Morgunblaðið - 06.03.2009, Síða 22

Morgunblaðið - 06.03.2009, Síða 22
22 Fermingar Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@heimsnet.is F ermingarmyndir eru orðnar mun persónulegri en þær voru áður fyrr,“ segir Kristín Couch hjá KC myndum í Reykjanesbæ en hún býður fermingarbörnum upp á að koma með eitthvað tengt áhugamálinu sem er þá myndað líka. „Segja má að þetta sé þrenns konar myndataka, fyrst eru börnin mynduð í fermingarfötum, svo í sínum hefðbundnu fötum eins og þau eru hversdags og svo eru þau mynduð með áhugamálið sitt, hvað svo sem það er. Með þessari fjölbreytni næ ég börnunum líka eðlilegum því þau eru oft svolítið stíf í fermingarfötunum. Þau eru miklu eðli- legri í því sem þeim líður best í sjálfum. Myndirnar verða líka meira flæðandi þeg- ar börnin eru eðlileg.“ Áhugamálið myndað Kristín talar um að það sé allt mögulegt sem börnin koma með sem áhugamál og eftirminnilegast sé mótorhjól sem hún tók eitt sinn mynd af. „Þá var mótorhjólið tek- ið hingað inn og fermingarstrákurinn var myndaður á mótorhjólinu og vitanlega í mótorhjólagallanum. Svo hefur verið kom- ið með páfagauk, fótbolta, fiðlu og allt þar á milli. Þessar myndir af áhugamálinu eru mjög eigulegar og þetta er eitthvað sem maður man alltaf eftir,“ segir Kristín og bætir við að með stafrænum lausnum sé hægt að gera svo miklu meira við mynd- irnar. „Möguleikarnir eru miklu fleiri og það er auðveldara að gera tilraunir, til dæmis með margmiðlun en þá setjum við ýmislegt inn á myndirnar. Í fyrra settum við til að mynda fugla, dúfur og fiðrildi inn á myndirnar en stelpunum finnst mjög gaman að hafa fullt af fiðrildum á mynd- inni. Svo hef ég líka búið til ævintýra- myndir en það þarf að biðja sérstaklega um það. Þá breyti ég myndunum al- gjörlega og set ýmislegt inn á þær en það liggur mjög mikil vinna á bak við það.“ Fleiri stelpur í myndatöku Að sögn Kristínar virðast flestar stelpur sem fermast koma í myndatöku en það virðist ekki vera eins algengt að strákar láti taka myndir af sér. Þó segir Kristín að venjulega sé brjálað að gera fyrir ferm- ingar. „Yfirleitt byrja ég á því að spyrja börnin hvort þau vilji hafa foreldrana inni á meðan myndatöku stendur eða ekki. Stundum finnst börnunum verra að hafa foreldrana inni og þá er best að bjóða þeim bara upp á kaffi. En ég vil að börnin ráði þessu sjálf, stundum eru þau öruggari og stundum óöruggari með að hafa foreldr- ana í myndatökunni.“ Það er ein nýjung sem hefur verið mjög vinsæl hjá Kristínu en það er svokölluð ljósmyndabók. „Fremst í bókinni eru fermingarmyndirnar en aftast eru myndir frá fæðingu barnsins og fram að fermingu. Yfirleitt er það þannig að foreldrar koma með disk af myndum til mín og ég set bók- ina upp. Þetta hefur vakið mikla lukku enda mjög eiguleg bók.“ Myndir/Kristín Couch Áhugamálið Fermingarbörnin koma með hluti sem tengjast sínu áhugamáli. Flæðandi myndir Margar fermingarstúlkur hafa gaman af að hafa eitthvað með sér á myndunum, til dæmis flögrandi fiðrildi eða jafnvel fugla. Eðlileg mynd Kristín talar um að þegar fermingarbörn eru mynduð í sínum hvers- dagslegu fötum þá verði þau eðlilegri enda líður þeim betur. Fermingarbarn Mörg börn fara í mynda- töku á fermingardaginn. Kristín Couch: „Með þessari fjölbreytni næ ég börnunum líka eðlilegum því þau eru oft svolítið stíf í fermingarfötunum.“ Persónulegri myndir Í KC myndum eru fermingarbörn mynduð í fermingarfötum, hversdagsfötum og með einhverju sem tengist áhugamáli þeirra. Fyrir vikið verða myndirnar mun persónulegri. Glæsifatnaður Endilega kíktu inn á www.gala.is Netverslun 7 daga skilafrestur Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. Stærðir 34-58

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.