Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 30
30 Fermingar Skrýtið en gaman Morgunblaðið/Heiddi Dagbjört Silja Bjarnadóttir: „Mér fannst siðfestuathöfnin svolítið skrýtin, öðruvísi en að fara í kirkju en þetta var rosalega gaman.“ Siðfesta Hér má sjá Dagbjörtu taka siðfestu og hjá henni er Jóhanna Harðardóttir. Athöfnin Dagbjört vildi frekar taka sið- festu en að fermast vegna þess að hún trúir ekki á guð. Dagbjört Silja Bjarnadóttir, 14 ára stúlka úr Kópavogi, ákvað að taka siðfestu í fyrra í stað þess að fermast. Ástæðuna segir hún vera að hún trúi ekki á guð og hafi frekar viljað taka siðfestu. Dagsetning var valin 6. júlí 2008 enda segir Dagbjört dagsetn- inguna mjög skemmtilega en utan þess sé engin sérstök ástæða fyrir því að hún valdi þessa ákveðnu dagsetningu. „Mér fannst siðfestuathöfnin svolítið skrýtin, öðruvísi en að fara í kirkju en þetta var rosalega gaman. Það var reyndar mjög kalt í athöfn- inni því hún var úti. En þetta var mjög kósý þrátt fyrir kuldann. Veislan var rétt á eftir athöfninni og á sama stað. Þetta var frekar lítil veisla en hún var mjög fín.“ Dagbjört segir að þótt flestir vina hennar hafi fermst hafi þeim þótt hennar siðfesta mjög sniðug. „Svo var fræðslan fyrir sið- festuna rosalega skemmtileg. Við vorum þrjú saman í fræðslunni og við töluðum um Hávamál og fleira áhugavert efni,“ segir Dagbjört sem myndi hiklaust ráðleggja öðr- um að taka siðfestu. með því að segja nokkur orð eða lesa upp eitthvað viðeigandi sem þeir tileinka siðfestumanni.“ Virðing fyrir öllu lífi Það er ekki einungis athöfnin sjálf sem er öðruvísi en fermingarathöfn því það á líka við undirbúninginn að sögn Jó- hönnu. „Unglingarnir eru ekkert sér- staklega látnir vita af siðfestu heldur þurfa þeir að koma sjálfir og biðja um þetta. Það fær enginn undir lögaldri að taka siðfestuathöfn nema foreldrar eða forráðamenn samþykki vegna þess að okkur finnst það vera ákveðin ábyrgð að taka þessa ákvörðun á þessum aldri. Þetta er eitthvað sem unglingarnir þurfa að vilja sjálfir og foreldrarnir verða að vera sammála. Fyrir athöfnina fara ung- lingarnir í fræðslu þar sem við kennum þeim undirstöðuatriði heiðins siðar og þá er lögð áhersla á ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér, heiðarleika, umburð- arlyndi gagnvart trú og lífsskoðunum annarra og virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi. Það er farið í gegnum Hávamálin, Völvuspá, Eddukvæðin, goðafræði og margt fleira. Við hittumst ekki oft en við erum lengi saman því þetta eru heim- spekilegar umræður og það er gaman að þessu. Fræðslan fer því mikið fram í spjallformi þar sem við tölum saman og veltum hlutunum fyrir okkur.“ Fjölskylduathöfn Unglingarnir velja sjálfir daginn sem þeir taka siðfestu og Jóhanna segir að oft sé það einhver sérstakur dagur í þeirra lífi. Eins er það misjafnt hvort haldin er veisla eftir athöfnina eða ekki. „Ég hef tekið þátt í mörgum athöfnum og þetta virðist vera mjög misjafnt. Það hefur stundum verið þannig að eftir at- höfnina hefur fjölskyldan gert eitthvað saman, til dæmis farið í ferðalag. Svo hafa líka verið veislur eftir athöfnina. En athöfnin sjálf hefur alltaf verið fjöl- skylduathöfn og ekki mjög mannmörg en unglingurinn getur boðið sínum nánustu ættingjum og vinum í athöfnina,“ segir Jóhanna og bætir við að það sé mjög misjafnt hve margir taki siðfestu á hverju ári. „Núna eru fjórir unglingar hjá mér en oft virðast unglingarnir ekki huga að þessu fyrr en farið er að nálgast fermingarnar hjá hinum krökkunum. Þá hugsa þeir sinn gang.“ Persónuleg og hátíðleg athöfn Siðfesta er mjög persónuleg athöfn en það er nokkurs kon- ar fullorðinsvígsla fyrir heiðna unglinga. Í fræðslunni fyrir siðfestu er lögð áhersla á ábyrgð einstaklingsins á sjálf- um sér, heiðarleika, umburð- arlyndi gagnvart trú og lífs- skoðunum annarra og virðing fyrir náttúrunni og öllu lífi. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@mbl.is Þ að er svolítið sérstakt við siðfestu- athafnir ung- linga hvað gestirnir verða undr- andi og hrifnir af ein- lægni þessarar athafn- ar af því að þeir búast við einhverju allt öðru,“ segir Jóhanna G. Harðardóttir Kjal- nesingagoði en margir heiðnir unglingar kjósa siðfestu fram yf- ir að fermast í kirkju. „Skyldleikinn við ferminguna felst helst í því að þessi at- höfn er nokkurs konar fullorðinsvígsla eins og fermingin. Að öðru leyti er þetta mjög ólíkt því siðfesta er persónuleg at- höfn. Með siðfestu staðfestir fólk, full- orðnir eða ungmenni, að það ætli að hafa heiðinn sið í heiðri í framtíðinni og þann- ig er það í raun að viðurkenna fyrir sjálf- um sér og öðrum að það sé heiðið.“ Móta athöfnina sjálf Athöfnin sjálf er mjög einstaklings- bundin þar sem það er bara einn ung- lingur í einu sem tekur siðfestu. Að sögn Jóhönnu fá unglingarnir því að móta at- höfnina að einhverju leyti sjálfir þó að alltaf sé ákveðinn grunnur. „Athöfnin byrjar á því að goði helgar staðinn, lýst er sáttum og griðum og farið er með inn- gang að athöfninni. Unglingurinn velur sér svo þrjú erindi úr Hávamálum sem leiðarljós í þessari heiðnu vegferð sinni og þau eru lesin í athöfninni. Frum- kraftar jarðar eru alltaf til staðar í sið- festu eins og öllum öðrum heiðnum at- höfnum, það er að segja jörð, eldur, vindur og vatn. Í lok athafnarinnar af- hendir goði Hávamálin árituð sem tákn um athöfnina. Þetta eru því mjög per- sónulegar og hátíðlegar athafnir og oft taka aðstandendur og vinir þátt í henni Jóhanna G. Harðardóttir • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.