Morgunblaðið - 06.03.2009, Page 31
F
ermingardag-
urinn er stór
dagur í lífi
margra barna
og það eru því
sífellt fleiri stúlkur sem
ákveða að láta farða sig
á þessum degi. Sú förð-
un er jafnan mjög nátt-
úruleg og falleg að sögn
Þóru Ólafsdóttur, list-
förðunarfræðings hjá
Airbrush & Make up
gallery. Þóra farðaði
Miriam Eriksdóttir
Giovanni fallegri og
náttúrulegri förðun í
líkingu við það sem
margar ferming-
arstúlkur kjósa á fermingardaginn. „Það
er að aukast heilmikið að ferming-
arstúlkur fari í förðun og kannski ekki
síst vegna þess að þær ætla í myndatöku.
Það er oft nauðsynlegt að hafa einhverja
förðun fyrir myndatöku svo hún komi bet-
ur út.“
Fallegar í fermingunni
Fyrir fermingardaginn segist Þóra
farða stúlkur á mjög náttúrulegan hátt.
„Þannig eru stúlkurnar fallegastar. Á
þessum aldri hafa þær heldur ekki áhuga
á að vera mikið málaðar. Það er ofboðs-
lega fallegt að vera náttúrulegur. Ég nota
því léttan og ferskan farða og alls ekki
mikið af honum. Þá set ég ljósan augn-
skugga á augun og örmjóan „eyeliner“
þar á eftir. Ekki má heldur gleyma mask-
aranum. Í kinnarnar er settur smá roði til
að sýna ferskleikann og svo er sett fallegt
gloss á varirnar.“
Létt förðun
Þóra segir að flestar stelpur vilji vera
með einhverja förðun á fermingardaginn.
„Ég ráðlegg stelpum að nota bara léttan
farða, kannski smá sólarpúður í kinnar,
smá maskara og gloss. Eins má nota
„eyeliner“ en augun verða skarpari þá,“
segir Þóra sem heldur förðunarnámskeið
á fimmtudagskvöldum. „Konur geta kom-
ið á námskeiðin með sínar vörur og lært
að nota þær.“ svanhvit@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Náttúruleg förðun Það þarf ekki mikla förðun á fermingardaginn til að líta vel út
enda eru stúlkur á þessum aldri fallegastar náttúrulegar.
Náttúruleg förðun
í ferminguna
Stór dagur Þóra Ólafsdóttir farðar hér Miriam Eriks-
dóttur Giovanni en förðunin hentar vel á fermingardaginn.
Fermingar 31
Brauðbær • Hótel Óðinsvé • Þórsgata 1 • odinsve@odinsve.is • odinsve.is
Við gerum veisluna þína
Brauðbær sérhæfir sig í dönsku smurbrauði og pinnamat. 40 ára reynsla og
fagmennska tryggir gæði veisluþjónustu okkar – vertu viss um að fá fyrsta flokks
veitingar í veisluna þína.
Pöntunarsími 552 0490 eða 511 6200
Junior Original
Marimekko
Original
Catbag
Avenue
Doggielounge
Original Original
Island
Point
Headdemock
sími: 578 2004 • e-mail: fatboy@fatboy.is, www.fatboy.is
Suðurveri, Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Outdoor