Morgunblaðið - 06.03.2009, Page 38

Morgunblaðið - 06.03.2009, Page 38
38 Fermingar Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Á hlaðborðinu eru tvær tegundir af brauðtertum, heitir brauðréttir með skinku og aspas, fimm tegundir af kaffi- snittum, jarðarberjakókosterta, súkkulaðitertur og marsipanterta. Kransakaka er ekki innifalin en hana er hægt að panta sér. Kaffiveislur vinsælar í ár „Það er svolítið sveiflukennt á milli ára hvort meira er pantað af mat eða kaffi en ég hef ekki getað tengt það við neitt ákveðið. Það er þegar búið að panta mjög mikið hjá okkur og virðist vera meira um kaffiveislur í ár. Fólk pantar fyrir ákveðinn fjölda og við áætlum magnið í það og sjáum til þess að allir fái nóg. Und- anfarin ár höfum við þurft aðeins að breyta hlutföllunum og er nú mun meiri hluti kaffiborðsins brauðmeti miðað við það sem áður var. Hvað varðar pantanir þá eru þær tvískiptar, það er ákveðinn fjöldi sem pantar strax í september og það eru yfirleitt þeir sem ætla að halda veisluna í sal. Strax eftir áramót fara pantanir að streyma inn aftur og þá fyrir fólk sem ætlar að halda veislu heima,“ segir Bjarni Óli Haraldsson, yfirmatreiðslumaður og eigandi Veislunnar. Þægileg samskipti Bjarni segir það mjög algengt að fólk leiti aftur eftir þjónustu fyrirtækisins þegar kemur að því að ferma næsta barn. Sérstök fermingarkynning er haldin þar sem fjölskyldum og ferming- arbörnum er boðið að koma og sjá hlaðborðin uppstillt. Þannig sér fólk innihald þeirra og hvernig borðið kemur til með að líta út. „Fólki finnst líka þægilegt að hitta veitingamanninn sem sel- ur þeim matinn og ekki hafa eingöngu samskipti í gegnum síma. Allir vilja að fermingardagurinn gangi snurðulaust fyrir sig og fólk á það til að vera stressað, því er traustvekjandi að fá tæki- færi til þess að fara að- eins saman yfir hlutina,“ segir Bjarni. Alls kyns útfærslur Sumt af veitingunum má undirbúa fyrirfram en síðustu dagana fyrir fermingar er nóg að gera og langmest fyrir pálmasunnudag sem er orðinn einna algeng- astur fyrir fermingar. Þetta segir Bjarni að hafi breyst, áður fyrr hafi fermingar á skírdag og öðrum í páskum verið algengari en nú virðist fólk frekar vilja vera í fríi um páskana. Á heimasíðu fyrirtækisins eru settar upp fjórar hugmyndir að matseðlum en Bjarni segir þær þó engan veginn tæmandi. Sumir vilji hafa smárétti á borðum, aðrir aðeins eina heita steik eða eingöngu kalda rétti. Ýmis konar útfærslur eru því mögulegar en Bjarni segir algengt að ef fólk kaupi mat- arveislu kaupi það líka annaðhvort marsipantertu, kransatertu eða kransahorn. Hefðbundið kaffihlaðborð Hjá veisluþjónustunni Veislan hefur í fjölda mörg ár verið í boði hefðbundið kaffihlaðborð fyrir fermingarveislur. Ýmiss konar aðrar veit- ingar eru þar einnig í boði. Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@mbl.is Á fermingardaginn er öll fjölskyldan saman kom- in og fólk vill hafa hefðbundinn mat sem flest- um finnst góður á borðum, eins og hamborg- arhrygg, graflax og annað slíkt. Inn á milli hefur maður þó spennandi nýja rétti og fær líka sér- óskir frá fermingarbörnum sem vilja til dæmis hafa sushi og þá bjargar maður því. Síðastliðin ár finnst mér eftirspurn eftir matarveislum hafa aukist og að dregið hafi úr kaffisamsætum eins og hér tíðkuðust fyrir ein- um 20 árum,“ segir Sturla. Tex-mex og kalkúnabringur Sturla starfrækir veislusalinn Glersalinn sem hægt er að leigja undir fermingarveislur og velja þá um tvenns konar mismunandi matseðla. Sá matseðill sem hefur verið hvað vinsælastur inniheldur bæði kalda og heita rétti, meðal annars kjúklingasalat með tex-mex sósu, graflax með sinnepsdillsósu, parmaskinku með klettasalati og parmesan, hamborgarhrygg, heilsteiktar kalkúnabringur og ýmiss konar meðlæti. Hann segir fólk bóka sali óvenju snemma miðað við það sem áður tíðkaðist þó að í ár hafi fólk verið aðeins lengur að ákveða sig og efnahagsástandið þar vafalaust sett strik í reikninginn. Pálmasunnudag segir hann vera einna vin- sælasta daginn en í salnum eru haldnar tvær veislur á dag, í hádegi og síðdegis. Góður matur og nóg af honum Um leið og ekkert virðist hafa dregið úr vinsældum þess að halda fermingarveislu í sal er einnig aukning á veislum í heimahúsum. Veisluþjónustan Matur fyrir líf sem Sturla rekur einnig er hugsuð fyrir þá sem vilja halda veislu heima. Þar eru á matseðlum ýmiss konar ólíkir réttir eins og graflax, pastasalat, tígrisrækjur og hamborgarhryggur. „Ég legg áherslu á góða þjónustu og góðan mat og nóg af honum. Stundum hef ég heyrt af kollegum mínum sem hafa verið í veislu þar sem ekki var nóg að borða. Ég hef gjarnan hugsað á þann hátt að í raun er ódýrara að hafa meiri mat og viðskiptavininn ánægðan heldur en að hann verði óánægður og vilji kannski ekki borga veisluna. Þá hef ég reynt að halda sama verði og í fyrra þrátt fyrir hækkanir,“ segir Sturla. Eitthvað sem öllum finnst gott Nóg af mat Sturla Birgis segir mestu skipta að við- skiptavinurinn sé ánægður. Í matarveislu er mikilvægt að eitthvað sé á borðum sem hentar öllum. Sturla Birgis matreiðslumaður segir fólk al- mennt velja hefðbundnar veitingar, en stundum í bland við eitthvað nýstárlegt. Freistandi Sturla töfrar fram ýmsa kjúkingarétti. Ferskt Girnilegir sjávarréttir eru góðir og ferskir. Þetta Stúdíó er ný ljósmynda- stofa í Nethyl 2b í Árbænum. Í ár bjóðum við 10% afslátt af fermingarmyndatökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.