Morgunblaðið - 06.03.2009, Side 27

Morgunblaðið - 06.03.2009, Side 27
Fermingar 27 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Þ etta er í fyrsta skipti sem ég sé um fermingarfræðslu unglinga, en ég er ekki ókunnug því efni sem hér er til umfjöllunar því ég er doktor í heimspeki með trúar- heimspeki sem sérgrein. Þekkingarleit mín á sviði trúfræði leiddi til þess að ég gerðist trúskiptingur frá lúterskri til kaþólskrar trúar. Hvað snertir tengsl mín við unglingana á trúargrundvelli, þá auð- veldar það mjög að í öllum, ungum sem öldnum, lúrir lítill forvitinn heimspekingur sem auðvelt er að tengjast ef maður hefur eitthvað fram að færa sem seður forvitnina um hinstu rök tilverunnar,“ segir dr. Gígja Gísladóttir, sem er ein þeirra sem sjá um fermingarfræðsluna í ár. Hinstu rök tilverunnar „Við fermingarfræðsluna er notað lítið kaþólskt trúfræðslurit sem ber heitið Ég trúi en kennsla í kaþólskri fermingar- fræðslu hefst með spurningum sem lúta að hinstu rökum tilverunnar, til dæmis hvers vegna við vorum sköpuð, hvers vegna við verðum að deyja og hvort einhver grund- vallartilgangur sé með lífi okkar sem ljær lífinu og jafnvel þjáningunni gildi. Slíkar spurningar leiða til íhugunar á grundvall- aratriði trúarinnar, hinum þríeina Guði sem fermingarbörnin eru í þann mund að játa trú sína á. Í framhaldi af þeirri um- fjöllun er sköpun lífs rædd og hin ódauð- lega sál mannsins, náðin sem er forsenda eilífs lífs, Frelsarinn Jesús Kristur og tengsl okkar við hann í daglegu lífi svo nokkuð sé nefnt. Kærleiksboðorðin skilgreind Í fermingarfræðslunni er tekin til um- fjöllunar postulleg trúarjátning og hún skilgreind lið fyrir lið og lærð utanbókar. Faðirvorið er skilgreint og beðið í hverri kennslustund og boðorðin 10 tekin til um- fjöllunar og lærð utan að til að styrkja meðvitund um hvað felst í syndugu líferni. Kærleiksboðorðin tvö eru skilgreind sem grundvöllur að daglegu lífi með hliðsjón að eilífðinni. Hreinsunareldurinn eða víti er skilgreint sem eldur samviskunnar og sakramentin sjö, náðarmeðulin stofnuð af Jesú Kristi sem hjálpartæki til dyggðugs lífernis. María er tignuð sem móðir Guðs á jörðu og miðlari bæna manna líkt og hún gerðist miðlari Jesú til manna með fæð- ingu hans. Einnig er hugtakið dýrlingar skilgreint sem hinir sælu á himnum en styttur og myndir hjá kaþólskum fjöl- skyldum og kirkjum þeirra eru skil- greindar í kaþólskri trú sem táknmyndir af fjölskyldu okkar á himnum líkt og ljós- myndir ættingja og vina skreyta jarðnesk heimili. Bænir eru kenndar og sérstök áhersla lögð á talnabandið eða rósakrans- inn, sem er í sérstökum hávegum haft, er hugleiðsla tengd vegferð Krists frá jötu til krossfestingar og upprisu. Einnig er rætt um stofnun kaþólsku kirkjunnar, hlutverk hennar og einkenni,“ segir Gígja. Boða fagnaðarerindið Fermingarfræðsla kaþólskra ungmenna hefst að hausti árið áður en ferming fer fram að vori. Börnin eru hvött til að mæta í messu kl. 10.30 á sunnudagsmorgni, en að lokinni messu fer trúfræðslan fram í húsa- kynnum Landakotsskóla. Hlutverk leið- beinanda fermingarnema er svipað og kennsluhlutverk lærisveinanna; að boða fagnaðarerindið og kenna hinum trúuðu að halda það í heiðri í orði og verki. Hafa hlutverk lærisveinanna Í Kristskirkju í Landakoti fermast 40 börn í ár, en í kringum 110 börn fermast í kaþólskum kirkjum á öllu landinu í ár. Kaþólski söfn- uðurinn hefur vaxið ört á undanförnum árum og er nú samtals 9.351 skráður með- limur samkvæmt þjóðskrá í kaþólsku kirkjunni. Morgunblaðið/Heiddi Heilræði Þar sem kærleikurinn og elskan er þar er Guð. Fermingakjólar 10.990 kr. Moss ermar 3.990 kr. Moss leggings 5.990 kr. Made jakkaföt 19.990 kr. Made skyrta 4.990 kr. Made bindi 2.990 kr. Nánari upplýsingar og fleirri myndir má sjá á www.ntc.is Fermingarfötin fást hjá okkur M bl -A A- 10 93 65 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.