilegra
verði að borða hana. Kransaköku má auð-
veldlega geyma í viku í frysti og er nóg að
taka hana út degi áður en á að borða hana.
Mót ekki nauðsynleg
„Það þarf engin mót til að gera kransa-
kökur heldur bara lagnar hendur og tvo
þumalputta. Norðmenn baka þetta í form-
um sem þeir sprauta ofan í en bæði við og
Danirnir rúlla pylsurnar og festa annan
endann niður og reisa síðan upp við hliðina
á hringjunum þannig að þær eru ekki lagð-
ar í hringina. Þeir sem eiga ekki hringina
geta gert pylsur með 3 cm stærðarmun,
fyrsta pylsan er þá kannski 6 cm, næsta 9
cm og þannig koll af kolli,“ segir Ásgeir.
Kransakakökumassi fyrir kökur
1.000 g kransamassi
480 g sykur
20 g hunang
2-3 eggjahvítur
Aðferð: Vinnið eggjahvítur saman við sykur
og hunangið í hrærivél eða höndunum og bæt-
ið massanum saman við í nokkrum minni bit-
um. Hyljið massann með plasti og kælið hann.
Notið kaldan massann til að móta hringi eða
kökur. Bakið við 200-220°C þar til hringirnir/
kökurnar eru gullinbrúnir eða í um 8-15 mín-
útur.
Kransamassi fyrir konkekt
Notið sama magn af kransamassa en bleytið
með 1-2 eggjahvítum til viðbótar. Sprautið í
kúlur eða rósettur með kramarhúsi og bragð-
bætið með mismunandi þurrkuðum ávöxtum.
Bakið við örlítið hærri hita í styttri tíma. Einn-
ig er hægt að pensla ávextina með hunangi eft-
ir bakstur eða dýfa þeim í súkkulaði sem gerir
þá ekki verri á bragðið. maria@mbl.is
Kransaköku er hefðbundið að hafa á fermingarborðinu, annaðhvort sem hluta af
kaffiveislu eða eftirrétt á eftir matnum. Ásgeir Sandholt hjá Sandholt bakaríi segir
afturhvarf til fortíðar hafa aukið vinsældir kransakökunnar í ár.
Kransakaka með nóg af súkkulaði
Aðferð: Hrærið saman smjörlíki og sykur þar til blandan
er létt og ljós, blandið svo eggjunum saman við í nokkr-
um hlutum. Sigtið saman þurrefnin og vigtið mjólk og
vanilludropa saman. Setjið þurrefnin saman við og bland-
ið rólega saman og hellið um leið mjólkurblöndunni sam-
an við. Setjið í form og bakið við 180°c, tíminn fer eftir
þykkt á botninum.
Krem
600 g flórsykur
100 g smjör
30 g vatn
5 g vanilludropar
2 egg
50 g kakó
Aðferð: Bræðið smjörið og sigtið saman flórsykur og
kakó í hrærivélarskál. Hellið bræddu, heitu smjörinu út í
skálina og vinnið vel saman, því næst vatninu og van-
illudropunum og svo síðast eggjunum. Vinnið vel í vél-
inni. Ef það á að hjúpa kökuna með súkkulaðihjúp er best
að frysta hana áður, passa þarf vel að hafa kantana á kök-
unni eins slétta og hægt er.
Súkkulaðihjúpur
150 g rjómi
50 g hunang (agasíu)
100 g dökkt súkkulaði
Aðferð: Hitið rjómann og hunangið upp að suðu og hellið
yfir saxað súkkulaðið og hrærið saman með sleif þar til
súkkulaðið er bráðnað. Hellið yfir kökuna.
Súkkulaðitertur sé allt í lagi að frysta svo lengi sem þeim
sé pakkað vel inn og þannig geymist þær í góðan tíma.
„Pantanir byrjuðu að streyma inn fyrir áramót að ein-
hverju leyti. Sumir dagar eru þéttar setnir og við bökum
í vikutörnum og tökum ekki nema ákveðið magn svo
maður geti gert þetta almennilega. Ég mæli með því að
fólk panti tímanlega hjá okkur því um helgar er alltaf nóg
að gera,“ segir Hafliði.
Skúffukaka
250 g smjörlíki
65 g sykur
4 egg
55 g kakó
5 g salt
8 g lyftiduft
8 g natron
600 g hveiti
20 g vanilludropar
400 g mjólk
S
úkkulaðitertur hafa verið mikið pantaðar hjá
okkur og orðið vinsælli síðastliðin ár, bæði am-
eríska súkkulaðitertan og súkkulaðiterta með
súkkulaðiganache. Þær eru tilvaldar fyrir þá
sem ekki eru hrifnir af marsipani. Hjá okkur
kaupir fólk gjarnan eina köku með því sem það gerir
sjálft, sama hvort um er að ræða kaffihlaðborð eða köku
eftir matinn. Við skreytum kökurnar með súkkulaði og
marsipanblómum og stundum líka myndum af ferming-
arbörnunum. Síðan reynum við eins og við getum að
mæta óskum viðskiptavinarins og höfum til dæmis búið
til takkaskó úr súkkulaði,“ segir Hafliði.
Að nota frystinn rétt
Fyrir þá sem ætla sjálfir að baka tertur fyrir marga og
eru ekki vanir því segir Hafliði gott að hafa í huga að það
er ekki nauðsynlegt að gera eina stóra tertu heldur frek-
ar að gera nokkrar minni. Þá sé ekkert mál að byrja að
undirbúa sig tímanlega og hann mæli helst með því að
gera kökurnar inn í tertuhringi og síðan frysta þær.
Súkkulaði í stað marsipans
Það finnst ekki öllum marsipan gott
og þeir vilja því geta haft glæsilega
tertu á veisluborðinu í stað kransa-
köku. Hafliði Ragnarsson hjá Mosfells-
bakaríi segir súkkulaðitertur sífellt
verða vinsælli í fermingarveislur.
Skeyti eru góð leið fyrir þá
sem ekki eiga heimangengt
að koma heillaóskum til
fermingarbarnsins. Fyrsta
heillaskeytið var sent árið
1906 en í dag er bæði hægt
að velja úr myndabanka
eða setja mynd úr eigin
myndasafni á skeytið.
Falleg minning
„Þetta er alltaf vinsæl
leið til að senda ferming-
arbörnum kveðju, eins við
tilefni eins og brúðkaup og
útskriftir. Í fyrra hófst sú
nýjung hjá okkur að senda
eigin mynd á skeytinu sem er skemmtileg
tilbreyting. Þannig er hægt að senda gaml-
ar og góðar myndir af fermingarbarninu
síðan það var yngra með
heillaóskunum. Skeyti er
skemmtileg minning og
eitthvað sem fólk hendir
ekki,“ segir Ágústa Hrund
Steinarsdóttir, for-
stöðumaður markaðs- og
kynningardeildar Íslands-
pósts.
Öðruvísi frímerki
Skeytin er hægt að
panta á vefsíðu Íslands-
pósts eða með því að
hringja í síma 1446. Þá er
einnig hægt að panta per-
sónuleg frímerki sem eru
tilvalin leið til að gera boðskortið í ferm-
inguna persónulegra. Frímerkin eru sjálf-
límandi og koma í örk með 24 stykkjum.
Sívinsæl heillaóskaskeyti