Morgunblaðið - 06.03.2009, Side 36
36 Fermingar
Kurteisi ætti að vera í hávegum höfð og því mikilvægt að láta fermingarbarnið þakka fyrir
sig. Gætið að því að öll kort haldist á gjöfunum til að fermingarbarnið komi nú ekki af
fjöllum þegar það er spurt hvernig því líkaði gjöfin frá hinum eða þessum. Sumir senda
sérstök þakkarkort en aðrir láta barnið hringja og svo má jafnvel senda tölvupóst.
Mikilvæg kurteisi
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@mbl.is
V
ið viljum leyfa æskunni að njóta sín og börn
hafa svo fallegt hár á þessum aldri þar sem í því
er mikið af litarefnum sem gefur meiri glans,“
segir Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, hár-
greiðslukona á hárstofunni Eplinu. „Fallegast
er að hafa hárið sem náttúrulegast og leyfa æskunni að
njóta sín í stað þess að lita það. Við mælum því frekar með
því að börn fái sér glansskol eða fíngerðar strípur sem ger-
ir oft mikið en leyfir samt náttúrulega lit barnsins að njóta
sín. Með glansskoli kemur fallegur blær á hárið og meiri
glans og það dofnar síðan úr hárinu. Þannig er hægt að
auka blæbrigði hársins án þess að breyta algjörlega um
lit.“
Börn með sjálfstraust
Katrín segir að þó séu alltaf einhverjir sem vilji láta lita
hárið fyrir ferminguna en hún bendir börnum á að það sé
nægur tími til að lita hárið síðar. „Eins er mjög mikilvægt
að nota hitavörn ef stelpur á þessum aldri nota sléttujárn,
hárblásara eða krullujárn, því annars geta endarnir brotn-
að, slitnað og brunnið. Utan um hárið er hárhimna sem ver
hárið og óheilbrigt hár verður stökkara og missir hreyf-
anleika sinn,“ segir Katrín og bætir við að það sé misjafnt
hvernig klippingu fermingarkrakkar vilji. „Það má segja
að allt sé í tísku. Börnin eru með mikið sjálfstraust og gera
það sem þau vilja. Það er því mjög persónubundið hvað
krakkarnir vilja gera við hárið fyrir ferminguna.“
Jökull Steinn Ólafsson Hér má sjá klassíska lubbaklipp-
ingu. Hárið er því frekar þungt en þó styttra að ofan. Það
er frekar mikil sídd í hárinu en ekki mikil að aftan.
Fannar Þór Ragnarsson Katrínu langaði að sýna fram
á að hægt er að vera með stutta klippingu sem virkar
samt eins og viðkomandi sé með lubba. Allar útlínur
eru því frekar stuttar en þó er meira hár að ofanverðu.
Áslaug Eik Ólafsdóttir Í hár Áslaugar voru settar
nokkrar fíngerðar ljósar strípur. Hún var klippt í stytt-
ur auk þess sem toppurinn er smá tjásaður og til hliðar.
Náttúrulegt og glansandi
Eitthvað er um að börn vilji láta lita á sér hárið fyrir ferminguna að sögn Katrínar Óskar Guðlaugsdóttur
hárgreiðslukonu sem hvetur börn til að hafa hárið sem náttúrulegast enda fallega glansandi á þessum aldri.
Hrafnkatla Agnarsdóttir Hrafnkatla vildi fylgja eigin
stíl og fá týpuklippingu. Á hana var því klipptur smá
stallur sem samt er mjúkur. Svo var hárið blásið fallega
og liðað. Eins var Hrafnkatla lituð með glansskoli.
Morgunblaðið/Ómar
Katrín Ósk Guðlaugsdóttir: „Eins er mjög mikilvægt
að nota hitavörn ef stelpur á þessum aldri nota sléttu-
járn, hárblásara eða krullujárn.“